24.10.2024 | 16:52
Það vinna ekki bara meðvirkir á Morgunblaðinu.
Meðvirkir sem réttlæta allan þann viðbjóð sem Stefán E. Stefánsson spyr Sönnu Magdalenu um hvort hún sé samþykk.
Skora á alla læsa, alla sem hafa vott af siðferðiskennd, og þaðan af meira, til að lesa þetta viðtal.
Stefán afhjúpar algjörlega hugsunarhátt samlanda okkar sem styðja voðaverk Hamas, og með bulli og vitleysu reyna að réttlæta voðaverk Íslamista um allan heim.
Eða það markmið þeirra að útrýma rúmlega 9 milljón manna þjóð, vegna átaka sem áttu sér stað fyrir rúmum 70 árum síðan.
Nauðganir, limlestingar, áður óþekktur óþekktur viðbjóður á 21 öldinni, aftaka barna með byssukúlum, það er þau sem voru heppin, sundurlimun með sveðjum í ungbarnarúmum, börn sem bera augljósleg merki um að hafa verið brennd lifandi.
Vörn Sönnu, Sólveigu Önnu og annarra sem styðja þennan viðbjóð, þessa viðurstyggð, er að þessi voðaverk þurfi að skoða í "sögulegu samhengi" svo ég vitni beint í viðtal Stefáns.
Stefán á miklar þakkir fyrir þetta viðtal.
En mér leikur forvitni á hvernig hann getur unnið á sama vinnustað og þeir blaðamenn Morgunblaðsins sem ganga meðvirkir í takt með Hamas og voðaverkum samtakanna, bæði þau sem voru framin í Ísrael þann 7. október 2023, eða tilgang þeirra, að kalla dauða og hörmungar yfir þjóð sína, vera tilbúin að fórna "mörg hundruð þúsund saklausir borgarar létust. "Þetta voru nauðsynlegar fórnir," er haft eftir Sinwar.".
Að fórna heilu samfélagi milljóna til að ná fram pólitískum markmiðum sínum um að útrýma Ísraelsríki og íbúum þess, sem eru rúmlega 9 milljónir í dag.
Í ljósi aðstæðna þá skil ég á vissan hátt menn eins og Sinwar, biturð þeirra varð ekki til úr engu.
En ég skil ekki hina meðvirku á Morgunblaðinu, í alvöru.
Ofstæki brenglar fólki oft sýn.
Þess vegna eru eldri forystumenn félagsskaparins Ísland-Palestína með langa ferilsskrá þar sem þeir lofsama voðaverk, hvort sem það var hjá kínverskum kommúnistum eða tilraun Rauðu khmerarna til að útrýma borgarastétt landsins eftir valdatöku sína.
Búandi að arfleið fólks sem réttlætti voðaverk Stalíns.
En eiginlega finnst mér hinir meðvirku eiga sér enga afsökun.
Og í ljósi þess sem þeir réttlæta með skrifum sínum og fréttamennsku, vera í raun eitthvað úr ranni þess sem kennt er við mannvonsku.
Eiga ekki ofstækið sér til afsökunar.
Að baki býr eitthvað óeðli sem þrífst á þjáningum annarra.
Þar sem meint gæska er réttlæting.
En er í raun réttlæting illskunnar.
Það er þó gott að ennþá vinni ærlegt fólk á Morgunblaðinu.
Kveðja að austan.
Sanna: Skoða þurfi barnagíslatöku í samhengi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:48 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 18
- Sl. sólarhring: 18
- Sl. viku: 2658
- Frá upphafi: 1412716
Annað
- Innlit í dag: 12
- Innlit sl. viku: 2320
- Gestir í dag: 12
- IP-tölur í dag: 11
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ómar, þetta er enn einn af þínum góðu pistlum.
Fyrir mér ert þú að lýsa því hvar mannkynið er statt í dag á vegferð sinni. Þannig sér Guð heiminn og þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Hann sér heiminn í þessu ljósi.
Því að ritað er: Er Drottinn sá, að illska mannsins var mikil á jörðinni og að allar hugrenningar hjarta hans voru ekki annað en illska alla daga, þá iðraðist Drottinn þess, að hann hafði skapað mennina á jörðinni, og honum sárnaði það í hjarta sínu. (1. Mós. 6:5-6).
Guð hefur ákveðið að gefast upp á því náðarferli sem Hann hefur viðhaldið í 2000 ár, árin eftir fæðingu Jesú Krists. Fagnaðarerindið verður ekki boðað öllu lengur.
Jesús sagði: Eins og var á dögum Nóa, svo mun og verða á dögum Mannssonarins: Menn átu og drukku, kvæntust og giftust allt til þess dags, er Nói gekk í örkina, og flóðið kom og tortímdi öllum.
Eins var og á dögum Lots: Menn átu og drukku, keyptu og seldu, gróðursettu og byggðu. En daginn, sem Lot fór úr Sódómu, rigndi eldi og brennisteini af himni og tortímdi öllum. Eins mun verða á þeim degi, er Mannssonurinn opinberast. (Lúk. 17:26-30).
Undankomuleiðin, eina, er okkur ennþá opin: Hún felst í því að fela Jesú Kristi líf okkar, þiggja gjöf náðarinnar.
Guðmundur Örn Ragnarsson, 24.10.2024 kl. 20:36
Blessaður Guðmundur Örn.
Ég lít á þennan pistil í samhengi með fyrri pistlinum sem ég setti inn í gærmorgun, þegar mér ofbauð viðtalið við áróðursdeild Hamas á Íslandi.
Viðtal sem ritstjóri Morgunblaðsins á að biðja lesendur sína afsökunar, eða vera minni á eftir.
Án þess að ég sé á nokkurn hátt að gera lítið úr þjáningum íbúa Gasa, þá ganga svona vinnubrögð ekki, blaðið er ekki snepill sem Sósíalistaflokkur Íslands gefur út.
Lesendur blaðsins eru ekki félagar í samtökunum Ísland-Palestína.
Já við lítum hlutina ekki alveg sömu augun en hins vegar vona ég að þú hafir ekki rétt fyrir þér í þessum orðum þínum; "Guð hefur ákveðið að gefast upp á því náðarferli sem Hann hefur viðhaldið í 2000 ár, árin eftir fæðingu Jesú Krists. Fagnaðarerindið verður ekki boðað öllu lengur."
Þá hefur stríðið við ómennskuna síðustu 2.000 ár verið til lítils.
Treystu Guðmundur Örn.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 25.10.2024 kl. 07:10
Og varðandi dropann sem holar steininn, þá varð grundvallarbreyting á framsetningu frétta í Morgunblaðinu núna rétt áðan, það létust 17 í árás Ísraela á skóla á Gasa.
Fólkið er jafn dáið fyrir það, mest meginn börn, ákaflega sorglegt allt saman.
En fjölmiðlar, sérstaklega borgarlegir fjölmiðlar, eiga ekki að taka afstöðu með rangri málnotkun.
Á þá meðvirkni eða afstöðu treystu leiðtogar Hamas þegar þeir fyrirskipuðu voðaverk sín í Ísrael og ákváðu að fórna lífi tugþúsunda samlanda sinna til að vinna einhvers konar PR sigur.
Fjölmiðlar eiga ekki að láta misnota sig í slíkum hráskinsleik, ættaðan úr ranni þess í neðra.
Hvort breytingin sé tilfallandi eða komin til að vera, kemur í ljós. En ef hún er tilfallandi og fréttastjórn Morgunblaðsins heldur áfram að styðja voðmennina í Hamas og voðverk þeirra, þá væri kannski ráð að Stefán blaðamaður taki viðtal við fréttastjóra blaðsins og sýni honum sömu myndirnar og hann sýndi Sönnu.
Láta eitt yfir alla ganga.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 25.10.2024 kl. 08:16
Því miður, Ómar, tíminn er að renna út. Þau lög sem sett hafa verið á Íslandi, og víðar, á undanförnum árum sýna að hinn Vestræni heimur hefur fallið frá Kristinni trú. Ég nefni lög um fóstureyðingar og lög um kynfrelsi.
Heimurinn hefur gefið sig hinu illa á vald, dauða og tortímingu, það fær hann.
Látum ekki Orð náðarinnar ganga okkur úr greipum. Það er enn hér.
Sjá, þeir dagar munu koma, segir Drottinn Guð, að ég mun senda hungur inn í landið, ekki hungur eftir brauði né þorsta eftir vatni, heldur eftir því að heyra Orð Drottins, svo að menn skulu reika frá einu hafinu til annars og renna frá norðri til austurs til þess að leita eftir Orði Drottins. En þeir skulu ekki finna það. (Amos 8:11-12).
Guðmundur Örn Ragnarsson, 25.10.2024 kl. 10:20
Blessaður Guðmundur Örn.
Ég trúi þessu ekki að óreyndu upp á almættið, og uppgjöf er ekki til í minni orðabók.
Af hverju heldur þú til dæmis að ég sé að skrifa alla þessa pistla um hina sjúklegu meðvirkni með mannhatri og illsku Íslamista??
Það þarf bara stundum að sigla gegn straumnum og halda haus.
Efa ekki mínútu að almættið viti það ekki líka.
En það afsakar ekki gjörðir okkar mannanna.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 25.10.2024 kl. 11:31
Þú ert sannarlega að gera rétta hluti Ómar, með pistlaskrifum þínum gegn hinni djöfullegu meðvirkni með mannhatri og illsku Íslamista.
Guð ætlar okkur alls ekki að gefast ekki upp, heldur sigla gegn straumnum og halda haus, eins og þú segir.
Jesús sagði: Menn munu gefa upp öndina af ótta og kvíða fyrir því, er koma mun yfir heimsbyggðina, því að kraftar himnanna munu bifast. Þá munu menn sjá Mannssoninn koma í skýi með mætti og mikilli dýrð.
En þegar þetta tekur að koma fram, þá réttið úr yður og lyftið upp höfðum yðar, því að lausn yðar er í nánd. (Lúk. 21:26-28).
Gefið yður því Guði á vald, standið gegn Djöflinum, og þá mun hann flýja yður. Nálægið yður Guði, og þá mun hann nálgast yður. Hreinsið hendur yðar, þér syndarar, og gjörið hjörtun flekklaus, þér tvílyndu. (Jak. 4:7-8).
Guðmundur Örn Ragnarsson, 25.10.2024 kl. 12:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning