19.11.2024 | 17:10
Pútin hótar kjarnorkustyrjöld.
Spurningin er hvort Vesturlönd lúffi??
Fyrir rúmum 80 árum síðan stóðu vestræn ríki sundruð gagnvart svipaðri hótun, Hitler hótaði stríði, og hann var keyptur til friðs.
Nema Hitler hætti ekki
Hann vildi bara meira og meira og allir vita hvernig sú saga endaði.
Pútín leikur sama leikinn, og alveg eins og fyrir 80 árum síðan eru til auðtrúa fífl sem vilja lúffa fyrir hótunum hans.
Það megi ekki stigmagna átökin, slík stigmögnun leiði til kjarnorkustyrjaldar.
Sönnun; Pútín heimilar beitingu kjarnavopna gegn kjarnorkuvopnalausa þjóðum.
Forheimskan sú að það sé eins og Hitler og Pútín þurfi einhverja löglega heimild til að beita vopnum, eða ráðast á smærri nágranna sína.
Sú viðleitni Pútíns að endurreisa áhrifasvæði gömlu Sovétríkjanna er vissulega bein ógn við líf okkar og tilveru, við framtíð heimsins, því kjarnorkuvopn eira engu.
Svarið er samt ekki að lúffa, það er aðeins ávísun á eitt; beitingu kjarnavopna.
Því sá sem hótar, hann framkvæmir hótun sína að lokum.
Mjög heimskt fólk heldur að það ógni heimsfriðnum að leyfa fólkinu sem ráðist er á, að beita vopnum gegn þeim sem réðst á það.
Því þá hóti Pútín kjarnavopnum.
Hliðarsaga er að eins sorglegt og það er, þá hefur þetta mjög heimska fólk yfirtekið varnar þjóðar okkar gegn ásælni ESB, þannig að þau samtök sem við áttum gegn þeim öflum sem vilja selja þjóð okkar til Brussel, eru hlægilegur brandari í dag.
Pútínistar eða eitthvað þaðan verra, eftir stendur þjóð þar sem engin samtök verja sjálfstæði hennar.
Gott og vel, kannski skiptir slíkt engu máli í heimi sem á aðeins fáa mánuði eða frekar fá ár eftir ólifað, því siðmenning okkar lifir ekki af kjarnorkustyrjöld Pútíns.
Sá heimski, og þá er ég virkilega að tala um heimskt fólk, reyndar áður óþekkta heimsku, segir; lúffum fyrir Pútín, hann hafði eitthvað til síns máls.
Svona alveg eins og Hitler hafði þegar hann vísaði í Versalasamningana sem voru ávísun á nýja styrjöld í Evrópu.
Svar hinna heimskustu, að lúffa, er samt ekki svarið.
Og þar bind ég vonir um Trump, að hann sé laus við alla forheimsku Rétttrúnaðarins, og þar með þann skugga sem gerði annars ágætt fólk, ekki mjög gáfað.
Eina svarið er að rússneskur almenningur, rússneskir hermenn, rússneskir auðjöfrar, fái að vita að ef þeir ganga í takt með Pútín.
Þá þýði það endalok Rússlands, Rússland verði þurrkað út.
Líf þess og tilvera.
Því Trump býr að vörnum gegn kjarnorkuflaugum sem Pútín býr ekki yfir.
Dramatískt??, Pútín, leppar hans líkt og má lesa í viðtengdri frétt, hóta endalokum heimsins.
Í þeirri trú að heimskur, að heimskari, og jafnvel sá heimskasti, lúffi, og hætti að styðja þá þjóð sem draumur Pútíns um endurheimt ríkis Stalíns verði að veruleik, þjóð sem var fyrsta skref Pútíns í þeirri endurheimt.
Trump er ekki heimskur.
Þar misreiknar Pútín sig.
Trump mun standa ístaðið.
Hann ætlar jú að verða forseti í þriðja skiptið.
Yfir lífi en ekki dauða.
Kveðja að austan.
Næsti fasi stríðsins hafinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:20 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.11.): 668
- Sl. sólarhring: 788
- Sl. viku: 6845
- Frá upphafi: 1397748
Annað
- Innlit í dag: 554
- Innlit sl. viku: 5802
- Gestir í dag: 487
- IP-tölur í dag: 472
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Og eins sorglegt og það er þá er Selenski með kjarna málsins.
Kjarna sem sker úr um hvort börnin okkar lifi af.
Vitna í þann kjarna; "Þessi bardagi snýst um alla Úkraínu, bardaginn snýst um alla Evrópu, um lög og reglu eða ringulreið fyrir allan heiminn".
Þarna er ekkert val.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 19.11.2024 kl. 17:13
Glóbalistarnir eru með alla anga úti til þess að magna upp stríð. Þeir sjá að þeir hafa bara 2 mæánuði til þess.
Æsispennandi dagar framundan.
Ásgrímur Hartmannsson, 19.11.2024 kl. 17:38
"Sá vægir sem vitið hefur meira" var mér kennt af ömmu og afa. Það heyrði maður oft sem krakki í slagsmálum eða þegar aðrir slógust.
Eina vitið eru friðarsamningar.
Þú ert fullharður gegn Pútín.
Sumt af þessu sem þú fullyrðir um hann finnst mér ekki svo víst.
Í fyrsta lagi er það þessi fullyrðing um að hann haldi áfram, sem maður les svo víða og heyrir svo víða.
Hann hefur að minnsta kosti haldið áfram að herja á Úkraínu en ekki önnur lönd í bili.
Hann hefur ekki hörfað eins og hræddur rakki frá Úkraínu. Tjetsjeníusagan er líka á þá leið, hann nær þeirri bráð sem hann ætlar sér.
Þetta er það sem við vitum um Pútín. Hann ætlar sér að sigra og hefur nóg af vopnum.
Allar fullyrðingar um að hann ætli sér heimsyfirráð eins og Hitler eru vafasamar.
Ef menn skoða það sem Pútín hefur sagt þá er það að endurreisa Sovétríkin, ekki að ná heimsyfirráðum.
Það er að vísu þannig með Finnland eða Svíþjóð, og aðrar Natóþjóðir, að Pútín hefur sagt að EF HONUM er ógnað muni hann svara, jafnvel með kjarnorkuvopnum. Það gerir engin þjóð með viti að beita kjarnorkuvopnum þegar til eru vægari vopn, jafnvel efnavopn og sýklavopn. Þau eru til af mörgum tegundum. Kjarnorkan berst um alla jörðina og drepur, jafnvel eftir litlar sprengjur, og situr í landinu mannsöldrum saman og gerir það óbyggilegt! Þess vegna hef ég verið á þeirri skoðun lengi að það eigi að banna kjarnorku miklu frekar en efnavopn og sýklavopn. Ég kynntist nokkrum herstöðvarandstæðingum fyrir nokkrum árum og var alveg sammála þeim, en lítið heyrist í þeim eftir að VG skrapp saman í mýflugumynd eftir þetta ofurfemíníska samstarf þeirra.
Það er ekkert sniðugt að vera með hræðsluáróður um Pútín.
Svo ég vitni bara í annan bloggara sem ég held að margir meti mikils. Hann sagði að Bandaríkjamenn hefðu fyrstir beitt kjarnorku og það er rétt. Glæpurinn gegn Japönum var glæpur gegn mannkyni.
Hingað til eru ekki vitað til þess að Rússar hafi notað "óhreinar" sprengjur (með geislavirkum úrgangi) en það er vitað til þess að Úkraínumenn hafi gert það.
Fólk sem hefur hlustað á Útvarp Sögu hefur heyrt Hauk Hauksson og fleiri fjalla um þetta. Jafnvel er talið að Úkraínumenn hafi beitt efnavopnum eða sýklavopnum á Rússa. Fréttir bárust um lík Rússa sem voru "skaðbrennd", ekki hægt að þekkja þau, andlitin sviðin og holdið morkið. Þetta eru djöflar í mannsmynd þessir demókratar á bak við Úkraínustjórn.
Hvað segir það okkur um Pútín að hann hefur ekki fyllzt af örvæntingu og notað gereyðingarvopn eins og kjarnorkuvopn hingað til?
Jú, hann hefur ekki misst skynsemina enn. Hann hefur úr svo mörgu að velja í sínu vopnabúri og svo margar þjóðir sem kannski fara inní þetta með honum, eins og Kínverjar, sem vilja nú í skugga WW3 yfirtaka Taiwan býst ég við.
Vesturlönd eru löngu, löngu fallin, dauð og ónýt. Þau féllu fyrir femínisma og glóbalisma. Það eru örfáir einstaklingar, ofurríkir sem stjórna Vesturlöndum. Það eru verstu glæpamennirnir.
Ólígarkarnir í Rússlandi eru að reyna að leika þann leik. Kannski einhverjir með lappirnar í Elítuklúbbnum.
Það þarf að róa þetta niður.
Landsvæði sem tapast í svona styrjöld til Rússa þarf ekki að vera að eilífu glatað. Reynið að hætta að láta óttann stjórna ykkur. Það eru miklu fleiri ógnir að Vesturlöndum en Rússar!
Auk þess, hvað ef Trump getur samið um að Rússar fái aðgang að vestrænu samstarfi og mörkuðum í þessum komandi friðarsamningum? Gæti ekki verið að Pútín láti eftir landsvæði?
Þetta er óljóst enn.
Ingólfur Sigurðsson, 19.11.2024 kl. 19:21
Pútin varð forseti Rússlands um aldamótin 2000. Árið 2003 hélt Otto von Habsburg, fyrrv. arftaki austurríska keisaradæmisins, ræðu þar sem hann lýsti Pútin sem stórhættulegum manni og varaði eindregið við honum. Forsagan þess var sú að hann var staddur í Dresden haustið 1989 þegar Múrinn féll. Hitti hann þá af tilviljun fanga KGB sem nýlega höfðu verið látnir lausir og spjallaði hann við þá. Lýstu þeir Rússunum sem gættu þeirra. "Þar var einn sem skar sig úr fyrir hrottaskap, hann hét Pútin". Hann fór svo að kynna sér Pútin og framabraut hans sem byggðist ekki síst á því að klaga og troða á öðrum.
Otto von Habsburg var 91 árs gamall þegar hann hélt þessa ræðu og tók enginn mark á honum. Über Putin: Wie Otto von Habsburg ihn einschätzte (2003 und 2005)
Hördur Thormar (IP-tala skráð) 19.11.2024 kl. 19:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning