Stríð eru hræðileg, ömurleg, grimm.

 

Það liggur í eðli þeirra að drepa, að eyða, slíkt getur aldrei verið fallegt, skemmtileg, mannúðarlegt.

Og það eru aðeins tvær leiðir til að forðast stríð, sú fyrri að hefja þau ekki, sú seinni er að vera nógu sterkur til að aðrir ráðist ekki á þig.

Úkraínumenn hófu ekki þetta stríð, þeir verjast, en eru ekki nógu sterkir til þess án utanaðkomandi hjálpar.

 

Þorgerður Katrín segir að "ný rík­is­stjórn á Íslandi sé að senda út mjög skýra tóna í þá veru að Ísland standi með Úkraínu", vonandi verður sú aðstoð í þágu mannúðar en ekki hernaðarbrölts, nægir aðrir sinna því brölti.

Hún réttlætir þá skýru tóna með vísan í að Rússar hófu stríðið með innrás sinni í Úkraínu, Úkraínumenn heyi því réttlátt varnarstríð, sem og að andstæðingur þeirra er grimmúðugur.

Vissulega réttmæt rök sem útiloka þá pólitísku hentisemi að það skipti máli hver á í hlut.

 

En þau rök að ríki megi verjast árásaraðila, berjast við hann þar til hann gefst upp á árásum sínum, og í því felst rétturinn að ráðast inn yfir landamæri hans, sbr innrás Úkraínu inní Rússland eða innrás Bandamanna inní Þýskaland á sínum tíma, hljóta þá að gilda um alla.

Og þá verða menn að sætta sig við að slík stríð eru jafn grimm, hræðileg og eyðandi eins og önnur stríð, það er ekki til neitt réttlátt stríð, ekkert fallegt stríð

Dauði og auðn er ekkert réttlátur, fallegur.

Það var ekkert fallegt við eldárásir Bandamanna á Hamborg eða Dresden enda tilgangur þeirra að drepa sem flesta óbreytta borgara óvinarins.

 

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hefur heykst á þessari samkvæmni.

Hjá henni skiptir það máli hver á í hlut og hún fer ekki gegn almannarómi.

Á annan hátt er ekki hægt að skilja orð hennar um stríðið á Gasa, þar er sá sem ver sig gagnvart ógnaröflum sem vilja útrýma honum; Sekur, því í varnarstríði sínu drepur hann, eyðir.

Sökin er ekki hjá þeim sem hóf stríðið með voðaverkum sínum og árásum, hjá þeim sem tók gísla og færði inn yfir landamæri sín, og verst síðan innan um eigin íbúa, heldur hjá því sjálfstæða ríki sem varð fyrir þessum árásum.

 

Þar með gengur íslenska ríkisstjórnin í takt með voðamennum sem fórna sinni eigin þjóð í þágu einhverra pólitískra markmiða sem heita; Sigrum áróðursstríðið.

Vitandi að slíkt áróðurstríð myndi kosta tugþúsunda samlanda þeirra lífið, valda algjörri auðn í landi þeirra.

Og hið hlálega er í öllum þessum hörmungaratburðum að meintur sigur í áróðursstríði skiptir sjálfstæða þjóð, sem á að útrýma, engu máli, heldur blákaldur veruleiki vígvallarins.

Það voru þýskir skriðdrekar sem vörðu Þýskaland, ekki áróðurssneplar Göbbels, jafnvel þótt Göbbel hefði haft aðgang að nútíma samfélagsmiðlum og getað básúnað út hin meintu hópmorð og þjóðarmorð Bandamanna á íbúum Þýskalands.

 

Þessi tvöfeldni afhjúpar hinar meintu siðferðilegu röksemdir fyrir stuðningi hinnar nýju ríkisstjórnar Íslands við ríkisstjórn Úkraínu, þetta snýst aðeins enn og aftur um hverjir eiga í hlut.

Við og hinir, og hinir eru ljótu karlarnir.

Það er bara svo og óþarfi að halda öðru fram.

 

Heimurinn er að vígbúast í stað þess að takast á við vandamál sín.

Kallast á mannamáli að vera á sjálfstýringu á beinni leið til helvítis.

Mannapinn, þó hann þykist vera vitiborinn og geti lært af reynslunni, drepur til að stækka yfirráðasvæði sitt, jafnvel þó hann viti innst inni að næsta dráp geti orðið hans síðasta.

Þetta virðist vera forritað í hann, frumstæð hvöt úr árdaga þróunarinnar, gekk bærilega á meðan vopnin voru spjót og kylfa, verr þegar þau breyttust í vélbyssur, sprengjur og skriðdreka.

Og gengur alls ekki þegar orðinu "gjöreyðing" var skeytt fyrir framan vopn.

 

Það er samt alltaf gott að vita að stríð séu hræðileg, ömurleg, grimmileg.

Það dugar bara skammt, eiginlega ekki neitt.

Sérstaklega þegar menn ganga í takt með olíuauði Persaflóans og stríði hans við siðmenninguna.

Nútímann.

 

Munum svo að það eru Íslamistar sem fremja hryðjuverk um allan heim.

Ekki gyðingar.

Ekki við.

 

Þá skiljum við hvurslags bjánaprik okkar ágæti utanríkisráðherra er.

Kveðja að austan.


mbl.is Sýnir hvað stríð er hræðilegt, ömurlegt og grimmt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Svo er ekki sama hvernig fólki er kálað

Sum vopn eru ólögleg og réttlæta innrás ef grunur leikur á beitingu þeirra - efnavopn, klasasprengjur og fl sbr. innrásin í Írak sem allir samþykktu á grundvelli falsaðra upplýsinga

Upplýsingaóreiðan frá Úkraínu er slík að að fólk getur bara valið sér þá bita sem passar hverju sinni en að Þorgerður Katrín skipi fjármálaráherra að borga FYRIRFRAM til UNRWA meðan svíar hætta öllum greiðslum til UNRWA vegna tengsla við HAMAS er hneyksli

Grímur Kjartansson, 8.1.2025 kl. 09:50

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Grímur.

Nei það er víst ekki sama, sérstaklega ef einhver minniháttar beitir slíkum vopnum en meira séð í gegnum fingur hjá þeim stærri.

Í sjálfu sér skiptir upplýsingaróreiðan ekki miklu máli, það er vitað hver hóf stríðið, og slíkt er aldrei réttlætanlegt í nútímanum, sama hverjar kárínurnar eru.

Þjóðverjar á sínum tíma höfðu ýmislegt uppá sigurvegara fyrra stríðs að klaga, og kommúnistastjórn Stalíns var ekki beint barnanna best, en þeir hófu árásarstríð, guldu þess, dæmdir sekir.  Í stríðslok hefði alveg verið hægt að rétta yfir glæpastjórn Stalíns, nasistarnir höfðu aðeins útrýmingarbúðirnar fram yfir hana í glæpaverkum sínum, þar fyrir utan voru verstu stríðsglæpirnir framdir af Sovétmönnum.

En mottó alþjóðalaganna er að þú hófst stríðið og getur sjálfum þér um kennt.  Ekki nema þú hafir aðgang að olíuauð Persaflóans og getur mútað fólki eins og hjá Amnesty til að segja að svart sé hvítt, og hvítt sé svart.  Eða hefur Þorgerður minnst á að forsenda einhvers friðar sé að Hamas sleppi gíslum sínum skilyrðalaust, eða telur hún þá vera handtekið fólk eins og fréttaviðrinið á Rúv hélt fram nýlega??

Ég hef misst af þessu með Svíana en það eru tvær hliðar á þessu, annars vegar neyðaraðstoð sem Hamas nýtir sér í stríðsrekstri sínum, því það er stríð á Gasa, og hins vegar ólýsanleg neyð íbúa þar.

Ég tel að verkefni sé að stöðva það fyrra en ekki auka hörmungar saklausra, ólýsanlegar eru þær samt.

En að ganga í takt með Íslamistum, hvort sem það er Hamas eða Ríki Íslams, er bein atlaga að heimsfrið og siðmenningunni.

Og það er engin afsökun að vera bjánaprik.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.1.2025 kl. 10:35

3 identicon

Kröftug lokaorð hjá þér og þörf. En þetta vilja sumir flytja til landsins.

Ég sat að sumbli í Sari Club í Kuta á Bali árið 1996. Megnið af þeim sem þar voru var ungt fólkt sem fyrr um dagin hafði legið í sólbaði og synt í sjónum og var að fá sér "one bloody bottle" á barnum, sem var það sem kallast "screwdriver" á íslensku. Bara ungt fólk að skemmta og naut þjónustu heimamanna sem höfðu sitt lífsviðuværi af ferðamönnum.

En 2002 ákváðu einhverjir öfgafullir múslimir að svona fólk ætti ekki rétt til lífs. Þeim tókst að myrða 202 ferðamenn og heimamenn. Tilgangurinn? Beats me.

Bjarni (IP-tala skráð) 8.1.2025 kl. 17:51

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fimm og þremur?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.1.): 5
  • Sl. sólarhring: 399
  • Sl. viku: 632
  • Frá upphafi: 1408403

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 541
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband