25.11.2024 | 09:05
Stigmögnun átaka í boði Sameinuðu þjóðanna.
Það þarf ekki mikið innsýni til að fatta að Ísraelar munu svara drónaárásum Hisbollah-samtakanna með því að herða á sprengjuregni sínu á borgir og bæi Líbanon.
Því fleiri velheppnaðar drónaárásir, því fleiri borgir og bæir verða teppalagðir, og þá litlu skeytt um líf og örlög óbreyttra borgara sem hafa ekkert annað sér til saka unnið en að búa í landi þar sem stjórnvöld eru ófær um að stöðva árásir vígasveita yfir landamærin á Ísrael.
Eftir verður rjúkandi rústin, óbyggilegt land líkt og Gasaströndin er í dag.
Það er auðvelt að benda á miðaldaskrílinn við Persaflóann, þar sem Íran fer fremst, og segja að þessi ófriður er í hans boði, Hamas og Hisbollah séu aðeins verkfæri til að auka völd og áhrif viðkomandi ríkja í Mið-Austurlöndum.
Skítt með líf og limi almennings á átakasvæðunum.
Þetta eru jú píslavottar.
En Persaflóaríkin, þó auðug séu, eru vanþróuð, kannski að Íran undanskildu, þjökuð af trúarofstæki, kynkúgun, og þeirri karllægu menningu að telja sig æðri, bæði hinu kyninu sem og öðrum þjóðum sem deila ekki sömu siðum og menningu.
Vissulega geta þau kynnt undir ófrið, en sá ófriður verður aðeins að ófriðarbáli ef þessi hegðun er liðin, að það sé talið í lagi að vígahópar ráðist á sjálfstætt ríki með þeim eina tilgangi að útrýma því.
Og þar liggur sökin hjá hinu svokallaða alþjóðasamfélagi sem Sameinuðu þjóðirnar fara fyrir.
Það væri enginn ófriður á Gasa í dag, tugþúsundir saklausra hefðu ekki látið lífið, að ekki sé minnst á alla þá særðu, á eyðilegginguna, rústirnar, ef Sameinuðu þjóðirnar hefðu strax stigið niður fæti, fordæmt voðaverk Hamas, og krafist þess að samtökin slepptu gíslum sínum og leggðu niður vopn, tæku svo ábyrgð á voðaverkum sínum.
Það væri enginn ófriður í Líbanon í dag, borgir og bæir væru heilir, ef hið svo kallaða friðargæslulið Sameinuðu þjóðanna hefði stöðvað eldflaugaárásir Hisbollah á Ísrael. Í stað þess að horfa á og klappa.
Ekkert ríki sem mannar friðargæsluliðið, ekkert ríki sem á fulltrúa í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, ekkert ríki sem á aðild að Sameinuðu þjóðunum, myndi líða slíkar flugskeytaárásir á eigin borgir og bæi.
Af hverju ætti þá Ísrael að gera það??
Litla fingri hefur ekki verið lyft til að stöðva Hamas eða Hisbollah eða gera stjórnvöldum í Teheran það ljóst að það yrði ekki liðið að þau kynntu undir ófriðarbál fyrir botni Miðjarðarhafs.
Þeim mun fleirum hefur verið lyft til að stöðva varnarárásir Ísraela.
Núna síðast gengur Alþjóða glæpadómstóllinn erinda miðaldaskrílsins við Persaflóa. Tekur augljósa afstöðu með því að gera rangt að réttu.
Örvitar og stjórnmálalegir dvergar í Evrópu ganga í takt með Íran við að kynda ófriðarbálið.
Örvitinn reyndar fattar það ekki en hvernig dettur dvergunum það í hug að þjóð sem þeir eru að hjálpa Íslamistum við að útrýma, að hún hætti varnarstríði sínu, þegar ósigur þýðir aðeins útrýming, þó leppar Persaflóaauðsins gefi út handtökuskipun á leiðtoga hennar??
Slíkt eykur aðeins völd og áhrif þeirra sem vilja ganga lengst í að sprengja allt í loft upp.
Og á meðan deyja saklausir sem þurfa ekki að deyja.
Hlálegast er að Evrópa, sem getur ekki einu sinni staðið í Rússum án mikillar hjálpar frá Bandaríkjunum, telur sig geta farið gegn stjórnvöldum í Washington með stuðningi sínum við Hamas, Hisbollah og móðurríkið Íran.
Eitthvað sem er jafnvel of heimskt fyrir örvita.
Það verður gaman að sjá örvitana og póltísku dvergana að fara næst í bónarferð til Washington, biðja um meiri stuðning til að standast Rússa.
En fyrst og síðast, hve heimsk getur ein manneskja orðið??, svona almennt séð.
Raunveruleikinn, átökin fyrir botni Miðjarðarhafs og viðleitni Pútíns til að endurreisa völd og áhrif Rússlands í Mið Asíu og Austur Evrópu, hefur sópað froðu rétttrúnaðarins af borði stjórnmálanna.
Evrópa á um tvennt að velja, læra að standa á eigin fótum, og það gerir hún ekki undir forystu dverga og örvita, eða halda áfram að lúta leiðsögn Bandaríkjanna.
Raunveruleikinn býður ekki uppá þriðja valkostinn, áframahaldandi afneitun á honum.
Verkfæri raunveruleikans heitir Donald Trump og hann tekur við völdum í janúar á næsta ári.
Trump mun ekki líða misnotkun Sameinuðu þjóðanna í þágu Íslamista.
Og hann mun ekki þola örvita og pólitíska dverga, hjálpa þannig raunveruleikanum að hreinsa út í Evrópu.
Spurning hvað verður þá um Ísland.
Raunveruleikinn hefur ekki alveg náð að kveikja á okkur.
Froða og bull rétttrúnaðarins mun sigra í næstu kosningum.
Í heimi sem er að vígbúast því raunveruleikinn skerpir átakalínur.
Tíminn einn veit svarið við þeirri spurningu.
Það er hve langan tíma það tekur raunveruleikann að slökkva á bullinu.
Hvenær við lokum landamærunum og hættum að ganga erinda morðingja Íslamista.
Eina sem er öruggt er að það mun gerast.
Kveðja að austan.
Skutu 250 eldflaugum á Ísrael | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 249
- Sl. sólarhring: 705
- Sl. viku: 4673
- Frá upphafi: 1401753
Annað
- Innlit í dag: 217
- Innlit sl. viku: 4026
- Gestir í dag: 212
- IP-tölur í dag: 206
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning