Þegar fáviskan ein er eftir.

 

Það er sorglegt að lesa ákall Mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna um stöðvun átaka í Líbanon, flótti, vergangur, dauði.

Og hann réttilega óttast að Líbanon endi eins og Gasa.

 

En eins sorgleg og þessi lýsing er á skelfingum og hörmungum óbreyttra borgara Líbanons, þá er sú sorg aðeins arða í skriðu hinnar raunverulegu sorgar, að alþjóðasamfélagið kosti atvinnugóðmenni sem sjá spón úr aski hverfa ef þeir segja satt og rétt frá.

Hjá þeim er sökin Ísraela, að úr djúpi áður óþekktrar mannvonsku ráðist þeir á friðsöm nágrannaþjóðir sínar, steypi þar öllu í bál og brand.

 

Ósögð er sú staðreynd að árásir og síðan innrásir Ísraela í Líbanon er svar við síárásum hryðjuverkasamtaka Hisbollah á landamærahéruð Ísraels, síárásum sem hin meintu atvinnugóðmenni gerðu engar athugasemdir við.

Samt myndu þau aldrei sætta sig sjálf við morðárásir hryðjuverkamanna sem beindust að þeim og fjölskyldum þeirra, þeir myndu aldrei snúa við hinum vanganum og ganga yfir lík og dauða ástvina sinna.

Það eru aðeins gyðingarnir sem eiga að sætta sig við slíkar morðárásir, að snúa hinum vanganum.

 

Í þessum tvískinnungi liggur smán atvinnugóðmennisins Matt­hew Holl­ingworth, lands­stjóra Matvæla­áætl­un­ar Sam­einuðu þjóðanna (WFP) í Líb­anon, sem sagði að hann og hans líkar þyrftu að gera allt til að koma í veg fyrir að Ísraelar sprengi Líbanon upp líkt og þeir gerðu á Gasa.

Því ef hann óttaðist þessa sýn, og þó hann heyktist á að fordæma morðárásir Hamas, þá átti hann frá fyrsta degi að krefja alþjóðasamfélagið að stöðva síárásir Hisbollaha á Ísrael, fyrr eða síðar myndi sterkara herveldið svara fyrir sig á þann eina hátt sem herveldi geta, að sprengja upp óvininn sem varpar sprengjum yfir landamærin til að drepa og eyða.

 

Líkt og Bretar gerðu í seinna stríði, líkt og Rússar gerðu í seinna stríði.

Því ekkert ríki sættir sig við síárásir yfir landamæri sín, hvorki í nútíð, fortíð eða framtíð.

Þar brugðust atvinnugóðmennin, þar fórnuðu þeir saklausu íbúum Líbanons fyrir sína eigin kostuðu góðmennsku, sem þeir byggja líf sitt og afkomu á.

 

Eins sorgleg og hræsni þeirra og tvískinnungsháttur er, eins sorglegt og að alþjóðasamfélagið skuli ekki stöðva Íran og dótturhryðjuverkasamtök þeirra á Gasa, í Líbanon eða Jemen, þá nær orðið fáviska ekki yfir þá afstöðu, að gera ekki neitt,að fórna lífi og limum saklausra svo hægt sé að maka krókinn á hörmungum þeirra.

Þetta er jú bara sjálfsbjargarviðleitni sníkjudýra, þekkt frá fyrstu þróun lífsins.

 

Orðið fáviska í fyrirsögn er eina sem skýrir blaðamennsku Góða fólksins á Morgunblaðinu.  Og vísa þá í þessi orð í frétt Mbl.is;

"Stríð Ísra­els í Gasa, sem hófst eft­ir árás Ham­as á Ísra­el fyr­ir ári, hef­ur orðið meira en 41.900 manns að bana. Með stríðsrekstr­in­um hafa Ísra­el­ar aðallega drepið óbreytta borg­ara, að sögn heil­brigðisráðuneyt­is­ins sem er á yf­ir­ráðasvæði Ham­as.".

Já Ísraelar hafa aðallega drepið óbreytta borgara í stríði sínu við Hamas og núna Hisbollaha.

 

Sem er vissulega rétt, en hvernig er hægt að berjast við óvin sem verst innan um óbreytta borgara??

Óvin sem nýtir sér örugg byrgi jarðgangna á meðan þegnar hans eru óvarðir á yfirborðinu, og nýtir sér þessi jarðgöng til að dúkka upp á yfirlýstum öruggum svæðum, í skólum og sjúkrahúsum, ræðst þar á innrásarliðið, skýtur þar eldflaugum yfir landamærin á Ísrael.

Eða loksins þegar matvæla og neyðaraðstoð var leyfð í gegnum landamærahlið, skaut markvissum eldflaugum á landamæraeftirlit Ísraela.

 

Hvernig getur Mogginn verið svona heimskur, tekið svona eindræga afstöðu með hryðjuverkum og dauða??

Vita hinir vesælu blaðamenn ekki að því hvað er að gerast í heiminum í dag, og í gær, og mun gerast á morgun ef enginn verst miðaldaskríl Íslamista??

Vita þeir ekki hvað systursamtök Hamas gerðu í Írak og Sýrlandi, dauðann og djöfulinn sem fylgir hverju þeirra fótspori??

Eða hafa þeir ekki heyrt um leiðtoga Írans, sem telja að almenningi, hvort sem það er á Gasa, eða í Líbanon, megi fórna píslarvættisdauða til að ná fram hinu göfuga markmiði að útrýma 9 milljóna þjóð gyðinga.

Hugsanalega yrði hundum og köttum samt hlíft.

 

Þegar borgarlegt blað eins og Morgunblaðið bregst, gengur erinda morðóðra Íslamista, upphefur morðæði þeirra, fordæmir vörn þeirra sem á að útrýma, þá gengur það um leið gegn mennskunni, framtíðinni, þeirri framtíð að börn okkar séu laus við öfgafólk og miðaldaskríl.

Hvort sem það eru steinrunnir leiðtogar sem vilja endurreisa forn ríki með morðum og drápum líkt og við sjáum í Kreml, eða Íslamistar sem vilja snúa klukkunni mörg hundruð ár til baka.  Með morðum, með drápum, með að afmennska helming mannkyns líkt og Talibanar gera í Afganistan, og þá með góðu samþykki Íslamista Mið-Austurlanda og þeirra sem hafa hreiðrað um sig í Evrópu.

Þá segir það einfaldlega, það er engin framtíð í mennskunni.

Illmennin eiga að erfa heiminn.

 

Af sem áður var með Morgunblaðið, gegnir eru ritstjórar hins borgarlega íhaldsblaðs sem var klettur gegn einræði og ómennsku.

Aðeins fáviskan ein er eftir.

Erinda morðóðra, sem fórna sínu eigin fólki til að geta útrýmt öðru fólki, eru erindi Morgunblaðsins i dag.

Án sæmdar, aðeins smánin ein er eftir.

 

Svei attan.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Óttast að Ísraelar fari eins með Líbanon og Gasa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Örn Ragnarsson

Ómar Geirsson. Þökk fyrir enn einn frábæran pistil þinn um árásir þjóðanna á Ísrael. En Ísraels Guð spáði þessu fyrir 2600 árum í gegnum spámann sinn Ezekíel, er Hann sagði:

Á síðustu árunum munt þú (Góg) koma inn í það land, sem aftur er unnið undan sverðinu, til þjóðar, sem safnað hefir verið saman frá mörgum þjóðum á Ísraels fjöll, sem stöðuglega hafa í eyði legið, já, frá þjóðunum var hún flutt, og nú búa allir öruggir.

Þá munt þú brjótast fram sem þrumuveður, koma sem óveðursský til þess að hylja landið, þú og allir herflokkar þínir og margar þjóðir með þér.

Svo segir Drottinn Guð: Á þeim degi munu illar hugsanir koma upp í hjarta þínu og þú munt hafa illar fyrirætlanir með höndum og segja: Ég vil fara í móti bændabýlalandi, ráða á friðsama menn, sem búa óhultir, þeir búa allir múrveggjalausir og hafa hvorki slagbranda né hlið, til þess að fara með rán og rifs, til þess að leggja hönd þína á borgarrústir, sem aftur eru byggðar orðnar, og á þjóð, sem saman söfnuð er frá heiðingjunum, sem aflar sér búfjár og fjármuna, á menn, sem búa á nafla jarðarinnar. (Ez. 38:8-12).

Og þú, mannsson, spá þú gegn Góg og seg: Svo segir Drottinn Guð: Ég skal finna þig, Góg, höfðingi yfir Rós, Mesek og Túbal, og snúa þér við og fara með þig og láta þig koma lengst úr norðri og leiða þig upp á Ísraels fjöll. Og ég skal slá bogann úr vinstri hendi þinni og láta örvarnar detta úr hægri hendi þinni.

Á Ísraels fjöllum skalt þú falla, þú og allar hersveitir þínar og þær þjóðir, sem eru í för með þér. Alls konar ránfuglum og dýrum merkurinnar gef ég þig til fæðslu. Úti á víðavangi skalt þú falla, því að ég hefi talað það, segir Drottinn Guð. (Ez. 39:1-5).

Guðmundur Örn Ragnarsson, 9.10.2024 kl. 07:28

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Það er auðvitað tilgangslaust að eyða orðum á öfgatrúarmenn eins og ykkur kórfélagana tvo og nokkra fleirri á borð við t.a.m. Jón Magnússon hæstaréttarlögmann, þegar að hvítþvotti ykkar á þjóðarmorðinu í Palestínu kemur.

Hverjar nú sem ástæður sögulegra óvinsælda gyðinga eru, þá blasir það nú við okkur öllum, að með hverju drápinu á Gaza, sem við erum óneitanlega vitni að, þá afla þeir sér einungis haturs og fyrirlitningar gjörvallrar heimsbyggðarinnar og öll áunnin samúð síðustu aldar gufar upp, rétt eins og dögg fyrir sólu.

Jónatan Karlsson, 9.10.2024 kl. 10:36

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Jónatan.

Ef það er framið þjóðarmorð á Gasa, þá er ábyrgðin klerkastjórnarinnar í Íran, ábyrgð sem þeir meir að segja gangast við. Svo ég vísi í frétt á Mbl.is; "Al-Aqsa-árás­irn­ar [nafnið á hryðju­verkaaðgerðinni] sem áttu sér stað um þetta leyti í fyrra voru rök­rétt og lög­mæt alþjóðleg aðgerð og Palestínu­menn höfðu rétt fyr­ir sér".  Þjóð sem á að útrýma svo ég vitna í aðra frétt á Mbl.is sem vitnar í yfirlýsingu Hisbollah; "þar sem Ísra­el­um er lýst sem krabba­meini sem verður að út­rýma sama hversu lang­an tíma það tek­ur", hefur rétt á að verja sig.  Og þegar valið stendur á milli lífs eða dauða, þá er henni skítsama um samúð veruleikafirrt fólks sem stingur höfðinu í sandinn gagnvart ógninni af miðaldaskríl Íslamista.

Og þjóðarmorðið fremur sá sem verst innan um konur og börn, nýtir sjúkrahús,skóla, yfirlýst örugg svæði, til að herja á innrásarliðið.

Ísraelsmenn eru ekki að berjast við sjálfa sig á Gasa, stríðið þar og stríðið í Líbanon eru af gefnu tilefni, þar sem krumlur klerkastjórnarinnar í Teheran er að baki. Krumlur sem skilja eftir sig slóð dauða og rjúkandi rústa.

Það þarf mikla áunna heimsku til að snúa hlutunum á hvolf hvað þessi átök varðar.  Ég ætla þér ekki að skilja það Jónatan, en ég geri kröfu til Morgunblaðsins um að ganga ekki í takt með illskunni, hinum morðóðu Íslamistum.

Endurtek aðeins; Svei attan.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.10.2024 kl. 12:10

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Guðmundur.

Ég er lítt lesinn í fræðunum, og það sem ég hef þó lesið er að megni frá hinum Nýja vitnisburði.

Þar er ýmislegt sagt um hvernig menn geta leyst svona deilur, útrýming annars aðilans er ekki þar á meðal.

En heimurinn gefur víst lítið fyrir þá speki í dag.

Bálið og brandurinn virðist vera meira inn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.10.2024 kl. 12:16

5 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Stríðið í Úkraníu er búið að kosta um milljón manns lífið og sér ekki fyrir endann á því.

Það er verri hörmung heldur en þessi stríð á Gaza og Líbanon en öll stríð eru

að sjálfsögðu hörmuleg. En það skiptir Jónatan og hans líka engvu máli.

Jónatan er meira umhugsað um hryðjuverkamenn og afdrif þeirra. Allt sem er að ske á Gaza

er algjörllega í boði HAMAS og HISBOLLA en karl greyið telur að slátrunin sem hófst

7.Október í fyrra og ómennskan sýndi sitt rétta andlit sé og eigi að vera sjálfsagður

hlutur gagnvart ísrahelsmönnum. Áróðurinn frá múslima heiminum virkar og menn eins

og Jónatan stökkva á vagnin og styður þeirra málstað en skilur ekki að seinasta von

frjálsrar menningar og lýðræðis í mið austur löndum er í Ísrahel.

Frekar vill hann sjá kúgun og búrkur, hommum g lesbíum hent af þökum og drepinn á viðurstyggilegan

hátt og ekkert frelsi fyrir konur. Glæsileg sýn eða hitt þó heldur.

Og svo kallar hann okkur sem erum ekki sammála honum ÖFGATRÚARMENN.

Kann hann annan betri.?

Sigurður Kristján Hjaltested, 9.10.2024 kl. 12:22

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Já, þær eru of margar hörmungarnar í heiminum í dag Sigurður, rótin er ómennskan sem telur sig geta deilt og drottnað með fólk og þjóðir, sjálf sitjandi í öryggi valdstólanna.

Takk fyrir innlit og athugasemd.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.10.2024 kl. 13:07

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og ellefu?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 441
  • Sl. sólarhring: 732
  • Sl. viku: 6172
  • Frá upphafi: 1399340

Annað

  • Innlit í dag: 372
  • Innlit sl. viku: 5227
  • Gestir í dag: 343
  • IP-tölur í dag: 338

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband