Sólveig Anna með kjarkinn.

 

Að segja það sem hver einasti stjórnmálamaður sem býður fram fyrir komandi alþingiskosningar, á að segja;

Upphátt, ekki í hljóði:

Kennarar eru ekki tengdir raunveruleikanum í kjarabaráttu sinni.

Hvorki varðandi launakröfur eða aðferðafræði kjarabaráttu sinnar.

 

Kennarar virðast haldnir þeirri furðu að halda að kaupmáttur launa verði til með því að skrifa tölur á blað.

Furðulegt að þeir skuli ekki vera búnir að prófa þetta á Haiti og víðar þar sem mannleg eymd er hvað mest í heiminum, að skrifa bara milljón á launaseðilinn og öll eymd úr sögunni

Síðan er aðferðafræði kjarabaráttu þeirra tekin beint úr hugmyndaheimi eineltisfanta; tökum einhverja örfá fyrir og níðumst á þeim.

 

Við getum gleymt íslensku efnahagslífi ef svo sem litla fingri verði lyft til að semja við kennara um furðuhugmyndir þeirra.

Gleymt vaxtalækkunum, gleymt lífskjörum okkar.

 

Þess vegna er mikilvægt að til sé fólk sem hafi kjarkinn til að fara gegn fjölmennum fáráðum

Segi bara satt, segi hlutina eins og þeir eru.

 

Fari gegn óttanum um atkvæðamissi og orði hlutina eins og þeir eru;

"Við í Efl­ingu, ásamt fé­lög­um okk­ar í breiðfylk­ing­unni, lögðum mikið á okk­ur síðastliðinn vet­ur til að ná kjara­samn­ing­um sem sner­ust fyrst og fremst um það að stíga mark­viss skref til að ná niður vöxt­um og verðbólgu,“ seg­ir Sól­veig Anna og bæt­ir við að í tengsl­um við þessa kjara­samn­inga hafi ríkið komið á móti með viss­ar aðgerðir sem nýt­ast öll­um sem búa í land­inu, eins og ókeyp­is skóla­máltíðir, aukn­ar leigu­bæt­ur og aukið fé í fæðing­ar­or­lof, svo eitt­hvað sé nefnt".

 

Málið er nefnilega að ná niður vöxtum og verðbætur og semja um raunverulegar kjarabætur.

Ekki tölur á blaði sem þar sem blekið nær ekki einu sinni að þorna áður en þær byrja að rýrna.

 

Í dag og í gær er ég búinn að lesa örgreinar, skrifaðir eftir þeirri hugmyndafræði að fólk sé illa læst á texta, sem formaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins skrifuðu til að sannfæra fólk um að kjósa sig og flokkinn.

Innihald þeirra er samhljóða, líklegast skrifaðar af sama einstaklingnum, þau eigna sér nýliðna vaxtalækkun, um sé að þakka traustri efnahagsstjórn þeirra og flokks þeirra, jafnvel hvort það hafi ekki verið minnst á hundinn líka?

 

Gott og vel, en hvert hefði innihaldið verið ef verðbólgan hefði ekki lækkað svona mikið og seðlabankinn því ekki lækkað vexti??

Hvað annað höfðu þau að segja??

 

Þetta er munurinn á orðum Sólveigu Önnu og þeirra Bjarna Ben og Þórdísi Kolbrúnu.

Sólveig sagði eitthvað um brýnt mál líðandi stundar, þau ekki.

 

Fólk er ekki fífl.

Fólk þolir sannleikann.

 

Flokkarnir hafa viku til að átta sig á því.

Kveðja að austan.


mbl.is Sólveig Anna furðar sig á aðferðum kennara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og fjórtán?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 461
  • Sl. sólarhring: 709
  • Sl. viku: 6045
  • Frá upphafi: 1399984

Annað

  • Innlit í dag: 417
  • Innlit sl. viku: 5181
  • Gestir í dag: 403
  • IP-tölur í dag: 398

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband