Klækjakvendið Kristrún.

 

Það segir allt sem segja þarf um persónu Dags B. Eggertssonar að hann gaf ekki Kristrúnu Frostadóttur andrými til að heyja snarpa kosningabaráttu á sínum forsendum.

Þú boðar einfaldlega ekki nýja tíma með lík fortíðar í framsætinu.

Það má örugglega margt gott segja um borgarstjórnartíð Dags í Reykjavík, en maðurinn sem þekkti ekki sinn vitjunartíma, skilur aðeins tvennt eftir í minningu borgarbúa, umferðarteppu og myglu í skólum.

 

Degi mátti vera ljóst að það var ekki ákall eftir honum, þó hann léti það heyrast í gjallarhornum vina og vandamanna að hann væri alveg sko klár í að leiða Samfylkinguna eftir Loga, þegar öldungar flokksins kölluðu á unga, klára bankakonu til að leiða flokkinn til vegs á ný og þessi unga bankakona fékk rússneska kosningu, og rúmlega það.

En sá sem sér aðeins sjálfan sig í speglinum, og sjálfan sig speglast í andlitum annarra, heyrir ekki þá þögn sem var um þá hógværa tillögu hans um að hann gæti tekið við Loga, hann vill samt leiða.

Og hafði styrk til að troða sér framarlega á framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavík, þó öllum ætti að vera ljóst að annað hvort er það Kristrún eða Dagur, þau bæði eru eins og óþokkinn "Two-faces" sem Tommy Lee Jones lék svo eftirminnilega í einni Batman myndinni, vintri hluti andlitsins eðlilegt, hægri afskræmdur.

 

Kristrúnu og öldungaráðinu skorti styrk til að hindra þessi fáráð, og hvað gera bændur þá, gömul spurning og ný?

Ein mjög gömul var þegar harðstjóri einn sem með harðfylgni náði einráðum yfir grískri borg, að þá sendi hann son sinn til þess harðstjóra eða tyrann sem voldugastur var þá í hinum gríska heimi, Hieron einvalds borgarinnar Syracuse á Sykiley til að spyrja hann ráða hvernig hann ætti að halda völdum sínum.  Hieron sagði fátt, bað hinn unga mann að koma með sér í göngutúr út fyrir borgina, þeir fóru að akri einu, þar tók Hieron upp sverð sitt og hóf að höggva niður það kornax sem stóð uppúr.

Flóknara var það ekki og sonurinn fór heim og ríkti lengi eftir daga föður síns.

 

Eitthvað svipað virðist Baldur Þórhallsson ætla Kristrúnu í þessari frétt.

Hún sé hreinlega að losa sig við samkeppnina frá Degi áður en sól hans skín of skært innan væntanlegs þingflokks Samfylkingarinnar.

Og nýtir til þess hans eigin orð líkt og haft var eftir Kristrúnu í fréttum Rúv, orð sem Dagur mælti af hógværð, hógværð sem enginn tók mark á nema hugsanlega hann sjálfur.

Því Dagur er þannig týpa að hann er alltaf óvart á staðnum og er eiginlega neyddur til að taka að sér trúnað og forystu, svara kalli heitir það eða eitthvað svoleiðis.

 

Þetta er þvílík snilld að það hálfa væri nóg.

Vekur uppi spurningar um hvort gamli rebbi sé ekki ennþá meðal vor með putta sína og þræði.

 

Já, það er sko kærleikur á ferli innan Samfylkingarinnar.

Hann blómstrar á fundum og í flokksherbergjum, allir eru vinir.

Og vinir vitna í orð hvors annars, eða þannig.

 

Vissulega er spurning hvort Kristrún valdi þessum slag.

En hún virðist hafa góðan ráðgjafa.

 

Í klækjum.

Kveðja að austan.


mbl.is Úthugsað eða alvarlegt reynsluleysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Að auki má nefna þriðja atriðið sem hann skilur eftir í minningunni: skortstefnu í húsnæðismálum sem hefur leitt til gríðarlegara hækkana á húsnæðisverði og þar með verðbólgu.

Það má aldrei gleyma ábyrgð þessa stjórnmálaflokks á verðbólgunni sama hvað formaðurinn reynir að spila sig ábyrgðarlausa með því að hafa ekki verið í ríkisstjórn á tímabilinu.

Guðmundur Ásgeirsson, 27.10.2024 kl. 15:50

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Guðmundur.

Allt mikið rétt, afrekslisti Dags er langur og strangur.

Og Samflokkurinn eða Einflokkurinn ber alla ábyrgð á ástandinu, þrátt fyrir annað sé sagt fyrir kosningar eða til málamyndar í stjórnarandstöðu, þá er þetta í raun sama stefnan, sömu áherslurnar.

Lúta Brussel, lúta Seðlabankanum, hafa stjórn landsins á sjálfstýringu sérfræðinganna, þessa háskólamenntuðu þarna.

Sem geta ekki einu sinni lagt vegi eða byggt hús sem mygla ekki.

Ísland í dag.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.10.2024 kl. 07:26

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og átta?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 18
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 2658
  • Frá upphafi: 1412716

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 2320
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband