Sorgleg blaðamennska.

 

Það er fáheyrt að borgarlegt blað eins og Morgunblaðið skuli gefa áróðursdeild Hamas samtakanna svona mikið pláss til að fegra voðaverk sín og ábyrgðina á þeim hörmungum sem íbúar Palestínu ganga í gegnum í dag.

 

Það er vitað að Hamas hefur undirbúið þetta stríð í mörg ár. Wall Street Journal afhjúpað samskipti æðstu yfirmanna samtakanna þar sem þeir á kaldrifjaðan hátt ræddu um hvernig fyrirhugaðar morðárásir á Ísrael yrðu að framkalla heiftarárásir á íbúa Gasastrandarinnar, og þeir gerðu sér fulla grein fyrir að slíkt myndi kosta tugþúsundir landa þeirra lífið.

"Í ein­um skila­boðum til Ham­as-liða í Doha vitn­ar Sinw­ar til sjálf­stæðis­bar­áttu ríkja á borð við Als­ír þar sem mörg hundruð þúsund sak­laus­ir borg­ar­ar lét­ust. "Þetta voru nauðsyn­leg­ar fórn­ir," er haft eft­ir Sinw­ar. Sýna mörg skila­boð, sem voru meðal ann­ars send til ým­issa sátta­semj­ara og er­ind­reka í samn­ingaviðræðum um vopna­hlé, að Sinw­ar sé full­ur sjálfs­trausts um að Ham­as geti haldið leng­ur út en Ísra­el. "Við höf­um Ísra­ela nákvæm­lega þar sem við vilj­um þá," sagði Sinw­ar í ný­leg­um skila­boðum til Ham­as-liða."

Já, lát hundruð þúsunda eru nauðsynlegar fórnir og við höfum Ísraela nákvæmlega þar sem við viljum hafa þá.

 

Í stríðsundirbúning sínum gerði Hamas meira en að grafa göng með tengingar við skóla og sjúkrahús þar sem hægt væri að gera árásir á væntanlega ísraelska hermenn, áróðursfólki var líka plantað um alla Evrópu, æft í frösum eins og "Palestína er ekki bara fyr­ir Palestínu­menn, við eig­um ekki í nein­um vand­ræðum með að búa með kristn­um mönn­um eða gyðing­um, all­ir sem eiga sér hlýju í hjarta geta búið þar, Jesús fædd­ist í Palestínu".

Hlálegur frasi í ljósi þess að Íslamistar hafa þurrkað upp byggðir kristinna og gyðinga við Miðjarðahafið, byggðir sem eiga sér mun eldri rætur en Íslam.

 

En frasar og áróður morðingja, þar sem stærst er ábyrgðin á mannfalli óbreyttra borgara Gasastrandarinnar, er yfirleitt í skúmaskotum alnetsins, líkt og hjá Breivik og skoðanabræðrum hans, sjaldgæft er að borgarlegur fjölmiðill gefi þeim vængi á miðlum sínum.

Réttlæti þannig meintar nauðsynlegar fórnir saklausra sem voru aldrei spurðir hvort þeir vildu deyja fyrir málstaðinn.

Líkt og fréttaritstjórn Morgunblaðsins gerir með því að birta þennan einhliða áróður Hamas samtakanna.

 

Mig langar að vitna í meðvirknina í þessu sorglega viðtali;

"Já já, við erum úti um allt, við erum með fólk í Kan­ada, Banda­ríkj­un­um, Bretlandi og víðar sem ræðir við fólk á göt­unni um þjóðarmorðið sem við vilj­um stöðva. Við vilj­um bara hafa frið, en ég bendi líka á að þegar ég segi „við“ vís­ar það til þess að allt góðhjartað fólk finn­ur til með Palestínu,“ svar­ar hann og fær í staðinn þunga­vigt­ar­spurn­ingu um hvernig fólk taki hon­um þegar hann gef­ur sig á tal við það. Hvort ein­hverj­ir reiðist ekki eða fyrt­ist við, hringi jafn­vel á lög­regl­una.".

Já, þungavigtarspurningin var að spyrja hann um viðbrögð fólks sem hann áreitti með áróðri sínum, en ekki að spyrja áróðursmanninn út í fullyrðingar hans, til dæmis ef hann vildi frið, af hverju væri hann ekki með risaborða með skilboðum til Hamas að sleppa öllum gíslum sem Hamas héldi föngnum?

Eða spyrja hann að ef honum er alvara að stöðva meint þjóðarmorð, af hverju krefst hann ekki að Hamas leggi niður vopn sín, hætti átökum innan um þjóð sína sem fellur umvörpum í þeim átökum?

 

Blaðamaðurinn hefði jafnvel líka geta spurt hann þeirrar þungavigtarspurningar, að fyrst hann væri fulltrúi Hamas hérna á Íslandi, hvort hann fyndi ekki til ábyrgðar, jafnvel samsektar vegna þessa meinta þjóðarmorðs, svona í ljósi þess að samtökin sem hann tilheyrir, hófu þessu átök, einmitt í þeim tilgangi að tugþúsundir samlanda hans myndu falla í þeim átökum.

Klassísku spurninguna um hver ber ábyrgðina á stríðshörmungum, sá sem hóf þau í þeim tilgangi að útrýma meintri óvinaþjóð, eða hin meinta óvinaþjóð sem bregst við með vopnavaldi því hún vill ekki láta útrýma sér.

Frömdu Bandamenn þjóðarmorð í Þýskalandi eða var ábyrgðin nasistanna sem hófu styrjaldarátökin meðal annars með einbeittum vilja sínum að útrýma slavnesku nágrönnum sínum í austri??

 

Og ekki hvað síst hefði blaðamaður Morgunblaðsins, þetta er jú borgarlegur miðill, geta spurt stærstu spurningarinnar, sem hefði afhjúpað innræti hins meinta friðeldandi áróðursmanns.

Varst þú einn af þeim sem hrópuðu og blístruðu í fögnuði Palestínuaraba víðsvegar í borgum Evrópu, þar á meðal í Reykjavík??

Daginn sem fréttirnar bárust af voðaverkum Hamas í Ísrael.

Stjórnlaus fögnuður fólks yfir drápum á óvininum þó það vissi að þau dráp myndu kosta þúsundir samlanda sinna sem hvergi gátu farið, líf og limi, sem og eyðingu byggðar þeirra.

Nei í meðvirkni sinni gerði blaðamaður Morgunblaðsins það ekki, vitið er ekki meira en guð gaf.

 

En vitið á að vera meira á fréttaritstjórn blaðsins.

Það á ekki að ganga í takt með morðingjum sem víla sér ekki fyrir að fórna "mörg hundruð þúsund sak­laus­ir borg­ar­ar", til að tryggja þær mannfórnir, láta liðsmenn sína fremja viðbjóðsleg hermdarverk svo ríkisstjórn Ísraels átti ekki aðra kosti en að taka slaginn í þéttbýli Gasa strandarinnar.

Rifjum upp hvaða mannlega viðbjóð fréttaritstjórnin er meðal annars að réttlæta;

"Videos filmed by Hamas include footage of one woman, handcuffed and taken hostage with cuts to her arms and a large patch of blood staining the seat of her trousers. In others, women carried away by the fighters appear to be naked or semi-clothed.

Multiple photographs from the sites after the attack show the bodies of women naked from the waist down, or with their underwear ripped to one side, legs splayed, with signs of trauma to their genitals and legs.

"It really feels like Hamas learned how to weaponise womens bodies from ISIS [the Islamic State group] in Iraq, from cases in Bosnia," said Dr Cochav Elkayam-Levy, a legal expert at the Davis Institute of International Relations at Hebrew University. "It brings me chills just to know the details that they knew about what to do to women: cut their organs, mutilate their genitals, rape. Itis horrifying to know this."".  BBC 3. des 2023, ég feitletra vísanir í myndskeið tekin af Hamasliðum á morðvettvangi og ljósmyndir af fórnarlömbum þeirra sem blaðmönnum voru sýndar.

 

Í nafni málstaðar má sem sagt nota konur sem vopn í stríði, nauðga þeim, limlesta.

Það er það sem Morgunblaðið er að segja með þessari frétt.

 

Og Morgunblaðið vill endurskrifa söguna, það voru Bandamenn sem frömdu þjóðarmorð í Þýskalandi.

Nýnasistarnir höfðu sem sagt rétt fyrir sér.

 

Spurningin er, hvenær tekur Mogginn viðtal við einn slíkan?

Svona ef blaðið ætlar að vera sjálfu sér samkvæmt.

 

Af sem áður var.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is „Ég hef bara verið handtekinn á Íslandi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sorgleg bloggfærsla.

Jónatan Karlsson, 24.10.2024 kl. 09:58

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið Jónatan.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 24.10.2024 kl. 11:36

3 identicon

Hvar hafa palestínumenn þurrkað út byggðir kristinna , Ómar ? Hluti palestínumanna er kristinn og það er ekki langt síðan að páfinn og ríkisstjórn palestínu gerðu samning um verndun og réttindi kristinna á þessu landsvæði.

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 24.10.2024 kl. 14:21

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jósef og takk fyrir athugasemd þína.

Allt sem þú segir um að hluti Palestínumanna sé kristinn, og að páfinn hafi gert samning við ríkisstjórn Palestínu um verndun og réttindi kristinna, er rétt.

Það sem er rangt hjá þér er tvennt, það seinna er þegar þú segir "á þessu landsvæði", eins og þú sért að vísa í að lögmæt ríkisstjórn Palestínu, sem hefur aðeins völd og áhrif á Vesturbakkanum, hafi líka eitthvað vald á Gasa.  Þegar staðreyndin er sú að ef einhver einstakur hópur hafi verið drepinn á Gasa, mun fleiri en hommar og annað meint úrkynjað fólk, þá er það stuðningsfólk Fatha hreyfingarinnar sem stjórnar Vesturbakkanum.  Á Vesturbakkanum eru líka rætur kristinna Palestínumanna, þar voru þeir flestir, og fæstir af þeim flúðu land eftir innrás Arabaríkjanna á hið nýstofnaða ríki gyðinga í Ísrael.

Síðan Jósef ferðu hreinlega rangt með í þessari fullyrðing þinni; "Hvar hafa palestínumenn þurrkað út byggðir kristinna , Ómar ?" þetta er eitthvað sem ég sagði ekki, enda þó Hamas eigi sér vissulega rætur meðal palestínsku þjóðarinnar, þá eru samtökin að meiði Íslamista, trúarleiðtogarnir sem lögðu grunn af nútímahreyfingu morðóðra Íslamista eru þeir sömu og Ríki Íslams og Al-Qaida sækja hugmyndir sínar til.

Um morð, dráp og úthreinsun vantrúaðra.

Þetta voru mín orð; ".. að Íslamistar hafa þurrkað upp byggðir kristinna og gyðinga við Miðjarðahafið, byggðir sem eiga sér mun eldri rætur en Íslam.".

Og að gefnu tilefni benti ég á samsvörunina við Ríki Íslams með þessari tilvitnun í BBC; "It really feels like Hamas learned how to weaponise womens bodies from ISIS [the Islamic State group] in Iraq, from cases in Bosnia," said Dr Cochav Elkayam-Levy, a legal expert at the Davis Institute of International Relations at Hebrew University. "It brings me chills just to know the details that they knew about what to do to women: cut their organs, mutilate their genitals, rape. Itis horrifying to know this".

Líkur sækir líkan heim, þó ég ætli þér ekki sömu meðvirknina með viðbjóð Íslamista og greina má hjá mínum dygga lesanda, Jónatan Karlssyni.

Íslamistar byrjuðu þjóðernishreinsanirnar í Palestínu, og það má spyrja hver hefðu orðið örlög kristinna Palestínumanna á Vesturakkanum, hefðu Arabaríkin sem réðust á Ísrael 1948, náð markmiðum sínum um að útrýma ríki gyðinga.

Svona í ljósi þess hvað systursamtök Hamas, Ríki Íslams gerðu við hina kristnu Assýringa, sem eins og nafnið ber með sér, áttu sér miklu dýpri rætur í Sýrlandi og Norður Írak, en hin morðóðu kvikindi Íslamista sem þú kýst á einhvern hátt styðja Jósef.

Mundu svo það Jósef, það skiptir mig engu máli hve þjóðin heitir, eða hvaða trú hún játar, ef einhver annar ætlar að útrýma henni með þeim viðbjóði sem Hamas gerði sig sekt um þann 9. október 2023, þá virði ég rétt þeirra sem á að drepa, sem á að útrýma, til að verja hendur sínar.

Þú þarft ekki að halda í eina mínútu Jósef að ég sé sammála þeim voðaverkum sem Rauði herinn bar ábyrgð á þegar hann sótti inní þýskar byggðir, en ég er ekki svo heimskur að fatta ekki, að sá sem á að útrýma, og nær að snúa stríðinu sér í vil, að hann hefur fullan rétt á að ganga til bols og höfuðs á andstæðingi sínum.

Í alvöru, ég táraðist um hádegið þann 9. október fyrir ári síðan, þegar ég áttaði mig á hvaða hörmungar Hamas væri að kalla yfir þjóð sína, og núna í dag veit ég að það var ekki ofgrátið.

En ég kenni þeim um sem ábyrgðina ber.

Ég er ekki Íslamisti Jósef, og ég er ekki nýnasisti.

Og ég er mjög mótfallinn stríðum.

En ég virði rétt fólks til að verja sig gagnvart árásarríki, eins og til dæmis Úkraínumanna, og réttinn til að uppræta andstæðing sem ætlar að útrýma því.

Sem og ég skil ekki heimsku og fáráð hinna meðvirku.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 24.10.2024 kl. 16:14

5 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Sanna í Sósíalistum viðurkennir ekki tilvist Ísraelsríkis, samkvæmt annarri frétt sem nú fer víða ("Sanna:Skoða þurfi barnagíslatöku í samhengi"). Á hún að vera laus undan gagnrýni því hún er dökk á hörund, þótt það kannski skipti engu máli? Færri þora þó kannski að gagnrýna hana þess vegna, til að vera ekki kallaðir rasistar. Þannig fólk drepur umræðunni á dreif og gerir hana marklausa. En fólk sem viðurkennir ekki Ísraelsríki, er það ekki að samsama sig Hamas? Þú sem hefur vakið aðdáun með kjarki, einlægni og frjálsum tjáskiptum, hvað segirðu um það? 

Ég vona að ég sé ekki að hvekkja þig eða fara með þetta útí annað en efni standa til, en þetta eykur lestur pistla þinna að koma inná öll viðkvæm mál og sem skipta fólk máli.

Ingólfur Sigurðsson, 24.10.2024 kl. 16:58

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Ingólfur.

Ég henti reyndar inn pistli um þetta viðtal við Sönnu eftir að þú skrifaðir athugasemd þína.

En varðandi það að vera kjarkaður og einlægur, þá eru þín fótspor stór.

Mun stærri en mín.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 24.10.2024 kl. 17:36

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og tveimur?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 531
  • Sl. sólarhring: 663
  • Sl. viku: 6262
  • Frá upphafi: 1399430

Annað

  • Innlit í dag: 451
  • Innlit sl. viku: 5306
  • Gestir í dag: 414
  • IP-tölur í dag: 407

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband