21.11.2024 | 10:06
Er Kína í stríði við Evrópu??
Það mætti halda miðað við fréttaflutninginn af ferðum kínverska flutningaskipinu Yi Peng, og þeirri staðreynd að bæði sænsk og dönsk herskip bæði vakta skipið og rannsaka ferðir þess.
Ef eitthvað má kenna við stríðsæsingu þá er það þessi fréttaflutningur, eitthvað sem er óstaðfest, eitthvað sem er ósannað, er haldið á lofti og það beinist að öflugasta framleiðsluríki heims.
Því hvað sem hver segir, þá á Kína okkur, þökk sé glóbalauðnum og frjálshyggjuleppum hans í vestrænum stjórnmálum.
Það er því alvarlegt að ásaka Kínverja um svona stríðsaðgerð, að skemma vísvitandi evrópska innviði, án þess að hafa óyggjandi sannanir í höndum.
En ef rétt er, hvað þá??
Á þá að setja viðskiptaþvinganir á Kína??
Svona stórkarlaleg yfirlýsing um að við Neitum að flytja inn kínverskar vörur.
Til að komast að því að það er varla til vara sem við þykjumst framleiða á Vesturlöndum sem er ekki með kínverskum íhlutum í það minnsta, ef hún þá er ekki á annað borð öll kínversk, nema merkjamiðinn; Made in Europe.
Þetta er hinn kaldi raunveruleiki sem við búum við; Kínverjarnir eiga okkur.
Og við ætlum að festa endanlega eignarhald þeirra í sessi með hinum svokölluðum orkuskiptum, því ekki framleiðum við tæknina sem að baki býr þeim skiptum.
Það er því kannski tímabært að við feisum þennan raunveruleik og gerum okkur svo grein fyrir að aðeins einn vestrænn stjórnmálamaður hefur gert sér grein fyrir þessari aðför glóbalauðsins að sjálfstæði okkar og tilveru, og haft kjark til að fara gegn leppum hans og gera eitthvað í málunum.
Því það er það sem býr að baki stefnunni um "Great again".
Að mæta glóbalnum.
Og að við Íslendingar stöndum í sama stríðinu við glóbalið og atlögu þess að sjálfstæði okkar og tilveru.
Að ekki sé minnst á þjóðarskiptin sem hafa valdið upplausn og óöld um alla Norður Evrópu.
Þau eru á fullu hér, markmið allavega 5 stjórnmálaflokka sem bjóða fram til Alþingis í komandi kosningum.
Halda menn virkilega að það sé til svo heimskt stjórnmálafólk að það viti ekki hvað opin landamæri smáríkis þýði í heimi sem er á flótta?? Að það viti ekki hvað hefur gerst í Skandinavíu og víðar??, eða að lesið nýjustu fréttina frá Berlín þar sem hommum og gyðingum var ráðlagt að láta ekki sjá sig í vissum innflytjendahverfum þar í borg. Hverfi sem eru orðin ríki í ríkinu í borgum Norður-Evrópu.
Nei, það er enginn svona heimskur en aurinn í buddunni telur.
Glóbalinn mun sigra næstu kosningar og flokkurinn sem gengur beint erinda hans og frjálshyggjunnar, Viðreisn mun leiða næstu stjórnarmyndunarviðræður.
Íslensk þjóð, íslensk tunga, íslensk menning mun verða undir.
Sjálfstæði okkar og tilvera.
En glóbalið sigrar hins vegar ekki raunveruleikann.
Þann raunveruleika að vestrænir stjórnmálamenn eru að snúast til varnar gegn því, ekki bara Trump, þeir eru miklu fleiri.
En Trump mun leiða þá baráttu fyrst um sinn.
Hvort Evrópa verði Great again, í þeirri merkingu að hún haldi sjálfstæði sínu, á eftir að koma í ljós.
Meint atlaga Kína mun allavega fæla vestræna stjórnmálamenn uppúr strútsholum sínum þar sem þeir hafa samviskusamlega undanfarin misseri falið höfuð sín fyrir raunveruleikanum.
Evrópa er ekki lengur risi á brauðfótum, hún er ekki risi þó vissulega hafi hún brauðfætur.
En hún hefur hafið vegferð um að standa á eigin fótum, hluti af þeirri vegferð er að segja hina kostaða forheimsku rétttrúnaðarins stríð á hendur.
Fyrirhuguð orkuskipti á forsendum glóbalsins, sem hafa það eina markmið að gera Evrópu ósjálfbjarga, algjörlega uppá miskunn Kína, eru eitt af því fyrsta sem sú vegferð mun henda á öskuhaugana.
Lokun landamæra og uppgjör við Íslam er annað, ekkert ríki getur liðið ríki í ríkinu líkt og þeir Saddam og Gaddafi gerðu sér mæta vel grein fyrir og skutu Íslamista á færi hvar sem til þeirra sást. Sem er svo aftur skýring þess að glóbalið felldi þá í bandalagi við miðaldaríki Persaflóans.
Evrópa mun svo mæta Pútín, en í kjölfarið vonandi semja svo frið hann, því Rússar eru náttúrulegir bandamenn okkar í þessu alheimsstríði við glóbalið og Kína.
Því það er stríð í gangi og hefur verið lengi.
Stríð gegn þjóðríkjum og þjóðum, sjálfstæði einstaklingsins, jafnt heimilum sem fyrirtækjum hans.
Gegn mennskunni því fyrsta kennisetning glóbalsins er að vinnandi fólk sé ekki fólk, heldur kostnaður, gegn framtíðinni því sjálfvirknin á að yfirtaka manninn.
Í þessu stríði er Kína leikbrúða, en öflug leikbrúða sem heldur að hún sé að sprikla á eigin forsendum.
Henni verður skipt út þegar þar að kemur, þegar öld róbótanna tekur yfir.
Íslamistarnir í Hamas, í Ríki Íslams, þetta eru allt leikbrúður líka.
Að ekki sé minnst á öll loftslagsfíflin, sem sá mæti sambloggari, Halldór heitinn Jónsson, nefndi réttilega, sem komu saman í París, og hafa síðan reglulega mætt á fundi í olíuhöfuðborgum heimsins, þeim er líka stýrt af sama brúðumeistara.
Upplausn, óöld, forheimska, niðurbrot landamæra, allt rennur að sama ósi.
Ósi hins andlitlausa skítuga fjármagns.
En það er nú bara önnur saga, ég hélt að ég væri að pistla um hið broslega við viðbrögð Dana og Svía, að þykjast vera komin í stríð við Kína.
Því það er vara drepfyndið að frétt sem hefði þótt of ótrúleg fyrir spéspegilinn Spegilinn eða tímaritið Mad, skuli vera alvörufrétt í borgarlegum fjölmiðli líkt og Morgunblaðið er þrátt fyrir allt.
Segir samt mikið um heiminn í dag og á hvaða leið hann er.
Við eigum þó Trump.
Þökkum það.
Kveðja að austan.
Yfirvöld láta ekkert uppi: Sænsk herskip kölluð út | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 9
- Sl. sólarhring: 35
- Sl. viku: 2649
- Frá upphafi: 1412707
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 2313
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Að hægja á internetinu hjá Finnum er varla eitthvað sem kemst á radar Rússlands og Kína. Þetta hlýtur að hafa verið óhapp. Skemmdir á neðansjávarleiðslum eru mjög algengar og skipafélög neita að viðurkenna að akkeri þeirra, sem plægja hafsbotninn, séu vandamál.
Geir Ágústsson, 21.11.2024 kl. 21:50
Sagan um sjálfstæði Íslands er auðvitað helber lygi.
Fullveldið byggðist af baráttu, sjálfstæði byggðist af mútum.
Með fullveldi vantaði íslendingum aðeins stjórn með utanríkismálum.
Ekki eins og að hin íslenska þjóð hafi fengið sjálfstæða utanríkisstefnu í vōggugjōf síns sjálfstæðis.
Ingibjōrg Sólrún verður skráð á spjōld sōgunnar sem stríðs æsinga persóna, og allir þeir sem henni fylgja.
L. (IP-tala skráð) 22.11.2024 kl. 00:22
Blessaður Geir.
Þú hallast sem sagt að því að Pútín hafi ekki skemmt vatnsleiðsluna út í Eyjar, en já, já, þetta er svona dálítið broslegt.
Mér þætti það samt fyndnast að sjá Dani og Svía setja viðskiptabann á Kínverja, ef meint gögn þeirra bentu til að kínverska flutningaskipið hefði verið í stríðsæfingum; hvernig skemmum við neðansjávarstrengi fyrir framan nefið á meintum óvin???
Það er ekki öll vitleysan eins en ég náði út frá henni því hugarflugi að koma glóbalinu og hugmyndafræði þess að í pistli og tengja ógnirnar við bjargvættinn Trump.
GREAT AGAIN.
Það er ekkert sem toppar þetta.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 22.11.2024 kl. 08:17
Blessaður L minn góður.
Í þessum pistli mínum hér að ofan fékk hugarflugið að fljóta út í himingeim og heim aftur, það sýnist mér hafa virkjað þitt.
Ekkert nema gott um það að segja.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 22.11.2024 kl. 08:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning