15.11.2024 | 07:29
Orkustefna Kristrúnar.
Er orkustefna Sjálfstæðisflokksins.
Það er orkustefnan sem Sjálfstæðisflokkurinn segist hafa fyrir hverjar kosningar, en gerir svo ekkert í.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið í stjórn frá 2013 og ber því beina ábyrgð á þeirri stöðnun sem ríkt hefur í bæði orkuöflun og endurnýjun flutningskerfisins á raforku.
Það er rétt hjá Kristrúnu að nútímasamfélag þarf raforku, atvinnuuppbygging okkar er á forsendum þess að nýta raforku.
Það er líka rétt hjá henni að stjórnmálastétt okkar hefur fest þessa lífæð nútímasamfélags í kviksyndi reglugerða þar sem hver einasti kverúlant getur tafið framgang mála út í hið óendanlega.
Og ólíkt sjálfstæðismönnum bendir Kristrún á lausnina;
Pólitíska leiðsögnin er sú að þegar búið er að afgreiða eitthvað í nýtingarflokki rammaáætlunar, það er búið að fara í gegnum þingið. Það þarf að tryggja að því sé fylgt eftir í leyfisveitingaferli sem er skilvirkt. Það sé haldið utan um að þetta taki ekki alltof langan tíma. Pólitíska leiðsögnin er fyrst og fremst að það séu búnir til ferlar, kerfi sem fólk treystir og að þeir séu kláraðir.
Þýtt á mannamál; kverúlantar fá ekki að tefja framkvæmdir sem einu sinni hafa verið ákveðnar.
Það fyndna er að bakland Samfylkingarinnar tengist mjög þessum kverúlöntum.
Málflutningur Samfylkingarinnar undanfarin 10 ár eru málflutningur þeirra.
Samfylkingin þrífst á flækjustigi reglugerða, að koma hlutum ekki í verk.
Þess vegna er orðræða Kristrún ferskur tónn.
Mætti fleiri úr stétt stjórnmálamanna hafa þennan kjark.
Að íslensk stjórnmál snúist um eitthvað annað en auglýsingar og kjaftavaðal.
Að málefni en ekki hönnuð upphlaup ráði umræðunni þessara mikilvægustu kosninga Íslandssögunnar.
En það þarf þá tvo til.
Stjórnmálamennina og þjóðina.
Þetta er nefnilega ekki allt stjórnmálamönnunum að kenna.
Kveðja að austan.
Vill auka orkuframleiðsluna um 25% á áratug | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 15
- Sl. sólarhring: 20
- Sl. viku: 2655
- Frá upphafi: 1412713
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 2318
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góðan daginn Ómar, -nú fer að kula í neðra jafnt sem efra.
Það er svo merkilegt með stjórnmálamenn dagsins í dag að þeir virðast algerlega hafa tekið sér til fyrirmyndar stjórnarhætti gamla Sovétsins sem hafði sinn 5, 10 og 15 ára áætlanabúskap.
Og ofan á það niðurnjörva þeir allt saman í þvílíkum höftum að varla er hægt að byggja hænsnakofa hvað þá halda hænur nema undir ströngu reglugerða eftirlit, nema þá að kofinn sé merktur CE, -en hænur hér á landi verða eftir sem áður gullhúðaðar.
Með kveðjur úr efra.
Magnús Sigurðsson, 15.11.2024 kl. 13:29
Blessaður Magnús, já hann er farinn að blása, vonandi samt storminn á undan logninu.
Var að lesa ágætan pistil Ingólfs, sá þar athugasemd þína.
Við hana má kannski bæta að eins taktlaust það er að sækja um aðild að ESB, líkt og að sækja um aðildina að Sovétríkjunum korteri fyrir hrun þeirra, þá erum við í raun kominn inní þetta regluverk dauðans.
Regluverk sem heldur öllu í heljargreipum sínum, kæfir nýsköpun og frumkvæði, er dragbítur á alla athafnasemi fólks.
Mín skoðun er að það lifir engin af köfnun sína, við þurfum því að koma okkur út úr þessu reglugerðarfargani áður en það er orðið of seint.
En kosningarnar snúast ekkert um það, snúast ekki um nein grundvallarmál, eða þá nöpru staðreynd að íslensk stjórnmál snúast að mestu um að tala, en ekki gera, þessi pistill tengist orkumálum, allir flokkar sammála um grænu orkuskiptin, en gera ekkert til þess að raungera þau.
Svo er aulagangurinn það mikill að það á að hægja á að klára steypubáknið við Hringbrautina, heykjast á lokametrunum svo að allir milljarðarnir sem settir hafa verið í báknið, liggja aðgerðalausir, fá ekki að vinna vinnuna sína.
En sífjárausturinn í atvinnugóðmennin sem þykjast vera að taka á móti flóttafólki, hann er botnlaus hít, þá vantar ekki peninga.
Eins og ég segi Magnús, ég þarf að fara að kaupa mér hatt.
Kveðja úr logninu sem hlær svo dátt þessa stundina í neðra.
Ómar Geirsson, 15.11.2024 kl. 13:42
Þú ert kominn með þetta alltsaman Ómar, -en það er svo merkilegt að það þorir engin að gangast fyrir því augljósa, -segja upp EES og ganga úr Scehngen.
Um þetta tvennt verður aldrei samið á Íslenskum forsemdum, því er einungis hægt að segja sig frá óskapnaðnum. Rétt eins og að maður drukknar ef maður nær ekki að draga andann og þrjóskast við að koma sér á þurrt.
Það er sorglega er að enginn flokkur þori að taka á grundvallarmálunum í dag, sennilega vegna þess að of stór hluti þjóðarinnar nærist á því sem er í froðunni og kemur til með að kjósa helferðina, -ganga í gapastokkinn.
Það gengur samt enn á með sólskini í efra.
Kveðja í hlæjandi lognið í neðra.
Magnús Sigurðsson, 15.11.2024 kl. 14:36
Já Magnús, það er bara svona.
Guðröður vert ætlar samt að hafa Tapas-veislu í kvöld, skellihlæjandi lognið mun vonandi ekki fá því breytt.
Neyðin vegna innanlandsófriðar og skorti á skipavið, þvingaði okkur til hjáleigusambands við Noreg, það tók tæp 900 ár að fá sjálfstæði okkar til baka.
Vísa í góða auglýsingu Sjálfstæðisflokksins þar um, sjálfstæðið skilaði stoltri þjóð sem vann sig frá fátækt til velmegunar.
Gálgahúmorinn er að eina þingmál Sjálfstæðisflokksins og vonarstjörnu hans er að lögformlega samþykkja nýtt hjáleigusamband við Bruessel, öllu strangara en Gamli sáttmálinn var á sínum tíma.
Það sem ég skil hins vegar ekki Magnús er hvernig Sjálfstætt fólk gengur í takt með þeirri stefnu sem mun ganga frá þjóð okkar dauðri.
En svona er þetta bara, Gurri er allavega ennþá sjálfstæður maður.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 15.11.2024 kl. 16:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning