12.11.2024 | 16:06
Bjarnavörn.
Þetta viðtal Mbl.is við Bjarna Benediktsson er ótrúlegt.
Tilefnið er sá fáheyrði atburður að einhver innlendur auðjöfur réði erlenda gangstera, sem vinna hörðum höndum við að afla ríkissjóði Ísraels tekna með allskonar ólöglegu athæfi, til að ná einhverju höggi á Jón Gunnarsson, með því að plata son hans uppúr skónum með fagurgala ýmiskonar.
Aðferðafræðin ein og sér ætti að fá allt hugsandi fólk til að staldra við, hvaða heimild er auðblekktur sonur Jóns Gunnarssonar, er gaspur hans einhver heimild um hvernig kaupin gerast á eyrinni??
Í framhaldi ætti hver einasti ærlegur maður að spyrja sig; Er þetta það Ísland sem við viljum í dag??
Á hvaða vegferð erum við sem þjóð ef auðmannapakkið okkar getur keypt fréttaflutning, fjármagnað atlögur að fólki, hvort sem það eru meintir andstæðingar þess í stjórnmálum eða viðskiptalífinu, og við tökum þátt í þeim hráskinleik??
Sem og eru engin endamörk á trúgirni okkar og meðvirkni??
Bjarni hefur ekki spurt sig þessara spurninga, þess vegna er viðtalið við hann svona furðulegt.
Hann er með áratuga reynslu sem þingmaður og ráðherra, ef ég man rétt þá ætlaði hann að byrja stjórnmálaferil sinn á að selja þjóðina í skuldaklafa ICEsave og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, fyrsta skrefið í þá átt var að landsfundur Sjálfstæðisflokksins myndi samþykkja aðildarumsókn að fjárkúgunarbandalaginu ESB. Eitthvað sem gekk ekki eftir vegna inngripa Styrmis Gunnarssonar og Davíð Oddsonar.
Margt hefur síðan runnið til sjávar, meðal annars borgarleg íhaldsstefna Sjálfstæðisflokksins og einarða afstaða flokksins, yfir hundrað ára staðfesta, um að landið eigi að vera sjálfstætt, ekki hjáleiga í ríkjabandalaginu sem stjórnað er frá Brussel.
Haldið sjó, haldið úti ríkisstjórnum, komið tvíefldur til baka eftir hvern brotsjó sem á hann hefur dunið.
Svo lætur hann þetta út úr sér við blaðamann Morgunblaðsins; "Nei, hann (Jón Gunnarsson) verður ekkert í því máli og það er fyrir nokkru síðan að ég ræddi það við ráðuneytisstjórann að það myndi ekki reyna á aðkomu Jóns í meðferð þessa máls,"
Eins og hann sé grunnhygginn Pírati, viti ekki betur en að aðstoðarmenn ráðherra stjórni öllu bak við tjöldin, semji reglugerðir, samþykki reglugerðir, gefi út reglugerðir.
Það er eins og maður sé á gamalsaldri kominn í þá mætu teiknimynd; Yellow Submarine, að allir séu á sýrutryppi þessa dagana.
Það má vel vera að Bjarni hafi lofað Jóni einhverju, og Jón hafi trúað þeim orðum.
Þess vegna hafi Jón svikið borgaralega íhaldsstefnu, með rýtinga samfylkingararms Sjálfstæðisflokksins í bakinu, ákveðið að þjóna fólkinu sem vó hann á kjördæmisþingi flokksins í Suðvesturkjördæmi.
Að hann hafi virkilega trúað því að Bjarni myndi ganga gegn góðri stjórnsýslu með því að sem ráðherra matvæla í starfsstjórn, myndi hann haga sér eins og Svandís Svavarsdóttir, og gefa út leyfi handa Hval hf til hvalveiða næstu 5 árin.
Stjórnsýsla sem stæðist enga skoðun, ekki frekar en óhæfuverk Svandísar, og næsta ríkisstjórn væri ekki bundin af.
Þetta eru samt allt saman bara vangaveltur sem guð einn má vita hvort eru sannar eður ei.
Orð sonar Jóns Gunnarssonar varpa þar engu ljósi á.
Aðeins raunveruleikinn, að Bjarni tæki þá fáheyrðu ákvörðun, smækkaði sig niður í ekkert neitt, líkt og VG undir forystu Svandísar Svavarsdóttur tókst að gera.
Af hverju snérist Bjarni ekki til varnar gegn þessari aðför að þjóð okkar og lýðræði??
Gegn þessum auðmönnum, ég nota fleirtöluorðið því þetta er ekki fyrsta fjármagnaða atlaga auðmanna að samfélagi okkar, sem telja sig hafna yfir leikreglur samfélagsins, telja sig hafna yfir sið og almennt velsæmi.
Og því hirti hann ekki glæpaklíkuna í stétt blaðamanna sem starfar með þeim??
Ég sem hélt að Bjarni væri leiðtogi.
Ekki héri.
Bjarni hefur ekki langan tíma til að reka af sér þetta slyðruorð.
Áður en orðið Bjarnavörn verður háð um einhvern sem gat varist en þorði ekki.
Það er ekki sá Bjarni Benediktsson sem ég taldi hann vera.
Kveðja að austan.
Jón mun ekki koma nálægt meðferð hvalamálsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:44 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 13
- Sl. sólarhring: 18
- Sl. viku: 2653
- Frá upphafi: 1412711
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 2316
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er merkilegt, Ómar, að frændi Bjarna Benediktssonar, Björn Bjarnason minnist ekki á að vörn Bjarna hefði átt að vera með öðrum hætti í pistli sínum í dag um þetta mál, þó varar Björn við Djúpríkinu með skírum hætti í greininni.
Svo virðist að einnig Bjarni Benediktsson sé á mála hjá Djúpríkinu. Það kemur æ betur í ljós að aðeins einn flokkur er ekki undir neinum þrýstingi frá Djúpríkinu, vegna þess að elítan trúir ekki á framgang hans í komandi kosningum og finnst ekki taka því að reyna að kaupa eða ógna frambjóðendum hans. Þessi flokkur er Lýðræðisflokkurinn. Kjósum hann.
Guðmundur Örn Ragnarsson, 12.11.2024 kl. 19:19
Ég hlýt að hafa misst af einhverju því ég skil hvorki upp né niður í þessum skrifum þínum
Grímur Kjartansson, 12.11.2024 kl. 21:33
Sæll Ómar
Það hefur legið lengi fyrir að Bjarni Ben er ekki nokkur leiðtogi eða foringi,
það er aðallega sjálfstæðisfólk sem er staurblint á það og bullandi meðvirkt.
Sorglegt að sjá hvað hann og hans hyski hefur fengið keyra Sjalfstæðisflokkinn niður í svaðið.
kv hrossabrestur
Hrossabrestur, 12.11.2024 kl. 21:40
Blessaður Guðmundur Örn.
Ég held að hið meinta Djúpríki tengist þessu máli lítt.
Aðför auðs og auðmanna, þessa þarna sem urðu ríkir á Braskinu á árunum fyrir Hrun, að sjávarútvegnum hefur staðið linnulaust frá því rétt eftir Hrun, í sjávarútveginum sjá þeir þennan innlenda styrk sem hefur hingað til komið í veg fyrir algjöra innlimun landsins í Evrópusambandið.
Og auðurinn vildi strax þangað inn því þannig gat hann breytt braskkrónum sínum í evrur án affalla, þjóðin borgaði svo með skuldaklafa sínum.
Ekki veit ég hvernig Björn frændi vildi að Bjarni verðist, samt vonandi eins og maður. Hans stóru mistök eru að hann tekur umræðuna á forsendum þeirra sem veitast að honum og Jóni, og það var fáheyrt að láta það út úr sér að hann hafi sérstaklega upplýst ræðuneytisstjóra um að aðstoðarmaður hans hefði engin formleg völd innan ráðuneytisins. Hann þyrfti eiginlega að vera margfætla til að hafa nógu marga fætur til að skjóta sig í, svo klaufaleg eru þessi orð.
Varðandi Lýðræðisflokkinn þá held ég ekki að það sé fyrirhafnarinnar virði að kaupa eða ógna frambjóðendum hans.
En Arnar er keikur, hann mætti samt koma með hugann aftur heim.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 13.11.2024 kl. 07:21
Blessaður Grímur.
Það er bara svona, örugglega ekki einn um það.
Þú mátt samt eiga að þú reynir.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 13.11.2024 kl. 07:22
Láttu ekki svona Hrossabrestur.
Bjarni er eini stjórnmálamaðurinn innan Sjálfstæðisflokksins sem hefur persónuleik og styrk til að leiða flokkinn, og svo hefur verið lengi, yfir áratug eða svo, eða allt frá því að Þorgerður Katrín yfirgaf flokkinn að beiðni þeirra sem afskrifuðu skuldir hennar.
Hrun Sjálfstæðisflokksins er ekki neitt öðruvísi en hrun annarra íhaldsflokka um alla vestur og norður Evrópu. Allir sem einn hafa þeir elst við hugmyndafræði tómhyggju og froðu sem hefur tröllriðið vestrænum samfélögum á þessari öld eða svo. Fattandi ekki að sú hugmyndafræði samrýmist ekki borgarlegum gildum íhaldsfólks.
Það er einfaldlega ekki hægt að þjóna tveimur herrum í einu, og tómarúmið hafa "nýhægri" sinnar fyllt uppí. Eða það sem Rúv-arirnir kalla hægripopúlista þegar vel liggur á þeim, hægri öfgamenn þegar þeir ógna yfirráðum glóbalsins yfir vestrænum samfélögum.
Sérvandi Sjálfstæðisflokksins eru síðan stelpurnar tvær sem eiga að erfa gósið, önnur er ennþá eins og hún haldi að hún sé í Barbie leik eða auglýsingu, hin er í vitlausum flokki, á annað hvort heima í Viðreisn eða Samfylkingunni hennar Kristrúnar, gæti verið utanríkisráðherra Kristrúnar.
Sjálfstæðisflokkurinn glataði sínu innra sjálfi, eða mojo-inu sínu eins og Austin Power hefði orðað það, þegar hann ákvað að flokkurinn væri senditík ESB á Íslandi, hans eina hlutverk, líkt og þingmálaskrá Þórdísar Kolbrúnar staðfestir, að láta evrópsk lög vera æðri innlendum.
Sá sem svíkur sjálfan sig, veslast alltaf upp.
Innanfrá.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 13.11.2024 kl. 07:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning