9.1.2025 | 16:43
Af hverju eiga Danir að ráða yfir Grænlandi??
Vissulega var danskur trúboði sem mætti þar í byrjun 18. aldar, líklegast hinn almennilegasti maður, en fullur af fordómum og yfirlæti hins hvíta kynstofns gagnvart íbúum framandi landa.
Og svo erfði Danmörk í gegnum Kalmarsambandið hugsanlegar byggðir Íslendinga vestur frá Íslandi, byggðir norrænna manna frá Íslandi, voru það þekktar og viðurkenndar að páfinn í Róm sendi þangað biskup.
Svo liðu bara mörg ár sem og aldir.
Grænlendingar sátu upp með danskan hroka og nýlendukúgun, sem gekk svo langt að Danir, sá meinti yfirburðarkynstofn, sem ekki einu sinni kann að tala mannamál svo aðrir skilji, hvað þá þeir sjálfir hvorn annan að þeir ákváðu að gera grænlenskar konur ófrjóar í nafni meintra kynyfirburða sinna.
Ha, ha.
Svo sjúk er þessi danska minnimáttarkennd að í nafni meintra kynyfirburða þeirra, þeirra sem enginn annar skilur, hvað þá þeir sjálfir, taka þeir nýfædd börn af grænlenskum mæðrum sem fæða börn sín í Danmörku.
Svo má ímynda sér áþjánina að þurfa að læra dönsku og nota hana sem samskiptamál við stjórnsýsluna.
Trump á allan heiður að vekja athygli á þessari tímaskekkju fortíðarinnar, arfleið nýlendustefnu örríkja á Norðurslóðum, smánar sem Danir munu aldrei ná að þvo af arfleið sinni, ekki að þeir gætu það ekki, en dönsk þjóð sem slík á aðeins innan við 2 áratugi eftir til að ný blendingsþjóð óskiljanlegra innfæddra í samkrulli við múslímska innflytjendur verður til.
Og höfuð munu beygja sig í átt að Mekka.
Vonandi hverfur danskan um leið, hver vill púkka upp á mál sem fólk talar, og nennir ekki að orða orð sín svo nokkur annar skilur??
Svarið við spurningu þessa pistils er augljóst, Danir hafa engan rétt til að stjórna Grænlendingum, fólk sem getur ekki einu sinni tjáð sig á skiljanlegu máli, hefur engan rétt til að gelda mæður, eða taka nýbura frá þeim.
Öreyja hefur engan rétt til að stjórna stærstu eyju jarðar, þó hún telji sig hafa erft þann rétt frá íslenska þjóðríkinu sem gekk í ríkjasamband við Noreg fyrir svo sem 800 árum síðan eða svo.
Að það þurfi bullukollinn Trump til að benda á þessi augljósu sannindi, er hins vegar sorg nútímans, sem rígheldur í arfleið hroka og yfirgangssemi evrópskra nýlenduþjóða.
Trump hefur fullan rétt á að benda á að ef Grænlendingar treysta sér ekki til að stjórna öllum sínum málum sjálfir, þá sé skjól í faðmi Bandalagsríkja Ameríku, mun haldbetra skjól en skjólið í faðmi hinna gömlu nýlendukúgara, sem eru svo siðblindir í sínum eigin hroka, að þeir fjarlæga hvítvoðunga úr móðurfaðmi, því viðkomandi móðir hafi ekki staðist mæðrapróf skriffinnsku kerfisins, hins sálarlausa kerfis sem enga mannúð og mennsku þekkir, er þar að auki forheimskt vegna menntaðra kvenna sem hafa menntað sig frá mennsku í heimsku.
Og hann bendur á að þar sé Grænlendinga sjálfra að ákveða, kannski þessari síðustu birtingarmynd frelsisstríðs amerísku nýlendanna.
Hvað sem danskir nýlendukúgarar fullyrða, og vinir þeirra og frændur í gömlu nýlenduveldum Evrópu fullyrða, þá tilheyrir Grænland Ameríku, ekki Evrópu.
Það vita allir Íslendingar nema hugsanlega fréttaviðrini Rúv, þessi sem styðja voðaverk Hamas og þjóðarmorð þeirra gagnvart íbúum Gasa, tala því um gísla Hamas sem handtekið fólk, við hin vitum að gjáin við Þingvöll markar skilin milli Evrópu og Ameríku, ekki dansk nýlendukúgun með vísan í arfleið forníslendinga.
Danskir ráðamenn mega funda út í eitt.
Yfirráð þeirra yfir Grænlendinga er tímaskekkja.
Sem tíminn mun leiðrétta í fyllingu hans.
Kveðja að austan.
![]() |
Danskir ráðamenn funda vegna ummæla Trumps |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:53 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.3.): 18
- Sl. sólarhring: 31
- Sl. viku: 3341
- Frá upphafi: 1430878
Annað
- Innlit í dag: 13
- Innlit sl. viku: 2976
- Gestir í dag: 12
- IP-tölur í dag: 12
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Trump er eins og Trump er og hefur alla tíð verið, siðlaus ruddi með enga snefil af siðferðiskennd. Sjái hann eitthvað sem hann langar þá í er það annað tveggja, kaupa það eða stela því með valdi.Skiptir ekki hvort það er kona eða stærsta eyja heims.
Í árdaga, fyrir ca. 5.000 árum, fluttist fólk frá Afríku og skiptist í tvo hópa, þá sem fóru til Evrópu og þá sem héldu áfram inní Asíu.
Eiríkur rauði, tvöfaldur manndrápari, útlægur bæði frá Noregi og Íslandi, er sennilega merkasta persóna í sögu mannkyns því undir hans forystu hittust þeir sem sem fóru til Evrópu og þeir sem fóru til Asíu í fyrsta skipti í 5.000 ár. Hringnum var loka0, mannkynið hafði lokið yfirtöku sinni á jörðinni.
Bjarni (IP-tala skráð) 9.1.2025 kl. 17:29
Blessaður Bjarni.
Takk fyrir þetta söguinnlegg þitt.
Mikið til í þessari nálgun um lokun hringsins, reyndar ekki rétt að þar með hafi mannkyn lokið yfirtöku sinni á jörðinni, því aðeins hafið var á milli, forfeður Skandínava, sem voru náfrændur þess fólks sem hélt austur eftir yfir landbrúna á milli Evraasíu og Ameríku, það hafði lokið hringnum með því að byggja austur Grænland, en ókei, kannski voru einhverjar mílur á milli.
Trump eins og Trump er, og guð forði mannkyninu að hann þekki til siðferðiskenndar, hann er leiðtogi sem talar mannamál, til dæmis það mannamál að við þurfum að mæta Íslamistum áður en þeir útrýma okkur, eða það sem verra er fyrir slitgigtina, að við öll krjúpum á kné, og lútum höfði að Mekka.
Svo er spurning hans réttmæt, líkt og ég bendi á í pistli mínum hér að ofan.
Sem þú last ekki Bjarni en kaust að segja hinum örfáu sem Mbl.is lætur telja, að Trump væri asni, siðlaus ruddi.
Hann tekur allavega ekki nýbura frá mæðrum sínum.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 9.1.2025 kl. 17:49
Hann var reyndar Norskur Danski trúboðinn Ómar, -Hans Egede fæddur í mínum fyrrum heimabæ Harstad, ekki að það skipti máli en Noregur var hjálenda Dana svona rétt eins og Ísland á þeim tíma, -ef ég man rétt, en við gerum ekki Tyrkja Guddu danska þess vegna.
Oft var ég búin að ráfa um áttavilltur sem flóttamaður með múslímskum vinnufélögum mínum um Hans Egede gade, og ef þú skyldir ekki vita það þá er hægt að fá bænateppi með áttavita í Noregi.
Áttavitin átti hvort sem er að geta vísað mönnum út og suður, jafnvel í efra og neðra, en átti að vísa vinnufélögum mínum á Mekka. Reyndar vildu Norskir vinnufélagar okkar meina að áttavitinn væri snarvitlaus, rétt eins og þetta með danska trúboðann hjá þér, -hann víaði ekki til Mekka heldur Madrid.
Annars bara góðar kveðjur í glæðurnar í neðra úr frostinu í efra.
Magnús Sigurðsson, 9.1.2025 kl. 18:10
Fer að trúa því að einhver auka efni hafi verið í bóluefninu.
Jújú, eitthvað verður að greida fyrir hnignandi heimsveldi sem heldur úti átokum fyrir hina Guðs útvoldu í midausturlondum.
" Sjálfstaedissinnum " til haegri á Íslandi tókst fljótlega ad sannfaera sitt fólk ad herseta USA vaeri hluti af sjalfstaedi Íslands.
L. (IP-tala skráð) 9.1.2025 kl. 20:22
Það er kannski á fárra vitorð að danir buðu þjóðverjum Ísland í skiptum fyrir Slesvik-Holstein í upphafi 20. aldar eða lok þeirrar nítjándu. Ef eftir hefði gengið þá værum við þýsk, töluðum þýsku og allir vær alsberir í sundi.
Bjarni (IP-tala skráð) 9.1.2025 kl. 22:38
Bjarni.
Danir budu bretum einnig Island.
Ekki gleyma ad Canada, Bretland og USA eru sama fyrirtækið.
North Atlantic Triangle.
Flettu svo upp East India Corporation fánanum og Grand Union fánanum, ( og hvada forseti Bandarikjanna flaggadi theim fána )
Flettu svo upp núverandi Bandariska fánanum og teldu strípurnar 13.
L. (IP-tala skráð) 9.1.2025 kl. 23:12
Ef þetta er ekki skemmtiefni auk söguskýringa,afþakka ég Storytel sonar mins.
Vildi þá enginn gömlu Íslendingana er þeim bauðst þeir? Margir flúðu fátæktina þegar þeim bauðst að yrkja jörðina í Ameríku.Hverra manna er Trump las einhverju sinni að væri af skosku kyni.
Helga Kristjánsdóttir, 10.1.2025 kl. 00:03
Það er ekki gott þegar fólk fer rangt með vísindi eins og Bjarni hér fyrstur í athugasemdum. Svo mikið er víst að homo sapiens yfirgaf Afríku fyrir MIKLU lengri tíma en 5000 árum eins og hann heldur fram. Eitt sinn var talið að það hafi gerzt fyrir einni milljón ára, síðan var talið það hafa gerzt fyrir 1,8 milljónum ára. Það er enn deilt um þetta, en svo mikið er víst að eitthvað er Bjarni hér að rugla saman tölum og vísindum. Það telst í milljónum ára hvenær maðurinn yfirgaf Afríku, sem varð Neanderdalsmaðurinn og hinar ættkvíslirnar með tímanum, og varð að okkur.
Fyrir 5000 árum hinsvegar kom fólk frá Úkraínu, Svartahafinu, Yamnaya stríðsmennirnir, sem fjallað var um í vísindaþáttunum Fyrstu Svíarnir á RÚV. Þeir voru grafnir með litlum öxum eða hömrum, og kallaðir stundum stríðsaxafólkið. Sumir telja að trúin á Þór hafi verið til grundvallar, og þessar stríðsaxir samsvarandi krossum kristinna manna í nútímanum, trúartákn, eins og það er enn notað meðal þeirra sem tigna Þór öðrum framar. Vísindamenn telja að Ásatrúin geti verið svona gömul, að þessi menning lifði í mörg þúsund ár eftir það.
Það var miklu fyrr sem Asíufólk fluttist á þessar slóðir, og svo forfeður okkar, frá Afríku. Leitið bara í wikipediu til að fá þetta staðfest.
Í Morgunblaðsgreininni Nýir frummmenn frá 25. september 1994 kemur fram þessi tímasetning sem ég vitna í, að maðurinn hafi komið frá Afríku fyrir 1.8 milljónum ára. Það held ég sé tryggara en það sem Bjarni skrifaði um þetta.
Kristín Marja Baldursdóttir skrifaði þessa Morgunblaðsgrein og vitnaði í nýjustu vísindi þess tíma. Enn er deilt um nákvæm vísindi í þessu, tímasetningar og annað, en þetta mun vera nærri lagi.
Ingólfur Sigurðsson, 10.1.2025 kl. 04:24
Blessaður Magnús.
Er ekki aðalatriðið að beygja höfuð eitthvað??, sér ekki trúin um restina??
Jú, jú, það er svo sem ljótt að kalla Tyrkja Guddu Dana, og sjálfsagt verra að kalla Hans Edge dana, var hann ekki norskur eins og Snorri Sturluson?? Ef ég man rétt þá var engin þjóðarvitund til staðar í Noregi á þessum tíma, mállýskur fleiri en puttar og tær ná að telja, menn kenndu sig við byggðarlög, og þá las enginn Snorra, svo hinn almenni hafði ekki hugmynd um hið forna norska ríki. Þjóð og þjóðarvitund varð til miklu seinna.
En þessi hraðsuða mín átti engan tíma að taka og fáar línur að pikkast, og á einhverju varð ég að byrja lesturinn, sem glöggt auga sér að er aðeins útlegging á tvennu, það er útrás á tvennu; annars vegar að skammast yfir dönskunni, skammir sem hafa blundað í mér þegar ég samviskusamlega í dönsku tíma hjá Kidda Jó reyndi að bera fram hljóðin eins og orðin voru stafsett, og Kiddi sagði að Danir létu sér nægja að segja fyrstu tvo, þrjú hljóðin í hverju orði, það er þegar þau voru of löng fyrir aðeins eitt hljóð. Þvílíkir letingjar, og þvílíkt ómál, hef ekki reynt að lesa dönsku upphátt, eða tala hana síðan.
Og hins vegar blöskraði mér fréttin um nýburann sem var tekinn frá móður sinni vegna þess að hún stóðst ekki skriflegt próf um hæfni sína sem móður. Hvílíkt innræti, hvílík skítseyði.
Hvernig hægt er síðan að koma þessu tvennu inní pistil um blaðrið hjá Trump er síðan ákveðin áskorun, en fljótskrifuð, allavega ekki minna marktækt en sú ætlan að ætla Trump að fara í stríð við sjálfan sig. Því árás á eitt ríki er víst árás á öll ríki í Nató.
Það er skrýtin kýr þessi umræða sem fjölmiðlar blása upp.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 10.1.2025 kl. 09:33
Já þú segir það L minn góður, þú segir það.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 10.1.2025 kl. 09:35
Blessaður Bjarni.
Það er ekki svo afleitt að vera allsber í sundi, þannig að Þjóðverjar hefðu alveg mátt íhuga tilboðið.
En ég held að þetta sé flökkusögn, eftir að Nelson skaut danska flotann í tætlur í byrjun 19. aldar, þá vissu Danir alveg hverjir réðu heimshöfunum, og viðkomandi hefðu ekki sætt sig við þýska herstöð á Íslandi. Það er ekki almenn kurteisi að bjóða það sem ekki er hægt að þiggja.
Og þá kunnu Danir alveg mannasiði.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 10.1.2025 kl. 09:39
Blessuð Helga.
Það vildi okkur enginn, ekkert nema ami af okkur, grálúsugir og skítugir, eða það segir sagan. Svo vorum við alltaf að lesa bækur, yrkja ljóð, ekki nema von þó allt héngi á horriminni hjá okkur.
En það er rétt hjá þér, þetta er mikið skemmtiefni allt saman.
En það þarf tvo til, þann sem hefur umræðuna og hina sem taka þátt í henni.
Ég held að það sé ekki allt í lagi með þá síðastnefndu.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 10.1.2025 kl. 09:43
Blessaður Ingólfur.
Ég held að Bjarni hafi bara slegið þessu fram í hálfkæringi, svona svipað og margt af því sem ég sagði í pistlinum hér að ofan.
En það voru góðir þættirnir um fyrstu Svíana, og margir svona góðir þættir um söguna hafa verið framleiddir, en ekki sýndir hjá Rúv okkar. Til dæmis þættir BBC um uppruna Keltana, það hefði verið gott að fá þá textaða í sjónvarpinu.
En svona er þetta bara.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 10.1.2025 kl. 09:50
Íngölfur, ég er að ræða nútímamanni , Homo sapiens. Það eru innan við 100.000 ár síðan sá stofn kom fram.
Það var engin Homo sapiens til fyrir 1,8 milljón ára.
Bjarni (IP-tala skráð) 10.1.2025 kl. 17:16
Blessaður Bjarni, ég hef svo gaman að skipta mér af.
Varðandi nútímamanninn, þá er aldur hans á reiki, nýlegir beinafundir benda til að hann sé eldri en áður var talið, sem og er öll þróunarsaga hans í stöðugri endurskoðun, það er þróunin frá fyrsta mannapanum sem nennti ekki að labba á framfótunum líka. Miðað við nýlega grein sem ég las í Lifandi Vísindum þá er líka talið að vitmaðurinn hafi þróast út frá fleiri en einni grein mannapa, og þá ekki bara í Afríku heldur líka í Asíu.
Það eru DNA fræðin sem hafa úrelt kenningar steingervingafræðinnar.
En burt séð frá því þá er þetta 5.000 ára ártal líklegast komið úr biblíunni, út frá ættartölu þar, það er lengra síðan að maðurinn tölti til Ameríku og þar hafa DNA fræðin líka vakið upp spurningar um hvaðan fyrstu íbúar Ameríku komu, Kínverjar eru jafnvel farnir að halda því fram að þeir séu ættaðir þaðan. Eins hafa evrópsk gen fundist sem vekja upp spurningar um hvort veiðimenn þaðan hafi komið til Ameríku, og svo framvegis.
Hins vegar fannst mér kenning þín um að Eiríkur rauði hafi lokað hringnum vera góð kenning.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 10.1.2025 kl. 18:41
Að betur athuguðu máli, með aðstoð wiki, þá kom Homo sapiens fram fyrir 200.000 árum og var kominn út úr Afríku fyiri 50.000 árum, til Grænlands fyrir 4.000 árum og til Íslands fyrir 1.000 árum. Ekki verið að eltast við örfáar aldir til eða frá. Andskotans smámunasemi er þetta hjá þér alla tíð.
Það var allvega enginn Homo sapien til fyrir 1,8 milljón ára.
Bjarni (IP-tala skráð) 10.1.2025 kl. 19:48
Bjarni, gott að þú lætur þig þetta varða. Samkvæmt þessari vefsíðu,https://australian.museum/learn/science/human-evolution/the-first-migrations-out-of-africa/ uppfærð 2020, þá telja þessir vísindamenn að 1.75 milljón ár séu frá því brotthvarfið frá Afríku hófst, jafnvel 2. milljónir ára.
Who left Africa first?
Homo ergaster (or African Homo erectus) may have been the first human species to leave Africa. Fossil remains show this species had expanded its range into southern Eurasia by 1.75 million years ago. Their descendents, Asian Homo erectus, then spread eastward and were established in South East Asia by at least 1.6 million years ago.
However, an alternate theory proposes that hominins migrated out of Africa before Homo ergaster evolved, possibly about 2 million years ago, prior to the earliest dates of Homo erectus in Asia." Tilvitnun lýkur.
Það er er eitt sem þið gleymið í þessu, það er pólitísk rétthugsun. Wikipedia og önnur opinber gögn reyna að halda því á lofti að maðurinn hafi þróazt í Afríku en ekki utan hennar. Það er pólitíska trendið - pólitíska rétthugsunin. Gögnin sýna allskonar niðurstöður sem má túlka á ýmsan hátt.
Þetta með kynþáttamálin er hluti af Woke. Það nær yfir til vísindamannanna. Ber því að taka það með ákveðinni varúð - án þess að hunza það. Þeir geta verið með skekkjur - viljandi eða óviljandi - til að búa til heimsmynd sem Elítunni þóknast.
En ég tek undir með Bjarna, með þessi 200.000 ár, það er opinber tala. En Homo sapiens kom til Íslands um 874, fyrir meira en 1000 árum. Það er munur á því. Það eru miljónir ára síðan maðurinn kom niður úr trjánum - og menn rugla saman öllu þessu í umræðunni.
En gott að ég leiðrétti þig. Menn verða ómarkvissir án þess.
Ingólfur Sigurðsson, 11.1.2025 kl. 00:30
Með fullri virðingu Ingólfur þá er umræðuefnið Homo sapiens, ekki fyrri hópar homonídes.
Bjarni (IP-tala skráð) 11.1.2025 kl. 03:19
Láttu ekki svona Bjarni, smámunarsemi er dyggð, af henni er mörg umræðan sprottin, margar bækur skrifaðar þar sem annars væri þögnin eða auðar síður.
Síðan finnst mér lokun hringsins sem var afleiðing drápa Eiríks Rauða, sem ég af smámunasemi minni vil benda þér á að voru ekki morð heldur manndráp og voru í hávegum höfð á hans tíð, bæði fyrir og seinna, þangað til bévítans ríkisvaldið fór af skipta sér að þeim eins og öðru, ekki vera smá heldur stór, það er í rökhyggju sinni.
Ekki vissi ég að það væru 4.000 ár síðan að skrælingjarnir komu fyrst til Grænlands, þeir voru allavega ekki á búsældarsvæðum sauðfjárbænda þegar Eiríkur kom þangað, en þeir hafa sjálfsagt verið að skottast eftir sel þarna norður frá í einhver ár, árhundruð eða árþúsund.
En það er ekkert smátt við bilið á milli 5.000 og þess tíma sem nútímamaðurinn hóf göngu sína frá Afríku, og síðan eru DNA fræðin að afsanna þá kenningu, það er að nútímamaðurinn hafi sprottið upp frá hópi fólks sem leiddist í hinni svörtu álfu, heldur var þetta eitthvað samkrull þar sem náttúran var ekki hamin, forn saga og ný. Mismunandi hópar mannapa lögðu gen í púkkið, þróun mannsins er ekki eins línulaga eins og menn töldu út frá steingervingafræðinni.
Enda þekkti ég mann sem leit alveg út eins og Neanderdalsmaðurinn, og ég get næstum því fullyrt án ábyrgðar að hann hafi verið fyrirmynd teiknara þegar þeir drógu fyrstu myndirnar af Neanderdalsmanninum, þessi maður var ljúfmenni hið mesta líkt og menn átta sig núna á að Neandardalsmaðurinn hafi verið, þó öðru var haldið fram til skamms tíma.
Virðum svo smámunasemina, misskilninginn og alla þá umræðu sem sprettur fram af slíku, enn og aftur; Lokun Hringsins var skemmtileg kenning.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 11.1.2025 kl. 09:21
Svo þessu fjasi sé nú haldið áfram þá er allt sem bendir til þess að Evrópa hafi verið numin af indverjum. Tungumál er indó-evrópsk. Latneska (ítalska,spænska), slavneska(a-evrópa) og svo germanska. Til að vera algjör nörd þá má benda á að þ æ og ð eru í ancient english.
Þá er hvítir flokkaðir sem "caucasians" Armenia og Aserbaidian eru staðsett þar, þ.e í kákasus.
Þessi hópur innflytjenda frá Indlandi til Evrópu átti síðar eftir að leggja heiminn að fótum sér.
Bjarni (IP-tala skráð) 12.1.2025 kl. 15:07
Þú segir það Bjarni, hefðir aðeins átt að lesa Ingólf betur.
Vissulega búa langfrændur okkar á Norður Indlandi, en forfeður beggja eru frá sléttunum norðan Svarta hafs, frændgarðurinn er stór, Íranar til dæmis og Kúrdar minnir mig, svo er eitt útdautt Indó evrópskt tungumál einhvers staðar á silkileiðinni þar sem núna er Kína.
Ástríkur og Steinríkur svo einhverjir séu nefndir eru líka komnir af þessari vagnaþjóð sem Yamnaya menningin er kennd við, það er alltaf svo að eitthvað á sitt upphaf.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 12.1.2025 kl. 17:09
Ég hef engar efasemdir um að eldri hominides fóru frá Afríku á undan Homo sapiens og hafi mögulega blandast Homo sapiens á þessari vegferð Homo sapiens. Öll höfum við gen frá Neanderthals en það breytir engu um að Homo sapiens er 200.000 ára gamall stofn homonides sem kom frá Afríku og dreyfðist þaðan um heiminn.
Svo evrópubúar komu frá sléttunum norðan Svartahafs? Þá er næsta skref að skýra út hvernig og hvaðan þeir komust þangað.
Svo, þessu ótengt, þá var Snorri Sturluson, fæddur í Hvammssvei, alin upp af Jóni Loftssyni í Odda og var myrtur í Reykholti Borgarfirði. Þó svo hann hafi verið að eltast við einhverja pilsvarga í Noregi, sjálfsagt sauðdrukkin, einhvern tíma ævinnar þá var hann ìslendingur.
Bjarni (IP-tala skráð) 12.1.2025 kl. 18:26
Blessaður Bjarni, þú ættir að segja Norðmönnum það, ef mig minnir rétt þá sóttu norsku landsfeðurnir, það er þeir sem sögðu einn daginn í lok 18. aldar og byrjun þeirrar 19. að við erum þjóð, norsk þjóð, mikið í skrif Snorra um norska kónga, eitthvað sem hinn almenni í Noregi hafði ekki hugmynd um.
Í svipuðum skrifum lásu þeir að Íslendingar hefðu að megninu til verið af norsku ættum, bæði frá Noregi sjálfum, sem og frá byggðum norskra manna á Bretlandseyjum, ergo; Snorri var norskur að ætt og uppruna. Einföld rökleiðsla, en ég er sammála Magnúsi í efra að Hans var ekki Dani.
Varðandi hina stórmerku vagnaþjóð Yamnaya má fræðast í þessari stórskemmtilegu heimildarmynd á Youtube og heitir Yamnaya, Andlit Indóevrópubúa.
https://www.google.gr/url?sa=t&source=web&rct=j&opi=89978449&url=https://www.youtube.com/watch%3Fv%3Dd48bhkOiEuA&ved=2ahUKEwipsYzdlvKKAxUR3gIHHfiDEeAQwqsBegQIEBAF&usg=AOvVaw21rGIORMj4FGYfr7OyHGlY
En þeir eiga sínar rætur eins og aðrir, að mig minnir þá eru menningaráhrif rakin austar til menningar sem þróaðist við Baykal vatnið og þar um kring, frá Kákasus svæðinu sem og menningarinnar sem reisti fyrstu bæina í Evrópu þar sem er Búlgaría og nærsveitir í dag.
Það varð ekkert til úr engu og eiginlega allt varð til úr mörgu en kenningin um Yamnaya þjóðina eða þjóðarhópinn hefur bæði verið staðfest með fornleyfum sem og DNA greiningum. Það er minnst á þá í þáttunum sem Ingólfur minntist á; Sögu Svíþjóðar sem og heimildarmyndinni um Kelta. Og Aríarnir sem Hitler elskaði svo mikið var vagnaþjóð af ætt Yamnaya sem nam Norður Indland; fra þeirri menningu höfum við systurtungumál okkar Sanskrít og Veda bækurnar.
Svo voru Lifandi Vísindi að segja fyrir tæpu ári síðan að nýir beinafundir væru að kollvarpa bæði aldri Homo sapiens sem og Afríkukenningunni, spurði Gúgla frænda hvort hann vissi eitthvað um það og þetta var styðsta svarið; Remains from Morocco dated to 315,000 years ago push back our species' origins by 100,000 years — and suggest we didn't evolve only in East Africa. Researchers say that they have found the oldest Homo sapiens remains on record in an improbable place: Morocco.".
Það er alltaf eitthvað nýtt að gerast í þessum fræðum, það sem maður lærði einu sinni, er oft orðið úrelt í dag en það er rosalega gaman að spá í þetta Bjarni.
Takk fyrir spjallið.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 13.1.2025 kl. 07:49
Hér er rétt að setja punktinn við. Þetta styður það sem ég hélt fram. Afríkukenningin hrunin og Homo sapiens þróaðist í Evrópu. Takk fyrir að gúggla betur. Og takk fyrir nóg af ítarefni að skoða til að bæta við þekkinguna.
Beztu kveðjur. Svona pistlar eru endalaus uppspretta einhvers sem er spennandi.
Ingólfur Sigurðsson, 14.1.2025 kl. 02:37
Já Góðan daginn Ingólfur.
Það er rétt að það er gaman fá tækifæri til að láta hugann reika um víðan völl, allt byrjaði á þeirri staðvillu minni að kalla Hans Dana.
Netið er fróðleiksbrunnur og ég nota Wikipedíu mikið, til dæmis þegar ég fór að spá í ræturnar eftir að ég sá matarþátt frá Baskalandi, þá hverjir komu á undan okkur og svo á undan þeim, og hvaðan komu þeir og svo framvegis. Kosturinn við Wikpedíuna að hún einmitt leiðir mann um víðan völl, það eru linkar sem útskýra það sem minnst er á, ýti maður á þá fær nýja fróðleiksmola, sem aftur kalla á nýjan krók, ég hef mest verið með svona linka opna í tölvunni á annan mánuð, það er læt Foxinn alltaf kalla þá upp.
En um það nýjasta er vefurinn Lifandi Vísindi mikill fróðleiksbrunnur, þar var grein einmitt um Yamnayana sem sökkti mér í miklar pælingar um það nýjasta dreifingu Induevrópubúa um heiminn. Og það er tæpt ár síðan að góð grein kom um einmitt nýjustu rannsóknirnar um uppruna nútíma mannsins og um hvernig náttúruna lét ekki að stjórn, var og er aldrei línu eða kassalaga eins og vísindamennirnir sem reyna að skýra ferla hennar.
Það er ekkert einhlítt í þessu en mig minnir að DNA rannsóknir sýna að við eigum samt nútímatilveru okkur að þakka þrautseigju eins ættbálks sem þraukaði á svæðinu í kringum Góðravonahöfða í Suður Afríku, á tímum loftslagbreytinga var tilveran víst erfið fyrir mannapann og honum fækkaði mjög, hvort það sé ekki talið að fjöldi einstaklinga hafi getað farið niður í um 70, man þetta samt ekki nógu vel, enda gamall og grár orðinn.
Þegar betur áráði fór þessi hópur á flakk, og síðan þá tók náttúran yfir, menn gerðu do do hér og þar um heiminn.
Ég mæli með Lifandi Vísindum þó ég fái ekki alltaf leyfi hjá konunni til vera með áskrift, græt hana samt út annað slagið.
Bestu kveðjur Ingólfur,
Að austan.
Ómar Geirsson, 14.1.2025 kl. 07:04
Egill Þór Sigurgeirsson (IP-tala skráð) 31.1.2025 kl. 01:50
Þvílíkan djöfuls fokking pistill hef ég ekki séð í áratugi!!
Egill Þór Sigurgeirsson (IP-tala skráð) 31.1.2025 kl. 01:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning