28.11.2024 | 09:35
Hamas vill semja.
Það er fagnaðarefni að Hamas samtökin skuli loksins ljá máls á alvöru vopnahlé, og þennan viðsnúning á að nýta.
Stjórnvöld í Bandaríkjunum ber bein skylda til þess og þau eiga knýja ríkisstjórn Ísraels að samþykkja vopnahlé og í framhaldinu, hætta árásum sínum á Gasa.
Í allnokkra mánuði hefur það verið deginum ljósara að markmið Ísraelsstjórnar um annars vegar að frelsa landa sína sem Hamas rændi og flutti á Gasa og hins vegar að uppræta Hamas samtökin á Gasa, hafa ekki gengið eftir. Rottuholurnar sem þeir fela sig í eru of margar og vandfundnar.
Stríð þeirra er orðinn sorglegur forarpyttur án nokkurs annars tilgangs en að eyðileggja og drepa, á meðan hafa gíslarnir smán saman týnt tölunni, þeir sem lifa búa við helvíti á jörð.
Öfgamennirnir í ríkisstjórn Ísraels, sem ljá aldrei máls á vopnahlé, bera fyrir sig gíslana, en þeim er alveg sama um örlög þeirra, þeir eru aðeins fyrirsláttur fyrir að fá að herja og eyða.
Þessir sömu öfgamenn voru mótfallnir vopnahléi í Líbanon, sögðust vilja uppræta Hisbollah, eins og það sé hægt. Hershöfðingjar í Ísraelsher benda réttilega á að svona samtök verða ekki upprætt með vopnum, því þau snúast um hugmyndir, og meðan hugmyndaheimur þeirra njóta stuðnings, þá spretta alltaf upp nýir liðsmenn, og fjármagn að utan tryggir vígbúnað þeirra.
Öfgamennirnir í ríkisstjórn Ísraels eru miðaldamenn eins og leiðtogar Hamas, og þeir eiga það sameiginlegt með þeim að láta aðra bera hitann af öfgum sínum. Öfgamennirnir hafa nýtt oddastöðu sína með því að koma stuðningsfólki sínu í skjól frá herþjónustu, þeirra hlutverk er sko að biðja, viðhalda sambandinu við guð.
Það er auðvelt að æsa til stríðsátaka á meðan blóð annarra rennur.
Bandaríkjamenn knúðu samt í gegn vopnahlé í Líbanon því öfgamenn sem vilja stríð og ófrið, en berjast ekki sjálfir, eru ekki mikil fyrirstaða þegar á reynir.
Markmið ríkisstjórnar Ísraels um að stöðva árásir Hisbollah yfir landamærin er náð, það var tilgangurinn, önnur markmið eru óraunhæf.
Eftir stendur liðleskjan, alþjóðasamfélagið sem leið þessar árásir á byggðir í Ísrael, árásir fyrir framan nefið á friðargæsluliði Sameinuðu þjóðanna, án þess að stöðva þær í tíma.
Eftir standa rústir í Líbanon, óþarfa rústir, og þjáningar íbúanna sem urðu á milli hinna stríðandi fylkinga.
Vopnahlé á Gasa á að vera með sömu formerkjum, það er að Ísraelar nái sínu eina raunhæfu markmiði, að fá gíslana heim, bæði þá sem enn lifa, og þá sem voru drepnir í fangavist sinni.
Síðan eiga þeir að láta íbúa Gasa gera upp við Hamas.
Þó vestræn viðrini gangi í takt með Hamas, þá gera íbúar Gasa það ekki.
Það vill enginn láta drepa sig í algjöru tilgangsleysi. Það vill enginn óumbeðinn verða píslarvottur öfgamanna.
Líf íbúanna er horfið, það kemur aldrei aftur.
Byggðin er í rúst og það mun enginn setja pening í endurreisn sem verður svo aftur rústin ein eftir næstu tilraun Hamas til að útrýma Ísrael.
Leiðtogar Hamas skulda þeim skýringar, hver var tilgangurinn?? Hvað hélduð þið að myndi áunnast??
Sigur í áróðursstríði??, var líf okkar og limir, ekki meira virði en það??
Samstöðufundur íslenskra viðrina með Free-palestínu?? eins og það skipti okkur einhverju máli þegar við horfum yfir rústir heimila okkar.
Fangaskiptin fyrir gíslana??, gengum við í gegnum allar þessar þjáningar til að einhverjum föngum yrði sleppt, var ekki til önnur leið??, til dæmis að hætta hryðjuverkum sem hafa engu skilað öðrum en þjáningum ykkar eigin fólks??
Þetta samtal verður tekið, og það samtal óttast Hamas mest.
Að þurfa að skríða uppúr rottuholum sínum og mæta samlöndum sínum.
Aðeins áframhaldandi ófriður getur forðað þeim frá því.
Það á ekki að gera þessu voðafólki það til geðs.
Kveðja að austan.
Hamas reiðubúið að semja um vopnahlé | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 8
- Sl. sólarhring: 60
- Sl. viku: 2648
- Frá upphafi: 1412706
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 2312
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning