Orð í tíma töluð.

 

Þó þau berist of seint að Íslandsströndum, þá eru þau jafn gild fyrir það.

Eru váboði þeirrar forheimsku að flytja inn morðingja Hamas, sem vissulega eru ekki margir, en þeim mun fleiri sem styðja viðbjóðinn sem Hamas stendur fyrir, og hefur leitt gjöreyðingu yfir byggðir Gasa strandarinnar.

 

Svo sjúkt er samfélag okkar að innlendi viðbjóðurinn sem styður voðaverk Hamas, morð og dráp á ungu fólki á friðartónleikum, það er þau sem voru heppin, viðbjóðurinn nauðgaði og limlesti ungar konur sem voru á lífi, þegar Hamasliðar náðu að handsama þær.

Hlálegast er að þessi innlendi viðbjóður, sem telur óhugsandi voðaverk eðlileg, ef þau þjóna meintum baráttuaðferðum Hamas, að hann bauð fulltrúum íslenskra flokka á þing um þennan viðbjóð, um afleiðingar hans sem eru óendanlegar þjáningar palestínsku þjóðarinnar, og svo mikill skríll er innan um íslenska flokkakerfið, að bæði Samfylking og Viðreisn mættu til að vegsama þennan viðbjóð, til að vegsama þjáningar íbúa á Gasa, þjáninga sem voru markmið voðaverka Hamas í Ísrael.

 

Vita kjósendur Viðreisnar og Samfylkingar að frambjóðendur viðkomandi flokka telja það eðlilegt að ungt fólk á friðartónleikum sé skotið, og þær stúlkur sem lifðu af, þeim væri nauðgað, limlestar, sumar skornar í tætlur, þegar þær voru á lífi. Einnig dæmi um að líkum væri nauðgað.

Eða að ung börn væru skotin á færi í bílstólum eftir að foreldrar þeirra voru myrt.

Eða að ung börn voru sveðjuð í tætlur í barnarúmum sínum, eða þau sem voru aðeins eldri, voru fjötruð og síðan brennd lifandi í beinni útsendingu Hamasliða??

Eða vita þau það og eru samsek um þann viðbjóð??

 

Og ef þau samþykkja það, hvað samþykkja þau næst??

Búum við sem sagt við viðrini sem nágranna??

 

Nei segja hin meintu viðrini; Hamas og Free Palestína er þjóðfrelsisbarátta, þau drepa aðeins, nauðga aðeins, limlesta aðeins, brenna börn lifandi, aðeins gyðinga, og það eru ekki við.

Eins og það sé afsökun fyrir þann viðrinishátt.

 

Vil þá vitna í þessa frétt, í Mette Frederik­sen, for­sæt­is­ráðherra Dan­merk­ur, sem nóta bene er krati en ekki í Miðflokknum, og orð hennar; "Hatrið sem Ham­as ber til Ísra­els, ber Ham­as líka til okk­ar hinna".

Já Hamas hatar okkur ekki minna en gyðingana.

Augljós staðreynd og Mette er ekki heimsk.

 

Á Íslandi hins vegar er sumt fólk svo heimskt og það heimska fólk fær atkvæði fólks sem telur morð, nauðganir, limlestingar, dráp á börnum, að brenna börn lifandi eðlilegan hlut, og það fólk sem telur þetta sjálfsagt, virðist vera í meirihluta á Íslandi í dag.

Það er ef við bætum við atkvæðum sem eru greidd Free Palestína í Sósíalistaflokkinum.

Siðferðislega auðn, eyðimörk, gerir jafnvel nýnasista og uppklapp þeirra fyrir útrýmingarbúðir  Nasista að skátadrengjum í hrifningu á mannlegum viðbjóði, þá er eins og þetta aumkunarverða fólk skilji ekki hatrið.

Að það verði næst.

 

Lægsta af hinu lága.

Kýs flokka sem samsinna sig í hatri og mannlegum viðbjóði.

Burtséð frá öllu hinu.

 

Mette er krati.

En hún er ekki heimsk.

 

Hvað þá siðlaust viðrini.

Orð hennar eiga erindi í íslenska kosningabaráttu.

 

Eftir þau eiga viðrini og viðbjóður sér enga afsökun.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Segir Hamas með leynilegar vopnageymslur í Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Örn Ragnarsson

Jóhannes guðspjallamaður segir:

Maður kom fram, sendur af Guði. Hann hét Jóhannes. Hann kom til vitnisburðar, til að vitna um Ljósið, svo að allir skyldu trúa fyrir (Það)Hann. Ekki var hann(Jóhannes) Ljósið, hann kom til að vitna um Ljósið. Hið sanna Ljós, sem upplýsir hvern mann, kom nú í heiminn. Hann var í heiminum, og heimurinn var orðinn til fyrir Hann, en heimurinn þekkti Hann ekki. (Jóh. 1:6-10).

Hér er verið að tala um að Jóhannes skírari hafi hafi komið fram til að vitna um Ljósið, Jesú Krist.

Ég trúi því að Guð hafi enn einu sinni gefið okkur kost á að velja sannleikann fram yfir lygina. Að Hann hafi sent okkur mann, Arnar Þór Jónsson, sem vitnar um það ljós sem við þurfum, og getum kosið, inn í líf þjóðar okkar nú.

Langlundargeð Guðs Almáttugs er mikið við okkur, en svo virðist að við munum valda Honum vonbrigðum eins og endra nær, að nú munum við hafna spámanni Guðs og flokki hans, en þess í stað kjósa flokka lyginnar, sem samsinna sig í hatri og mannlegum viðbjóði eins og Ómar lýsir hér svo vel.

Guðmundur Örn Ragnarsson, 26.11.2024 kl. 19:28

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Þú segir það Guðmundur.

Ég held samt ekki að guð hafi verið frjálshyggjumaður, því hún er skilgetin hugmyndafræði þess í neðra, segir að þú þurfir ekki að gæta bróður þíns, ekki nema þú kjósir svo.

Jesús sagði hins vegar að þú átt að gæta bróður þíns, þú átt ekkert val.

Því miður gleymdi Arnar þessum sannindum.

En takk samt fyrir lesturinn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 27.11.2024 kl. 10:06

3 Smámynd: Jón Magnússon

Enn ein snilldarfærslan hjá þér Ómar. 

Jón Magnússon, 27.11.2024 kl. 10:28

4 Smámynd: Jón Magnússon

Ég get því miður ekki lækað veit ekki af hverju þannig að ég verð að gera vart við skoðanir mínar með að senda þér athugasemd. 

Jón Magnússon, 27.11.2024 kl. 10:28

5 identicon

'omar er fræbær penni og segir bara hreint út það sem þarf !

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 27.11.2024 kl. 10:49

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir það Jón, mér var eiginlega mjög misboðið, en hripaði þessu saman í algjöru tímahraki, og færslan kannski mjög hrá fyrir vikið.

Svo brást Morgunblaðið ekki í dag, samviskusamlega gerir blaðamaður Moggans grein fyrir málflutningi þessa fólks sem hefur sagt sig úr lögum við siðað samfélag, það þarf reyndar ekki að taka fram að engin slík samviskusemi hefur skrifað grein um hið ólýsanlega sem gerðist í Ísrael 7. október 2023.

Frétt Moggans gaf mér tækifæri til að draga saman aðalatriði þessa máls, hverjir ber í raun ábyrgð á hörmungum íbúa Gasa, hverjir ætluðu þeim þessar hörmungar til að ná einhverju sigri í áróðursstríði.  Og hvað það er sjúk hugmyndafræði að baki stuðningi og réttlætingu þessara manndrápa.

Og eins og Mette bendir á þá hata þessir miðaldaöfgamenn okkur álíka og gyðingana og það veit enginn hver er næstur. Þetta fólk, sem íslensk tunga á ekki orð yfir, reynir þá að réttlæta voðaverk Íslamista með meintri kúgun Palestínuaraba og að við vestrænir höfum stutt þá meintu kúgun.

En Jasídar í fjalllendi Íraks og Sýrlands gerðu það ekki, eða kristnu Assýringarnir, eða allir þeir sem liðsmenn Ríki Íslams misþyrmdu, nauðguðu, limlestu og drápu loks á sem viðbjóðslegan hátt.  Jórdanski flugmaðurinn sem þeir brenndu lifandi er bara einn af fjölmörgu sem Íslamistar brenndu, og ekki var hann gyðingur og ekki var hann kristinn, aðeins andstæðingur.

Að mínu dómi var þessi samstöðufundur með voðaverkum Hamas vatnaskil í íslenskum stjórnmálum.  Núna er ljóst að það vantar eitthvað mennskt í þetta fólk, þetta er ekki fólk sem siðað fólk á að koma nálægt.

Því miður.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 27.11.2024 kl. 13:39

7 Smámynd: Guðmundur Örn Ragnarsson

Þessa tólf sendi Jesús út og mælti svo fyrir: Leggið ekki leið yðar til heiðinna manna og farið ekki í samverska borg. Farið heldur til týndra sauða af Ísraelsætt. Farið og prédikið: Himnaríki er í nánd. Læknið sjúka, vekið upp dauða, hreinsið líkþráa, rekið út illa anda. Gefins hafið þér fengið, gefins skuluð þér láta í té. (Mt. 10:5-8).

Til okkar er Arnar Þór Jónsson sendur sem spámaður og eins og Jesús rak út illa anda rekur Arnar Þór þá út nú:

Jesús var að reka út illan anda og var sá mállaus. Þegar illi andinn var farinn út tók málleysinginn að mæla og undraðist mannfjöldinn. En sumir þeirra sögðu (líkt og þú nú Ómar): Með fulltingi Beelsebúls, höfðingja illra anda, rekur hann út illu andana. En aðrir vildu freista hans og kröfðu hann um tákn af himni. En Jesús vissi hugrenningar þeirra og sagði: Hvert það ríki, sem er sjálfu sér sundurþykkt, leggst í auðn, og hús fellur á hús. Sé nú Satan sjálfum sér sundurþykkur, hvernig fær ríki hans þá staðist – fyrst þér segið að ég reki illu andana út með fulltingi Beelsebúls? En reki ég illu andana út með fulltingi Beelsebúls, með hverju reka þá yðar menn þá út? Því skulu þeir vera dómarar yðar. En ef ég rek illu andana út með fingri Guðs, þá er Guðs ríki þegar yfir yður komið. (Lk. 11:14-20).

Guðmundur Örn Ragnarsson, 27.11.2024 kl. 16:57

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Guðmundur Örn.

Ég held að þú biblíulærði maðurinn hafi ekki alveg náð tilvísun minni, en ég var að vísa í kjarna kristninnar, þegar Jesú á fjallinu var freistað með völdum, með yfirráðum, með auðævum, ef hann aðeins myndi lúta og játa hugmyndafræði andskotans; þú ræður hvort þú gætir þíns minnsta bróður, en ég gef þér völd og áhrif ef þú fellur á kné fyrir mér.

Þú sem biblíulærður maður Guðmundur Örn átt að vita að freistingin kom öldum seinna og mengaði hugarfar og trú kristinna manna, þessi freisting var orðuð þegar græðgin yfirtók England eftir að kærleikur kristninnar var brotin á bak aftur, undir áhrifum þess í neðra var frjálshyggjan fyrst færð í orð kringum aldamótin 1700.

Hugmyndafræði andskotans að þú eigir ekki að gæta bróður þíns nema þú kjósir svo.

Kristið fólk sigraði frjálshyggjuna þá, en tæpri öld seinna eftir þann sigur, tók hún sig upp aftur, helför mannsins var hafin, græðgin og EKKI náungakærleikurinn tók yfir, þau vélabrögð þess í neðra eru kenndi við Ný-frjálshyggju, það er trúarbrögð þess í neðra komu aftur.

Ef þú fylgist með Guðmundur Örn með framboði Frjálslindaflokksins, þá sérðu að tungutak hans er knúið áfram af rugludöllum og leiksoppum þess í neðra, tungutaki frjálshyggjunnar.

Það er hvorki lýðræði eða frjálslyndi að lúta röngum ákvörðun fjöldans, út frá leiðsögn hinnar helgu bókar, þá berstu gegn vélabrögðum andskotans, þó hann hafi vélað meirihlutann.

Og Guðmundur Örn, þú skalt ekki voga þér á minni síðu að segja það sem þú sagðir feitletrað hér að ofan.

Það gerir mig reiðan, og þá munt komast að því, að ég er ekki lamb.

Kristin trú hefur ekkert með bókstaf að gera Guðmundur Örn, heldur inntak.

Fattir þú það ekki, þá mun þinn fingur, þinn dómur aðeins hitta þig sjálfan fyrir.

Það er skráð.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 27.11.2024 kl. 17:31

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og tíu?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 8
  • Sl. sólarhring: 60
  • Sl. viku: 2648
  • Frá upphafi: 1412706

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 2312
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband