Eiturbyrlun er ekki hluti af skyldum Rúv við land og þjóð.

 

Svo ég vitni beint í orð Stefáns; "Áfram mun­um við sinna okk­ar verk­efn­um og skyld­um við land og þjóð af metnaði og krafti líkt og und­an­far­in ár".

 

Byrlun sem aðeins tilviljunin ein kom i veg fyrir að varð að morði, kannski greip einhver vættur inní sem gat ekki hugsað sér að Ríkisútvarpið skipulegði morðatlögu að borgurum þessa lands.

Og Stefán Eiríksson hefur ekki axlað ábyrgð á.

Lítilmennska hans því algjör.

 

Þó stór miðað við þá smán að fulltrúar almennings, fulltrúar löggjafarvaldsins skulu framlengja ráðningartíma Stefáns Eiríkssonar til næstu 5 ára.

Í þeirri smán felst yfirlýsing að þessir fulltrúar almennings, þessir fulltrúar löggjafarvaldsins telji Ríkisútvarpið sé hafið yfir lög og reglur samfélagsins, það megi búa til fréttir, taka fólk og fyrirtæki fyrir og beita öllum ráðum til að ná höggi á viðkomandi.

Jafnvel reyna að drepa fólk, þar er engin afsökun að tilgangurinn hafi verið að reyna svæfa viðkomandi borgara svo hægt væri að stela síma hans og afrita.

 

Það er mikið að í samfélagi sem líður svona.

Kveðja að austan.


mbl.is Stefán endurráðinn til fimm ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Hefði ekki verið ráð að bíða með endurráðningu fram yfir kosningar og láta nýja stjórn RÚV sjá um þetta mál?  Af hverju hefur Stefán ekki verið yfirheyrður? Getur hann sem opinber starfsmaður neitað að mæta í yfirheyrslu? Eða þorir lögreglan ekki að yfirheyra sinn fyrrverandi yfirmann. Stórt er spurt en enginn svör munu koma. 

Sigurður I B Guðmundsson, 22.10.2024 kl. 08:51

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Sigurður.

Ég hefði einfaldlega rekið manninn fyrst að hann gat ekki sjálfur axlað ábyrgð á gjörðum undirmanna sinna.  Það er ekki að axla ábyrgð að láta helstu gerendur málsins hætta störfum hjá stofnuninni, og grjóthalda síðan kjafti, í tilraun til að þagga glæpinn í hel.

En í þjóðfélagi samtryggingar og yfirhylmingar er slíkt náttúrulega ekki gert, en samt þarf eitthvað að gera.

Í því samhengi er þínar spurningar réttmætar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 22.10.2024 kl. 09:41

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og nítján?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 2020
  • Frá upphafi: 1

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1773
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband