Árásir á kennara.

 

Það eru margar hliðar á þeim vanda sem blasir við skólakerfinu í dag.

Og Morgunblaðið á hrós skilið fyrir umfjallanir sínar og viðleitnina til að reifa ólík sjónarmið, bæði með viðtölum og fréttaskrifum.

 

Eins má hrósa blaðinu fyrir málefnaleg efnistök varðandi grein Svandísar, því margt er til í því sem Svandís segir, og mjög ómaklegt að skella skuld á kennara vegna kerfis sem hefur algjörlega brugðist varðandi menntun barna okkar.

Því það er ekki nóg að hluti barna okkar fái góða menntun, öll börn, óháð þjóðerni og þjóðfélagsstöðu eiga að fá hana.

 

Sérstaklega vil ég hrósa Morgunblaðinu fyrir þessi orð, því það gleyptu svo margir við aulabrandara Einars borgarstjóra þegar hann gerði grín af fjarvistum kennara vegna veikinda;

"Rætt var á mbl.is í sept­em­ber við fjölda kenn­ara, sem hrak­ist hafa úr störf­um sín­um við grunn­skóla í Reykja­vík sök­um myglu. Í ljós kom að borg­ar­yf­ir­völd höfðu skellt skolla­eyr­um við ít­rekuðum ábend­ing­um þess sem sá um hús­næði skól­ans.".

Það eru nefnilega skýringar á öllu, og þarna liggur skömmin hjá borgaryfirvöldum.

 

Eflaust er grein Svandísar skrifuð sem hluti af kosningabaráttu hins deyjandi flokks hennar en þá hefur hún allavega gert þarft verk í þeirri baráttu.

Það eru ekki kennarar sem móta menntastefnuna, þeir þurfa að vinna eftir henni.

Það eru ekki kennarar sem þróa fávitanámsgögn eins og stærðfræðikennsluna sem átti að byggjast á að nemendur sjálfir uppgötvuðu formúlur og stærðfræði sem þurfti þúsundir ára og mestu hugsuði hvers tíma til að þróa og bæta.  Eða þá nálgun í lestrarkennslu að afleggja stafa og hljóðkennslu heldur að kenna orð með því að láta börnin þreifa á hlutum, teikna þá og föndra.

Það eru kennararnir sem þurfa að reyna að gera gott úr þessari forheimsku úr ranni froðu rétttrúnaðarins.

 

Eins eru það ekki kennarar sem bera ábyrgð á sístreymi erlends fólks til landsins, á þjóðarskiptunum sem eru að afleggja íslenska menningu og tungu.

Þeir fá bara alltaf ný og ný börn í bekkina sína, ómælandi á íslensku, ólesandi á íslenska texta.

Svo eru menn hissa á því að þessi sömu börn koma ekki vel út á Pisa könnunum.

 

Ábyrgðaraðilar þessarar hringavitleysu, hvað sem þeim gengur til, finnst auðvelt að frýja sig sök með því að skella skuldina á kennara, og því miður taka margir undir.

Minn mælikvarði eru ánægð börn sagði ein fótboltamamman við mig, sem í aukastarfi frá því að vera fótboltamamma, var kennari, og umræðan var Pisa könnun þegar tvítugir strákarnir okkar voru 12-14 ára að mig minnir. Og svo fylgist ég með hvernig þeim vegnar í lífinu, sé mörg af þeim fara til frekari náms og standa sig vel.

 

Sem foreldri tveggja stráka, aldnir upp í litlu samfélagi, get ég tekið undir þessi orð.

Þeir hlutu góða og kærleiksríka menntun, bæði í grunnskóla sem og í framhaldsskólanum hér í bænum.

Smár en góður, lífsglaðir krakkar sem virðast standa sig vel í því námi sem þau hafa farið í.

Af þeim er sómi, og þau eru rósir fyrir skólakerfi minnar litlu byggðar, bæði kennara sem og stjórnenda.

 

Þannig er þetta alls staðar þar sem vel er gert.

Og kennurum gert kleyft að sinna störfum sínum.

 

Fyrir það ber að þakka.

Sem og að andæfa því að sekir geti skellt skuld á þá sem litla eða enga sekt bera.

 

Þess vegna eiga bæði Mogginn og Svandís hrós fyrir skrif sín.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Segir að ráðist sé á kennara og hart sótt að þeim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Ómar nú kem ég uppalinn af kennara og skólastjóra. Hann hafði mikinn metnað sem slíkur. Síðar fór hann í Seðlabankann. Það voru gerðir kjarasamningar í anda þjóðarsáttar. Ef sá rammi sem samningar byggðu á standa ekki fáum við ástand þar sem allir tapa. Sjálfur bý ég á heimili þar sem konan er sérfræðingur í heilbrigðiskerfinu. Þar sem fjöldi barna frá mismunandi löndum bætast við í kerfi sem illa þolir slíka viðbót. Hreyfir aukaálagið fram í bættum kjörum, nei ekki frekar en hjá mörgum sem búa við aukið álag. Bætt kjör koma í gegnum minni verðbólgu. 

Sigurður Þorsteinsson, 22.10.2024 kl. 23:12

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Smá viðbót mikið viðbótarálag í skólakerfinu er m.a. í boði Svandísar Svavarsdóttur sem vill opin landamæri. 

Sigurður Þorsteinsson, 22.10.2024 kl. 23:25

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Sigurður.

Ég hef svo sem ekki mikið við þetta að bæta, allt saman gild sjónarmið.

Vil aðeins ítreka að gjaldþrot menntakerfisins, því það er vissulega gjaldþrota, er ekki sök kennara.  Og það á ekki að láta ábyrgðaraðilana komast upp með að skella skuld á þá.

Síðan megum við ekki gleyma því að sístreymið til landsins er að megninu til vegna EES samningsins, hann er fyrir löngu búinn að snúast uppí andhverfu sína, veldur margföldum skaða miðað við ávinning.

Og eins og það er skrýtið þá er hann ekki kosningamál, ekki nema þá ef flokkurinn hans Arnars nái einhverju flugi sem ég reikna ekki með.

En um kennara hef ég ekkert annað en gott að segja, bæði þá sem ég hafði í den, sem og þá sem ég þekki til í skólum heimabyggðar minnar.

Hins vegar legg ég til að kjarabarátta þeirra verði bönnuð, hún er svo þreytandi.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.10.2024 kl. 08:58

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og níu?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 39
  • Sl. sólarhring: 624
  • Sl. viku: 5623
  • Frá upphafi: 1399562

Annað

  • Innlit í dag: 32
  • Innlit sl. viku: 4796
  • Gestir í dag: 31
  • IP-tölur í dag: 31

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband