Við ætlum að hrista upp í kerfinu

 

Er haft eftir Kristrúnu Frostadóttur á Vísi í dag.

 

En sú fullyrðing er ekki beint trúverðug í ljósi þess að Dagur B. Eggertsson kemur fast á eftir Kristrúnu á lista Samfylkingarinnar.

Sem fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík ber hann ábyrgð á óskilvirkasta stjórnkerfi sem sögur fara af, kerfi sem sígur til sín aðföng og fjármuni en skilar litlu til baka.

Lélegar ákvarðanir, léleg stjórnsýsla.

Þetta er eins og að lýsa yfir stríði gegn veggjakroti í miðbænum og fá afkasta mesta veggjakrotara landsins til að leiða það stríð.

 

En það er ekki erindi þessa pistils heldur vil ég benda á frama eins af þeim blaðamönnum sem tengist eiturbyrlunarmálinu, þar sem einum af borgurum þessa lands var byrlað ólyfjan og aðeins tilviljun ein bjargaði lífi hans, annars hefði verið um morð að ræða.

Vera hans á listanum segir aðeins eitt; Samfylkingin hefur ekkert siðferði.

Þekkir ekki muninn á réttu og röngu.

 

Kristrún hóf sinn feril með fellu.

Kveðja að austan.


mbl.is Listinn í Reykjavík norður samþykktur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Það er nú líka ansi tvöfalt siðferði að kvarta hástöfum yfir arðráni bankanna
og segjast svo ætla kjósa Kristrúnu fyrrum bankastarfsmann

Grímur Kjartansson, 26.10.2024 kl. 14:36

2 Smámynd: Guðmundur Örn Ragnarsson

Ómar! Arnar Þór Jónsson lofar ekki að hrista upp í kerfinu, eins og vissulega þyrfti að gera.

En hann vill fá fulltingi okkar til að fá að minnsta kosti tækifæri til að lofta út á Alþingi. Til þess ættum við að styðja hann.

Arnar segir í dag í pistli hér á blog.is:

Ég hvet alla til að mæla með XL svo að unnt verði að tefla fram alvöru valkosti, til að unnt verði að beina kastljósi að samgróningum íslenskra stjórnmálaflokka, til að unnt verði að krefjast þess – innan frá á Alþingi – að stjórnmálamenn starfi í þágu lands og þjóðar en ekki í þágu erlendra hagsmuna. Hjálpaðu okkur að skapa sögulegan viðburð með því að mæla með flokknum og hleypa ferskum, óspilltum vindum inn. Það þarf að lofta út á Alþingi.

Hér er hægt að skrá meðmælin:

https://island.is/umsoknir/maela-med-althingisframbodi?candidate=1000011

Guðmundur Örn Ragnarsson, 26.10.2024 kl. 14:39

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Segðu Grímur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 26.10.2024 kl. 16:04

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Guðmundur Örn.

Það verður fróðlegt að sjá hvernig viðtökur málflutningur Arnars fær.

Það er allavega þörf á að ræða um framtið þjóðar okkrar, og þá í samhengi við bókun 35.

Sjáum hvað setur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 26.10.2024 kl. 16:07

Bæta við athugasemd

Hver er summan af þremur og tuttugu?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Okt. 2024
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.10.): 317
  • Sl. sólarhring: 1100
  • Sl. viku: 6443
  • Frá upphafi: 1386512

Annað

  • Innlit í dag: 278
  • Innlit sl. viku: 5415
  • Gestir í dag: 271
  • IP-tölur í dag: 264

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband