25.11.2024 | 12:24
Í hvað fóru peningarnir?
Undanfarin nokkur ár hafa verið þau svörtustu í sögu íslensku þjóðarinnar.
Ekki vegna kóvid, ekki vegna náttúruhamfara, heldur vegna fjölda ótímabæra andláta fólks vegna fíkni og geðsjúkdóma.
Andlát, sem eru talin í tugum á hverju ári, og samfélagið gerir lítið sem ekkert til að bregðast við.
Orðin sem oftast koma upp þegar þessi mál eru rædd innan heilbrigðiskerfisins og meðal aðstandanda, eru Neyðarástand og Fjárskortur.
Eftir stendur stóra spurningin; Í hvað fóru peningarnir hjá þessari ríku þjóð??
Af hverju var ekki brugðist við neyðarástandinu??
Af hverju voru peningar ekki settir í kerfin til að bregðast við, til að hægt væri í tíma að koma í veg fyrir þessi ótímabæru andlát, að megninu hjá ungu fólki??
Á því eru margar skýringar, góður bloggari hér á Moggablogginu komst vel að orði þegar hann orðaði kjarna þeirrar meinsemdar sem hrjáir evrópska stjórnmálamenn; "... skilaboðum til umheimsins um að íbúar utan Evrópu skipti evrópska stjórnmálamenn meira máli en innfæddir Evrópubúar".
Staðfesting þessara orða Geirs Ágústssonar var frétt í kvöldfréttum Rúv í gær undir fyrirsögninni; "Fylgdarlaus börn biðja um fjölskyldusameiningu".
Erlendar glæpaklíkur fjármagna för unglinga til Íslands í trausti þess að góðviljaðir stjórnmálamenn tryggi unglingunum fjölskyldusameiningu, og þá muni viðkomandi fjölskylda borga skuldina með vöxtum og vaxtavöxtum.
Vandinn og meinið er að þessi meinti góðvilji nær ekki til innlendra unglinga í neyð, enda koma þeir ekki að frá fjarlægari löndum.
Guðrún Hafsteinsdóttir má eiga að hún játar uppá sig skömm í þessari sjálftöku erlendra glæpahópa og innlendra atvinnugóðmenna, en segist hafa gert betur síðasta ár.
Hún setti samt ekki pening í neyðaraðstoð handa innlendum ungmennum í neyð.
Þetta er fólkið sem biður um traust okkar og stuðning í komandi kosningum.
Sjálfstæðisflokkurinn má þó eiga að hann hefur eitthvað lært, en flokkurinn til hægri við hann, Viðreisn boðar opin landamæri.
Því það er svo góður bissness í flóttamannaiðnaðinum og hluti af honum skilar sér í vasa velviljaðra.
Á sama tíma lofar Viðreisn öllu fögru, að bæta allra hag, takast á við geðheilbrigði, og allt annað sem miður hefur farið í heilbrigðis, menntamálum, innviðum og öllu því sem hægt er að nefna og koma orði að.
Í trausti þess að fólk geri ekki mun á orðum og efndum.
Átti sig ekki á því að ekki er hægt að eyða sömu krónunni tvisvar.
Ef allt er talið þá kostaði stefna Guðrúnar Hafsteinsdóttir hið opinbera yfir 30 milljarða á síðasta ári, aðeins brotabrot af þeim fjármunum hefði getað komið í veg fyrir tugi ótímabæra andláta ungs fólks, með því að láta hjálp berast í tíma.
Stefna hennar var samt ekki opin landamæri, það var reynt að hamla á móti.
Fólk getur því spurt sig hvað munu Opin landamæri kosta þjóðina, svona fyrir utan innflutning á upplausn og óöld líkt og nágrannaþjóðir okkar á Norðurlöndum glíma við??
Erum við að tala um 50 milljarða, 80 milljarða, 100 milljarða???
Lengjast biðlistar á leikskólum og eftir heilbrigðisþjónustu út í hið óendanlega??
Þrýstist leiguverð og íbúðaverð uppá nýjan leik með tilheyrandi verðbólgu og vaxtahækkunum???
Svör sem Viðreisn gefur ekki og þjóðin spáir ekki í.
Sjálfri sér verst og mun gjalda þess dýrt.
Og unga fólkið okkar heldur áfram að deyja umvörpum.
En cheer up, þau eru ekki fylgdarlaus börn í leit að betra lífi fyrir sig og fjölskyldu sína.
Þar bregðumst við ekki.
Eða þannig.
Kveðja að austan.
Vill minnka umsvif ríkisins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:22 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 470
- Sl. sólarhring: 737
- Sl. viku: 4894
- Frá upphafi: 1401974
Annað
- Innlit í dag: 403
- Innlit sl. viku: 4212
- Gestir í dag: 367
- IP-tölur í dag: 357
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning