19.10.2024 | 22:47
Gjaldþrotið.
Stóra spurningin er samt um hvort gjaldþrotið er stærra??
Samfylkingarinnar, sem treystir sér ekki lengur í alvörustjórnmál, heldur treystir á þekktar persónur þjóðlífsins til að tryggja góð úrslit í komandi kosningum.
Eða almannavarna og sóttvarna þjóðarinnar þegar forystufólk þar nýtur sér störf sín þar til frama á vettvangi stjórnmálanna.
Eins og aumkunarverðustu áhrifavaldar samfélagsmiðlanna.
Þórólfur sagði vissulega að þetta væri ekki fyrir sig, en óskaði þeim Víði og Ölmu góðs gengis og sagði að framboð þeirra væri styrkur fyrir Samfylkinguna.
Sem er örugglega rétt, og væri styrkur fyrir hvaða flokk sem er, ef ekki væri sá hængur á að fólk sem fær athygli og umfjöllun fjölmiðla vegna starfa sinna í þágu almennings á hættutímum vegna náttúruváar eða heimsfaraldurs alvarlegra smitsjúkdóma líkt og kóvid veiran var, það á ekki að selja sálu sína stjórnmálaflokkum gegn öruggu þingsæti.
Því það skaðar ekki aðeins sitt eigið mannorð og æru, heldur stórskaðar það líka trúverðugleik þeirra embætta sem það gegndi.
Sem á hættutímum eru líklegast mikilvægustu embætti þjóðarinnar.
Þetta er svo sorglegt.
Þetta er svo mikið gjaldþrot stjórnmálanna.
En fyrst og síðast smækkun viðkomandi einstaklinga.
Smækkun sem vegur svo alvarlega að trúverðugleik þeirra embætta sem viðkomandi einstaklingar gegndu.
Og ég sem hélt að Kristrún væri leiðtogi.
Ha, ha, bjáninn ég.
Samt spyr ég, hvers á þjóðin að gjalda þegar fjöregg hennar er undir??
Sjálfstæði hennar og framtíð.
Er engin reisn eftir í stjórnmálum þjóðarinnar??
Eru þau orðin einn stór raunveruleikaþáttur í anda Survivor eða Bachelor??
Sýnd og froða án innihalds???
Stjórnmálin eru samt eins og þau eru.
Það minnkar samt ekki smán þríeykisins.
Aumingja þau.
Kveðja að austan.
Þetta er ekkert fyrir mig | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 25
- Sl. sólarhring: 629
- Sl. viku: 5609
- Frá upphafi: 1399548
Annað
- Innlit í dag: 18
- Innlit sl. viku: 4782
- Gestir í dag: 18
- IP-tölur í dag: 18
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þarna er ég þér algjörlega sammála Ómar.
Hvað hefur Samfylkingin að gera með svona andlit sem hafa verið á sjónvarpsskjám landsmanna meira en önnur?
Er ekki Samfylkingin stærsti og vinsælasti flokkur landsins nú þegar?
Eru stjórnmál orðin skrum án innihalds?
Er sumt áberandi fólk farið að troða sér í stjórnmálin til að fá enn hærri laun?
Er það þá ekki viðurkenning á því að stjórnmál eru orðin gróðamaskína, en engar hugsjónir?
Og maður var farinn að fá trú á því að Kristrún og Samfylkingin vildu hjálpa fólkinu!!
Þetta er farið að minna á peningamaskínu í anda Bandaríkjanna.
Jæja, hvað um það. Ég ætla enn að vona að Samfylkingin geri eitthvað gagn, og færi meiri mennsku inní pólitíkina, og Samfylkingin mun væntanlega mynda næstu stjórn.
Kveðjur að sunnan.
Ingólfur Sigurðsson, 19.10.2024 kl. 23:59
Með fullri virðingu fyrir þessu annars ágæta fólki, þá lyktar þetta samt eins og skrum. Ef það labbar eins og önd og kvakar eins og önd er það líklega önd. Vonandi sjá kjósendur í gegnum sjónarspilið sem virðist vera í uppsiglingu.
Guðmundur Ásgeirsson, 20.10.2024 kl. 00:55
Góðan daginn Ómar, -já; ha, ha, bjáninn ég.
Dýralæknirinn lék reyndar sama leikinn í suður, og sagðist leggja sjálfan sig undir í öðru sæti. Hann virðist búast við afhroði í sínu kjördæmi þó svo að það sé nánast það eina þar sem byggð hefur verið brú á milli tjöruvaðanna á kjörtímabilinu og það á hans vakt.
Já hún er sorgleg hárifavaldavæðing stjórnmálanna, sama hvort þeir koma flissandi beint úr spurningakeppni framhaldsskólanna eða hafa dottið í lukkupott Kviku, -þó hún sé síður en svo ný af dúkkulýsunálinni. Má ég þá heldur biðja um kjördæmapotara af gömlu gerðinni.
Með ylvolgri morgunngolu úr efra.
Magnús Sigurðsson, 20.10.2024 kl. 07:17
Góðar athugasemdir hér að ofan og sammála þeim öllum.
Vona samt að Ingólfur hafi ekki rétt fyrir sér með að
samfylkingin muni leiða næstu ríkisstjórn því það má
aldrei gleyma hrunstjórninni sem fórnaði þúsundum fjöldskyldna
á altari mammons.
Munið eftir slagorðinu "Skjaldborg um heimilin".
Allir sem vilja muna og vita að þetta var ein mest lýgi
sem kom fram hjá samfylkinguni þá og breyting á mannskap
í þessum flokki er ekkert annað en trojuhestur til þess eins að
komast til valda.
Ef þessi flokkur kemst til valda,
þá segi ég bara eins og Geir sagði forðum, "Guð blessi Ísland".
Sigurður Kristján Hjaltested, 20.10.2024 kl. 10:41
Blessaður Sigurður.
Til þess eru bænir meðal annars, til að forða voða.
Hvort sem þær fylgja ástvinum út á ólgusjóinn, á áfangastað þegar lagt er í tvísýnu yfir erfiða fjallvegi, þegar veður eru válynd og uggur í brjósti horfir uppí fjallshlíð, þá styrkja þær mann, og á sinn hátt virka.
Leggjumst því á bæn um að Samfylkingin leiði ekki næstu ríkisstjórn, hvort sem það er móðurflokkurinn eða útbú hans í Sjálfstæðisflokknum, það er út um þessa þjóð ef tvíeykið, Kristrún og Kolbrún leiða næstu ríkisstjórn.
Hefur ekkert með fortíðina að gera heldur framtíðina.
Valdaafsalið, að endurreisa hina fornu stekki Alþingis, og þá tóma.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 20.10.2024 kl. 11:01
Blessaður Ingólfur.
Það er smækkun þríeykisins sem pirrar mig og þá að þetta fólk skuli ekki skilja hvað það er að gera þeim embættum sem það gegndi, og hvaða áhrif það hefur á trúverðugleik viðkomandi stofnana.
Varðandi Samfylkinguna þá veit ég alveg hvað vakir fyrir Kristrúnu og klíkuna sem er í kringum hana. Þó Kristrún njóti stuðnings meirihluta flokksmanna þá er hún í minnihluta innan flokkseigandafélagsins, sem rígheldur í gamaldags froðustjórnmál, og í þess augum er Kristrún aðskotadýr sem ætti frekar heima í Sjálfstæðisflokknum en Samfylkingunni. Með þessari leikfléttu er Kristrún að fá "sitt" fólk inná lista sem erfitt er fyrir flokkseigandafélagið og Jóhönnu guðmóðir að setja sig uppá móti. Og þegar ég tala um "sitt fólk" þá er ég einfaldlega að tala um fólk sem er ekki heimskt.
Skil þetta alveg, en jafn ómerkilegt fyrir það.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 20.10.2024 kl. 11:08
Við skulum vona það Guðmundur.
Takk fyrir innlitið.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 20.10.2024 kl. 11:09
Góðan daginn Magnús.
Já, það er ylur í morgungolunni og fallegt var sjónarspil guðdómsins í skýjum gærkveldsins.
Þakka skal maður fyrir fegurðina þegar maður upplifir hana, og taka þátt í þökum aldanna þar sem gegnar kynslóðir hafa notið blíðveðursins í annars rysjóttri tíðinni sem fylgir eyjunni okkar fögru.
Það er hins vegar lítt að þakka í hárifavaldavæðingu stjórnmálanna, nema vissulega má þakka fyrir brýrnar á milli tjöruvaðanna. Það var þó eitthvað annað gert en að gera ekki neitt, nema það að menn telji að það að leggja ónýta vegi sé að gera eitthvað.
Já, Einflokkurinn lætur ekki að sér hæða.
Kveðja úr haustblíðunni í neðra.
Ómar Geirsson, 20.10.2024 kl. 11:18
Þakka þér fyrir hlýlegt svar Ómar, -já himnasmiðurinn sýndi snilli sína og gæsku í gærkveldi
Það væri náttúrulega hat trick að hafa allan seiðhjallinn sem áhrifavalda hjá Kviku anga fjórflokksins. Það hefði sennilega toppað áhrifavaldavæðinguna þó svo að einhver flokksbrotin nái í einn og einn forsetaframbjóðenda.
En hvað með kjósendur í kjördæmum landsins? -eiga þeir svo bara að fylgjast með á facebook?
Bestu kveðjur í blíðuna í neðra.
Magnús Sigurðsson, 20.10.2024 kl. 14:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning