18.11.2024 | 15:57
Er Morgunblaðið að hæða Bjarna Ben??
Þegar Bjarni Ben, orðinn þáverandi utanríkisráðherra, eftir að hafa hrökklast úr embætti fjármálaráðherra vegna pabba síns, ákvað að skipa aðstoðarmann sinn, Svanhildi Hólm, sendiherra í Washington, líklegast mikilvægastu sendiherrastöðu þjóðarinnar, þá pistlaði ég um þá augljósu stjórnsýsluspillingu sem að baki bjó.
Svona til að hæða Bjarna og setja hlutina í alþjóðlegt samhengi, þá benti ég á hið augljósa, að þegar Svanhildur léti sjá sig innan um diplómata Washingtonborgar, þá yrði aðeins bent á hana, og sagt, þarna er sú sem fékk embættið út á að sofa hjá yfirmanni sínum.
Enn til að vera sanngjarn gagnvart Loga, og þó aðallega köttunum sem þau hjónin hafa fóstrað með mesta sóma, þá benti ég líka á þann möguleik að um kúgun væri að ræða, það er að hendi Svanhildar og Bjarni greyið væri fórnarlambið.
En auðvita vissi ég að þarna væri bara dæmigerð íslensk stjórnsýsluspilling.
En ég setti þá spillingu í samhengi við hið fallandi fylgi Sjálfstæðisflokksins, án þess að ég sæi fyrir það Hari Kari flokksforystunnar að slátra hægri armi flokksins á kjördæmaþingum, og spurði, af hverju kunna menn sér ekki hóf þegar forsenda valdanna, traust og trúverðugleiki flokksins er undir??
Því það þurfti mjög heimskan mann til að réttlæta þessa skipun.
Og já, ókei, flokkstryggan, eins og Björn frænda.
En fáa aðra.
Löngu gleymt því afglöp forystu Bjarna síðustu misseri hafa tekið yfir, þannig að vanvirðingin gagnvart heilbrigðri skynsemi eins og skipan Svanhildar var, var aukaatriði miðað við að breyta þessum gamla íhaldsflokki, flokki sem stóð vörð um sjálfstæði þjóðarinnar, í hægri krata flokk, á pari við hægri krata Samfylkingarinnar sem Kristrún Frostadóttir leiðir þessa dagana.
Þá kemur Mogginn og rifjar upp þessi löngu gleymdu afglöp Bjarna, vitnar í einhverja nefnd, sem Bjarni skipaði, og sú nefnd, sem var uppnefnd Hæfnisnefnd, hefði komist að þeirri niðurstöðu að Svanhildur Hólm væri hæf til að gegna embætti sendiherra Íslands í Bandaríkjunum.
Það fylgdi reyndar ekki sögunni hvort nefndin hefði spurt Svanhildi hvort hún hefði sofið hjá Bjarna, og ef svarið hefði verið já, að þá skyldi nefndin skipun hennar.
Því það er það eina sem réttlætir þessa "sammálun" hinnar meintu hæfnisnefndar.
Ég ætla ekki að velta mér uppúr því hvaða einstaklingar þetta eru sem skipa þessa meintu hæfnisnefnd, og hví þeir lítillækka sjálfa sig með því að segja að eftir viðtal við Svanhildi hafi þeir komist að því að hún væri hæf.
Eins og einhver efist um hæfni og getu Svandísar Hólm til að gegna þessu embætti sem og öðrum í íslenska stjórnkerfinu.
Því málið snýst ekki um það, heldur hvort aðstoðarmenn ráðherra, sem allir og einn eru ráðnir á forsendum flokkstryggðar og fyrri starfa fyrir flokkinn, geti orðið allt sem viðkomandi ráðherra hefur vald til að skipa.
Að það gildi ekki lög um stjórnsýslu eða um þær reglur sem gilda þegar einstaklingur fær störf innan hennar.
Ég vorkenni aðeins þessu fólki sem Mogginn er að hæðast að í dag.
Vona bara þeirra vegna að þau hafi fengið áhættubónus vegna hugsanlegrar háðungar seinna meir.
En af hverju er Mogginn að taka Bjarna svona fyrir??
Fyrst var hann spurður um einhvern Hamas liða sem dómsmálaráðherra og hennar lið bauð velkominn til landsins, eins og Bjarni gæti haft nokkra hugmynd um hvað óútfylltur tékki á fjölskyldusameiningu Hamas liða á Íslandi þýddi.
Og svo núna þetta.
Hæfnisnefndin sem hann skipaði var mjög sammála um það að það sem hann skipaði væri hæft, alveg eins og hún.
Ha, ha.
Svo hlæja menn bara að Bjarna.
Og það er eins og þeim hlátri sé stjórnað úr Hádegismóum.
Eins og þar sé ekki grátið þó Samfylkingarkratarnir sem yfirtóku flokkinn með slátrun íhaldsmanna á framboðslistum flokksins, upplifi sögulegan ósigur.
Að Samfylkingarkratarnir séu nær 10% í skoðanakönnunum en 20%.
Fátt annað getur skýrt þessa atlögu Morgunblaðsins.
Kveðja að austan.
Voru sammála um hæfi Svanhildar Hólm | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.11.): 1030
- Sl. sólarhring: 1446
- Sl. viku: 7197
- Frá upphafi: 1396857
Annað
- Innlit í dag: 912
- Innlit sl. viku: 6088
- Gestir í dag: 857
- IP-tölur í dag: 820
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning