28.10.2024 | 17:06
Víglínur skýrast.
Það er ljóst að mat mitt á slátruninni miklu, sem ég hef fjallað um í nokkrum pistlum, þeim síðasta í gær um Brakabrestina, að Sjálfstæðisflokkurinn myndi ekki græða á að sækja inn á mið hægri-krata, þar væru fyrir öflugri frambjóðendur en stúlkurnar tvær sem eiga að erfa landið hjá Sjálfstæðisflokknum.
En öruggt væri að hann myndi tapa kjarnafylgi sínu, eldri hægri sinnaða kjósenda.
Eitthvað sem flokksforystan áttaði sig á, eftir slátrunina, og reyndi að berja í bresti með því að smækka Jón Gunnarsson, sem tókst, og hætta við að slátra Brynjari Níelssyni, enda Brynjar meinlaus upp á það að gera, hann mun aldrei leiða andóf íhaldsfólks gegn yfirtöku hægrikrata.
Skoðanakönnun Maskínu sýnir að þetta mat var rétt, það er hægt að blekkja börn og þaðan af eldri, en fólk sem hefur gengið í gegnum herðingu lífsins, það lætur ekki blekkjast af margtuggðum frösum sem reynslan hefur kennt að eru án innihalds, eru aðeins líkt og ilmandi ostur sem notaður er til að veiða mýs í gildrur.
Sem er nákvæmlega álit þeirra, sem slátruðu hægri sinnuðum þingmönnum, á kjarna kjósendahóps Sjálfstæðisflokksins.
Ég ætla ekki að leggja mat á fylgisaukningu Viðreisnar, finnst það aðeins fyndið þegar fólk hlustar á grátið í mönnum eins og Sigmari, sem réttilega bendir á marga brotalömina í velferðarkerfi okkar, núna nýjast um fíkla sem gáfust á biðlistum sínum, og tóku síðasta skammtinn.
Svona í ljósi þess að þingmenn Viðreisnar eru harðastir talsmenn opinna landamæra, þrátt fyrir að vitað er að sú stefna er bein ávísun á botnlaus útgjöld ríkissjóðs.
Þar með fátt eftir handa okkar eigin fólki, sem dagar uppi, þjáist og jafnvel deyr á biðlistum.
En að baki þeirri stefnu er ekki barnaskapur barna, heldur sá blákaldi raunveruleiki að Viðreisn er fjármögnuð af hinu Svarta fjármagni auðs og auðmanna, sem hér líkt og í Evrópu hefur samviskulega fjármagnað upplausn vestrænna samfélaga, sístreymi flótta og farandfólks, niðurbrot og þjóðarskipti.
Svo má ekki gleyma að gróði glæpaiðnaðarins sem kenndur er við mannsal og flóttamenn, er sá mesti fyrir utan framleiðslu og dreifingu á eiturlyfjum, sá gróði leitar út um allt samfélagið, til þeirra sem þekkja hvorki til siðar eða sæmdar.
Sama úr hvaða ranni gróðinn kemur sem fyllir pyngju þeirra.
Breytir því samt ekki að hægri-kratisminn í bandalagi við flokk atvinnurekanda nær meirihluta á Alþingi eftir næstu kosningar, það eina sem rifist verður um hver á leiða þá ríkisstjórn, Þorgerður Katrín, Kristrún eða Þórdís Kolbrún.
Stjórn um valdaafsalið til Brussel kennt við bókun 35, um óbreytt ástand þess samfélags sem lýtur í öllu regluverki ESB og vaxtavaldi Seðlabankans.
Og um þjóðarskiptin þannig að íslensk tunga, íslensk menning, íslensk þjóð verður minningin ein eftir 10 ár eða svo.
Þannig er það bara.
Þeir, sem berjast á móti, hafa hvorki styrk eða trúverðugleik til að standa gegn þessum vélarbrögðum andskotans.
Ekkert í sjónmáli sem fær því breytt.
Við gengum sem sagt ekki götuna til góðs eftir að við urðum sjálfstæð þjóð.
Þar sem ég hef haft lúmskt gaman af því að sjá viðbrögð hægri manna eftir slátrunina miklu, sumir segjast að núna sé komið að Miðflokki Sigmundar og Borgþórs, eins og skip með Borgþór í stafni geti fiskað eitthvað, aðrir sjá vonina í afneitun á því sem hefur átt sér stað í Sjálfstæðisflokknum undanfarin misseri, þá langar mig að vitna í orð fyrrum varaþingmanns flokksins, Arnar Þór Jónssonar.
Lýðræðisflokkur Arnars hefur vissulega ekki náð eyru gamalgróna íhaldsmanna og veldur því sjálfsagt ýmislegt sem ég kann ekki deili á.
En hvaða hægri maður getur rifist við þessi orð Arnars??
"Að sögn Arnars Þórs yrðu áherslur hins nýja flokks væntanlega í grófum dráttum þær að tryggja einstaklingsfrelsi, tjáningarfrelsi, sjálfbærni í matvælaframleiðslu, örugg landamæri og að standa vörð um íslenska hagsmuni á alþjóðavettvangi. "Það verður að fara að örva hagvöxtinn, draga úr skattpíningunni og vaxtaokrinu sem er að drepa okkur. Eins þarf að skrúfa fyrir þessa krana sem peningarnir streyma út um. Sem eru loftlagsmál, útlendingamál og stjórnlaus útþensla ríkisins," segir Arnar Þór.".
Án þess að afneita sjálfum sér og lífsskoðunum sínum??
Spyr sá sem ekki veit, því ekki er ég hægri maður.
En með aldrinum hef ég lært að virða þá og lífsskoðanir þeirra.
Sem og ég veit að engir aðrir voru líklegir til að verjast Brussel og hinu Svarta fjármagni sem við kennum oftast við glóbalið.
Hvað þá að ég viti af hverju áður reistnir menn eru gufan ein í dag.
Það er svart maður var einu sinni sagt við mig.
Út af einhverju sem ég man ekki.
Tek samt undir þau orð.
Það er svart maður.
Fátt meira um það að segja.
Kveðja að austan.
Maskína: Viðreisn næststærsti flokkurinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 18
- Sl. sólarhring: 19
- Sl. viku: 2658
- Frá upphafi: 1412716
Annað
- Innlit í dag: 12
- Innlit sl. viku: 2320
- Gestir í dag: 12
- IP-tölur í dag: 11
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þessi Brussel-framtíðarsýn er því miður mjög líkleg, og endalok Íslands nema sem amerískrar, ESB nýlendu.
Það er þó eitt sem gæti stöðvað þá þróun.
Gott fylgi Miðflokksins. Ég ætla að binda vonir við að á næstu 5 árum verði orrusta háð og íslenzkt sjálfstæði vinni, með eða án Sjálfstæðisflokksins, hvernig sem hann verður.
En svona pistlar eru þarfir, þar sem miskunnarlaust er fjallað um málin.
Ingólfur Sigurðsson, 28.10.2024 kl. 18:10
Sorglega svart Ómar, -en satt.
"Þeir, sem berjast á móti, hafa hvorki styrk eða trúverðugleik til að standa gegn þessum vélarbrögðum andskotans" -já, boðskapurinn rúllar eins og valtari. Jón, - Jón pönkari hangir fyrir altari.
Með kveðju úr myrkrinu í efra.
Magnús Sigurðsson, 28.10.2024 kl. 19:43
Já, Ómar, hvaða sannur íhaldsmaður getur staðið gegn stefnuskrá Lýðræðisflokks Arnars Þórs Jónssonar?
Svarið er: Enginn.
Nú hafa leiðtogar Sjálfstæðisflokksins brugðist.
Hví fylkja þá ekki hægri mennirnir sér að baki Arnari Þór, til að Þjóðin verði sjálfstæð á ný?
Svarið er: Menn eru meira og minna í andlegum fjötrum, þess vegna afneita þeir sjálfum sér og lífsskoðunum sínum.
Jesús sagði um þá sem trúðu ekki á Hann:
Hann hefur blindað augu þeirra og forhert hjarta þeirra, að þeir sjái ekki með augunum né skilji með hjartanu og snúi sér og ég lækni þá. (Jóh. 12:40).
Guðmundur Örn Ragnarsson, 28.10.2024 kl. 20:29
Blessaður Ingólfur.
Þú segir með eða án Sjálfstæðisflokksins, þar sem alls ekki er hægt að útiloka að flokkurinn, þessi móðurflokkur íslenskra hægri flokka, finni á ný rætur sínar.
Sem betur fer eru það menn sem eru heilir í lífsafstöðu sinni, og reyna að vinna henni brautargengi, af fullum heilindum.
Veit ekki hvort þeir hafi erindi, en það hefur enginn erindi sem ekki reynir.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 29.10.2024 kl. 07:01
Blessaður Guðmundur Örn.
Það er einmitt það sem mig grunar, svo er það aftur spurningin hvar menn vilja berjast fyrir þessum kjarna hægrimennsku.
Síðan held ég því miður að það sé eitthvað til í þessu með andlegu fjötrana, það er til dæmis ekki eðlilegt hvernig mitt fólk sveik eftir Hrunið.
Svo óeðlilegt að ég tel það ekki sjálfrátt gjörða sinna.
Það er eitthvað garúgt í gangi sem maður er löngu hættur að skilja.
Ekki þessa heims sagði ég í pistli 2010 um Úburðarstjórnina og spurðu í kjölfarið hvar eru Sculler og Mulder, vísaði þar í X-files sjónvarpsþættina.
Stend við það, atlagan að mennskunni, hvernig reynt er að gera okkur að þrælum, kostnaði, er ekki þessa heims.
Kveðja að austan.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 29.10.2024 kl. 07:11
Góðan daginn Magnús.
Það er blessuð blíðan, það fór aldrei svo að haustblíðan kæmi ekki að lokum, megi hún vera sem lengst.
En það eru ekki lengur pönkari þarna úti sem böggast á þessu. Það er búið að samlaga andóf æskunnar inn í tóm meinleysunnar, í einhvers konar Matrix hylki þar sem blessuð börnin eru fóðruð á ímyndunum um að þau séu að berjast gegn.
Eða berjast fyrir betri heimi.
Í stað þess að verja þann heim sem þau höfðu og var þrátt fyrir allt glettilega góður.
En svona er þetta Magnús, eitt af því fáa sem er öruggt í þessum heimi er gigtin og að hrista hausinn yfir unga fólkinu.
Eins dásamlegt og það er.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 29.10.2024 kl. 07:20
Nú er ekki reynt að fela það í Spursmálum dagsins og mbl.is:
Lína Sjálfstæðisflokksins er lína Brusselvaldsins.
Forysta Sjálfstæðisflokksins hefur enda greinilega aðlagað sig að stefnu Viðreisnar
og Brusselvaldsins.
Höfum það á hreinu að atkvæði greitt D er atkvæði greitt Viðreisn, Samfylkingu og ESB.
Bestu þakkir Ómar fyrir þennan afar þarfa varúðarpistil.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 29.10.2024 kl. 15:05
Blessaður Símon Pétur.
Hvaða spursmál er það??, fylgist ekki alveg með.
Var að klára minn síðasta pistil í þessari lotu núna rétt áðan, gat ekki hugað mér að enda hana án þess að senda pílu á hina meðvirku, og þann mannlega viðbjóð sem ríður röftum í opinberri umræðu um sorgina á Gasa.
Sem sagt skil ekki alveg, en þessi pistill var ekki hugsaður sem einhver varúð, aðeins lýsing á raunveruleik sem blasir við eftir síðustu skoðanakönnun Maskínu.
Það verður örugglega flökt innan víglína, hugsanlega til dæmis verður Lýðræðisflokkurinn sterkari, þá spurning hvort hann taki fylgi frá sjálfstæðum Sjálfstæðismönnum eða heggur í fylgi Miðflokksins. Sem og ekki er vitað ennþá hvaða landráðaflokkur verður stærstur, hvort Þórdís, Þorgerður eða Kristrún munu leiða landráðin.
En ég sé ekki mikið flökt á milli víglína, við erum einfaldlega í minnihluta Símon minn.
Þar með segi ég eins og maðurinn sagði;
Það er svart maður.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 29.10.2024 kl. 16:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning