Í hvað fóru peningarnir?

 

Undanfarin nokkur ár hafa verið þau svörtustu í sögu íslensku þjóðarinnar.

Ekki vegna kóvid, ekki vegna náttúruhamfara, heldur vegna fjölda ótímabæra andláta fólks vegna fíkni og geðsjúkdóma.

 

Andlát, sem eru talin í tugum á hverju ári, og samfélagið gerir lítið sem ekkert til að bregðast við.

Orðin sem oftast koma upp þegar þessi mál eru rædd innan heilbrigðiskerfisins og meðal aðstandanda, eru Neyðarástand og Fjárskortur.

 

Eftir stendur stóra spurningin; Í hvað fóru peningarnir hjá þessari ríku þjóð??

Af hverju var ekki brugðist við neyðarástandinu??

Af hverju voru peningar ekki settir í kerfin til að bregðast við, til að hægt væri í tíma að koma í veg fyrir þessi ótímabæru andlát, að megninu hjá ungu fólki??

 

Á því eru margar skýringar, góður bloggari hér á Moggablogginu komst vel að orði þegar hann orðaði kjarna þeirrar meinsemdar sem hrjáir evrópska stjórnmálamenn; "... skilaboðum til umheimsins um að íbúar utan Evrópu skipti evrópska stjórnmálamenn meira máli en innfæddir Evrópubúar".

Staðfesting þessara orða Geirs Ágústssonar var frétt í kvöldfréttum Rúv í gær undir fyrirsögninni; "Fylgdarlaus börn biðja um fjölskyldusameiningu".

Erlendar glæpaklíkur fjármagna för unglinga til Íslands í trausti þess að góðviljaðir stjórnmálamenn tryggi unglingunum fjölskyldusameiningu, og þá muni viðkomandi fjölskylda borga skuldina með vöxtum og vaxtavöxtum.

 

Vandinn og meinið er að þessi meinti góðvilji nær ekki til innlendra unglinga í neyð, enda koma þeir ekki að frá fjarlægari löndum.

Guðrún Hafsteinsdóttir má eiga að hún játar uppá sig skömm í þessari sjálftöku erlendra glæpahópa og innlendra atvinnugóðmenna, en segist hafa gert betur síðasta ár.

Hún setti samt ekki pening í neyðaraðstoð handa innlendum ungmennum í neyð.

 

Þetta er fólkið sem biður um traust okkar og stuðning í komandi kosningum.

Sjálfstæðisflokkurinn má þó eiga að hann hefur eitthvað lært, en flokkurinn til hægri við hann, Viðreisn boðar opin landamæri.

Því það er svo góður bissness í flóttamannaiðnaðinum og hluti af honum skilar sér í vasa velviljaðra.

 

Á sama tíma lofar Viðreisn öllu fögru, að bæta allra hag, takast á við geðheilbrigði, og allt annað sem miður hefur farið í heilbrigðis, menntamálum, innviðum og öllu því sem hægt er að nefna og koma orði að.

Í trausti þess að fólk geri ekki mun á orðum og efndum.

Átti sig ekki á því að ekki er hægt að eyða sömu krónunni tvisvar.

 

Ef allt er talið þá kostaði stefna Guðrúnar Hafsteinsdóttir hið opinbera yfir 30 milljarða á síðasta ári, aðeins brotabrot af þeim fjármunum hefði getað komið í veg fyrir tugi ótímabæra andláta ungs fólks, með því að láta hjálp berast í tíma.

Stefna hennar var samt ekki opin landamæri, það var reynt að hamla á móti.

Fólk getur því spurt sig hvað munu Opin landamæri kosta þjóðina, svona fyrir utan innflutning á upplausn og óöld líkt og nágrannaþjóðir okkar á Norðurlöndum glíma við??

 

Erum við að tala um 50 milljarða, 80 milljarða, 100 milljarða???

Lengjast biðlistar á leikskólum og eftir heilbrigðisþjónustu út í hið óendanlega??

Þrýstist leiguverð og íbúðaverð uppá nýjan leik með tilheyrandi verðbólgu og vaxtahækkunum???

 

Svör sem Viðreisn gefur ekki og þjóðin spáir ekki í.

Sjálfri sér verst og mun gjalda þess dýrt.

Og unga fólkið okkar heldur áfram að deyja umvörpum.

 

En cheer up, þau eru ekki fylgdarlaus börn í leit að betra lífi fyrir sig og fjölskyldu sína.

Þar bregðumst við ekki.

Eða þannig.

Kveðja að austan.


mbl.is Vill minnka umsvif ríkisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Geir Ágústsson

Ég þakka tilvitnunina. 

Þetta er auðvitað glórulaust allt saman. Sjúkrahús troðfull af öldruðu fólki, sem hélt að það hefði unnið baki brotnu alla ævi til að byggja upp gott samfélag sem sér um sína öldunga, en svo er aldeilis ekki.

Of dýrt að eignast börn.

Of dýrt að eignast húsnæði.

Hæstu laun í heimi, eða allt að því, en allir blankir.

Forgangsröðunin er svo víða alveg gjörsamlega galin.

Er það af því við hötum okkur sjálf og okkar arfleifð?

Er þetta innflutt samviskubit fyrir nýlenguár Belgíu, Englands og Frakklands?

Ég kann ekki svarið, en það er kominn tími á tiltekt. Hún verður að vísu ekki í þessu kosningum en fordæmin eru að skjóta upp kollinum víða og Íslendingar þurfa kannski sinn 20-30 ára tíma til að læra að endurtaka ekki mistök annarra.

Svo sjáum til hvað gerist í Alþingiskosningum 2042.

Geir Ágústsson, 25.11.2024 kl. 18:54

2 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Þetta er frábært pistill Ómar.

Kaldlyndur kapítalismi í bland við hörkudrifna alþjóðahyggju óttans. Þjóðfélag okkar er orðið ómanneskjulegt, það bitnar á börnum og unglingum. 

Þetta er frábær pistill, fullur af mennsku.

Við erum nú þegar á hringekju Evrópusambandsins, sama helstefnuþróunin hér og í Evrópu. Okkar eigið fólk missir tökin og hverfur útí buskann, deyr, getur ekki haldið í hringekjuna sem eykur hraðann, hinn kolsvarti kapítalismi, en hinir fá skjól sem lögum samkvæmt eiga rétt á því samkvæmt reglugerðum alþjóðastofnana. Þar eru þeir hæfustu sem lifa af og flýja heimalöndin og setjast að í ríku löndunum sem eru að rotna innanfrá.

Mig hefur langað að skrifa svona pistil, en ekki lagt í það af óttanum við að vera kallaður rasisti. Einhverntímann mun ég kannski reyna að skrifa svona pistil, en ég hef orðað svipaða hluti á annan hátt, og farið í kringum þetta.

En Flokkur fólksins fjallar um þetta og Miðflokkurinn, vissulega.

Ingólfur Sigurðsson, 26.11.2024 kl. 01:02

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Geir og takk fyrir lánið, það var eiginlega þessi setning þín sem hjálpaði mér að hnitmiða pistil minn, sem aftur hjálpaði mér að sameina í einn pistil umfjöllun um opin landamæri og lýðskrum Viðreisnar.  Slepp því við að skrifa í dag.

Síðan fyllir viðbót þín mjög uppí skrif mín, gerir þau heildstæðari.

Þetta er samvinna sem hefði gert mentor minn, Jónas frá Hriflu, stoltan.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 26.11.2024 kl. 07:29

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Ingólfur.

Núna er ég sammála þér um pistil minn, mér finnst hann góður í mörgum skilningi, og glaður að þetta skylduverk er frá.

Það er rétt hjá þér að hringekjan þeytir mörgum út í buskann, og það er smán að ekki sé leitað í buskanum, og fólki hjálpað til baka.

Síðan er þessi hringekja önnur smán, en það er önnur saga og hefur ekki lengi verið til umræðu hér í Kveðjunni.

Eins og þú veist Ingólfur þá er ég ekki mikið fyrir algjöra sammálun og vil því leyfa mér að vera ósammála um að þeir sem taka til fótanna og flýja erfiðleikana, séu þeir hæfustu.  Ég tel einmitt íslenskt samfélag hafa sannað að þrautseigjan, það að gefast ekki upp fyrir erfiðleikum, að þrauka myrkrið þar til glittir í ljósglætu við sjónarrönd, rífa sig uppúr örbirgð til velsældar, að þeir sem heima sitja hafa aðeins sterkari rætur, þeir yfirgefa ekki land feðra sinna.

En ég er sammála því að viss rotnun er í gangi í vestrænum samfélögum, rotnun sem leiðir af velmegun og leitar í úrkynjun hugsunar og þeirrar firringar að þekkja ekki lengur mun á raunveruleik og ímyndun, skilja ekki lengur að lífið snýst um baráttuna um brauðið og tilgangur þess er að geta að sér og fóstra nýtt líf.

Þannig séð höfum við gott að innspýtingu fólks frá fjarlægri ströndum, höfum alltaf haft. En við þolum ekki aðflutta menningu og heimsmynd sem blandast ekki okkar, það leiðir aðeins til vargaldar, svipaðri þeirri sem við sjáum glitta í á meginlandinu, þar er hún rétt að byrja.

Að lokum Ingólfur, láttu ekki óttann stjórna skrifum þínum. Við þurfum aðeins að gera okkur grein fyrir að við skrifum á opinberum vettvangi, og þurfum að virða leikreglur þess samfélags sem heldur utan um skrif okkar.  Við upphefjum því ekki fordóma sem beinast að öðru fólki, eða hvetjum til óeirða, en við megum tjá okkur um það sem við hugsum og teljum rétt.  Þróum þannig skrif okkar þar til við erum ánægð með útkomuna.

Ég sé slíka þróun hjá þér Ingólfur, þú hlýtur stundum að vera mjög ánægður með það sem þú hefur skrifað.  Og það er það sem skiptir mestu máli, bónusinn er síðan ef einhverjum öðrum líkar líka, eða þannig.

Á meðan einhver tjáir hugsanir sínar svo aðrir geti lesið þá er líf.

Líf orðs og anda.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 26.11.2024 kl. 07:52

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og einum?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 7
  • Sl. sólarhring: 61
  • Sl. viku: 2647
  • Frá upphafi: 1412705

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 2311
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband