29.12.2024 | 12:45
Evrópusambandið í hnotskurn.
Flókið regluverk og skriffinnska, hannað eftir hagfræðikenningum Milton Friedmans um hinn óskeikula markað, sem er Hönd dauðans fyrir einstaklinginn og fyrirtæki hans.
Fitar hins vegar Púkann á fjósabitanum, auð og stórfyrirtæki hans.
Orkupakkarnir eru síðasta dæmið um heljargreipar þessar Handar dauðans, vísvitandi búa þeir til orkuskort sem síðan er notaður sem réttlæting áður óþekktum hækkunum á raforkuverð til almennings og fyrirtækja hans.
Tungumál þess í neðra, hagspeki hans sem kennd er við frjálshyggju, kallar þessar verðhækkanir, þessa aðför að mannlífi í Evrópu, "nauðsynlega hagræðingu og hámarks nýtingu raforkunnar".
Tungumál sem við eigum oft eftir að heyra næstu misserin því núverandi fjármálaráðherra kann ekkert annað tungumál, þjónar aðeins einum.
"Hækkunin með öllu ólíðandi" ályktar sveitarfélag sem á allt sitt undir garðyrkjunni, hún sker á lífæð samfélagsins.
En leppar og skreppar auðsins, til dæmis hjá Neytendasamtökunum, sem og einhver svipuð hjáræma heyrist frá ASÍ, þegja um þessa aðför Evrópusambandsins að samfélagi okkar, að fyrirtækjum okkar, en skammast hástöfum yfir óhjákvæmilegum afleiðingum þessara fordæmalausu verðhækkana á raforku, verðhækkunum á innlendri framleiðslu.
Púkinn á fjósabitanum, sá sem á gróða sinn undir innflutningi, glottir, hans fólk stjórnar í dag.
Síðan situr þjóðin undir óendanlegu skrumi, sumt jafnvel sungið, að núna eigi að efla byggðir og allt innlent.
Ofurskattarnir á atvinnuvegi byggðanna, kolefnisgjöldin sem leggjast á flutning og farartæki, segja annað, að baki fagurgalanum, líka þeim sungna, er einbeittur vilji Handarinnar að eyða, að auðna.
Hin meintu frjálsu viðskipti með raforku er síðan hægfara kyrking á það sem þó ennþá þrífst.
En firrt þjóð sér ekki í gegnum skrumið.
Trúir orðum og gjálfri.
Lokar augum fyrir gjörðum og afleiðingum þeirra.
Evrópusambandsflokkanna sem þola ekki grósku og gróandann.
Allt skal regla og setja í fjötra skriffinnskunnar.
Fólk skal þjóna auð og stórfyrirtækjum glóbalsins, sætta sig við fátækt hagræðingar þess í neðra, sætta sig við útvistunina og að allt sem er framleitt, sé framleitt í þrælabúðum glóbalsins í Fjarskaistan.
Stefna Evrópusambandsins í hnotskurn.
Í Evrópu sem þegar er fallin frá fyrri styrk og reisn.
Er þannig séð í andaslitrum.
Er vegvísir valkyrjanna.
Með þekktum og óhjákvæmilegum afleiðingum.
Þannig er Ísland í dag.
Kveðja að austan.
Hækkunin með öllu ólíðandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.1.): 16
- Sl. sólarhring: 140
- Sl. viku: 2483
- Frá upphafi: 1407705
Annað
- Innlit í dag: 16
- Innlit sl. viku: 2145
- Gestir í dag: 16
- IP-tölur í dag: 16
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er ekki tilvalið að innleiða bókun 35 við þessar aðstæður [spyr í kaldhæðni]?
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 29.12.2024 kl. 15:58
Við gömlu og góðu/slæmu kratarnir höfum aldrei fallið fyrir (fá)fræði Friedmans, gamli góði Keynes hefur virkað ágætlega hingað til. Það er allt dýrt á Íslandi, nema rafmagn og hiti. Þetta tvennt er í raun hræbillegt.
Kveðja úr wilta westrinu til til Austur-Evrópu.
Bjarni (IP-tala skráð) 29.12.2024 kl. 16:36
Gráupplagt að ESB lög trompi íslensk lagasöfn.
Og enn betra, brjóti íslensku stjórnarskrána samtímis.
Þingmenn Flokks fólksins bíða víst fagnandi að samþykkja frumvarp Þorgerðar Þórdísar Katrínar Kolbrúnar Rekfjörð Reykás þar um, afar áfram um að brjóta íslensku stjórnarskrána, enginn þar maður með mönnum talinn nema sá/sú/það brjóti sem mest íslensku stjórnarskrána.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 29.12.2024 kl. 17:24
Þú stendur þig vel Ómar.
Um þetta vil ég að auki segja, að oft kemur þjóðin á óvart á ögurstundu. En vandinn er sá að RÚV og aðrir fjölmiðlar eru með heilaþvott og innrætingu. Ungar kynslóðir eru viðkvæmar og varnarlausar, hafa ekki sömu lífsreynslu og gömlu kynslóðirnar, sem fengu meira af sögum um ánauðina undan Dönum í gegnum aldirnar, þegar Íslendingar voru annars flokks þegnar í heimshagkerfinu evrópska, afdalafólk sem átti sér varla málsvara.
Nú þegar er það þannig að minnimáttarkennd okkar Íslendinga er mikil, margra. Það gefur svolítinn forsmekk af því hvernig það væri að vera í ESB.
Hér er mikið af pólitískri hræðslu og rétthugsun í svona flokkum eins og Viðreisn, Samfylkingu, jafnvel Sjálfstæðisflokki. Það er andstætt frelsinu og sjálfstæðinu, að vinna sig upp úr vesældinni og krefjast réttar síns eins og kennt var í upphafi 20. aldarinnar.
Þú stendur þig mjög vel þar af leiðandi að fjalla um þetta.
Eitt það skemmtilegasta sem kom í ljós í kosningarbaráttunni í síðasta mánuði var að Miðflokkurinn er nú skipaður ungu fólki mikið, eins og Snorra Mássyni. Þar er einmitt vonin um endurnýjun okkar þjóðar með öðru en uppgjöf gegn erlendu valdi.
Eitt það ömurlegasta er lýðskrumarar sem snúa sannleikanum á hvolf, og koma mikið í RÚV og aðra fjölmiðla, þykjast vinna öllum til gagns, en annað kemur í ljós.
Af hverju er orkuöryggi minna nú en fyrir 30 árum?
Af hverju er talað um að skammta heitt vatn og jafnvel rafmagn á álagstímum?
Stöðugt flæði að utan og stöðugar húsbyggingar hafa skapað ástand sem var ekki séð fyrir. Innfæddum fækkar en þjóðin verður fjölmennari, því útlendingar hafa fattað að hér eru nokkuð góð lífskjör, á meðan ekki er orðið algert hrun á því sviði.
Lýðskrumarar í pólitíkinni bera enga ábyrgð, en lofa öllu fögru, og leggja álag á innviðina sem fyrri kynslóðir byggðu upp.
Já tveir stórgóðir pistlar frá þér núna í röð.
Nú er spurning hvernig verða þessi 4 ár. Kemur ungt fólk fram sem sér tækifæri í sjálfstæði Íslands og verður það leiðandi í umræðunni, eða hinir sem telja öllu betur borgið inní ESB, sem er "brennandi hús" eins og Jón Baldvin sagði, og nú á mikilli hnignunarleið?
Ingólfur Sigurðsson, 29.12.2024 kl. 19:20
Evrópsa skriffinskan er ekki betri fyrir stórfyrirtæki í Evrópu en svo að þau eru öll á leiðinni beint á hvínandi kúpuna. VW fyrst.
Ásgrímur Hartmannsson, 29.12.2024 kl. 21:24
Símon Pétur frá Hákoti. ESB setur ekki lög og reglur sambandsins hafa sem slíkar ekkert lagagildi á Íslandi. Alþingi þarf alltaf að setja íslensk lög til að innleiða EES reglur svo þær öðlist gildi hér, enda fer engin önnur stofnun með löggjafarvald á Íslandi.
Ef Alþingi samþykkir lagafrumvarp sem innleiðir þá reglu sem leiðir af bókun 35 í íslenskt lagasafn, þá felst í því beiting Alþingis á löggjafarvaldi sínu samkvæmt stjórnarskrá. Hvernig færðu það út að það geti brotið gegn stjórnarskránni að fara eftir henni?
Guðmundur Ásgeirsson, 30.12.2024 kl. 00:30
Blessaður Símon Pétur.
Það finnst mögum, meir að segja þeir sem þykjast vera sjálfstæðir.
Mig minnir að í gömlu Júgóslavíu hafi verið skæruliðahreyfing sem þóttist berjast gegn Þjóðverjum, þó hún aðallega beitti sér í að berja á andstöðu þjóðarinnar gegn hernámi þeirra. Sú hreyfing naut mikils stuðnings Breta til að byrja með, þar til einhver benti á að gjörðir en ekki orð skiptu máli.
Þau sannindi eru sígild Símon Pétur, jafnt þá sem og í dag.
Nei, við samþykkjum ekki bókun 35, ekki einu sinni í kaldhæðni.
Þökkum henni hins vegar fyrir að draga út úr skúmaskotum kvíslinga baráttunnar.
Eitthvað þurfti til að hreyfa við gömlum jálki sem fyrir löngu var hættur að nenna að hlaða framhlaðning sinn.
Varðstöðu skotgrafanna þarf ennþá að standa, en vonandi munu fleiri en gamalmenni taka þá varðstöðu.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 30.12.2024 kl. 09:08
Blessaður Bjarni.
Það er gott að heyra að ennþá sé til gamall krati, að þeir hafi ekki allir gengið fyrir björg með Jóni Baldvin þegar hann tók upp merki Blair og regluverk Friedmans a la hið Frjálsa flæði.
Hlýtur að vera einmanalegt eins og hjá okkur Hriflungum, menn fortíðar sem passa ekki inní samtímann.
Keyne var það heillin, sammála þér þar Bjarni.
Láttu það samt ekki spyrjast.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 30.12.2024 kl. 09:11
Blessaður Ingólfur.
Sá þriðji er á leiðinni, þegar saminn en bíður fréttar af Valkyrjum.
Sammála þér með unga fólkið, það kom mér glettilega á óvart að Sigmundur Davíð skyldi vinna kosningar unga fólksins, jafnt í grunnskólum sem og í mennta.
Eins veit ég að Arnar skorar hjá ungu fólki og fengi fylgi ef flokkurinn hans væri betur skipaður, og kannski minna um rugludallamálefni.
En hann er aðeins að byrja og á eftir að slípa sig betur til.
Takk fyrir innlit og athugasemd Ingólfur.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 30.12.2024 kl. 09:30
Já Ásgrímur, byltingin vill oft borða börnin sín.
Gömul sannindi sem ný.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 30.12.2024 kl. 09:30
Blessaður Guðmundur.
Án þess að ég sé mikið fyrir að skipta mér að samræðum annarra, þá vil ég aðeins benda þér á, svona just in case ef Símon Pétur gerir það ekki, að það frelsi sem þú lýsir, það er að mega samþykkja formlega sem þér er skipað að samþykkja, var frelsi og sjálfstæði Varsjárbandalagsríkja gagnvart Sovétinu.
Þar vantaði ekkert uppá formlegheitin, sjálfstæð þjóðþing og sjálfstæðar ríkisstjórnir.
Upprisan eftir fall Berlínarmúrsins segir allt um viðhorf þarlendra til hins meinta sjálfstæðis.
Þá upprisu munum við líka sjá hérlendis.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 30.12.2024 kl. 09:35
Góður pistill að vanda! Gætti að því að það má ekki skv. lögum að hallmæla ESB í ESB.
Júlíus Valsson, 30.12.2024 kl. 13:25
Það er munur á því að vera skipað að samþykkja eitthvað eða hafa sjálfur veitt samþykki með því að undirrita samning sem er hægt að segja upp ef forsendur breytast. Ef ég geri áskriftarsamning get ég líka sagt honum upp ef mér líkar ekki þjónustan. Það kallast samningsfrelsi.
Guðmundur Ásgeirsson, 30.12.2024 kl. 13:51
He, he Júlíus, vissi það ekki.
En ég er ekki að hallmæla því, aðeins að benda á staðreyndir.
Bíddu bara þar til þú heyrir mig hallmæla því.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 30.12.2024 kl. 14:46
Guðmundur, í alvöru, kanntu annan.
Varðandi bókun 35 er niðurstaðan sú sama, nema íslenskir dómsstólar eru ekki skyldugir samkvæmt EES samningnum að taka erlend lög fram yfir innlend, það er ef lögin skarast. Hins vegar má ESA klaga okkur út í eitt ef við drögum lappirnar í að samþykkja reglupakkana.
Það er einmitt haldreipi þeirra sem styðja EES samninginn, þó hann sem slíkur brjóti gegn stjórnarskránni með bókun 35, þá er það samt Alþingi sem þarf að lögforma lögin, sem sagt sjálfstæði að nafninu til.
Ekki nóg segja Evrópusinnarnir í Sjálfstæðisflokknum, með Björn Bjarna og Þórdísi Kolbrúnu í brúnni, það þarf að lögfesta bókun 35 með sérstöku frumvarpi, geirnegla stjórnarskráarbrotin og þar með landráðin.
Ég er hins vegar sammála þér að það er hægt að segja upp EES samningnum, og í þeirri uppsögn felast bjargráð þjóðarinnar.
Meira um það í næsta pistli.
Kveðja að austan.
PS. Tókst þú nokkuð þátt í því að semja frumvarpið um bókunina Guðmundur???
Ómar Geirsson, 30.12.2024 kl. 14:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning