27.12.2024 | 17:19
Fávitatal í boði valdafíknar.
Það hefur verið ákaflega sorglegt að fylgjast með fáheyrðum svikum Ingu Sæland að bakka upp draumastjórn Evrópusinna, Nýfrjálshyggjunnar, svo það sé tekið saman; beinnar aðfarar að lífi og limum okkar venjulegra.
Með sérstaklegri áherslu að skaða og skemma líf og atvinnu á landsbyggðinni.
Viðreisn, flokkur stóratvinnurekanda, flokkur smáatvinnurekanda, það er þeirra í þeim hópi sem á það eitt sameiginlegt að nýta hripleka skattalöggjöf til að hindra eðlilega skattgreiðslur til samfélagsins, náði í gegn að ekki skyldi auður, hvað þá ofurauður sæta réttlátri skattlagningu, þess í stað skyldi ofurskattur, kenndur við auðlind, verða lagður á fyrirtæki landsbyggðarinnar.
Í hnotskurn, það sem auðurinn tapaði fyrir þjóðinni í ICEsave þjóðaratkvæðagreiðslunum, er endurheimt í Valkyrjustjórninni, byggð skal deyða, fátækt fólk skal gert fátækara.
Grunnhygginn spyr nú; en Inga sagði, já Inga sagði, og stjórnarsáttmálinn sagði!!
Margt gott og fallegt, jafnvel sungið, en áður en meint góð fyrirheit skyldu framkvæmast, þá var fyrsta skilyrðið í stjórnarsáttmála Valkyrjanna að vextir skyldu lækkaðir með aðhaldi í ríkisfjármálum.
Einfalt aðhald sem leyfir ekkert, ekkert af öllum hinum fögrum fyrirheitum.
Og svo mun verða um hina ókomnu tíð þegar Nýfrjálshyggja Viðreisnar, hagfræði þess í neðra, stjórnar fjármálum þjóðarinnar.
Ekki að það skipti máli í Kveðjunni að austan, þjóðin fékk sitt tækifæri og hún kaus að kjósa þjóðardauða fram yfir líf og grósku.
ESB reglugerðirnar sem sjúga endalaust til sín mannafla í stjórnkerfinu, ásamt því að vera hönd dauðans yfir framtak og sköpun einstaklingsins og fyrirtækja hans.
Raforkumarkað Orkupakkans, sem bjó til á einni nóttu gróðaleið gróðapunga til að hækka raforkuverð til heimila, til fyrirtækja, til bænda, til allra sem skapa gott og hagsælt samfélag, gegn grósku og gróanda.
Auk margs annars.
Kveðjan gat jafnvel kyngt lygum Ingu Snæland þegar hún afsakaði undirgefni sína við fjármálaráðherra Viðreisnar, Nýfrjálshyggjuna, svikin við kosningaloforð Flokks fólksins, með þeim orðum, að fjárlögin sem hún samþykkti í aðdraganda kosninganna, hefðu bundið hendur hennar.
Það er ekki Kveðjunnar að benda á ómerkilegar lygar og fyrirslátt.
En það er ekki hægt að þegja, þegar ekkert, það er einstaklingur sem er ekkert, nema að vera svona varta á flokki Ingu Snælands, varta sem er alfarið, og nákvæmlega ekkert annað, en mögnuð persóna Ingu Snæland, réttlætir tilveru hennar, með rökum sem lesa má um í tilvitnaðri frétt Mbl.is.
Bókun 35, svik Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar við sjálfstæði þjóðarinnar, bókun sem gerir svo ég vitni í háðungina um vörtuna; "Bókun 35 gengur í grunninn út á það að ef EES-samningurinn og önnur íslensk lög stangast á, þá gildi EES-löggjöfin nema skýrt sé tekið fram af Alþingi að svo sé ekki".
Er stefna Flokks fólksins í dag.
Og Jæja, svo ég sér kurteis, þó ég sjái engar málsbætur með þeim sem seldi sig fyrir völd, þá skal ég hætta að minnast á vörtur, og vísa í það embætti sem sjálfstæð þjóð ákvað að stofna, og taldi og miðað við afhroð ESB flokkanna, Samfylkingar og Viðreisnar, að skipti ennþá máli.
Þá er þetta haft eftir Eyjólfi Ármannssyni, Samgöngu og sveitastjórnarráðherra; "En þetta er ekkert stórmál og það sem mér finnst skipta mestu fyrir mitt kjördæmi er að það verða 48 dagar í strandveiði. Það er stóra málið, segir Eyjólfur".
Við afleggjum sem sagt sjálfstæði þjóðarinnar segir Flokkur fólksins fyrir 48 daga í strandveiði.
Ófullur, vonandi með fullu viti.
En svo ég vísa í fyrirsögn þessa pistils, mikið má sá vera heimskur sem gleypir þetta kjaftæði.
Fávitatal í boði Ingu Snæland.
Völd er það vinur minn.
Völd.
Sjálfstæði!!
Hvað er það??
Kveðja að austan.
![]() |
Segir bókun 35 ekki hafa áhrif á stjórnarsamstarf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.3.): 20
- Sl. sólarhring: 31
- Sl. viku: 3343
- Frá upphafi: 1430880
Annað
- Innlit í dag: 15
- Innlit sl. viku: 2978
- Gestir í dag: 13
- IP-tölur í dag: 13
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Ómar. Ég er saddur eftir jólamatinn sem betur fer :)
Bestu hátíðar kveðjur, Baldvin Nielsen
Baldvin Nielsen (IP-tala skráð) 27.12.2024 kl. 17:50
Þú nefnir hér flest það sem um huga manns hefur farið varðandi pútnahátt Flokks fólksins.
Ekki að það bæti, en vil þó nefna eitt atriði:
Það eru ekkert nema hugsjónalausar pútur á þingi.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 27.12.2024 kl. 17:53
Blessaður Baldvin, ég er það líka.
Og reyndar á vissan hátt sáttur við lygarnar, blekkingarnar sem fóðruðu rykið í augum almennings. Líkt og Símon Pétur bendir á, þá er það ekki svo að fordæmin séu ekki til staðar.
Sem og ég dáðist að forheimskunni, hinni algjöru vanhæfni hinna ríkisstyrktu fjölmiðla, að geta ekki bent á hið augljósa, að fyrsta skilyrðing stjórnarsáttmálans útlokaði allt það sem á eftir kom.
Hversu heimskt getur eitt samfélag orðið að það sé hægt að bulla svona í því??, eða er kvenkynið, ásýnd þess og nálgun, forsenda ruglandans, að orð, hversu fávís þau annars eru, eða ekki í neinum takt við raunveruleikann, þann veruleika sem vitund okkar skynjar og tekur þátt í um leið og við opnum augun á morgnanna, hafið yfir öll rök og skynsemi.
Á öllu eru samt mörk Baldvin, hversu heitt við þráum annars 48 daga af einhverju, að leggja þessa 48 daga að jöfnu við aðför að sjálfstæði og framtíð þjóðarinnar, þá skynjum við ekki þau mörk, þá erum við aðeins þykjustunni, veikari í andófinu en biðukollan sem skorar sjálfan vindinn á hólm.
Hennar afsökun er þó að hún hefur ekki vitund til að skilja að hennar örlög eru að láta vindinn feykja frjókornum lífs hennar yfir akur og tún, þeir sem kjósa 48 dagana fram yfir sjálft fjöregg og forsendu þjóðarinnar, hafa ekki þá afsökun.
Ég vona að þú skiljir það Baldvin.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 27.12.2024 kl. 20:34
Blessaður Símon Pétur.
Vissulega getur það verið, en það er engin afsökun fyrir þessi frumsvik.
Fávitatalið sem ég er vissulega að ræða og benda á, það hins vegar er móðgun við allt sem kennir sig við hinn vitiborna mann.
Svik eru eitt, en þessi réttlæting þeirra er bein árás, á vit og skynsemi fólks.
Það versta samt er, að viðkomandi sem er ráðherra, einn af ráðherrum þjóðarinnar, fattar það ekki.
Slíkt er án fordæma.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 27.12.2024 kl. 20:41
Þær dæla pening í "Úkraníu," og í Kolefnistrú.
Þær ætla að mergsjúga útgerðirnar og setja fiskeldi á hausinn.
Ekki gæfulegt.
Fólk kaus þetta.
Ásgrímur Hartmannsson, 27.12.2024 kl. 20:53
Blessaður Ásgrímur.
Mér er eiginlega nákvæmlega sama um það, þar takast á mismunandi sjónarmið, mínar eða þínar skoðanir þurfa ekki að vera annarra, eða eru kannski annarra.
Hins vegar að leggja 48 daga að jöfnu við fjöregg þjóðarinnar er hins vegar fáheyrð heimska, ef alvara er að baki þeim samanburði.
Það snýst ekki um mína skoðun eða þína skoðun Ásgrímur, það er, eitthvað sem ekki er hægt að deila um, og er endalok þess sem við erum, urðum 1944.
Þú getur haft þá skoðun að það sé í góðu að afleggja sjálfstæði þjóðarinnar, til dæmis með vísan í að í rúmlega 1100 ára sögu hennar hefur hún sjaldnast ráðið yfir sínu eigin fjöreggi, og þá ertu þú í mætum hóp landráðafólks, líkt og til dæmis kjarna núverandi forystu Sjálfstæðisflokksins.
En þú getur aldrei lagt á vogarskál sjálft fjöreggið annars vegar og hins vegar 48 daga, og fundið út að vogarskálin leiti að jafnvægi.
Því slíkt er ekki skoðun, heldur tær heimska.
Fávitatal til að réttlæta svik valdastólanna.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 27.12.2024 kl. 21:04
Takk fyrir svarið Ómar. Langar til að bæta þessu við:
Maður bjóst alls ekki við þessu af Eyjólfi Ármannssyni,
en nú er ljóst að hann seldi sig afar ódýrt, líkt og Inga.
Fyrir örfáa öngla til handa plastbátaeigendum, hobbýdorgurum, var sjálfstæði og fullveldi lands og þjóðar falt. Dapurlegt, sorglegt hverau menn geta lagst.
Og það strax áður en haninn náði að gala tvisvar.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 28.12.2024 kl. 01:29
Þú ert óvenju úrillur í dag. Þori ekki annað en að vera sammála þér.Gæti mögulega hnakkrifist við þig um eitt og annað en segi bara "gesundheit"
Alltaf gaman að pistlunum þínum, keep them coming.
Kveðja til Austurs.
Bjarni (IP-tala skráð) 28.12.2024 kl. 17:07
Sæll Ómar
Heldur betur skil ég ! Ég vildi bara láta vita eftir lesturinn hjá þér að jólamaturinn hjá mér hafi líklega reddað því að ég gleypti þetta kjaftæði ekki. Ég á það til að gleyma vitinu þegar ég er svangur og þegar ég heyri slagorðið Fæði, klæði og húsnæði sem dæmi :)
Ég kynnist Eyjólfi Ármannssyni þegar við vorum að berjast á móti kvótakerfinu í Frjálslynda flokknum í kringum kosningarnar 2003 flottur og góður strákur.
Það eru fleiri í Flokki Fólksins sem voru á þessum tíma í Frjálslynda Flokknum Sigurjón Þórðarsson er eitt dæmið hann náði kjöri í nýafstöðvum alþingis kosningum fyrir Nauðausturkjördæmi og Grétar Mar Jónsson var ofarlega í framboði í Suðvesturkjördæmi veit ekki hvort Magnús Þór sé þarna innandyra enn þá en það er ekkert skrítið ef nokkrir þosktittir verði ofan á slagorði Flokki Fólksins ,,Fæði klæði og húsnæði.'' Það verður spennandi að fylgast með framvindu bókun 35 og hvort samstafsflokkar Flokki Fólksins samþykki viðbótadaganna þegar þar að kemur
Bestu kveðjur Baldvin
Baldvin Nielsen (IP-tala skráð) 28.12.2024 kl. 23:13
Heill og sæll Ómar og gleðilega jólarest.
Hætt er við að söngrödd Ingu þagni þegar víman, valdavíman rennur af henni.
Kveðja að Skaganum
Gunnar Heiðarsson, 29.12.2024 kl. 08:31
Blessaður Ómar, -og þakka þér fyrir fávitatalið.
Ég á reyndar ekki von á öðru en bókun 35 og endurnýjuð ESB umsókn hefði runnið ljúft ofan í Sjálfstæðismenn (með stóru essi) án 48 strandveiðidaga, ef það hefði verið skotið undir dúkkulýsurnar einum og einum ráðherrastól.
En hvað skal svo sem segja? -Ég heyrði einu sinni sagt í landinu helga, að til væri heilræði sem segði að aðeins eitt leifði það að tyrknesk kelling væri slegin utanundir. það væri þegar það hefði kviknað í skegginu á henni.
Eftir lestur þessa pistils um fávitandi valdafíkla, er ég satt að segja farin að efast um að þetta sé skinsamlegt heilræði.
Bestu kveðjur í milli jóla og nýárs andaktina í neðra, af flughálum svellunum í efra.
Magnús Sigurðsson, 29.12.2024 kl. 09:53
Blessaður Bjarni.
Það var í gær þegar þú komst inn með athugasemd þína, og já, ég var óvenjulega úrillur, hafði þraukað sem og skemmt mér yfir söng og fegurð, jafnvel látið kjurrt liggja undanferli Ingu því mér finnst hún óvenjuskemmtileg kona, lætur allt flakka á tungutaki þorpanna sem híma í vindgnauði í skjóli hárra fjalla, staðfastur í langþráðu hvíldinni.
Svo komu þessi 48 daga réttlæting, og þá gneistaði, vægast sagt, hefði ég hæfileika Potters, þá hefði vartan vaxið á Ingu, þetta var það næstbesta.
Útrás er góð, nema kannski hjá útrásarvíkingunum, ég varð svo stilltur að nennti ekki að elta ólar við þegar fávitatalið toppaði sig og sagðist standa við það að bókun 35 væri brot á stjórnarskránni. Það ætlaði samt að styðja ríkisstjórn sem færi beint gegn stjórnarskrá landsins, viljandi en ekki óvart.
En ég er góður núna, nema kannski gagnvart frekari fávitatali.
Verð samt örugglega góður þann 31., mun þá skála fyrir Kristrúnu, hlakka reyndar til að hlusta á hana.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 29.12.2024 kl. 12:58
Blessaður Baldvin.
Það er alltaf gott að hafa það baki við eyrað þegar athugasemdir mínar eru lesnar að oft þjóna þær þeim tilgangi að fylla uppí efni pistla minna, hnykkja á og svo framvegis.
Ég efa það ekki í mínútu að þetta eru góðir og gegnir strákar sem gengu til liðs við Ingu, og ég skil líka mikilvægi strandveiða, og rétt er á málum haldið þá eru þær nauðsynlegar til að nýta vannýtt grunnmið, því þó exilinn segir að þetta sé allt einn stofn, þá segja vísindin annað, sem hver maður með heilbrigða skynsemi á að geta sagt sér.
En þessi samanburður er einfaldlega ekki í boði, hann er vanvirðing á öll gildi, sem og á vit og skynsemi.
Síðan skulum við hafa eitt á hreinu, fæði og klæði fyrir alla næst ekki í ríkisstjórnarsamstarfi við Viðreisn, sá flokkur þjónar öðrum en almenningi.
Og eins og ég bendi á í pistli mínum, þá er það geirneglt í stjórnarsáttmálanum, ríkisfjármál óbreytts ástands eru ofar öllu. Loka á allt hitt.
Nema kannski Inga trúi því að hún sé að fara loka landamærunum, þá eru 30 milljarðar á lausu.
Sé það samt ekki alveg gerast.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 29.12.2024 kl. 13:08
Já, gleðilega jólarest Gunnar.
Já ég hygg að lítið verði sungið þegar raunveruleiki vorsins blasir við, peningar af meintri hagræðingu skila sér ekki í kassann, og breytingar í hafinu haldi áfram að ógna sjávarútveginum. Það er erfitt að veiða fisk sem er hættur að ganga á miðin. Humar, rækja, loðna, ufsi og núna síðast makríll, allt vísbendingar um að núna þurfi að safna í sjóði til að mæta mögru árunum 7, en ekki að skattleggja genginn hagnað góðæranna.
En Inga er baráttukona og vissulega mun hún tryggja einhverjar millifærslur til sinna kjósenda, en það verður aðeins dropi miðað við loforðaflauminn.
Síðan þarf fólk að skilja að eins og staðan er í dag, þá þarf að lækka skatta og álögur, sem og stöðva milliliðabraskið á raforkumarkaðnum, treysta síðan á grósku og gróandann, þar liggur viðspyrnan á þessum óvissutímum sem við lifum.
Það er ekkert annað í boði.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 29.12.2024 kl. 13:19
Já blessaður Magnús.
Það er hált núna, og nýfallinn snjór yfir svellbunkana er ný áskorun fyrir fætur og jafnvægi.
Ég er alveg sammála þér, efa ekki í mínútu að íhaldið hefði svikið fyrir ráðherrastóla, en munurinn á því og Viðreisn, felst í orðinu "íhald", í Sjálfstæðisflokknum er fullt af fólki sem skilur gildi sjálfstæðis og fórnar því ekki glatt fyrir glópagull skammtímans.
Vissulega lifum við tíma furðu og froðu,líklegast erum við bara orðnir of gamlir Magnús til að skilja þennan nútíma. Ég myndi samt ráðleggja þeim þarna í Landinu Helga að raka konur áður en eldhætta myndast af skeggvexti þeirra. Hlusti þeir á þá ráðleggingu, þá hlusta þeir kannski á eitthvað annað, til dæmis hvað eru forsendur friðar og framtíð barna.
En höfðingjanna ráð og ráðdeildir eru fyrir utan og ofan heim okkar venjulegu dauðlegu, kýrhausinn er orðinn mjög skrýtinn þegar stýrð umræða veit ekki lengur hvernig börnin verða til, úthrópar jafnvel þau sannindi sem hatursorðræðu.
Ég myndi samt alveg þiggja þá ósk á nýju ári að ráðafólk okkar hætti að kosta lagningu matarolíu á þjóðvegi landsins, þetta gekk alveg ágætlega með hefðbundnum aðferðum, að nota bik eins og Rómverjar til forna, það er til lítils að auka fjármagn í ónýta vegi með því að leggja nýja ónýta vegi.
Bara eins skynsemi, ein skynsemi gæti orðið vegvísir til þeirra bóta að næsta kæmi á eftir.
En það er kannski beðið um of mikið.
Kveðja úr vetrarríkinu í neðra.
Ómar Geirsson, 29.12.2024 kl. 13:44
Sæll Ómar. Hvað hefur þú á móti þessu eina ákvæði sem var lagt til að verði lögfest í frumvarpinu sem var lagt fram í mars 2023 og er kennt við bókun 35? Efnislegt svar óskast.
Guðmundur Ásgeirsson, 29.12.2024 kl. 19:11
Blessaður Guðmundur.
Við höfum tekið þessa umræðu áður, nenni ekki að endurtaka hana, er nýbúinn að semja áramótapistil minn, á nokkrar athugasemdir ósvarað og hef verk að vinna. Afmælin halda sig ekki sjálf segir kona mín, þannig að ég þarf víst að gera eitthvað pínulítið.
Umræða okkar var ekki fyrir margt svo löngu hjá Palla kóng, efnislega byggi ég svo á nokkrum bréfum Davíðs þar sem hann útskýrir muninn á því sem hann samþykkt 1991, og varðaði bókun 35, og þess sem varð, og er að hans mati beint brot á stjórnarskrá landsins.
Að lúta erlendum lögum og reglum er ekki í boði fyrir sjálfstætt fólk Guðmundur. Ég taldi þig í okkar hópi og þykir miður að svo sé ekki.
Ég vona Heimssýnar vegna að þar séu ekki margir í þeirra röðum sama sinnis.
Dýpri geta svikin við sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar ekki orðið.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 30.12.2024 kl. 09:00
Sæll Ómar. Við þurfum sem betur fer ekki að lúta erlendum lögum því engin lög gilda á Íslandi nema íslensk lög sem Alþingi setur. Ég veit ekki hvað þú átt við með að vera í "okkar hópi". Ef þú ert að meina hvað varðar ESB aðild er ég vitanlega andvígur henni enda myndi hún fela í sér framsal löggjafarvalds til stofnana ESB og það heimilar stjórnarskráin ekki. En það er ekki til umræðu varðandi bókun 35 því hún er hluti af EES samningnum og í henni er sérstaklega tekið fram að hann feli ekki í sér framsal löggjafarvalds, þess vegna brýtur hann ekki í bága við stjórnarskrá. Svo má hafa skoðun á því hvort hann gangi engu að síður of nærri því en þá snýst það ekki beinlínis um bókun 35 heldur sjálfa innleiðingarskylduna sem kemur fram 7. gr. EES samningsins og hefur sem slík verið hluti af íslenskum lögum frá árinu 1994.
Góðar stundir.
Guðmundur Ásgeirsson, 30.12.2024 kl. 13:46
Guðmundur, þetta er hártogun og þú veist það sjálfur.
En það er rétt að við höfum undirgengist bókun 35 með undirritun EES samningsins, en þá var sambandið annars eðlis, viðskiptabandalag en ekki ríkjabandalag í átt að stórríki.
Hvað síðan hefur breyst getur þú lesið þér til um ef þú biður Gúgla frænda að birta færslur Davíðs í Reykjavíkurbréfum sínum þar sem hann sver af sér öll landráð og stjórnarskráarbrot, frýjaði hins vegar núverandi forystu um slíkt, eitthvað sem blasir við.
Leitarorðin geta til dæmis verið Reykjavíkurbréf og bókun 35.
Hafir þú athugasemdir, ræddu þá málin við Davíð, hann hefur sjálfsagt þolinmæði til þess.
Hana hef ég ekki.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 30.12.2024 kl. 14:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning