Hrákasmíði

 

Er dómur reynds lögmanns, sem marga fjöruna hefur sopið, yfir vinnubrögðum lögreglunnar á Norðurlandi Eystra, og þeirrar ákvörðunar hennar að láta glæpafólk komast upp með glæpi sína.

 

Lögreglan viðurkennir að glæpur hefur verið framinn, að borgara þessa lands hafi verið byrlað ólyfjan þannig að gjörgæsla bjargaði lífi hans.  Með öðrum orðum, um banatilræði hafi verið að ræða.

Lögreglan viðurkennir að hópur blaða og fjölmiðlamanna hafi skipulagt eiturbyrlun og fengið til þess verks andlega veika manneskju.  Hlutverk hennar var síðan að stela farsíma af viðkomandi borgara, afhenda hann fulltrúa úr þessum hópi blaða og fjölmiðlamanna, þar sem farsíminn var afritaður og og hin stolnu gögn voru síðan notuð til að skálda frétt, frétt sem var liður í aðför viðkomandi blaða og fjölmiðlamanna að Samherja, stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins.

Lögreglan segist ætla að láta viðkomandi glæpafólk komast upp með glæpi sína því það hefði eytt samskiptagögnum úr farsíma gerandans.

 

Hrákasmíði kallar lögmaðurinn þessi þekktu vinnubrögð réttarspillingar frá löndum þar sem glæpasamtök eiga réttarkerfið og þeirra fólk innan þess sér til þess að mál á hendur þeim séu ekki rannsökuð, eða rannsóknin á þann hátt sem lögmaðurinn lýsir hér að ofan.

Eftir stendur spurningin, sættum við okkur sem þjóð að svona sé fyrir okkur komið, að réttarkerfið þjóni einhverju öðru en almenningi??

 

Hvort sem skýringin á þessari hrákasmíð sé að lögreglan á Norðurlandi Eystra þorir ekki gegn þeirri mafíu sem hefur lagt undir sig Blaðamannafélag Íslands, mafíu sem er bökkuð upp af einhverjum annarlegum hagsmunum auðs og auðmanna, eða sú að skipun að ofan hafi neytt hana til að eyðileggja sína eigin rannsókn, skiptir ekki máli.

Þetta er ekki rétt, þetta er rangt.

Og við sem þjóð eigum ekki að láta bjóða okkur þetta.

 

Hingað og ekki lengra.

Takk.

Kveðja að austan.


mbl.is Vissi ekkert hvað hún var að gera
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nei, þetta eigum við ekki að láta líðast. En hvað getum við gert? Það eina sem mér dettur í hug er undirskriftasöfnun þar sem krafist yrði að RÚV yrði tekið út af fjárlögum. Eins væri hægt að spyrja flokkana hver vilji þeirra yrði til þess. Þetta gengur ekki lengur að það sé ríki í ríkinu sem er með eigin lög og réttarkerfi.

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 28.9.2024 kl. 12:35

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Mikið er ég sammála þér. 

Sigurður I B Guðmundsson, 28.9.2024 kl. 14:11

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jósef.

Rúv er ekki gerandi þessa máls eða í efnistökum þessa pistils.

Hið vítaverða er að lögreglan á Norðurlandi Eystra hætti rannsókn á glæpum, alvarlegum glæpum, þeir gerast ekki mun alvarlegri en banatilræði, og afsakaði niðurfellinguna með rökum sem eru bein móðgun við heilbrigða skynsemi fólks.

Skilaboðin eru skýr, það er tvöfalt réttarkerfi í landinu, fyrir þá sem mega, og svo okkur hin.

Vinnustaður þessa glæpafólks er aukaatriði málsins, vissulega setur þá fjölmiðla niður sem annað að tvennu, ástunda svona vinnubrögð, eða líða þau eins og í tilviki Rúv, en þeirra refsing er að glata fjöreggi sínu, trúverðugleik sínum.

En réttarkerfið, þegar laskað, má ekki við að senda þau skilaboð út í samfélagið, að til séu mafíur sem er hafnar yfir lög og reglu, og þegar þær fremja glæpi sem bitna á hinum almenna borgara, þá sé viðkomandi borgari án verndar þess.

Í þessu samhengi skulu menn átta sig á einni blákaldri staðreynd, það var heppnin ein að fórnarlambið skyldi geta látið vita af sér og komst þar með tímanlega á gjörgæslu, ef ekki þá þá værum við að ræða morð, ekki banatilræði.

Og að vesalings fjölmiðlafólkið okkar, hvort sem það er á Morgunblaðinu, Vísi eða Rúv, skuli ekki fatta þennan alvarleik, er grátlegra en tárum tekur.

Skömm þess er mikil.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.9.2024 kl. 15:22

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið Sigurður.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.9.2024 kl. 15:23

5 identicon

Ómar. Þrátt fyrir að þóra hefði fengið réttarstöðu grunaðra var henni ekki sagt upp eða send í leyfi frá RÚV. á sama tíma krafðist RÚV að landsliðsmenn í knattspyrnu sem voru grunaðir um kynferðislegt ofbeldi yrði vikið úr liðinu, sem var gert. Kannski gerir RÚV greinarmun á því hvort fólk er grunað um kynferðislegt ofbeldi eða morðtilraun en fyrir mér er það alveg ljóst að yfirmenn RÚV vissu af þessu og eru samsekir.

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 29.9.2024 kl. 09:04

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Allt mikið rétt Jósef og hin æpandi þögn Rúv bendir til yfirhylmingar sem nær mun hærra upp en hægt er að skýra með stöðu Þóru.

Og eflaust þykir fólki skítt að vera með skylduáskrift að slíkri ormagryfju.

Í hinu stærra samhengi samt aukaatriði málsins, það er grundvallarréttur undir, sá réttur borgarans að ef einhver reynir að drepa hann, þá sæti viðkomandi ábyrgð.

Og þá sé hvorki spurt um stétt eða stöðu gerandans, eða áhrif og ítök í samfélaginu.

Þar liggur alvarleikinn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 29.9.2024 kl. 10:04

7 Smámynd: Jón Magnússon

Atburðarrásin virðist liggja nokkuð ljós fyrir, þó lögreglan byggi niðurstöðu sína á að ekki sé hægt að sanna hver gerði hvað varðandi stolna símann. Ég er sammála kollega mínum Jakobi Möller og þér varðandi rannsókn lögreglunnar þó ég mundi ekki taka jafn sterkt til orða og Jakob enda hef ég ekki nauðsynlegar forsendur til þess. 

Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að það hafi verið slæmt verk, að leysa upp Rannsóknarlögreglu ríkisins og dreifa rannsóknarlögreglu út um allar koppagrundir. Rannsóknarlögreglunni hafði verið illa stjórnað um árabil og þá var eðlilegt að reka æðst ráðandi og ráða hæfan mann til starfa í stað þess að dreifa rannsóknarlögreglu á hvert lögreglustjóraembætti.  Okkur er nauðsyn að hafa sérhæfða deildarskipta rannsóknarlögreglu sem býr yfir sérþekkingu og reynslu í stað þess að örfáir lögreglumenn séu að bauka hver í sínu horni. 

Þetta mál ætti að vera hvati fyrir dómsmálaráðherra til að breyta skipulaginu. 

Jón Magnússon, 29.9.2024 kl. 10:36

8 Smámynd: Jón Magnússon

Gleymdi að þakka þér fyrir þennan pistil Ómar. Hann er mjög góður. 

Jón Magnússon, 29.9.2024 kl. 10:37

9 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Góður punktur hjá Jóni Magnússyni. Margt gleymt í dag sem fólk kunni áður vel. Það er eins og nú sé það tízka að láta lítt hæft fólk gegna embættum til að fylla útí kynjakvóta.

Góð stjórnsýsla sem virkaði vel áður fyrr var oft þannig, að einn sem var mjög hæfur og stjórnaði gat gert meira gagn en heil hjörð af þeim sem líta hverjir á aðra í spurn og ákvarðanafælni.

Ef við fáum þrjá stóra hægriflokka ætti þetta að lagast sjálfkrafa, þá ætti bæði almenningur og skynsamir pólitíkusar að hætta að hræðast hótanir og gjörðir "Góða (les vonda) fólksins", og skynsemi ætti aftur að ríkja í pólitík og hjá almenningi.

Ef Sjálfstæðisflokkurinn, Miðflokkurinn og Lýðræðisflokkurinn hans Arnars fá samanlagt um 40-60%, þá ætti ástandið að þokast í skárri átt.

Menntamálaráðherra ætti auðvitað að reka yfirstjórnina á RÚV og búa til fyrirkomulag þar sem hlutleysi pólitískt ríkir, og meiri metnaður, og fólk er ekki að hreiðra um sig í áratugi þar með eigin pólitísku markmið. Sérlega áberandi núna þegar Bogi og aðrir gamlir starfsmenn eru mjög áberandi.

Ingólfur Sigurðsson, 29.9.2024 kl. 16:10

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jón.

Það að vera grandvar og orðvar hefur lengi fylgt virtum lögmönnum, þess vegna fannst mér þetta orðalag Jakobs eftirtektarvert, og það svo að ég ákvað að setja það í fyrirsögn þessa pistils.

Ég dreg það hins vegar stórlega í efa að meint handvömm stafi af reynsluleysi, það eru aðrir og sterkari kraftar að baki.

Síðan er það morgunljóst í mínum huga að réttarkerfi sem leyfir alvarlega glæpi ef hópur er gerandi, og hann sleppur vegna þess að rannsakendur treysta sér ekki til að segja til um hver gerði nákvæmlega hvað, er ekki réttarkerfi sem þjónar almenningi.

Og lögfræðin þar að baki er úr ranni útkynjunar líkt og til dæmis heimspeki sem dregur allt í efa.

Ég tel mig búa í réttarríki og kaupi því ekki þessa skýringu.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 29.9.2024 kl. 18:43

11 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Ingólfur.

Svona Back to the Future dæmi, en fortíðin kemur aldrei aftur.

Sem og að kraftarnir sem vilja slíta allt hér í sundur og koma rústunum inní ESB eiga sterkar rætur í Sjálfstæðisflokknum.

En hægri menn eiga að fagna flokki Arnars.

Þar hafa þeir eignast rödd.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 29.9.2024 kl. 18:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 32
  • Sl. viku: 2650
  • Frá upphafi: 1412708

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 2314
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband