23.10.2024 | 13:11
Eltingarleikurinn við skottið.
Þeir þóttu ekki sérstaklega gáfulegir hundarnir í sveitinni sem eyddu heilu og hálfu dögunum í að eltast við skottið á sjálfum sér.
En miðað við þetta viðtal við formann grunnskólakennara þá virðast þeir ekki hafa verið svo vitlausir, mætti jafnvel halda að þeir væru hámenntaðir.
Kjör verða ekki til með eilífum samanburði, að þessi fái svona mikið, því á ég að fá svona mikið, og þá er þetta seinna svona hærri tala en hjá fyrra svona.
Kjör verða heldur ekki til með peningaprentun, það þýðir ekki að segja að ég vil fá milljón, eða tvær milljónir, jafnvel margar milljónir, ef það er ekki innistæða fyrir þeirri kröfu.
Og eins og fjárhagsstaða ríkis og sveitarfélaga er í dag, þá er engin innistæða fyrir launahækkun opinbera starfsmanna.
Allt sem er knúið fram með verkföllum leitar beint út í verðbólguna, og það vita allir hvað það þýðir, eru vextir ekki nógu háir nú þegar??
Kjör verða til með verðmætasköpun og ef kennarar vilja hærri raunlaun, þá ættu þeir að krefja stjórnvöld um að bæta skilyrði atvinnulífsins, til dæmis með lækkun skatta eins og tryggingargjaldsins.
Og ef þeir eru nógu djúpir á því, vilja virkilega jákvæða kjaraþróun, þá krefja þeir næsta alþingi að segja upp EES samningnum sem fyrir löngu er orðinn dragbítur á þróun atvinnulífsins með öllu reglufargani sínu.
Einnig yrði ágætis kjarabót að loka landamærunum, á meðan fólk flyst hraðar til landsins en við náum til að byggja fyrir það þak yfir höfuð, þá er viðvarandi síþensla og hávextir.
En að fara í verkfall til að knýja fram kjararýrnun er ekki gáfulegt.
Svei mér þá.
Kveðja að austan.
Kennarar vilja meira en milljón í laun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 0
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 2019
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1772
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Algjörlega sammála þér Ómar.
En væri ekki nær að ná upp PISA standarnum áður en farið
er heimta hærri laun.? Kennslan er ekki betri en svo að börnin
eru að koma úr skólunum ólæs og reiknandi þannig að ekki
er það nú sannfærandi fyrir góða vinnu er það.?
Það mun engin njóta góðs af þessu verkfalli og það
þarf ekki miklar gáfur til að sjá það.
En kannski er bara skortur af gáfum sem veldur þessum kröfum.
Sigurður Kristján Hjaltested, 23.10.2024 kl. 14:46
Verst er að verkfallið bitnar fyrst og fremst á þriðja aðila, börnunum.
Hördur Thormar (IP-tala skráð) 23.10.2024 kl. 21:58
Blessaður Sigurður.
Það eru margar skýringar á gjaldþrotinu sem Pisa kannanirnar hafa afhjúpað.
Ég hygg að sú stærsta sé tengd yfirstandandi þjóðarskiptum.
Þar á eftir kemur þróun ónothæfra kennsluaðferða og kennslugagna, bæði í lestri og reikningi. Maður veltur því fyrir sér hvort það hafi verið allt í lagi með það fólk sem ábyrgðina ber á þeirri fávisku. Á sér í raun enga afsökun því skynsamt fólk reyndi að hafa vit fyrir þeim.
Það þriðja sem má nefna er ruglandi í umgjörðinni, próf ekki próf, hver menntamálaráðherra á fætur öðrum reynir að setja "sitt mark" á námsskrá, oft í litlu samhengi við fyrri stefnumörkun og svo framvegis.
Kennara eru að mestu fórnarlömb eins og samfélagið í þessum þáttum, en vissulega ættu þeir að hafa vit og skynsemi til að hafna vitleysunni frá menntamálstofnun, líkt og til dæmis bekkjarkennari strákanna minna fyrstu árin, hún hafði séð skynsamt barn sitt útskrifast næstum án kunnáttu í stærðfræði úr grunnskólanum.
En hann var reyndar leiðbeinandi, það er ekki með full réttindi, en ekki hámenntuð.
En góður kennari.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 24.10.2024 kl. 07:09
Blessaður Hörður.
Miðað við niðurstöðu Pisa könnunarinnar þá virðist orðið litlu máli skipta hvort börn sæti formlegri kennslu eður ei svo það má frekar velta því fyrir sér hvort þriðji aðilinn sé ekki foreldrar sem vita af börnum sínum í reiðuleysi.
En taktískt er þetta ekki tíminn hjá kennurum.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 24.10.2024 kl. 07:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning