16.11.2024 | 12:32
Rétt ákvörðun á röngum forsendum.
Þórður Snær átti ekkert erindi á þing.
Hann átti ekki einu sinni að vera á framboðslista.
Ekki vegna þess sem hann sagði fyrir tæpum 20 árum síðan, þó þar hafi flest mörk velsæmis hafi verið brotin, heldur vegna aðildar sinnar að eiturbyrlunarmálinu þar sem borgara þessa lands var byrlað ólyfjan sem næstu kostaði hann lífið.
Aðild að þeim glæp var þekkt þegar honum var boðið sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Og hvað sem fólk segir þá eru skítug orð aldrei eins alvarleg og tilraun til manndráps, þar sem tilviljunin ein kom í veg fyrir að manndrápstilraunin varð að morði.
Það er engin afsökun á alvarleik málsins að segja að Þórður Snær sé saklaus að aðild sinni því lögreglan á Norðurlandi Eystra treysti sér ekki til að ákæra gerendur því þeir bentu hver á annan.
Það vekur aðeins upp spurningar um ágalla ákæruvaldsins hvort það virkilega sleppi gerendum alvarlegra glæpa ef þeir eru fleiri en einn og benda á hvern annan.
Slíkt er eiginlega fáheyrð heimska og vekur aðeins upp spurningar um annarlega hagsmuni.
Annarlega hagsmuni eða óttann við glæpaklíkuna sem tröllríður fjölmiðlaheimi þjóðarinnar og stýrir Blaðamannafélagi Íslands.
Sú ákvörðun að hafa Þórð á lista og sá stuðningur sem hann hlaut á fyrstu stigum orðskítamálsins bendir aðeins til alvarlegs siðferðisbrest innan æðstu raða Samfylkingarinnar.
Sem og að það er eitthvað mikið garúgt í samfélagi okkar að flokkurinn skuli hafa komist upp með þetta.
Eða að glæpaklíkan skuli ganga hér laus og stjórna hér allri umræðu með óttann og hótunum að vopni.
En fullorðið fólk veit, þó það sé kannski deyjandi hópur í samfélagsumræðunni, að það er grundvallar munur á skítugu orði og morðtilraun.
Það veit einnig að sumt má einfaldlega ekki, eða líkt og einn gamall og góður sagði; Svona gerir maður ekki.
Síðasta dæmið um slíkt er að það skuli vera frétt hvað sonur einhvers embættismanns sagði þegar hann var að slá um sig í hleruðu einkasamtali.
Það skiptir engu máli hvaðan skíturinn kemur sagði formaður Blaðamannafélags Íslands í fáheyrðu viðtali á Rúv.
En það skiptir jú öllu máli, það skiptir máli í siðuðu samfélagi að siður sé virtur og það skiptir máli að ríkisfjölmiðill okkar sé ekki að búa til fréttir úr engu.
Að hann geri greinarmun á staðreyndum og slúðri.
Því ef menn gera það ekki þá er þjóðmálaumræðan undirlögð af hinu lægsta af hinu lægsta.
Þar sem meðal annars morðtilraunir þykja sjálfsagðar við fréttaflutning.
Og allt er frétt því ólíkt staðreyndum, sem eru, þá geta orð sagt allt, því þau þurfa ekki að taka nein mið af raunveruleikanum.
Þetta er ekki samfélag sem við viljum, en höfum í dag.
Þess vegna eigum við að fordæma Samfylkinguna og forystufólk hennar fyrir að hafa ekki látið Þórð fara á réttum forsendum.
Og við eigum að fordæma hana fyrir að hún skuli ekki gera greinarmun á orði eða morði.
Því ef við gerum það ekki, þá erum við nefnilega litlu skárri.
Í raun sammála því að það megi allt ef þú græðir, það megi allt ef þú nærð höggi.
Verðum svo hissa eins og Þórður Snær þegar hann varð sjálfur fórnarlamb sinna eigin meðala.
Tilheyrum ekki lengur siðmenningunni heldur Heimi Dýrsins.
Það er ljótur heimur.
Kveðja að austan.
Þórður mun ekki taka þingsæti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 9
- Sl. sólarhring: 35
- Sl. viku: 2649
- Frá upphafi: 1412707
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 2313
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Ómar.
Góður og sannur pistill hjá þér eins og alltaf.
Þórður Snær ræfils tuskan hefur greinilega ekki þroskast nóg til að átta sig á því að sá sem stendur í aur og skítkasti á aðra getur hæglega átt von á því sama til baka eða eins og þú orðar það svo vel "sinna eigin meðala" og Kristrún greyið situr síðan uppi með Svarta Pétur jafnvel tvo.
Jón Ingi Kristjánsson (IP-tala skráð) 17.11.2024 kl. 01:07
Góðan og blessaðan Ómar, -nú tírir og ríkir svokölluð Þórðargleði og vildu margir þá metoo-myllu kveðið hafa.
Meir að segja Palli einn bestur á blogginu datt um þá slaufu, -og gleymdi Steingrími um stund.
Meðan minnsti grunur leikur á? -sekur þá? - Annars bara góður.
Kveðja úr skýmunni efra í tíruna í neðra
Magnús Sigurðsson, 17.11.2024 kl. 05:42
Thorbjørn Egner setti fram þá heimsspeki að: Öll dýrin í skóginum ættu að vera vinir!
Refurinn lærir hins vegar seint þessa speki, því fari hann eftir þessu, étur hann ekki nægju sína.
Og nú þegar ætt refsins er orðin alsráðandi hér á landi, éta þeir hver annan.
Guðmundur Örn Ragnarsson, 17.11.2024 kl. 09:19
Flott færsla Ómar. Sammála hverju einasta orði. Kveðja að sunnan
Jón Magnússon, 17.11.2024 kl. 10:44
Blessaður Jón Ingi.
Takk fyrir það.
Ég er sammála þér að núna situr Kristrún upp með jafnvel tvo Svarta-Pétra, framboð Dags var bein aðför gömlu klíkunnar í kringum Jóhönnu að hinni Nýju Samfylkingu sem Kristrún boðaði og sagðist standa fyrir.
Þá hófst varnarbarátta Kristrúnar með tilheyrandi skaða á trúverðugleik hennar, hvernig er hægt að boða nýja tíma með einn versta fulltrúa þess gamla í farþegasætinu, tilbúinn til að stökkva á stýrið og breyta um stefnu, bara hótunin um slíkt segir einfaldlega að Kristrún sé ekki sá óskoraði leiðtogi eins og gefið var í skyn þegar hin Nýja Samfylking var kynnt.
Mér fannst þetta dálítið leiðinlegt því þó ég hafi algjöra skömm á Samfylkingunni og VG eftir svik flokkanna við almenning eftir bankahrunið 2008, þá þurfti þjóðin samt á því að halda að skynsamt fólk stýrði Samfylkingunni, sem hefur ekki verið frá því að Ingibjörg Sólrún var þar í brúnni.
Að kjósa til vinstri í rúman áratug hefur verið bein ávísun á stórslys fyrir almenning og þjóð, á köflum eins og það hafi ekki verið heilabú í þingmönnum Samfylkingarinnar eða Pírata.
Mín skoðun vissulega, ætla engum öðrum að hafa hana.
En Kristrún er allavega vængstýfð með þessa tvo á lista, Þórð og Dag.
Svo ekki sé meira sagt.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 17.11.2024 kl. 18:19
Blessaður Magnús.
Það er nú bara þannig að ef menn telja sig þurfa að höggva, þá grípa menn það sem hendi er næst, fáir haldnir þeirri sérvisku að hrópa eins og ég í þessum pistli, að ekki sé rétt áhald notað.
Þórðargleði segir þú, mér sýnist að þarna hafi fyrrum samherjar Þórðar í að höggva mann og annan, snúist gegn honum vegna þess að Spursmál náði að sprauta á hann rauðum lit eins og stundum var gert við múkkana í den af þeim sem þjáðust af meinfýsni. Það dugði fyrir þá sem höfðu lent í honum að horfa á og glotta á meðan bylting rétttrúnaðarins át börnin sín.
En varðandi þessa setningu þína; "Meðan minnsti grunur leikur á? -sekur þá?", þá leikur enginn grunur á sekt. Það er hins vegar réttarveila, sem að mínum dómi skýrist af annarlegum hagsmunum, að þegar þú ert með glæp, og hóp glæpamanna sem frömdu glæpinn, að ef ekki sé hægt að sanna hver gerði hvað, að þar með séu allir sýkn. Og sá sem fyrir glæpnum verður nýtur einskis réttlætis.
Viðbrögð Þórðar sönnuðu sekt hans svo enginn vafi leikur á, annað er aukaatriði þess máls hvort hann átti að taka sæti á framboðslista fyrir komandi alþingiskosningar.
Þeir sem sjá ekkert athugavert við það, sjá þá heldur ekki neitt athugavert við að einhver glæpaklíka geri atlögu að lífi þeirra og limum, eða að fjölskyldu þeirra, vinum, nágranna eða náunga.
Skilja ekki lengur forsendur siðaðs samfélags.
Þess vegna ítreka ég; ég græt ekki brotthvarf Þórðar, en ég græt forsendur þess.
Síðan tíðkaðist það ekki í minni heimasveit að vega menn með því að reka rýting í bak þeirra. Ungur las ég grein Bjarna Þórðar, hins merka ritstjóra Austurlands, þar um, var sammála henni þá, og er sammála henni í dag.
Það er samt ekki aðalatriði þessa máls.
Kveðja úr frostblíðunni í neðra.
Ómar Geirsson, 17.11.2024 kl. 18:43
Blessaður Guðmundur Örn.
Þetta var alltaf veikleiki heimspeki Dýranna í Hálsskógi, það er erfitt að lifa af ef ekkert er étið. Át er jú forsenda lífs, og tilgangur þess að geta af sér líf.
En Rebbi gamli slæst um óðul ef skortur verður á þeim, siður er hugsaður til að temja Rebba og hans líka, skortur á honum er sú óöld að enginn er óhultur, og viljum við þann heim??
Greinilega því ég upplifi mig í þessu eins og mörgu öðru, dálítið sér á báti.
En það verður að gera fleira en gott þykir eins og maðurinn sagði.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 17.11.2024 kl. 18:49
Blessaður Jón og takk fyrir það.
Ég vona að sem flestir sem lesa þessi skrif mín skilji, að sumt má einfaldlega ekki, sama hvað þú þráir að koma höggi á andstæðinga þína.
Og atlagan að Páli skipstjóra er eitt af því.
Svo ráða menn hins vegar viðhorfum sínum til eldri skrifa fólks, eiga þau að fylgja mönnum alla ævi, er slaufun eina svarið við mannlegum breyskleik??
Ég veit það ekki, ég er bara ekki í þeirri deild að velta mér uppúr því, en ég viðurkenni það fúslega að þetta mál er erfitt fyrir alla viðkomandi, og er alltaf erfitt þegar svona nokkuð kemur uppúr djúpinu, sama hver á í hlut.
Ég hallast samt að visku Meistarans frá Nasaret sem benti fólki á afleiðingar þess að stunda grjótkast úr glerhúsum, en það er eins og það er, menn geta verið ósammála um það eins og allt annað.
En "öll" geta það aldrei.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 17.11.2024 kl. 19:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning