Morgunblaðið ræðst að Bjarna.

 

Vísa í tilfallandi frétt sem þar sem Stefán E. þráspyr Bjarna Ben um virkni Hamas á Íslandi, eitthvað sem Bjarni gat aldrei haft hugmynd um.

Stefán er blaðamaður Morgunblaðsins.

Tjáir samt ekki ritsjónarstefnu blaðsins.

 

Bjarni hafði örugglega ekki hugmynd um hvernig Hamas í mörg ár fyrir morðárásir sínar á Ísraels þann 7. október í fyrra undirbjó árásir sínar, Bjarni horfir bara á Rúv, og trúir því að allir Arabarnir sem mæta með mótmælaspjöld á Austurvöll og hrópa; Fee Palestína, séu fólk eins og ég og þú.

Ekki fólk sem blístraði og fagnaði þegar voðamenn Hamas svívirtu, nauðguðu, myrtu unglinga á tónlistarhátíð sem var tileinkuð friði, drápu konur, drápu börn, á þann viðbjóðslegasta hátt, sem ómenni geta hugsað og framkvæmt.

Bjarni á samt að vita betur, og hann á sem forsætisráðherra þjóðarinnar að landslög gildi um fréttafólk Rúv, að stofnunin upphefji ekki voðaverk, að stofnunin gangi ekki erinda þess mannlegs viðbjóðs sem miðaldaskrímsli Hamas eru og stuðningsfólks þess á Íslandi er.

Bjarni er samt baby og hvernig átti hann að vita þetta??

 

Væri ekki nær fyrir Stefán að spyrja fréttaritsjóta Morgunblaðasins, fjölmiðilsins sem hann vinnur á, af hverju fékk lyfjaður blaðamaður að taka viðtal við einn af áróðursmönnum Hamas sem hafði komist upp með að áreita fólk í miðbæ Reykjavíkur án þess að lögreglan gripi inní og vísaði þessum uppklappara morða og viðbjóðs úr landi?

Ég segi lyfjaður án þess að þekkja til, annað getur ekki útskýrt þá einfeldni með málstað þess miðaldaviðbjóðs sem Hamast stendur fyrir.

En hver sem skýringin var á viðtalinu, þá er ekkert sem afsakar fréttastjórann sem var á vakt þennan dag.

 

Af hverju hefur Morgunblaðið ekki beðist afsökunar á þessu lyfjaða viðtali, og tilkynnt síðan brottrekstur þess fréttastjóra sem ábyrgðina bar??

Hvað veldur, er það fyrirlitning á lesendum blaðsins?? eða er Morgunblaðið deild í samtökunum Ísland-Palestína??

Mega tryggir lesendur búast við að fréttaritstjórn blaðsins lýsi yfir stuðningi við helsta stuðingsmanni voðaverka Hamas, morðum, nauðungunum, limlestigum, í þeim eina tilgangi að kalla yfir hörmungar og dráp saklausra íbúa Gasa Strandarinnr, Sólveigu Önnu.

Að Morgunblaðið sé ekki lengur borgarlegt blað heldur snepill í þjónustu Hamas og íslenskra sósíalista.

 

Líklegast ekki.

En hvað útskýrir þá þessa fréttamennsku blaðsins??

Að ráðast svona að manninum sem þrátt fyrir allt fordæmir voðamennsku Hamas.

Sem er ólíkt varaformanni sínum, Þórdísi Kolbrúnu, er ekki fótgönguliði þeirra voða samtaka.

 

Fréttastjórinn var ekki rekinn.

Núna er ráðist að Bjarna að ósekju.

 

Það þarf ekki miklar gáfur til að sjá samhengið.

Kveðja að austan.


mbl.is Hótaði hryðjuverki og flutti til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Til að skilja svona hvernig fréttastjórn Morgunblaðsins gengur erinda Hamas, er svona lítilli deild í fjölmiðlaarmi hins reynda ritstjóra; Gunnars Smára, þá las ég mjög gildishlaðna frétt núna í næturhúminu, eftir að hafa lesið seint og illa allt um fótbolta, viðtöl og annað sem tengist þessari sérvisku minni.

Svo ég vitni í áróðursdeild Hamas á Íslandi, félagskap um mannlegan viðbjóð; Ísland-Palestína;

"Í rúmt ár hef­ur His­bollah staðið í minni hátt­ar hernaðaraðgerðum gegn Ísra­el frá því að átök­in á Gasa­strönd­inni brut­ust út. Síðan þá hafa þó átök­in stig­magn­ast.

Að sögn heil­brigðis­yf­ir­valda á Gasa hafa um 44 þúsund manns látið lífið í stríðinu sem hófst 7. októ­ber 2023 með hryðju­verka­árás Ham­as, sem hnepptu þar 250 manns í gísl­ingu og drápu um 1.200 manns."

Já, sem sagt sífelldar flugskeyta og skotárásir Hisbollah á landamærahéruð Ísraela í norðri, voru sem sagt minni háttar, örugglega öll ríki heims svona sátt við svona stöðugar sprengjuárásir yfir landamæri nema þessir brjáluðu gyðingar í Ísrael.  Drápu þeir ekki annars Krist, var það ekki???

Svo hóf Hamas eitthvað stríð, alveg óvart ef miðað er við langtíma-fréttaflutning Morgunblaðsins á þeim hörmungum íbúa Gasa, drápu einhverja, tóku aðra í gíslingu.  Það stríð hefur víst kostað um 44 þúsund manns lífið að sögn Morgunblaðsins, sem vísar í heilbrigðisyfirvöld á Gasa, fréttaflutningur sem gengur að því vísu að allir liðsmenn Hamas séu sprelllifandi, að þeir ísraelsku hermenn sem hafa fallið eftir meintu hryðjuverkaárás Hamas á Gasa, hafi skotið hvorn annan, annars séu þetta aðeins börn og konur sem hafa fallið á Gasa, það er ef maður les Morgunblaðið og þá ritstjórn sem fréttastjóri þess ber ábyrgð á.

Þessi þarna sem er að vinna með Hamast að breiða út einhliða áróður þess viðbjóðs sem samtökin eru, talar um meintar hefndarárásir Ísraela þegar þeir berjast við velskipulagðan andstæðing sem réðist yfir landamærin, drap fólk og tók aðra í gíslingu.  Svona líkt og öll Seinni heimsstyrjöldin frá 1943 hafi snúist um hefndarárásir á borgir Þýskalands, og síðan innrásir Bandamanna úr vestri og austri.

Kvótaeigandi frá Vestmannaeyjum fjármagnar vissulega Morgunblaðið, en hvernig getur samhygð með viðbjóði, stuðningur við mannlegan viðbjóð samræmst gildum fólks sem er alið upp í Vestmannaeyjum, lífsviðhorfi þess og mennsku.

Það er stóra spurningin í dag.

Og í henni liggur enginn efi líkt og spurt var um i Hamlet.

Eða eins og þýðandinn sagði; Að vera eða vera ekki, þar liggur efinn.

Það er enginn efi um smán kvótapeninganna sem styðja þennan viðbjóð.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 11.11.2024 kl. 03:06

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fimm og þrettán?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.11.): 37
  • Sl. sólarhring: 1011
  • Sl. viku: 3356
  • Frá upphafi: 1391952

Annað

  • Innlit í dag: 32
  • Innlit sl. viku: 2826
  • Gestir í dag: 31
  • IP-tölur í dag: 31

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband