Vonarpeningurinn.

 

Margir hafa lengi talið tímabært að Bjarni Benediktsson segði af sér formennsku Sjálfstæðisflokksins.

 

Það breytir því samt ekki að Bjarni hefur verið klettur í íslenskum stjórnmálum; skynsamur, málefnalegur, rökfastur.

Eiginleikar sem voru að verða ákaflega sjaldgæfir í íslenskum stjórnmálum, fremst meðal jafninga vitleysunnar var forystufólk Samfylkingarinnar, milli Kristrúnar og Ingibjargar Sólrúnar var vitsmunaleg eyðimörk, stundum skaðleg.

 

Þegar þessi tími verður seinna gerður upp í sögunni, mun Bjarni Ben fá góða dóma, fólk mun átta sig á því að það var hann sem bjargaði þjóðinni frá algjörri óreiðu og upplausn.

Samstarf hans við Katrínu Jakobsdóttur var límið í ríkisstjórn hinna þriggja flokka frá hægri til vinstri, þar sem valkosturinn var óreiða og hávaði Samfylkingarinnar, Pírata og nýfrjálshyggju Viðreisnar.

Gjaldþrot þeirra óreiðu sjáum við í dag í græna ferlíkinu í Álfabakkanum, gjaldþrot sem hefur blasað við í fjölda ára í Reykjavík; gegn skynsemi, málefnum og rökhyggju, er teflt vanhæfni, óskilvirkni, vitleysu.

Við getum spurt okkur sem þjóð, óháð öllum pólitískum skoðunum okkar og stuðningi við einstaka flokka eða stefnur; Hvernig værum við í dag eftir einn heimsfaraldur og 8 eldgos ef vitleysingahjörðin hefði stjórnað þjóðinni???

 

Það var vissulega kominn tími á þriggja flokka stjórnina, sá tími kom þegar Katrín gat ekki stöðvað tilraun Svandísar til að sprengja ríkisstjórnina þegar hún réðst á byggðalag og verkafólk með því að stöðva hvalveiðar á síðustu mínútu. 

Eftir það var stjórnin dauð og eftirleikinn þekkja allir, en það breytir því ekki, þó menn geti verið ósammála um einstök atriði, að stjórnin stóð sig í heimsfaraldrinum og í að skipuleggja vörn þjóðarinnar eftir að eldgosin hófust við Grindavík.

Það er í eðli þjóðarinnar að setja út á, en sagan er sanngjarnari, Bjarni var betri en enginn á ögurstundum.

 

Allt tekur samt enda og hans tími er kominn.

Og vonarpeningur valda og áhrifa sprettur fram.

 

Við einn er rætt í þessari frétt, og hann óttast um stöðu sína ef flokkurinn sem hann taldi sig eiga erfa, fengi tíma til að hugsa ráð sitt og stöðu, leita skýringar á vanda, finna hæfa forystu til að breyta ásýnd flokksins og gera hann samkeppnishæfan á ný meðal íhaldsfólks.

Sem þessi vonarpeningur og hinn vonarpeningurinn, eða tækifærisinninn eða fyrrverandi ráðherrann sem örugglega réði við að stýra bæjarfélagi austan heiðar, eru ekki hæfir til.

Svo það sé sagt hreint út að það sem er í boði í dag innsiglar feigð Sjálfstæðisflokksins.

 

Þórdís Kolbrún svo dæmi sé tekið myndi sóma sér vel sem varaformaður Viðreisnar því þar er Þorgerður henni fremri að styrk og þroska og hún gæti tekið slaginn við Kristrúnu því ekki er mannvalið mikið í Samfylkingunni.

En sem hægri krati mun hún aldrei ná til íhaldsmanna, kjarnafylgis Sjálfstæðisflokksins.

 

Að Áslaug Arna sé nefnd sem vonarpeningur segir aðeins til um hnignun dómgreindar og almennar skynsemi þjóðarinnar, hnignun sem hefur hugsanlega með áhrif flúors í tannkremi að gera.

Fullorðið fólk kýs ekki krakka þegar aðrir flokkar bjóða uppá fullorðið fólk, einn skýringarþátta á fylgi Viðreisnar, og unga fólkið er búið að fá nóg af ruglandanum sem það upplifir í Reykjavík og láir því enginn.

Það mun ekki hlusta á afskræmingu stjórnmálaskóla Sjálfstæðisflokksins á pólitískri rétthugsun því það hefur fengið nóg af þessari sömu rétthugsun.

 

Guðlaugur Þór er síðan ekkert í pólitík, nema kannski það að gera Guðlaug Þór og fjölskyldu ríka í gegnum stjórnmálaþátttöku hans.

Engin skoðun, engin stefna, engin leiðsögn; Ekkert.

Pólitísk útgeislun hans er síðan á plani við Kristján í Hval.

 

Guðrún Hafsteinsdóttir er síðan góður fagráðherra, góður embættismaður, og gæti örugglega orðið góður bæjarstjóri í heimabæ sínum.

En kosning hennar yrði meira slys fyrir Sjálfstæðisflokksins en kosning Theresu May var á sínum tíma fyrir breska Íhaldsflokkinn.

Það er liðin karlremba að halda að það dugi að kjósa konu og þá munu hlutirnir reddast af sjálfu sér.

 

Breski Íhaldsflokkurinn gerði hins vegar loks það sem þurfti að gera.

Hann kaus svarta stelpu frá Nígeríu formann flokksins, ekki vegna þess að hún var svört stelpa frá Nígeríu, heldur vegna þess að hún er hæf.

Hún er hæf, og hefur eitthvað að segja.

 

Siðmenningin á undir högg að sækja.

Margar ógnir steðja að henni, jafnt utan sem innan.

 

Eitt helsta innanmeinið er forheimska og tómhyggja hins pólitíska Rétttrúnaðar, þessi sem kennd er við Góða fólkið.

Og meðan ekki er hægt að banna flúor í tannkremi, þá þarf fólk sem talar gegn þessari foráttuheimsku og víðáttuvitleysu sem hinn pólitíski Rétttrúnaður Góða fólksins er.

 

Líkt og breski Íhaldsflokkurinn gerði, að kjósa hæfa manneskju sem talar mannamál, ekki eitthvert furðumál eins og Dagísku, þarf Sjálfstæðisflokkurinn að gera það líka.

Fyrst að Samfylkingin gat það, þá ætti hann að geta það.

 

Aðeins þannig nær hann vopnum sínum á ný.

Eða deyr ella.

Kveðja að austan.


mbl.is Vill ekki fresta landsfundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Fjári er þetta góð greining hjá þér á stöðunni í dag 

Grímur Kjartansson, 11.1.2025 kl. 10:46

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og fjórum?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 308
  • Sl. sólarhring: 660
  • Sl. viku: 1840
  • Frá upphafi: 1409627

Annað

  • Innlit í dag: 266
  • Innlit sl. viku: 1536
  • Gestir í dag: 258
  • IP-tölur í dag: 255

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband