13.11.2024 | 08:02
Það eru merkileg höggin
Þessa dagana hjá Spursmáli.
Til dæmis þegar Bjarna Ben var núið því um nasir að Hamas liðar hefðu sest að hér á Íslandi, merkilegt í ljósi þess að fréttaritstjórn Morgunblaðsins hefur leynt og ljóst stutt Hamas frá fyrsta degi voðaverka þeirra.
Kallar blaðið átökin á Gasa ekki hefndaraðgerðir Ísraelsmanna, eins og engir séu þar gíslarnir eða þúsundum eldflauga skotið þaðan yfir landamærin á Ísrael.
Af öllu því sem Spursmál gat slegið upp um stefnu Bjarna, og sérstaklega þá Ekki stefnu Bjarna, var þetta sem fékk mesta plássið í fyrirsögnum blaðsins.
Núna fáum við að vita að Þórður Snær hafi kalla konur lævísar, undirförlar tíkur, og í undirmálstexta að hann telji kynhvöt stjórna körlum, þess vegna séu þeir alltaf að fitla við sig til að hafa einhverja stjórn á sér.
Sagt á því herrans ári 2006 eða svo.
Og maður spyr sig; Hvað er eiginlega að fólki, hvaða erindi á þetta í stjórnmálaumræðu dagsins í dag?
Þórð Snæ Júlíusson á aðeins að spyrja um þrennt:
Í fyrsta lagi á að spyrja hann hvaða auðmaður hefur gert hann og fjölmiðla hans út í öll þess ár, það er hver á hann.
Í öðru lagi á Spursmál að spyrja hann einnar persónulegrar spurningar, og hún er; Þórður, hvernig getur þú lifað með sjálfum þér eftir að þú áttir þátt í banatilræði á einum af borgurum þessa lands?? Banatilræði þar sem aðeins tilviljunin ein kom í veg fyrir að yrði að morði.
Í þriðja lagi, hvaða hreðjatak hefur þú á Kristrúnu Frostadóttir svo hún kaus að eyðileggja trúverðugleik hinnar "Nýju" Samfylkingar með því að hafa þig á lista flokksins??
Svarið við þriðju spurningunni er ekki að Kristrún er kona og hafi því ekki hreðjar.
Ekkert annað á að spyrja Þórð Snæ Júlíusson um.
Kveðja að austan.
Kallaði konur lævísar, undirförlar tíkur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 13
- Sl. sólarhring: 18
- Sl. viku: 2653
- Frá upphafi: 1412711
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 2316
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sá sem á Þórð
á einnig Kristrúnu,
í gegnum útgerð og eignarhald sitt á Þórði.
Svo sagði Palli.
Vilhjálmur Þorsteinsson hefur gert út Þórð,
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 13.11.2024 kl. 13:15
Blessaður Símon.
Ég held að þetta sé aðeins flóknara en þetta.
Hygg í fyrsta lagi að þetta eignarhald sé ekki augljóst frá yfirborðinu, eigandinn er hulinn ólíkt Vilhjálmi sem hefur tekið opinberlega þátt í umræðunni.
Síðan held ég að eigandinn sé af kyni braskara, hafi átt urmul verðlausra braskkróna við Hrun, hans lærdómur var að evran veitti honum skjól á kostnað almennings.
Síðan held ég Símon að það eigi enginn Kristrúnu, ekki þannig séð frekar en aðra stjórnmálamenn, hún er vissulega tengd, og þarf hagsmuna að gæta, en þannig eru stjórnmál í raunheimi.
Þeir sem halda öðru fram eru ekki þessa heims, kannski Píratar.
En það er okkar að spá eða spuklera, Spursmál á og átti að spyrja þessarar grunnspurningar.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 13.11.2024 kl. 14:37
Miðað við skoðanakannanir og við að líta á efstu sæti ýmissa flokka þá blasir við að Alþingi verður tvískipt eftir kosningar, nánast 50/50: Krakkar sem kunna ekki þingsköp og líta á ræðustól Alþingis sömu augum og krakkarnir í Skrekk líta á sviðið, og svo fullorðna fólkið.
Maður vonar bara að fullorðna fólkið verði nógu margt til að geta myndað meirihluta.
Geir Ágústsson, 13.11.2024 kl. 16:18
Spyr sem þú Ómar:
Hvaða hreðjatak hefur Þórður (og sá sem gerir hann út) á Kristrúnu?
Þessarar spurningar hefði Spursmála Stefán þurft að spyrja.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 13.11.2024 kl. 17:02
Ummæli hans um karla eru mun meira niðrandi fyrir karla en ummæli hans um konur fyrir konur.
En það eru gömul sanninindi og ný að karlar eru ekki sívælandi en konur stökkva á hvert tækifæri sem gefst til spila sig sem fórnarlömb með sauðtrygga karlkynstaglhnýtinga í eftirdragi.
Bjarni (IP-tala skráð) 13.11.2024 kl. 17:47
Blessaður Geir.
Það yrði sögulegt bandalag þvert á flokka.
Ríkisstjórn fullorðna fólksins.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 14.11.2024 kl. 07:49
Sammála Símon Pétur.
Ítreka það núna í morgunsárið.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 14.11.2024 kl. 07:50
Blessaður Bjarni.
Þú verður að passa þig, þú gætir lent í kvörninni eftir 20 ár vegna ummæli þín um konur hér að ofan.
Ég hins vegar bara glotti, hefði örugglega getað sagt margt af þessu þegar maður er að stríða og erta til að fá viðbrögð.
Og er alltaf jafn hissa á að fólk skuli taka orð bókstaflega.
Orð eru bara tjáning, þau kasta meðal annars fram hugsun, misgáfulega, til að fá fram aðra hugsun, líka misgáfulega.
Ef þetta er tekið af einhverjum spjallþræði þá er það heimska að vera að vitna í þetta, nema auðvita á að hýða menn fyrir að gaspra svona í skjóli nafnleyndar.
Opinber skrif, opinber grein í blaði, ummæli sögð í krafti einhverrar stöðu eða embættis, það er það sem opinber umræða á að snúast um, en ekki eitthvað misgáfulegt eða hreint bull í tveggja manna tali eða á einhverjum spjallþráðum alnetsins. Þar er reglan mjög einföld, ef þér líkar ekki skrif eða orðræðuna, þá ert þú bara ekki að lesa hana.
Þú lest ekki til að hneykslast, hvað þá að hneykslast opinberlega.
Það er hjárænulegt og segir meira um þig (til að taka af allan vafa í heimi bókstafstrúarinnar þá er ég ekki að tala um þig persónulega Bjarni) en þann sem skrifaði bullið eða vitleysuna.
Síðan hafa rannsóknir sýnt það, reyndar ekki mjög áreiðanlegar, að karlar hugsa með klofinu. Skil því ekki af hverju að karlar ættu að móðgast, nema þá hugsanlega félag geldinga, og svo kannski 14. og 16. kynið.
En vitleysan er ekki öll eins, það er nú óhætt að segja það.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 14.11.2024 kl. 08:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning