Farsinn sem afhjúpar.

 

Það var vægast sérkennilegt að hlusta á þær Jóhönnu Vigdísi fréttamann og Sigríði Dögg, formann Blaðamannafélags Íslands, ræða í fréttum Rúv nýjasta slúður samfélagsmiðla eins og slúður og vísan í tveggja manna tal sé einhver frétt.

Hvað þá leynileg upptaka einhvers njósnara við einhvern son einhvers stjórnmálamanns sé yfir höfuð fréttnæm, nema þá satíran í kringum þetta mál.  Að einhver ríkur Íslendingur sé nógu heitur yfir einhverju sem gæti hugsanlega gerst á næstu vikum varðandi leyfi til Hvals hf. um hvalveiðar, að hann ráði stóru karlana í bransanum til að vefa gildru um son Jóns Gunnarsson, sem á víst að hafa þann eina tilgang í stjórnmálum að veita vini sínum Kristjáni Loftssyni leyfi til hvaladrápa, og græða á því pening.

Hversu fáránlegur getur raunveruleikinn verið hjá fólki sem er búið að missa alla jarðtengingu??

 

Öllu alvarlega er að ábyrgir fjölmiðlar skulu festast í lygavefnum og gera slúður úr tveggja manna tali að frétt.

Er ekkert á milli eyrnanna hjá fréttakonum Rúv??

 

Eða hvað á maður að halda þegar því er slegið upp að Jón Gunnarsson ætli að sögn sonar hans, heimild leynileg upptaka af tveggja manna tali yfir rauðvínsglasi, að veita nánum vini sínum (hann er sko bara ekki vinur, hann er náinn vinur) leyfi til að veiða hval.

Í alvöru, Hvalur hf er eina fyrirtækið sem veiðir Hval við Íslandsstrendur, sú veiði hefur ekkert að gera með meintan náinn vinskap Jóns Gunnarsson og Kristjáns Loftssonar að gera. Hvalveiðar Hvals hf er atvinnustarfsemi, sem skilar tekjum, hagnaði, fyrirtækið er mikilvægt í atvinnulífi Akranes og nágrennis, það útvegar fjölda fólks vinnu á meðan vertíðin stendur yfir.

Gerræðisleg stjórnsýsla fyrrverandi matvælaráðherra svipti Hval hf veiðileyfi, að öllu líkindum ólögleg stjórnsýsla, og það er ekkert óeðlilegt að fyrirtækið reyni að fá nýtt leyfi svo það geti haldið áfram atvinnustarfsemi sinni.

 

Meinið er að Jón Gunnarsson hefur ekkert með þá leyfisveitingu að gera, líkt og hann reyndi margoft að koma fréttakonu Rúv í skilning um, það vald er hjá matvælaráðherra.

Farsinn liggur í því að það skuli vera til það veruleikafirrtur auðmaður sem heldur að hann geti stöðvað hina meintu leyfisveitingu með því að fá son Jóns Gunnarssonar til að fabúlera yfir rauðvínsglasi, og nýtt það slúður til að stöðva þennan Jón Gunnarson, koma á hann persónulegu höggi svo hann þori sig ekki að hræra.

Sorgin er að það skuli vera til fréttafólk sem lepur svona slúður upp, vinnur úr því frétt, án þess að átta sig á að það er verið að nota það, og það skilur ekki muninn á réttu og röngu í blaðamennsku.

 

Það er vissulega frétt í stóra hvalveiðimálinu og hefur verið lengi.

Sú fyrsta var náttúrulega gerræði ráðherra VG gegn vinnandi fólki og hve margir úr hópi svo kallaðra vinum hinna vinnandi stétta fannst það allt í góðu að svipta fólk lífsbjörginni korteri áður en uppgrip þess hófust.

Sú síðasta að það skyldi hvarfla að einhverjum að Bjarni Benediktsson færi gegn góðri stjórnsýslu með því að gefa út nýtt leyfi til Hvals hf um hvalveiðar næstu árin.

Vegna þess að Bjarni er starfandi í starfsstjórn, sem hefur umboð sitt frá forseta Íslands, en ekki Alþingi því Bjarni rauf þing og boðaði til kosninga.

 

Eina hlutverk starfsstjórnar er að halda stjórnsýslunni gangandi með því að tryggja henni nauðsynlegar lagaheimildir, það er ef þess þarf, og síðan bara gera ekki neitt.

Nema að vera til friðs.

Starfsstjórn stendur nefnilega ekki fyrir ófriði, það veit Bjarni, og því ótrúlegt að ætla honum að hann sé á svipaðri vegferð og Svandís Svavarsdóttir var á sínum tíma.

 

Pælingar um slíkt eiga örugglega heima í umræðuþáttum þar sem spáð er og spuglerað, en eru ekki frétt fyrr en slík vegferð hefur verið staðfest.

Slúður sonar Jóns Gunnarssonar er ekki slík staðfesting.

Fréttamaður sem ekki áttar sig á því, er ekki starfi sínu vaxinn.

 

Fréttafólk ætti hins vegar einhenda sig í að komast að því hver hinn veruleikafirrti íslenski auðmaður er, hvað honum gengur til og hvort sú hugsun hafi aldrei hvarflað að honum að þessum fjármunum væri betur varið í eitthvað ærlegt málefni, eins og til dæmis rampana hans Halla.

Það ætti ekki að vera flókið, aðeins að biðja um stjórnarfund hjá Blaðamannafélagi Íslands, skítafnykurinn af þessu máli liggur beina leið þangað.

Það er mjög ólíklegt að Ísraelsmennirnir hafi sjálfir komið sér í samband við samstarfsfólk sitt hjá Heimildinni, sá sem pantaði verkið er mun líklegri.

 

Síðan Sigríður Dögg Auðunsdóttir aðeins að koma í viðtal hjá Rúv um eitt.

Og aðeins eitt.

 

En það er önnur saga.

Kveðja að austan.


mbl.is „Þetta er aðför að lýðræðinu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Blessaður Ómar, -nú blæs í neðra en það má samt ekki alveg gleyma hvar uppsprettan er af öllu saman, -hver knýr kjaftavaðalinn, fyrst á facebook og svo með Black Cube.

Kannski er Jón flón.

Bestu kveðjur úr sunnan þey í efra.

Magnús Sigurðsson, 12.11.2024 kl. 13:02

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Magnús.

Þetta er nú meira bévítans rokið sem framkallar háþrýsting í eyru, en varðandi Jón hvort hann sé flón veit ég ekki, eitthvað hef ég sjálfsagt gefið slíkt í skyn, áður fyrr á árum, en eitthvað um liðið síðan.

Ekki veit ég hver knýr kjaftavaðalinn áfram á feisbók, persónulega finnst mér gott slúður oft krydda kaffibollann.  En að eyða peningum í einhverja ísraelska leyniþjónustumenn, sem eru að afla tekna fyrir land og þjóð, er mér með öllu óskiljanlegt.

Samt ekki eins óskiljanlegt að slúður skuli vera frétt hjá Rúv, og að til séu stjórnmálamenn sem gera svona lítið úr sjálfum sér að taka undir svona kjaftæði, líkt og mér skilst að hafi gerst í Silfrinu í gær.

Ég hef reyndar ekki mikið álit á þeim sem tóku yfir stéttarbaráttu Héðins, Einars og Hannibals, en fyrr má nú vera tómhyggjan og froðan.

Nei Magnús, ég er í alvöru farinn að íhuga að fjárfesta í hatti, ég er komin með öll einkenni að þurfa þess.

Það mætti samt lægja.

Kveðja að neðan.

Ómar Geirsson, 12.11.2024 kl. 13:21

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Blessaður Ómar, -sú gula skín nú skært í efra, -blíðum í blænum.

Ekki hef ég hugmynd um hvað þeir hafa verið að þrugla á ljósvakanum, en mér skilst á atburðarásinni, -að Jón hafi fyrstur manna minnst á þessa yfirvofandi frétt á fésbókinni sinni í gærmorgunn.

Varðandi hverju maður á að trúa hef ég ekki grun, en allt fram að því að Black Cube kom inn á radarinn þá hefði ég haldið að svona málatilbúnaður yrði afgreiddur sem kjaftavaðall.

Alla vega er atburðarásin svo lygileg að trúverðugast hefði verið að segja upptökurnar falsaðar. Eða hvaða fasteignamógúll fer að blanda hvalveiðum inn í fasteignakaup? Og hver myndi hafa svona eftir föður sínum? Já og hver myndi fara á þennan hátt yfir stöðu lífs síns með syni sínum?

Nei fyrir mig hefði verið einfaldast að trúa því að þarna væri um svokallaða gervigreindar upptöku að ræða, og þá værum við farnir að tala um kostnað sem flestir ráða betur við en Blac Cube.

Ég fyrir löngu búin að setja upp gulan hatt. (skylda í steypunni, eða þannig)

Bestu kveður í neðra þar sem lognið hlær.

Magnús Sigurðsson, 12.11.2024 kl. 15:24

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Já þú meinar Magnús, ég er líklegast svona á eftir öllum þessum tæknibreytingum, að ég fatta ekki ennþá áhrifamátt gervigreindarinnar.

Maður skyldi samt ekki vanmeta áhrif rauðvínsins, og ég er ekki saklaus af því að bulla alls konar steypu, sérstaklega þegar fólk tekur sig alvarlega. Maður segir bara ýmislegt út frá stemmingu, og treystir bara á heilbrigða skynsemi fólks að átta sig á að það sé ekki alltaf full alvara að baki, meira svona flæði og galgopaskapur.

Fór reyndar flatt á því einu sinni hérna á blogginu, lenti í mulningsvél múgsefjunar nágrannabyggðar minnar, eitthvað sem snerti eiginkonu mína illa því upphaf þess fárs var innan fjölskyldu hennar.  Gat svo sem alveg sjálfum mér um kennt, en svona er þetta bara, það er enginn fullkominn.

Hvort Svarti teningurinn sé verkfærði auðsins í þessum farsa, skiptir mig litlu.  Þetta er svo augljós kjaftavaðall að hálfur og hellingur væri nóg. 

En vængirnir sem hann fékk valda mér hins vegar áhyggjum, ætlum við enn og aftur að láta auðrónana stjórna allri umræðu, smækka hana niður í sora og lágkúru, og meðan eru þjóðmál ekki rædd.

En ég er sjálfsagt orðinn bara gamall tuðandi karl með hatt, þó ég eigi ekki hattinn, hvorki gulan eða þennan með börðum eins og afi heitinn.

Lognið hló samt betur eftir að ég fattaði að loka glugganum á þurrkunarherberginu sem er við hliðina á athvarfi mínu á efri hæðinni.

Hellann farin en þrái samt að lognið hætti að hlægja.

Bestu kveðjur í efra.

Ómar Geirsson, 12.11.2024 kl. 16:25

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og fjórtán?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 13
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 2653
  • Frá upphafi: 1412711

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 2316
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband