14.11.2024 | 07:13
Stóra Þórðarmálið.
Það er ótrúlegt og þyngra en tárum tekur, að lesa um viðbrögð Samfylkingarinnar við skrifum Þórðar Snæs fyrir um tæpum 20 árum síðan.
Þarna fann hún eitthvað til að hneykslast og smjatta á, þarna er eitthvað sem á erindi í íslenska stjórnmálaumræðu í dag.
Bjánaskapur fortíðar, ekki grafalvarleiki nútíðar.
Eins og það skipti engu máli að á lista þess er maður sem er bendlaður við banatilræði á einum af borgurum þessa lands.
Má bara vega að lífi og limum náungans til að geta útbúið eina falsfrétt??
Blaðamennskan að baki er líka mjög sorgleg.
Gaspur gærdagsins en nýtt til að afvegaleiða umræðuna frá glæpum dagsins í dag.
Til að verða ekki samdauna svona vinnubrögðum þá vil ég ítreka orð mín í fyrri pistli mínum um Stóra Þórðarmálið, um það eina sem viðtal við Þórð Snæ Júlíusson á að snúast;
Í fyrsta lagi á að spyrja hann hvaða auðmaður hefur gert hann og fjölmiðla hans út í öll þess ár, það er hver á hann.
Í öðru lagi á Spursmál að spyrja hann einnar persónulegrar spurningar, og hún er; Þórður, hvernig getur þú lifað með sjálfum þér eftir að þú áttir þátt í banatilræði á einum af borgurum þessa lands?? Banatilræði þar sem aðeins tilviljunin ein kom í veg fyrir að yrði að morði.
Í þriðja lagi, hvaða hreðjatak hefur þú á Kristrúnu Frostadóttir svo hún kaus að eyðileggja trúverðugleik hinnar "Nýju" Samfylkingar með því að hafa þig á lista flokksins??
Þetta er ekki flókið.
Aðeins spurning um sið, hvað við líðum og hvað ekki.
Kveðja að austan.
Þórður má og á að skammast sín | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 16
- Sl. sólarhring: 21
- Sl. viku: 2656
- Frá upphafi: 1412714
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 2318
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Tek undir allt sem þú segir Ómar.
Það er með ólíkindum að þessi maður skuli vera í framboði.
Og reyna afsaka það að hann var bara 25 ára ungur maður.
Fyrirgefðu, þú ert orðin fullorðin 25 ára.
En svona er lýðræðið orðið á Íslandi. Enginn prófkjör og
fólki telft fram sem engin kaus.
Svo heldur fólk að við búum í lýðræðis ríki.
Það eru mörg ár síðan það var tekið af fólki og byrjaði
í svindl prófkjörum.
Sigurður Kristján Hjaltested, 14.11.2024 kl. 10:41
Blessaður Sigurður.
Ég er ekki maður fortíðarinnar, nema náttúrulega ég er langrækinn gagnvart ICEsave þjófunum, glotti því út í báðar kinnar þegar ég fylgist með framgöngu Svandísar við að eyða sínum svikaflokki.
Ég er ekki á neinn hátt að mæla svona eitraðri karlmenningu bót, hún virðist alltaf ganga aftur og aftur, og höfða til ungra karla sem eru meira fullir af karlhormónum en einhverju öðru.
En fólk fullorðnast, það er ef það fullorðnast, og það er það sem mér finnst skipta máli. Að það hafi hæfni og getu til að takast á við málefni samtímans, sé ekki geðleysingjar sem ekkert geta, sem ekkert segja, nema í mesta falli benda á aðra og hneykslast. Eins og megnið af þingmönnum hafa verið undanfarinn áratug eða svo.
Gerðir nútíðar, hvað þú hefur gert á undanförnum árum, hver er orðstír þinn, styrkur, hugmyndaauðgi, það er það sem ég tel forsenda þess kjörnir að fulltrúir séu starfi sínu vaxnir, hafi getu og hæfileika til að láta lýðræðið fúnkera, annars er hreinlega best að slúffa því og taka upp eitthvað annað stjórnkerfi, eða gefa eftir sjálfstæði sitt og lúta boðvaldi konungsins í Brussel.
Í því samhengi set ég þetta mál Þórðar, að mínum dómi er hann algjörlega vanhæfur til að gegna þingmennsku, en ekki vegna þessa máls, heldur vegna þess orðstírs sem hann hefur áunnið sér í blaðamennsku sinni, þar sem hann hefur gengið erinda auðs og auðmanna, málaliði eins og þeir gerast verstir.
Og eftir eiturbyrlunarmálið þá er hann algjörlega vanhæfur í öll opinber trúnaðarstörf, þar er hann sekari en syndin, og ég veit það vegna varnarviðbragða hans. Sá sem beitir þöggun, sá sem snýr út úr, hann veit uppá sig sök.
Það segir allt um innra siðferði Samfylkingarinnar að þar fannst fólki ekkert athugavert við að hafa Þórð á lista.
Slík er samdaununin með óhæfunni orðin í dag.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 14.11.2024 kl. 11:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning