Núna er rétti tíminn til að ljúka stríðinu

 

Er haft eftir Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.

Stríði sem átti aldrei að verða, stríði sem átti löngu að vera lokið, stríði sem hefur þróast útí lönguvitleysu.

 

Þá þarf Blinken að standa við orð sín, gera harðlínumönnum í ríkisstjórn Ísraels það ljóst að áframhaldandi stuðningur Bandaríkjanna við ísraelsku hernaðarvélina sé háður því að Ísraelsmenn lýsi því yfir að gegn lausn gísla, jafnt lifandi sem látna, þá fari þeir frá Gasa fyrir fullt og allt.

Láti íbúana þar glíma við Hamas og morðingjasveitir þess.

 

Þarna reynir á forystu Bandaríkjamanna.

Vonandi bregst hún ekki.

Kveðja að austan.


mbl.is „Núna er rétti tíminn“ til að ljúka stríðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Magnússon

Allan tíman frá því að Ísraelsmenn svöruðu hryðjuverkaárás Hamas þ. 7.0kt. 2023 hefur Biden stjórnin kallað eftir vopnahléi. Í tímans rás hefur það komið berlega í ljós, að vopnahlé var fyrst og fremst í þágu Hamas. Það sést vel hve vel þeir voru búnir að koma sér fyrir að varnarsveitum Ísrael hefur ekki enn tekist að frelsa gísalana þó þeir hafi náð að gera flestar herdeildir Hamas óvígar.  Hamas hefur gert göng undir Gasa sem eru lengri en allt neðanjarðarlestarkerfið í London. Þar hafa þeir búið um sig og eru með útgönguop við spítala, barnaskóla og leikvelli svo dæmi sé tekið. Nú þegar Sinvar hryðjuverkaforingi þeirra hefur verið felldur er því miður ekki tími til vopnahlés eða að draga varnarsveitirnar burtu. Nú verður að ganga milli bols og höfuðs á Hamas svo almennir borgarar á Gasa eigi þess kost að velja frelsið í stað hryðjuverkasveitir Hamas. 

Athugaðu að þeir á Gasa sem ekki hlýða Hamas eru umsvifalaut skotnir. 

Jón Magnússon, 23.10.2024 kl. 09:01

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jón.

Það er liðið rúmt ár frá því að menn sögðust ætla svæla Hamas út úr rottuholum sínum, en ég fæ ekki séð að menn séu nokkuð nær með það verkefni.  Úthreinsuð, örugg svæði að sögn, er  aftur orðin að vígvöllum, svo er bara sprengt og fólk drepið, aftur og aftur.

Og það er ekki hægt að drepa fólk endalaust, hver sem á í hlut.

Síðan vil ég meina að Hamas eigi tilveru sína undir þessu stríði og þess vegna munu samtökin aldrei samþykkja vopnahlé, því hvernig eiga þeir að feisa þjóð sína þegar allt er í rúst og meintur ávinningur enginn??

Jú, jú ég veit allt um ógnarstjórn Hamas og það skýrir hvað fólk segir við fjölmiðlafólk, það veit að ef það segir satt, þá hefur það afleiðingar fyrir bæði það og fjölskyldur þess.  En það verður sjálft að feisa skrímslin, eða lifa um alla eilífð í rústum.

Eða hver fer að setja pening í uppbyggingu á Gasa, þegar Hamas getur hvenær sem er hafið ný átök með þekktum afleiðingum?

En Hamas á ekki að stjórna atburðarrásinni, samtökin gera það í dag.

Svo já, ég vona að Blinken sé alvara í þetta sinnið.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.10.2024 kl. 09:14

3 Smámynd: Guðmundur Örn Ragnarsson

Ég er sammála athugasemd Jóns Magnússonar, hér að ofan.

Ómar, þú talar hér um að fólk sé drepið í stríðinu um Gaza. En þú segir í pistli þínum frá 19. Október, réttilega: Þegar fjallað er um stríð er talað um mannfall, að svo og svo margir féllu á vígvellinum, ekki að fólk sé drepið.

Jón segir réttilega að Yahya Sinwar hryðjuverkaforingi hafi verið felldur.

Guðmundur Örn Ragnarsson, 23.10.2024 kl. 10:38

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Guðmundur Örn.

Það er mjög erfitt að tala um að mannfalla fólk í stríði ég veit ekki annað en að sögnin að drepa sé rétt málnotkun í því samhengi sem ég nota hana í hér að ofan.

En fólkið sem er drepið, það fellur í stríði og stríðsátökum og um það snérist gagnrýni mín á málnotkun hinna meðvirku.

Ég skil alveg afstöðu þína og skil alveg rök Jóns en alveg eins og hinir meðvirku þjóna morðingjunum í Hamas, viðhalda með því hörmungum og þjáningum saklausra borgara Gasa strandarinnar, þá þurfum við líka að passa okkur á að verða ekki meðvirk með tilgangsleysi

Hvað þá að verða meðvirkur með morðingjum Hamas, stríðið er forsenda tilveru þeirra í dag, þess vegna vilja samtökin ekki vopnahlé. 

Ég sé ekki tilganginn að taka þann dans með þeim.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.10.2024 kl. 11:09

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og fimm?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 590
  • Sl. sólarhring: 643
  • Sl. viku: 6321
  • Frá upphafi: 1399489

Annað

  • Innlit í dag: 505
  • Innlit sl. viku: 5360
  • Gestir í dag: 462
  • IP-tölur í dag: 455

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband