26.10.2024 | 18:49
Kærleiksheimilið
Flokkadrættir hafa fylgt flokkum frá því að fyrsti flokkurinn var stofnaður.
Og ýmislegt gengið á í gegnum tíðina.
En svei mér þá, í slíkum dráttum og deilum hefur það aldrei gerst áður, að formaður flokks, sem leiðir lista flokks síns, biðji kjósendur um að strika út manninn sem er í öðru sæti á þeim sama lista.
Þó ég geti ekki fullyrt þá þætti mér líklegt að slíkt væri líka einstakt á heimsvísu.
Kristrún er sæt, eða þannig.
Örugglega eldklár.
Hún á hinsvegar ýmislegt ólært í pólitík.
En hvað getur maður sagt annað en "að friður sé með yður".
Og hlegið sig svo máttlausan.
Kveðja að austan.
Þá liggur beinast við að strika hann út | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:35 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 18
- Sl. sólarhring: 19
- Sl. viku: 2658
- Frá upphafi: 1412716
Annað
- Innlit í dag: 12
- Innlit sl. viku: 2320
- Gestir í dag: 12
- IP-tölur í dag: 11
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Ómar
Er ekki hætt við að himinskauta-flug Samfylkingar taki dýfu í kjölfar vafasamra frambjóðenda
og viðbragða Formannsins?
kv. Hrossabrestur.
Hrossabrestur, 26.10.2024 kl. 21:38
Góð spurning Hrossabrestur.
Og kosningabaráttan er ekki einu sinni byrjuð.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 26.10.2024 kl. 22:01
Spurning hvort sá sem Kristrún sendi einkaskilaboðin sé eitthvað skyldur ÓRG
sem telur það skyldu sína að gefa út bækur um hvernig hann man tveggja manna trúnaðarsamtöl
Grímur Kjartansson, 26.10.2024 kl. 22:14
Gunnar Rögnvaldsson, sá snjalli bloggari var með þetta nákvæmlega á hreinu þegar ég spurði hann útí það í vetur hvað honum fyndist um Kristrúnu Frostadóttur og gífurlegt fylgi Samfylkingarinnar í skoðanakönnunum. Hann skrifaði eitthvað á þá leið að hún væri nýgræðingur sem kæmi af götunni og það væri annað hvað kæmi uppúr kjörkössunum en skoðanakannanirnar sýndu. Já, hann var með þetta alveg á hreinu enda reyndur og þroskaður. Hann hafði rétt fyrir sér með hana.
Reyndur stjórnmálamaður hefði treyst á fólkið sem var fyrir. Hún leitar til Ölmu og Víðis, sem voru traustvekjandi í kófinu og svo til Dags (eða leituðu þau til hennar, ég er ekki viss?). Ég held að allt þetta fólk hafi misdökka áru hjá almenningi og sé umdeilt. Flokkurinn stækkar ekki endilega með svona fólki.
Nú bætir Kristrún gráu ofaná svart með því að móðga það fólk sem styður Dag með því að segja að strika hann út af listanum.
Nýgræðingar í pólitík tala eins og venjulegt fólk - og getur fengið fylgi í skoðanakönnunum - eins og Píratar hér um árið, 2016. Síðan þegar á reynir þarf reynslu stjórnmálamannsins. Sem sé, mikið af fylgi Samfylkingarinnar er loftbólufylgi og laust fylgi sem fer annað ef eitthvað bjátar á. Maður mátti segja sér það.
Missir að Birgi Ármannssyni. Flokkarnir verða lausir í sér ef reynsluboltarnir hverfa.
Ingólfur Sigurðsson, 26.10.2024 kl. 23:50
Blessaður Ómar, -þríeyki fyrrum Sjálfstæðisflokks er að skipta með sér fylginu.
það skiptir engu máli lengur hvort Sjálfstæðisflokkurinn, Samfylkingin eða Viðreisn verða verði fyrir valinu.
Enda koma formenn þessara flokka koma allir frá landráða armi fyrr um Sjálfstæðisflokks.
Mestu skiptir nú hvernig hlutföllin á milli formannanna verða að loknum kosningum svo ráðherrakapallinn gangi upp í bróðerni.
Þessir flokkadrættir sem við sjáum nú eru á pari við fótboltaæfingu í gamla daga þegar var verið að draga í lið.
Með kveðju að ofan.
Magnús Sigurðsson, 27.10.2024 kl. 06:26
Dagur hefur talið sig vera erfðaprins Samfylkingarinnar og svo skýst Kristrún fram á sjónarsviðið
og rýfur fylgið upp í rjáfur og Dagur fellur gjörsamlega í skuggann,
þá var um tvennt að velja fyrir Dag, halda sig á mottunni og játa sig sigraðan
eða að reyna að skemma fyrir flokknum og Kristrúnu í persónulegum tilgangi.
kv hrossabrestur.
Hrossabrestur, 27.10.2024 kl. 11:12
Blessaður Hrossabrestur.
Ég held að þetta sé mikið rétt hjá þér með Dag, það er ákaflega erfitt fyrir Kristrúnu að höfða til þess fólks sem hefur fengið nóg af vitleysunni hér og þar, jafnt á Alþingi sem borgarstjórn, upplifir til dæmis gömlu Samfylkinguna sem flokk upphlaupa og froðu, með Dag í brúnni.
Spurning reyndar hvort Dagur sé vísvitandi að reyna skemma fyrir Kristrúnu persónulega, veit ekki hvort að sólir sem eru vanar því að lýsa upp þar sem þær koma, spái eitthvað í svona dauðlegar verur eins og Kristrúnu, ef svo er þá eru þær bara eins og arða í skó sem þarf að fjarlægja.
En ég fór að hugsa þetta aðeins betur í gærkveldi, og það hvarflaði að mér sú hugsun að Kristrún væri ekki eins barnaleg og virðist með því að senda út skilaboð sem hún hefði átt að vita að myndu fljúga á vængjum alnetsins, að hún hafi hreinlega strax ákveðið að takast á við sólina, að draga ský fyrir hana með því að benda á hennar eigin hógværu orð um að hún kæmi sem fótgönguliði, en ekki forystumaður.
Ef svo er, þá er eitthvað spunnið í Kristrúnu.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 27.10.2024 kl. 12:21
Blessaður Grímur.
Veit ekkert um það en hins vegar átt þú að vita að skilaboð fyrir utan nánasta trúnað, eru skilaboð allra, það er ef þú ert í þessu ati sem stjórnmál eru.
Annað er barnaskapur.
Sem vekur uppi spurninguna um reynslu Kristrúnar, en ég hins vegar á andsvari mínu til Hrossabrests velti því upp hvort hún væri einfaldlega klækjakvendi.
Allavega tókst henni að gera mjög svo lítið úr Degi.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 27.10.2024 kl. 12:26
Blessaður Ingólfur.
Aðeins tvennt, ég held að Kristrún hafi ekki beðið Dag um að koma á lista, hún gat aðeins ekki hindrað það.
Hitt, tek heilshugar undir þessi orð þín; "Missir að Birgi Ármannssyni. Flokkarnir verða lausir í sér ef reynsluboltarnir hverfa.".
Það gengur ekki að skrifstofa Alþingis þurfi að útvega fóstrur til að passa uppá barnaskapinn og reynsluleysið.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 27.10.2024 kl. 12:32
Blessaður Magnús.
Ég myndi ekki alveg segja að Samfylkingin væri úr ranni Sjálfstæðisflokksins eins og Viðreisn, þó núverandi formenn, eða sérstaklega þegar Þórdís Kolbrún tekur við af Bjarna, séu úr sama arminum, það nánar í skoðunum og málflutningi að þær geta þess vegna allar komið úr sama saumklúbbnum.
Samfylkingin á sér rætur úr félagshyggjunni og þó hægri kratar hafi rétt fyrir síðustu aldamót gengið fyrir björg Friedmans og Haykes með Blairisma sínum, þá er líka þarna innan um fólk sem vissulega vill vel, en kafnaði bara í froðu Rétttrúnaðarins. Svo seldi þetta pakk allt saman fjármálaöflunum sálu sína eftir Hrun, er síðan persóna non grata í mínum huga.
Það sem mér finnst hafa gerst, og flíspassar við líkingu þína um hvernig vinahópurinn dró í lið í gamla daga, er að hugsandi fólk innan Samfylkingarinnar, það er til, sá að ruglandi myndi aldrei fá fylgi til valda, og ef hann næði völdum, þá væri það í samstarfi við flokka sem eru ennþá ruglaðri, stjórn sem væri skaðræði fyrir land og þjóð, og þá sérstaklega auðsöfnun peningafólksins. Þess vegna var Kristrún fengin til að höfða til hægri krata, til miðjunnar, til þeirra sem hafa fengið nóg af öllum upphlaupunum og vitleysunni.
En eins og þú réttilega bendir á þá rær Viðreisn á sömu mið, plús Evrópusjálfstæðismenn, hvernig sem þetta tvennt getur farið saman, og núna augljóslega Sjálfstæðisflokkurinn, hann er undirlagður hægrikratisma.
Og límið er valdaafsalið til Brussel, hið nýja hjáleigusamband kennt við bókun 35.
Fylgitölur kjörkassanna ákveða síðan hvaða landráður mun leiða þessa valdaafsalsstjórn.
Því þetta eru landráð og ekkert annað samkvæmt stjórnarskránni.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 27.10.2024 kl. 12:45
Og það má bæta við varðandi þá hugsun að í raun sé Kristrún í gallhörðu valdatafli, að eftir að ég henti inn þessum athugasemdum mínum þar sem ég reifaði þetta lítillega, að þá sé ég að Mogginn er með frétt þar sem sama hugsun hefur hvarflað að Baldri stjórnmálafræðingi.
Ég veðja á klækjakvendið.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 27.10.2024 kl. 12:49
Það er athyglisvert að fylgjast með þessu Fylgi Samfylkingar að undanförnu er að mestu lausafylgi sem
Kristrún hefur dregið að flokknum persónulega og sínum áherslum, sennilega vill obbinn af þessu fylgi ekki sjá Dag Eggertsson
sem skilur ekki vel við í nánast gjaldþrota Reykjavík.
Sérstaða þessara kosninga núna er að þær snúast um að bjóða fram þekkta einstaklinga sem fæstir vita hvaða pólitíska sýn og stefnu hafa,
þegar til kosningabaráttunar kemur þá verður hjólað í manninn því það er ekkert annað að hafa.
kv. hrossabrestur.
Hrossabrestur, 27.10.2024 kl. 13:56
Góðan daginn Hrossabrestur.
Fýlan í Eiríki Bergman í viðtalinu á Rúv segir allt um fýluna í gömlu Samfylkingunni, það vantaði bara að hann tæki Jóhönnu sem dæmi um þann eina stjórnmálamann sem væri merkilegri og vinsælli en Dagur.
En ég er ekki eins svartsýnn og þú á kosningabaráttuna, ég held að hún verði málefnaleg, þar sem hver flokkur reynir að finna sér sína sérstöðu.
Nema náttúrulega hjá Samfylkingunni, þar verður vegið;innbyrðis.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 28.10.2024 kl. 07:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning