20.11.2024 | 08:05
Þórdís Kolbrún hefur lög að mæla.
Það var hlálegt svar norska varnarmálaráðherrans þegar Ólafur krónprins spurði hann um herkvaðningu norska hersins, eftir að ljóst var að þýska hernaðarvélin stefndi á Noreg, þá svaraði hann; Við gerðum það í pósti.
Þetta og margt fleira kom fram í einni betri mynd sem ég hef séð á síðari árum; norsku myndinni Nei konungs, eð Kongens nei.
Það þarf ekki að taka það fram að bréfin höfðu ekki borist til viðtakanda þegar innrás Þjóðverja hófst.
Önnur eftirminnileg setning sem er höfð eftir þýskum ofursta, þegar hann sagði þýska stjórnarerindrekanum sem vildi allt til þess vinna að forða átökum; Við semjum, ekki við tökum.
Sem er kjarni málsins, yfirgangsmenn semja ekki, þeir taka.
Og gera það alveg þangað til þeir eru stöðvaðir.
Að tala um frið við þá er eins og að skvetta vatni á gæs.
Pútín Rússlandsforseti er yfirgangsseggur, heldur áfram þar til hann er stöðvaður.
Hann rauf grið við siðmenninguna þegar hann hótaði að beita kjarnorkuvopnum á nágrannaríki sín.
Svarið við þeim griðrofum er ekki að senda bréf í pósti og vona að málið leysist á meðan.
Svarið er að mæta Pútín.
Því fyrr sem það er gert, því minni líkur eru á allsherjarstríði.
Sé það ekki gert, er allsherjarstríð öruggt
Ekkert friðartal fær því breytt.
Þess vegna hefur Þórdís Kolbrún lög að mæla.
Og sem betur fer er hún ekki ein um það.
Kveðja að austan.
Án fordæma á lýðveldistímanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:36 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.11.): 352
- Sl. sólarhring: 890
- Sl. viku: 6325
- Frá upphafi: 1398240
Annað
- Innlit í dag: 297
- Innlit sl. viku: 5351
- Gestir í dag: 286
- IP-tölur í dag: 280
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Make America Great Again, Gerum Ameríku volduga aftur er pólitískt slagorð sem Donald Trump notaði í þrennum forsetakosningum og það verða ekki orðin tóm hjá Trump, hann mund stand við það.
Vladimir Putin hugsar eins, Сделаем Россию снова великой, Gerum Rússland voldugt aftur og hann hefur staðið við það.
Eftir hina frægu viðtalsþætti kvikmyndaleikstjórans Olivers Stones við Vladimir Pútín, sagði Stone um valdatíð hans: Rússneska þjóðin hefur aldrei haft það betra.
Guðmundur Örn Ragnarsson, 20.11.2024 kl. 09:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning