29.11.2024 | 18:12
Stefna byggð á gildum.
Á hugsýn, á hugsjónum, á trú, er orðin sjaldgæfari en síðasti Geirfuglinn.
Hann er þó varðveittur á safni, og það er meir að segja til egg sem sagt er að hann hafi verpt.
Ef leiðtogar þeirra flokka sem munu ganga sigurreifir að kjötkötlum valdanna eftir niðurstöður kosninganna á morgun, yrðu spurðir; Hver eru eru gildin sem knýja þig og stefnu þína áfram, þá yrði fátt um svör því hver kann við að svara heiðarlega, þegar hið heiðarlega svar er "Völd".
Og allur sá ávinningur sem fylgir völdum, fyrir mig og mína.
Kannski myndi einhver stynja upp að gildin væru að vera góð manneskja, að vilja vel fyrir land og þjóð, en svo ekki söguna meir.
Nema náttúrulega Sigmundur Davíð ef svo ólíklega vildi til að hann myndi fá góða kosningu og kæmi því til greina á valdastól. Hann myndi tala um land og þjóð, sjálfstæði hennar og tungu, því Sigmundur Davíð er gömul sál, hugsandi gömul sál, stundum eins og hann sé ennþá á Þingvöllum að tala á lýðveldishátíðinni 1944.
Það er nefnilega svo að þjóðin er á sjálfstýringu í átt að gjöreyðingu, sjálfstæði hennar er undir, tunga hennar er undir, menning hennar er undir.
Markmið ráðandi afla er að útlenska hana, forheimska hana með alls konar þvaðri.
Siðblinda hana með því að telja henni í trú um að hún sé of fátæk til að líta eftir sínum minna bróðir.
Þess vegna er innkoma Arnars Þórs Jónssonar í íslensk stjórnmál eins og ferskur andblær, hann er stjórnmálamaður sem býr að gildum, hann skammast sín ekki fyrir að vera kristinn, hann býr að sannfæringu, og fórnar henni ekki fyrir frama innan Flokksins, ef framinn er á kostnað þess að svíkja hugsjónir sínar og gildi.
Hann er eins og Hrópandinn í eyðimörkinni, eins og spámenn Gamla testamentisins, sem höfðu kjark til að benda samtíð sinni á villu hennar þó slíkt væri bein ávísun á spott og spé þeirra sem ekki skildu, eða grýtingu þeirra sem fannst boðskapurinn, sannleikurinn of napur.
Með þessu er ég ekki að segja að ég persónulega sé sammála vegferð Arnars, eða aðrir eigi að vera það, það er einfaldlega undir hverjum og einum komið, en vísdómur orða hans standa fyrir sínu.
Og ég tel að hvort sem menn eru til hægri eða vinstri, á miðjunni eða út og suður, að þá eigi þeir að taka afstöðu til þessar orða og sýnar Arnars sem ég ætla að taka úr pistli hans á kosningadegi forsetakosninganna, þar sem íslensku þjóðinni varð það á að kjósa yfir sig beinan fulltrúa hins alþjóðalega fjármagns, fjármagns sem vill gera heiminn að einu stóru fyrirtæki þar sem hinir ríkustu ráða öllu, og við hin erum ekki mennsk, aðeins kostnaður.
Gef Arnari orðið:
"Forseti er ekki aðeins þjóðhöfðingi heldur ein meginstoð stjórnskipunarinnar og gegnir þannig lykilhlutverki í því að varðveita sjálfstæði þjóðarinnar, verja hagsmuni almennings, tilveru okkar og frelsi. Lýðræðisbarátta og sjálfstæðisbarátta okkar tíma snýst um að verja innviði og auðlindir þjóðarinnar gagnvart ásælni peningavaldsins og ofurefli kerfisins. Í þessu samhengi erum við öll samherjar þegar kemur að því að verja grunnstoðir velsældar og almannahags gagnvart firringu í formi vélmenningar og tölvuvæðingar, þar sem mennskan er gengisfelld, þar sem hópar eru settir í forgrunn en einstaklingarnir hverfa áhrifalausir í fjöldann, þar sem hinn mannlegi þáttur tilverunnar á sífellt erfiðara uppdráttar andspænis fjöldaframleiðslu, skrifstofubákni, valdahyggju, tæknivæðingu, afskræmingu náttúru og gengisfellingu þess sem okkur er dýrmætast. Hvernig stuðlum við að jafnrétti í slíkum heimi? Hvernig verjum við sakleysið og hreina náttúru? Hvernig verja einstaklingarnir sjálfstæði sitt í slíku umhverfi og smáþjóðir fullveldi sitt?íslenski fáninn
Á slíkum tímum höfum við þörf fyrir sjálfstæða einstaklinga og sjálfstæða hugsun. Annars getum við ekki verið sjálfstæð þjóð. Sem sjálfstætt ríki á Ísland að vera fullgildur þátttakandi í alþjóðlegu samstarfi eftir því sem við á og hafa rödd, en ekki vera þögull og óvirkur farþegi eða strengjabrúða. Sem fullvalda ríki á Ísland ekki að leyfa erlendum ríkjum, ríkjasamböndum eða stórfyrirtækjum að ráðskast með auðlindir okkar og innri málefni íslenska lýðveldisins. Lýðræðislega kjörnir fulltrúar eiga sjálfir að mæta þeirri ábyrgð og valdi sem þeim hefur verið falið, ekki afhenda hlutverk sitt embættismönnum eða sérfræðingum sem svara ekki til lýðræðislegrar ábyrgðar.
Við Íslendingar höfum margt að verja, sem fyrri kynslóðir hafa fært okkur að gjöf: Landið okkar, hreina náttúru, dýrmætar auðlindir, tungumálið, bókmenntir, sögu, menningu, frelsi okkar sjálfra og fullveldi Íslands. Á þessum stoðum hvílir hagsæld okkar nú og möguleikar okkar til framtíðar. Til að verja allt þetta megum við ekki verða ofurseld ólýðræðislegu, ómanneskjulegu kerfi. Manngildið verður ekki metið út frá framleiðslu og framleiðni.
Þessi vísdómur hefur ekkert með Lýðræðisflokk Arnars að gera eða aðra flokka.
Hann er vísdómur sem slíkur og sem flestir ættu reyna að meðtaka og skilja.
Á morgun er kosið og allt bendir til þess að þjóðin muni tapa þeim kosningum.
Öfl sem ganga erinda hins svarta glóbalfjármagns munu vinna þessar kosningar, þau munu afleggja sjálfstæði hennar, viðhalda Opnum landamærum, gera íslenska þjóð að útlendingum í sínu eigin landi.
Svona fyrir utan að ræna og rupla auðlindir okkar eða hnýta endanlega hnútana sem munu eyðileggja matvælaframleiðslu okkar eða gera fólki á landsbyggðinni ókleyft að lifa þar, í nafni loftslagstrúarbragða, trúarbragða sem glóbalið fjármagnar samviskusamlega til að láta drauminn eina um glóbalverksmiðju sína einu rætast.
Eða þannig.
Samt er til gott fólk í öllum flokkum sem innst inni veit hvað þetta er rangt.
Að ganga svona erinda auðs og auðnar.
Á myrkum síðkvöldum ætti það að lesa þessi vísdóms Arnars.
Sér til skilnings og visku.
Þá er kannski von eftir allt saman þó þjóðin tapi þessum kosningum.
Líkt og vonin sem var eftir í Evrópu á þeim myrku árum 1940 til 1943.
Hún lifði sínu sjálfstæðu lífi, það var ekkert í raunheiminum sem studdi hana. Ægivald alræðis og tærar illsku virtist vera ósigrandi.
Samt sigraði hún að lokum.
Lærdómurinn er að það má aldrei gefast upp.
Lærdómurinn er líka að stjórnmál án gilda, án hugsjóna um eitthvað gott og fagurt, eru stjórnmál sem myrkraröfl hagnýta sér, afvegleiða, að þó þau telji sig vera að gera eitthvað gott, þá í raun herða þau helsi og vega að grunngildum mennsku og samfélaga okkar.
Samfélaga hins venjulega manns sem gerir aðeins þó einu kröfu að fá frið til að ala upp börn sín, koma þeim á legg, að fá að lifa mannsæmandi lífi í sátt og samlyndi við guð og aðra menn.
Við eigum að virða gildi, og meta þá sem hafa gildi.
Okkur sjálfum til heilla sem og landi og þjóð.
Annað er ekki til heilla.
Kveðja að austan.
Fimm flokkar undir 5%: Flokkur fólksins styrkir sig | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:17 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 8
- Sl. sólarhring: 57
- Sl. viku: 2648
- Frá upphafi: 1412706
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 2312
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þökk sé þér Ómar, fyrir þennan frábæra pistil.
Skrítið að þú skulir ekki fá fjölda góðra athugasemda.
Fyrir mér er eins og þú sért leiddur af Heilögum Anda Guðs. Því að hér kemur fram frábært innsæi hjá þér og fyrir mér er þetta spámannlegt og sannleikur.
Guðmundur Örn Ragnarsson, 30.11.2024 kl. 19:30
Eru það ekki gæðin sem skipta máli Guðmundur??
Ég er ánægður með mína síðustu viku eða svo, hérna á Moggablogginu, bæði varðandi þessar kosningar, eða réttara sagt, hvað eru undir í þeim, hvað er í hættu og hvað er það sem við eigum að verja.
Svo náði ég að tæma hugann varðandi þjóðarmorð Hamas á Gasa, og gerði það vel þó í löngu máli væri.
Ekkert sjálfgefið þegar elli kerling og vanheilsan heldur sínum leiðindakrumlum utan um mann.
Það er gaman að við deilum sömu ánægjunni með þessi skrif hér að ofan, þó ég efi að sá í efra hafi hjálpað til, en hann er þarna til handagagns fyrir alla sem vilja njóta, það þarf aðeins að opna huga og anda, og síðan treysta.
Núna er komið að ögurstundinni, og fróðlegt að sjá hvernig þetta spilast í kvöld og í nótt, og síðan hvaða stjórn við fáum í kjölfarið.
Þar hef ég enga skoðun því þeir sem deila skoðunum með mér eru ekki að fá mikið fylgi. Ég gerði allavega mitt besta til að tjá eitthvað, núna er komið kærkomið frí hjá Kveðjunni.
Ég er samt ánægður með mitt besta, það skiptir mestu máli þegar upp er staðið.
Takk fyrir lesturinn Guðmundur.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 30.11.2024 kl. 22:46
Ég trúi því af öllu hjarta að bæn í einlægni skipti máli.
Sjálfur hef ég reynt það aftur og aftur. Þess vegna langar mig til að biðja fyrir þér, Ómar:
Himneski Faðir á þessari stundu bið ég þig um að snerta við Ómari Geirssyni, sem á við sjúkleika að stríða og ellin tekur sinn toll hjá honum. Hann finnur sig vanmegnugan. En Guð, þú hefur þegið stórkostlega þjónustu af hans hendi, í baráttunni fyrir réttlæti og sannleika. Leystu hann nú úr þessum fjötrum og gefðu honum nýjan styrk, láttu hann finna að þú ert Guð kærleikans, sem heyrir bænir.
Guðmundur Örn Ragnarsson, 1.12.2024 kl. 00:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning