Þeir eru látnir, ekki drepnir.

 

Skiptir svo sem ekki máli fyrir þá sem eru dánir, engin orð fá líf þeirra til baka.

En orð skipta samt máli, þau taka afstöðu, koma sök á þann sem ekki ber sök í þessu stríði, frýja þann sem ábyrgðina ber.

 

Og þegar sá seki er áður óþekktur viðbjóður mannkynssögunnar, Íslamistar sem láta eins og tímatalið sé ennþá miðaldir, og þeirra helsta fyrirmynd er grimmdaræði heimsveldis Assýringa um 1000 fyrir Krist, grimmd sem ekkert heimsveldi hefur sýnt fyrr og síðar, þá er ábyrgð borgaralegra fjölmiðla sem misnota orð til að styðja grimmdaræðið, morðin, viðbjóðinn, algjör.

Smán sem ekkert getur réttlætt.

 

Um það hef ég pistlað, nær ekki einu sinni að vera hrópandi í eyðimörk, en vatnaskil var þegar ákveðinn blaðamaður Morgunblaðsins tók viðtal við útsendara Hamas, sem hefur komist upp með að áreita fólk í miðbæ Reykjavíkur, og það eina sem stóð eftir var spurningin um á hvaða lyfjum var viðkomandi blaðamaður?

Spurning sem hefði aldrei hvarflað að manni ef meðvirk fréttaritstjórn hefði ekki hleypt áróðri morðingjanna, sem bera algjöra ábyrgð á hörmungum íbúa Gasa, í gegn.

Þar stóð hnífurinn í kúnni, og sú kú var mjög blóðug.

 

Þau vatnaskil skila sér í að núna segir Morgunblaðið fréttir, tekur ekki lengur afstöðu með blóðugum morðingjum, kemur ekki lengur sök hjá þeim sem sæta árásum miðaldaskrímsla, skrímsla sem vilja útrýma þeim.

Morgunblaðið styður sem sagt ekki lengur útrýmingu 9 milljóna manna þjóðar, og vonandi er fréttaritstjórinn sem ábyrgðina ber, látinn sæta ábyrgð, og vonandi eru blaðamenn blaðsins lyfjaprófaðir áður en þeir taka afstöðu með morðingjum og miðaldaskríl.

 

Það breytir því samt ekki að fólk deyr í átökunum á Gasa, og átökunum í Líbanon.

Saklaust fólk sem aðeins þráði að lifa lífi sínu eins og annað fólk, koma börnum sínum til manns, eiga sínar vonir, þrár og drauma.

Eitthvað sem Íslamistarnir í Hamas og Hisbollah, fjármagnaðir af miðaldaklerkunum í Íran hafa rústað með morðárásum sínu á Ísrael.

 

Sökin liggur samt ekki hjá þessum miðaldaklerkum, ekki hjá ofstæki þeirra og mannhatri.

Hún liggur hjá þeim sem láta þetta viðgangast.

 

Þar í fremsta flokki er mannlegi viðbjóðurinn sem leiðir Sameinuðu þjóðirnar, hann þykist fordæma, hann þykist gráta yfir mannfalli saklausra, en ekki í mínútu, ekki í orði hefur hann krafið Hamas að sleppa fólkinu sem þeir rændu í morðárásum sínu á Ísrael.

Eða krafið Hamas um að leggja niður vopn til að hlífa samlöndum sínu við frekari árásum Ísraela.

 

Og eftir höfði viðbjóðsins dansa limirnir, hvert atvinnugóðmennið, sem þiggur laun sín vegna þjáninga palestínsku þjóðarinnar, á fætur öðru krefst þess að Ísrael hætti árásum sínum á Gasa, en minnist ekki orði á orsök þeirra árása.

Krefja aldrei Hamas um að sleppa gíslum, eða leggja niður vopn.

 

Þar liggur meinið, ekki hjá Hamas eða miðaldarklerkum Írans, heldur hjá sálarlausum atvinnugóðmennum sem og hjá yfirstjórn Sameinuðu þjóðanna.

Þeirra er ábyrgðin hvað margir hafa þjáðst, hver margir hafa dáið.

 

Grátbroslegast var þegar þau fordæmdu árásina á friðargæsluliða Sameinuðu þjóðanna í Líbanon, en hvar voru þessir meintu friðargæsluliðar þegar Hisbollah samtökin sískutu eldflaugum að byggðum Ísraela í norðri.

Eldflaugaárásum sem hlutu að lokum að leiða til gagnárása Ísraela.

Vorum þeir kannski að hórast og misnota stöðu sína líkt og þekkt er með þetta meinta friðargæslulið á átakasvæðum??

 

Af hverju sjá borgarlegir fjölmiðlar ekki þessa svívirðu??

Af hverju gagnrýna þeir ekki þessa hegðun, þennan tvískinnung sem höfuðábyrgðina ber??

Afhjúpa hann, viðbjóðinn og hina svörtu hagsmuni olíu og olíugróða sem býr að baki??

 

Kannski til of mikils ætlast af Morgunblaðinu.

Samt ber að fagna að blaðið gengur ekki lengur í takt með hinum meðvirku.

Þeim sem í meintri góðmennsku sinni styðja mannlegan viðbjóð, morðóð miðaldaskrímsli sem hafa valdið löndum sínu ómælda þjáningu.

 

Mogginn hefur staðist þetta próf núna undanfarna daga.

Hann er ekki lengur á sama level og Sósíalistaflokkur Íslands eða samtökin Ísland-Palestína.

Hann er ekki Rúv í dag.

 

Því ber að fagna.

Og þakka.

 

Ómennskan stjórnar ekki öllum fjölmiðlum þjóðarinnar í dag.

Á meðan er einhver von.

Kveðja að austan.


mbl.is 93 látnir eftir loftárás á íbúðarhúsnæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Örn Ragnarsson

Já, Ómar,Yfirstjórn Sameinuðu þjóðanna fordæmdir árásir á friðargæsluliða Sameinuðu þjóðanna í Líbanon, þar sem Sameinuðu Þjóðirnar hafa stillt þeim upp sem mannlegum skjöldum fyrir hryðjuverkamenn Hisbolla, á stöðum þaðan sem Hisbolla samtökin skjóta eldflaugum á byggðir í Norður-Ísrael.

Ísraelsmenn eiga engan annan kost en að gera gagnárásir sem lenda þá einnig á friðargæsluliðum.

Það sama er uppi á teningunum þegar kemur að Flóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna fyrir Palestínu, (UNRWA), sem starfað hefur í Ísrael og á Gasa. Starfsmenn þessarar stofnunar eru ekki aðeins mannlegir skildir fyrir Hamas heldur eru þeir margir sjálfir Hamsliðar.

Þess vegna hefur Ísraelska þingið nú banna UNRWA, sem enginn skyldi undra.

Sameinuðu þjóðirnar fordæma bannið og undir það tekur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra. Þótt bannið sé lífsnauðsynleg fyrir Ísrael.

Guðmundur Örn Ragnarsson, 29.10.2024 kl. 19:15

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Guðmundur Örn.

Þeir eru orðnir þó nokkrir pistlarnir sem ég hef skrifað um hryðjuverk Hamas í Ísrael og Gasa.  Þessir pistlar eiga sér nokkra dygga lesendur, ég get treyst á þá félaga mína hér á Moggablogginu sem eru algjörlega ósammála mér, og svo þig, oftar en ekki fengið skólun í lestri á hinni helgu bók.

Þó kannski forsendur okkar séu ólíkar þá teljum við báðir að illskan að baki hryðjuverkum Hamas eigi sér fá fordæmi, og verði að mæta, okkar allra vegna, ekki bara vegna tilveruréttar gyðinga í Landinu helga.

Ef maður fer að hugsa út í það, þá held ég að sagan kunni fá eða engin dæmi um sambærileg hryðjuverk gagnvart eigin þjóð og Hamas hefur gert sig sekt um. 

Vissulega hafa menn slátrað andstæðingi sínum í massavís, oft alslátrað og í borgarastríðum og öðru þvílíku, þjáist fólk, fellur í átökum, vegna hungurs og harðræðis, en undirliggjandi er samt að menn eru að berjast við meintan óvin, sem yfirleitt er talinn réttdræpur.  Mannfall vegna harðinda og hungurs er svo bara einhver fylgifiskur.

En Hamas vísvitandi setti höfuð samlanda sinna á höggstokkinn og ætlaðist til að Ísraelar myndu höggva þau af, því fleiri sem falla, því betra er það fyrir málsstaðinn.

Og þetta styður góða meðvirka fólkið á Vesturlöndum, og sá stuðningur nær djúpt inní ríkisstjórn Íslands.

Það er eins og fólk átti sig ekki á að illskuþræðir eru ofnir víða í þessari veröld, auðn og dauði  hráefni í þá þræði. Auðn og dauði sem hittir okkur öll fyrir ef við látum vefarana óáreitta, eða styðjum vefskap þeirra líkt og hið meinta alþjóðasamfélag er að gera.

Hvað er svo erfitt við það að krefja Hamas á hverjum degi að sleppa gíslum og leggja niður vopn, svona í ljósi þeirra þjáninga sem gjörðir þeirra hafa valdið samlöndum þeirra???

Svo ég svari þeirra spurningu; Ekkert.  Nema annarlegir hagsmunir standi í vegi.

Og þar Guðmundur sjáum við mátt þessara illskuþráða og hve mikil ógn þeir eru orðnir lífi venjulegs fólks, sem á þá einu frómu ósk að fá lífa lífi sínu í friði og koma börnum sínum á legg.

Og fólk sér þetta ekki.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.10.2024 kl. 07:49

3 Smámynd: Guðmundur Örn Ragnarsson

Ómar, það er stríð milli Ríkis Guðs og Ríkis Djöfulsins í Andaheiminum.

Hinn fallni heimur er í fjötrum Djöfulsins, sem veit að von er á endurkomu Jesú Krists til jarðar, til Jerúsalem. Og Djöfullinn veit einnig að til þess að það geti orðið þurfa Gyðingar að ríkja í landinu Ísrael. Þeim er ætlað að taka á móti Konungi sínum sem mun ganga inn um Gullna hlið Gömlu Jerúsalem og setjast í hásæti sitt.

Þess vegna notar Satan Múslíma sem færa Djöflinum þvílíkar mannfórnir, eins og við sjáum á Gasa. Hann gerir tilraun í örvæntingu sinni til að stöðva friðarríki Krists sem Hann er í þann mund að setja á stofn á jörðu.

Guðmundur Örn Ragnarsson, 30.10.2024 kl. 08:56

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og fjórtán?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 13
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 2653
  • Frá upphafi: 1412711

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 2316
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband