Þórdís Kolbrún tekin í kennslu á degi íslenskrar tungu.

 

Tilefnið er auglýsing Sjálfstæðisflokksins, samin af fólki sem veit ekki hvernig börnin verða til, og kann því ekki lengur að tala íslensku, hvorki rétta eða ranga, því kynlaus íslenska er ekki íslenska, ekki frekar en jarm í kindum, þó óþarfi hafi verið hjá Sigmundi að láta jarmið fylgja með rökstuðningi sínum.

Það er vissulega töluð kynlaus mál í heiminum, en þau eru jaðarmál, tilheyra ekki stóru málaflokkunum eins og til dæmis íslenska sem er indó-evrópskt mál.

 

Hins vegar geta verið rökréttar skýringar á því að bjóða öll velkomin í Valhöll, núna þegar hægrikratarnir sem slátruðu hægrimönnum á kjördæmisþingum flokksins, sjá að þeir hafa fælt yfir helming af kjarnakjósendum flokksins yfir til annarra flokka.

Kannski fá dýr kosningarétt mjög fljótlega, það er stutt frá því að vita ekki hvernig börnin verða til, til þess að gæludýr og húsdýr fái slíkan rétt, því ef þú ert á annað borð búinn að segja skilið við alla heilbrigða skynsemi, þá er fá vitleysan sem þér getur ekki dottið í hug, og barist fyrir.

Hugmyndin er þá að venja dýrin strax við með því að bjóða þau velkomin í Valhöll, þau myndu þá setja loppu eða gogg á X-D í kjörklefanum.

 

Hlálegast við þessa kynlausu auglýsingu Sjálfstæðisflokksins og síðan vörn Þórdísar Kolbrúnar, sem má lesa um í viðtengdri frétt, er brandarinn þegar Brynjar Níelsson lét Unga Sjálfstæðismenn taka mynd af sér með skilti sem á stóð; Burt með Woke kjaftæðið eða eitthvað álíka.

Hverja eru menn eins og Brynjar, sem láta allt yfir sig ganga af höndum Samfylkingarkratanna, að blekkja með slíkum gjörningi??

 

Íhaldsmenn, sem geta ekki hugsað sig að kjósa Samfylkingarkratana, eða sig sjálfan.

Eða er þetta réttlæting hans að lifa með því að þurfa lúta boðvaldi liðs sem talar ekki einu sinni lengur íslenska tungu.

 

Sjálfstæðisflokkurinn er kominn í kviksyndi pólitísks rétttrúnaðar.

Eina stefnumál Sjálfstæðisflokksins fyrir næsta kjörtímabil, stefnumál sem er ekki innantóm loforð, er að koma íslensku þjóðinni í hjáleigusamband við Brussel með samþykkt bókun 35.

Með öðrum orðum, skýlaust brot á stjórnarskránni er eina stefnumál flokksins.

 

Svo blása menn bara í lúðra eins og Brynjar Níelsson og trúa því að einhver trúi þeim lúðrablæstri.

Kannski einhverjir en ég efa stórlega að væntanleg dýr með kosningarétt geri það.

Því dýr eru nefnilega skynsöm, vita sínu viti eins og sagt er.

 

Það sama verður ekki sagt um þær sem eiga að erfa landið í Sjálfstæðisflokknum.

Fylgi flokksins segir allt þar um.

Kveðja að austan.


mbl.is Takast á um „woke-afbökun íslenskunnar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar

Bara ein stutt athugasemd: Bókun 35 var samþykkt 1994 á Alþingi og hefur verið óbreytt síðan. Þetta öll velkomim er meinlaust. En þegar afið er að búa til orð á borð við lögreglufólk o.s.frv. fer vitleysan í nýjar hæðir. Á eftir fylgir gjarna "þau" um eintöluorðið fólk.

Ég skrifaði Velvakanda um daginn og sagði þar: Vilja Samfylking og Viðreisn útrýma afa og ömmu?


"Þær Hanna Katrín Friðriksson, Viðreisn og Dagbjört Hákonardóttir , Samfylkingu voru meðal flutningsmanna að frumvarpi til laga um breytingu á ýmsum lögum til að bæta stöðu kynsegin fólks auk nokkurra þingmanna sem eru í furðuflokki sem kennir sig réttilega við ræningja. Í stað orðanna „föður- eða móðurnöfn“ eigi að koma foreldrisnöfn. Og í stað orðanna afa [og ömmu] foreldri foreldris síns. Þetta er bara hluti þessa furðufrumvarps þeirra Hönnu Katrínar og Dagbjartar. Breytingarnar munu ætlaðar til að bæta stöðu kvárog stálp í samfélaginu.
Hvernig útrýming orðanna mamma og pabbi eða afi og amma úr lagamáli og í framhaldinu úr talmáli getur bætt stöðu eins eða neins skal ósagt látið. Hvernig eiga börnin eftirleiðis að ávarpa afa sinn og ömmu til að móðga ekki neinn? „Foreldri foreldris míns má ég fá ís“? Rétt eins og samkynhneigt fólk hefur réttilega talið sig fullgilda pabba og mömmur og afa og ömmur, þá geta kvár og stálp bara vel við þessi orð unað. Ef ekki, nú þá það. Höldum ótrauð í íslenskuna og orðin mamma og pabbi og afi og amma, bæði í lögum og talmáli."

Dagbjört er á leið á þing nýjustu vendingar.

EINAR S HÁLFDÁNARSON (IP-tala skráð) 17.11.2024 kl. 19:20

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Amen úr efra Ómar.

Með kveðju í neðra.

ps. veistu nokkuð hvort þessi Einar er að tala íslensku?

Magnús Sigurðsson, 17.11.2024 kl. 21:21

3 identicon

Sæll Ómar.

Ég er nú kominn vel við aldur og kannast við það úr æsku að eðlilegt hafi verið að segja: "komið þið öll velkomin" ef gestir voru af báðum kynjum. Mér finnst því þessar athugasemdir ykkar bera helst til mikinn keim af þvermóðsku.

En þar sem þessi kynjaumræða er nú í fullum gangi og mikið hitamál þá myndi ég nú, við sömu aðstæður, hiklaust bjóða alla velkomna til þess að leggja áherslu á þá skoðun mína að konur megi ávarpa í karlkyni af því að þær séu líka menn. En kannski er það líka þvermóðska.

Hördur Thormar (IP-tala skráð) 17.11.2024 kl. 23:30

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Einar.

Ég les úr athugasemd þinni til Velvakanda að þú ert ekki alveg á hinni nýju línu stelpnanna í Sjálfstæðisflokknum, vilt sem sagt áfram nota íslenskuna sem tungumál þjóðarinnar.

Eins vil ég nota tækifærið og þakka þér fyrir nýlega grein sem þú skrifaðir í Morgunblaðið, mér finnst alltaf hressandi að sjá að ennþá eru til sjálfstæðismenn sem ekki eru með hérahjarta og hafa því kjark til að mæta glæpaklíkunni sem tröllríður íslenskri þjóðmálaumræðu, tekur bæði menn og flokka fyrir í þeim eina tilgangi að "taka niður" líkt og sagt var hér á árum áður.

En þetta með bókun 35 hefðir þú  líka átt að skrifa um í Velvakanda, þá hefði Davíð kannski lesið þessi sjónarmið þín. Frá honum hef ég mína þekkingu, hann þekkir bæði tilurð EES samningsins sem og hvernig umræðan um hann hefur þróast.

Ég tel hygg hins vegar að Davíð hafi réttar fyrir sér en þú, byggi það í fyrsta lagi á því að ef hún hefði verið samþykkt strax 1994, þá væri samþykkt hennar ekki eina þingmál verðandi formanns Sjálfstæðisflokksins og í öðru lagi að Vigdís hefði aldrei hleypt þessari bókun í gegn 1994, hún tók nefnilega það alvarlega að hlutverk forseta væri að standa vörð um stjórnarskrána.

Af hverju heldur þú Einar að peningarnir hefðu látið kjósa sinn fulltrúa á Bessastaði??

Ég bara spyr.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 18.11.2024 kl. 07:51

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Magnús.

Já ég held það þó honum renni blóð til skyldu.  Vel mæltur og skrifandi á íslenska tungu eftir því sem ég best veit.

En ég tek eftir því Magnús að þú hefur kveikt á hvaða setning í málflutningi Sigmundar varð kveikjan af efni þessa pistils, þó fleira hafi fylgt með.

Maður sleppur ekki svona tækifæri óhlæjandi.

Kveðja úr froststillunni í neðra, eftir erfiða stund við að fjarlægja snjó af bæði frúarbílnum sem og tröppum og gangstíg.

Ómar Geirsson, 18.11.2024 kl. 07:55

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Hörður.

Ég er nú líka það grár í vöngum að hafa notað ávarpið; Verið öll velkomin, og það á þessari öld, og myndi örugglega halda því áfram fram eftir þessari ef aldur og heilsa gæfi færi á.

En hins vegar er það þvermóðska í þér að koma með þennan flöt á umræðuna, það er ólíkt saman að jafna þegar þú ert að ávarpa hóp af fólki þar sem bæði kynin eru, eða þú ert að nota hið almenna ávarp; Allir velkomnir.  Þar er kynhlutleysi ekki í boði.  Ef þú vilt hins vegar vera kurteis gagnvart fólkinu sem veit ekki hvernig börnin verða til, þá getur þú sagt; Allt fólk velkomið, en það er bara önnur saga og er ekki fjallað um í þessum pistli mínum.

Hins vegar er það engin þvermóðska að ávarpa konur með karlkyni, því orðið menn er í karlkyni en það er ekkert sjálfgefið í germönskum tungumálum ef marka má grein eina þar um sem ég las fyrr á þessu ári. Þú hefur örugglega kosið Vigdísi forseta á sínum tíma, og hún kvað þessa bábilju minnimáttarkenndar femínismann í kútinn í eitt skipti fyrir allt.

"Ég er maður" sagði Vigdís, "konur eru menn".

Það má hins vegar spyrja hvað er að vitsmunum fólks sem þarf að segja svona augljósan hlut.

En það er ekki okkar vandamál Hörður.

Við höldum bara áfram að vera gamlir og gráir.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 18.11.2024 kl. 08:06

7 identicon

Einar það er ekkert að því að nota verið öll velkomin. Eða hjartanlega velkomin.

En þegar öll er notað á þennan hátt ,,öll velkomin" í þeirri merkingu sem Vg, Sjálfstæðisflokkur og Öryrkjabandalagið ásamt fleirum reynir er að gera en orðanotkunin vitlaus. Auðvitað kannast allir við að hafa nota verið velkomin. Hér á við um dýr og börn þegar slíkt er sagt. Því fleiri sem gera athugasemdir við svona málfar því betra. Hér er lítil dæmisaga af hvernig fer ef við spyrnum ekki við fótum, Fæðandi persóna á stofu 7

Venjulega spyr ég, öll hver, öll dýrin, öll börnin, öll einstaklingarnir, öll þátttakendurnir, öll félagsmenn o.s.frv. Þetta má ekki ná fótfestu.

Helga Dögg Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 18.11.2024 kl. 08:22

8 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sæll Ómar. 

Ekki ætla ég að blanda mér í umræðuna um kynja-mál. Þætti þó verra ef ég þyrfti að breyta skráningu minni í símaskrá úr "afi" yfir í "foreldri foreldris". 

Hitt vil ég benda á, enda vel minnugur umræðunni um ees samningsins á sínum tíma og hvernig tókst að keyra hann gegnum þingið með minnst mögulega meirihluta atkvæða þar, að bókun 35 var ekki samþyķt á þeim tíma, þó Einar haldi því fram her að ofan. 

Ástæðan var einföld, þessi bókun gekk nær stjórnarskránni en svo að mögulegt væri að samþykkja hana. Því var eina leiðin til að ná samþykkt þingsins að halda henni utan hans, eða öllu fremur að sleppa því vitandi vits að samþykkja hana. Síðan þá hefur ekki orðið nein slík breyting á stjórnarskránni að samþykkt þeirrar bókunar gæti samrýmst henni, þó óheiðarleg tilraun svokallaðrar einu vinstristjórnar hafi gert tilraun til slíkrar breytingar. 

Svo er hitt, að kannski gæti fyrrnefndur Einar upplýst okkur hin fáfróðu um hver ástæða þeirrar miklu áherslu ráðherrans með langa nafnið, ÞKRG, fyrir því að Alþingi samþykki þessa bókun nú, 30 árum eftir samþykkt ees samningsins.

Gunnar Heiðarsson, 18.11.2024 kl. 09:02

9 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sæll aftur Ómar.

Sá, eftir að hafa sent fyrri athugasemd, að eitthvað stafarugl varð hjá mér. Er í bölvuðu basli með þumalputtaskrift á örsmáu lyklaborði símans. Vona að þú takir efnið umfram framsetninguna.

Kveðja af Skaganum

Gunnar Heiðarsson, 18.11.2024 kl. 09:17

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir þetta Gunnar, það er fátt fegurra í mínum huga en að skrá starfsheiti sitt sem AFI í símaskránni, gæti alveg hugsað að nágranni minn uppi á Héraði myndi gera eitthvað svipað þegar hann hættir að steypa.  Allavega á hann mörg yljandi skrifin um þá breytingu á lífi okkar miðaldra, að lítil hönd taki í hönd okkar karlanna og segir; Afi.  Persónulega á ég fáa aðra draumana í lífinu en að fá að upplifa það orð þó ég sé ekki farinn að senda strákunum mínum linka á stefnumótasíður.

Já ég held að Einar fari ekki rétt með í þessu máli þó hann sé oft með kjarnann í mörgum málum.

Og mér þætti gaman að sjá hann reyna að útskýra fyrir Davíð að hann hefði samþykkt skýlaust brot á stjórnarskránni á sínum tíma.

En það er ekki mitt mál, ég stend við mínar fullyrðingar á meðan ég veit ekki betur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 18.11.2024 kl. 09:17

11 Smámynd: Ómar Geirsson

Heyrðu Gunnar, ég tók ekki eftir baslinu heldur aðeins innihaldinu.

Mér fannst það gott.

Aftur með kveðju að austan.

Ómar Geirsson, 18.11.2024 kl. 09:18

12 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið Helga Dögg.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 18.11.2024 kl. 09:19

13 Smámynd: Júlíus Valsson

Þvermóðskan bjargar okkur frá vók ruglinu. Allir vita það. 

Júlíus Valsson, 18.11.2024 kl. 14:10

14 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Júlíus.

Það þarf kannski fleira til eins og til dæmis heilbrigða skynsemi.

Sem og kjark til að mæta glóbalauðnum og innlendum snötum þeirra.

Sem og það þarf að trúa og treysta.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 18.11.2024 kl. 15:18

Bæta við athugasemd

Hver er summan af átta og ellefu?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 9
  • Sl. sólarhring: 35
  • Sl. viku: 2649
  • Frá upphafi: 1412707

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 2313
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband