Tiltektin.

 

Það er athyglisvert að sjá hvernig Samfylkingin innan Sjálfstæðisflokksins hefur hert tökin á flokknum eftir að Bjarni Ben greip feginshendi útgönguleiðina sem Svandís Svarvarsdóttir bauð honum á nýliðnum landsfundi VinstriGrænna.

Réttmæta ástæðu til að slíta stjórnarsamstarfinu fyrirvaralaust, og boða til kosninga með svo skömmu fyrirvara að flokksvél allra flokka ræður skipan framboðslista, enginn tími fyrir þessi leiðindi sem prófkjör eru.

Og ekki hvað síst, enginn tími til að skipta um kallinn í brúnni, en öruggt var að það yrði gert á landsfundinum í byrjun næsta árs.

 

Allir með opin augu sjá að Bjarni hefur vaxið við þessi stjórnarslit, þreytan og slenið er víðsfjarri, gamli forystumaðurinn mættur, skeleggur og drífandi.

Óvissan hins vegar var spurningin um hvar stendur Bjarni í pólitíkinni innan flokksins, hingað til hefur hann brúað bilið milli Samfylkingarinnar innan flokksins, þeirra þingmanna sem vilja afleggja sjálfstæði þjóðarinnar og afhenda Brussel æðstu völd í lagsetningu og múlbinda síðan framkvæmdarvaldið til að lúta ordum að utan, kennda við tilmæli ESA, og síðan gamla Sjálfstæðisflokksins, hinna borgaralegu íhaldsþingmanna sem vita hvað felst í að vera sjálfstætt íhald.

 

Ætli tiltektin í dag sýni ekki hvar Bjarni stendur í þeim innanflokksátökum.

Íhaldsþingmönnum var slátrað svo það sé sagt hreint út.

 

Eftir stendur flokkur sem mun örugglega endurnýta frasa gamla Sjálfstæðisflokksins, þykist tala gegn þjóðarskiptunum, og í orði tala gegn inngöngu í Evrópusambandið, sem má vel að vera rétt, eftir samþykkt bókunar 35 þá glatar þjóðin sjálfstæði sínu, og slagur um formlega inngöngu ekki fyrirhafnarinnar virði.

Síðan verður talað um lægri skatta, minna regluverk og eitthvað bla bla sem stelpurnar geta örugglega lært eins og alla hina frasana sem liggja þeim á tungu.

Þannig verður reynt að bregðast við tangarsókn Miðflokksins á lendur borgaralegrar íhaldsmennsku.

 

Spurningin hins vegar er hversu trúverðugt það verður þegar litið er yfir valinn, þeir þingmenn sem gátu gefið slíkri sýnd trúverðugleik, þeim var öllum slátrað, gamli Sjálfstæðisflokkurinn á ekki lengur fulltrúa á framboðslistum flokksins?

Sem og það er spurning hvort fleiri fylgi í fótspor Sigríðar Andersen yfir í Miðflokkinn.

Hvort tiltektin verði búmmerang sem hitt flokkinn illa í kosningafótinn, að íhaldssamir kjósendur í eldri kantinum, sem reyndar eru kjarnafylgi flokksins, sjái lítinn sem engan mun að kjósa Kristrúnu og Samfylkinguna, eða Þórdísi Kolbrúnu og Samfylkingu hennar innan Sjálfstæðisflokksins??

Kjósi þá annaðhvort Miðflokkinn eða hinn nýja Lýðræðisflokk Arnar Þórs Jónssonar.

 

Þetta veit náttúrulega tíminn einn.

En fróðleg var tiltektin.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Reynslumiklir þingmenn fengu ekki sæti á lista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Örn Ragnarsson

Nú er komið í ljós að Jón Gunnarsson á ekki heima lengur í flokknum sem borið hefur nafnið Sjálfstæðaflokkur, því nafn flokksins er orðið að öfugmæli. Jón er sennilega að flytja alfarinn af því spillt heimili og það ættu fleiri að gera.

Ég tek undir með þér Ómar, sannir Sjálfstæðismenn eiga heima í Miðflokknum eða í Lýðræðisflokknum.

Nú kallar klukkan á menn til liðs við Arnar Þór Jónsson. Gegnum kallinu!

Guðmundur Örn Ragnarsson, 20.10.2024 kl. 19:13

2 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Framhaldsspurningin er hvort eitthvað verði eftir þessa tiltekt?

Rúnar Már Bragason, 20.10.2024 kl. 19:17

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Guðmundur Örn og takk fyrir innlitið.

Við aðeins leiðrétta smámisskilning, ég er hér að ofan að spá í atburði dagsins og hvaða áhrif þeir geta haft á fylgi flokkanna til hægri, en ég er ekki að palldóma um hvað hver og einn eigi að kjósa, fannst þessi slátrun hins vegar bara skrýtin.

Ákaflega ótaktísk.

Það eina sem ég veit er að grasrótin hefði valið öðruvísi á lista en flokkseigandafélagið.

Hvað fólk gerir í kjölfarið hef ég ekki glóruna um.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 20.10.2024 kl. 19:50

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Rúnar Már.

Ég held að það sé alveg ljóst að það er ekkert eftir af gamla Sjálfstæðisflokknum, sem reyndar hefur átt það erfitt síðustu árin í flokknum.

Hvort blekkingarmeisturum takist hins vegar að telja góðu og gegnu íhaldsfólki í trú um að svart sé hvítt og hvítt sé litförult, eða var það ekki þannig sem skikkja svikarans Saurons var á litinn??, allavega eitthvað svipað orð, á hins vegar eftir að koma í ljós.

En eins og ég tek skýrt fram hér að ofan, þá hefur Bjarni vaxið mjög eftir stjórnarslit.

Hins vegar hvort sjálfstæðisfólk vilji að sá styrkur verði nýttur til að segja þjóðinni endanlega til sveitar hjá Brussel, það kæmi mér verulega á óvart.

Það væri allavega sorglegur endir hjá þessum forna borgarlega íhaldsflokki sem á rót sína úr sjálfstæðisbaráttu áa okkar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 20.10.2024 kl. 19:59

5 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Það er búið að skipta um kjósendur Sjálfstæðisflokksins, tíðindi dagsins kveða úr um það. Nú er Sjálfstæðisflokkurinn einhver óskýr blanda af Viðreisn, Samfylkingu og jú fyrrum flokknum sem hann var. Erfitt að segja hvað kemur uppúr kjörkössunum. Það er nóg af fólki sem vill kjósa svona kratisma, en finnst þeim ekki Viðreisn eða Samfylkingin meira spennandi, eða Píratar? Þetta er allt orðið svo óljóst hvar sérstaða flokkanna er.

Ég tel mögulegt að nýir kjósendur hífi fylgi Sjálfstæðisflokksins uppí 18-25 prósent, mögulega, en hann gæti líka fengið 10-14 prósent, sennilega. Þetta er áhætta, að þykjast annað en maður er.

En það er skrýtið miðað við að Sjálfstæðisflokkurinn hefur minnkað í samstarfi við VG, greinilega vegna þess að þau gáfu eftir, hvernig á þetta þá að skila árangri? En allt er mögulegt í pólitík.

Til lengdar mun þetta sennilega ekki virka.

Ef Bjarni er að þessu til að vera á biðilsbuxunum gagnvart Kristrúnu Frostadóttur í Samfylkingunni, þá kannski gæti þetta virkað svo þau pússi sig enn betur saman í næstu ríkisstjórn.

En tek undir það, þetta er hálfundarlegt.

Ingólfur Sigurðsson, 21.10.2024 kl. 00:05

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Vonandi sjá þingmenn ekkert eftir veru sinni í Sjálfstæðisflokknum Guðmundur Örn,en ég sé eftir Jóni Gunnarssyni á þingi.Vann við fyrri framboð hans þar og kölluðum hvert annað frændsystkin (þar sem langafi hans ól mig upp).Ég hélt að hann yrði í öruggu sæti komandi kosninga.- - man einhver eftir svo kölluðu "Hræðslubandalagi" sem mig minnir að hefðu gert löglegt samkomulag að atkvæði annars gilti til þeirra samanlagt. Verð að láta flakka þó hljómi asnalega; til í allt nema lögbrot svo þjóð mín eigi bjart framhaldslíf.

Helga Kristjánsdóttir, 21.10.2024 kl. 00:16

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Ingólfur og takk fyrir þitt góða innlegg.

Þetta er nefnilega mjög athyglisverð nálgun hjá þér, að flokkseigandafélagið ætli að veðja á nýjan hest útí miðri á, kjósendahóp Viðreisnar og Samfylkingarinnar (hægri krata), og í þeirri viðleitni dumpi sínum gömlu rótum, íhaldsmönnum. Að þetta sé svona lokasigur gamla Frjálslyndaflokksins yfir gamla Sjálfstæðisflokknum.

Og ég held að mat þitt á hugsanlegu fylgi sé alveg hárrétt, þessar nýju veiðilendur geta alveg skilað flokknum svipuðu kjörfylgi og í síðustu kosningum.  Þar má ekki vanmeta Bjarna, það hreinlega gustar af honum þessa dagana, og Þórdís Kolbrún gæti alveg verið tvíburasystir Kristrúnar í stjórnmálum, eiginlega ekkert sem ber í milli í skoðunum þeirra og málflutningi, nema Þórdís Kolbrún er herskárri, í einkastríði sínu við Pútín minnir hún um margt á fornar valkyrjur, eða hina táknrænu konu sem fór með fána lýðveldisins í frönsku stjórnarbyltingunni.

En þar með er náttúrulega hægra fylgið farið, hvert sem það fer, svo það þarf að fiska vel í grugginu sem landsölufólk leggur færi sín.  Þarna undir held ég að liggi hið tvíeggjaða sverð Samfylkingarinnar að sjanghæa þekkt fólk á lista, sem og hvernig Viðreisn spilar úr framboðslistum sínum. Er Gnarrinn áhættunnar virði??

Hins vegar held ég að það sé ekki rétt mat hjá þér, þó menntaðir stjórnmálaskýrendur haldi því fram, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi goldið samstarfsins við VG, skýringarnar liggja beint hjá flokknum sjálfum.

Opin landamæri og þjóðarskiptin eru stefna Sjálfstæðisflokksins, samþykkt á landsfundi flokksins.  Valdaafsalið til Brussel, sem er margfalt miðað við valdaafsalið 1262 þegar Íslendingar gengu Noregskonungi á hönd, samþykkt bókunar 35, er eina þingmál utanríkisráðherra, Þórdísar Kolbrúnar, því hún þarf ekki samþykki þingsins við einkastríð sitt við Pútín, af hverju ætti fólk sem er til hægri í lífsskoðunum sínum að kjósa flokk sem hefur svikið sín helgustu vé??

Síðan hefur forystukreppa hrjáð flokkinn allt þetta kjörtímabil, Bjarni hefur ekki verið sjálfum sér líkur, og hann er límið, og þó Þórdís Kolbrún sé vissulega tilbúin sem krónprinsessa, þá er hún einfaldlega hægri krati, ekki íhaldsmanneskja.

En það er auðvelt að kenna öðrum um, gömul saga og ný.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 21.10.2024 kl. 07:49

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Helga og takk fyrir innlitið.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 21.10.2024 kl. 07:50

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og nítján?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 84
  • Sl. sólarhring: 587
  • Sl. viku: 5668
  • Frá upphafi: 1399607

Annað

  • Innlit í dag: 72
  • Innlit sl. viku: 4836
  • Gestir í dag: 71
  • IP-tölur í dag: 71

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband