Bjarni talar tæpitungulaust.

 

Segir að honum" finnst það skipta öllu máli að þau skila­boð komi skýrt frá ís­lenska stjórn­kerf­inu að það verður ekki liðið að emb­ætt­is­mönn­um sé hótað eða ógnað með ein­hverj­um hætti".

 

Kæra Solaris, hinna meintu hjálparsamtaka, á hendur Helga vararíkissaksóknara er af sama meiði og hótanir sækopatans sem sat um Helga og fjölskyldu hans í mörg ár, og ríkissaksóknari lyfti ekki litla fingri til að styðja eða vernda undirmann sinn.

Kæra Solaris er hefndaraðgerð eftir að embætti ríkissaksóknara fyrirskipaði lögreglunni að framfylgja lögum um mútur og fjármögnun hryðjuverkasamtaka, pólitískur rétttrúnaður væri ekki æðri lögum.

Pólitískur rétttrúnaðurinn, sem grafið hefur um sig á toppi embættis ríkissaksóknara, var heldur ekki sáttur með þá afgreiðslu, kæra Solaris, samtaka sem ætti að rannsaka ofaní kjölinn, varð skálkaskjól þessa pólitíska rétttrúnaðar til að víkja Helga, eða réttara sagt að biðja dómsmálaráðherra að víkja honum úr starfi.

Greinilega treyst á systrabræðralagið.

 

Meinið er að Bjarni getur ekki tjáð sig skýrar en hann gerði, svo ég endurtaki hluta orða hans; " .. að þau skila­boð komi skýrt frá ís­lenska stjórn­kerf­inu að það verður ekki liðið að emb­ætt­is­mönn­um sé hótað eða ógnað með ein­hverj­um hætti.".

Hótanir Solaris og Sigríðar Friðjónsdóttur ríkissaksóknara eru greinilega líka undir.

Enda þarf Bjarni að fara að gera eitthvað áður en flokkur hans fer niður fyrir 10% markið.

Íhaldsfólk er búið að fá nóg af samfylkingunni innan Sjálfstæðisflokksins og rétttrúnaði þess.

 

Sigríði tókst að fylla þann kaleik.

Fleiru verður ekki kyngt.

Kveðja að austan.


mbl.is Skýrt að hótanir verði ekki liðnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Þú tekur mjög vel á þessu og rösklega Ómar eins og þinn er háttur, þannig eru þínir beztu pistlar, og hinir líka, nema þeim er ég ekki öllum sammála. Þeir gætu vel verið jafn góðir eða betri samt eins og þú hefur bent á. Maður er ekki alltaf dómbær á það sem verður tilfinningamál.

Ég er algjörlega sammála því sem sagt er hér á milli línanna og ýjað að að Bjarni segi líka, að tími Sigríðar J. Friðjónsdóttur sé liðinn sem ríkissaksóknara. Ég veit að hún hefur gegnt því embætti lengi, í meira en 10 ár, 2011 segir Wiki, og það þykir flestum vera mjög langur tími, og of langur í sumum tilfellum. Ögmundur skipaði hana, þekktur vinstrimaður, og þó með þeim beztu í þeirra hópi. Hún hefur verið saksóknari í meira en 20 ár samkvæmt netinu, og haft áhrif innan stofnunarinnar. 

Ekki skal efa að hún er hæf, það er ekki spurningin. En tímarnir breytast og hennar skoðanir eru áreiðanlega á pari við það sem Samfylkingin barðist fyrir þegar Angela Merkel stjórnaði ESB, um 2000.

Nú er þessi No Borders stefna farin að ýtast útí kantana og jaðrana í eiginlega öllum samfélögum þannig að fólk breytist í risaeðlur sem heldur enn í þá stefnu. Það getur samt verið ágætt fólk, en viðhorf þess verða úrelt og það sjálft jafnvel líka, ef það breytist ekki með tímunum.

Vandinn er sá að enn eru fjölmargir sem telja það örgustu fordóma að viðurkenna að tímarnir séu breyttir að þessu leytinu til.

Flokkurinn hans Bjarna er að hverfa og auðvitað er ekta hægristefna leiðin að rétta markinu. En Bjarni sjálfur er búinn að mála sig sem Samfylkingarmiðjumann.

En hvað með Guðrúnu dómsmálaráðherra? Hún hefur sjálf talað á þann veg að harðari hægristefnu þurfi, og ekki að kóa með vinstraliðinu.

Sýnir hún það í verki eða gefst hún upp fyrir verkefninu?

Enginn getur um eilífð gegnt sama starfinu. 

Nú er spurningin, er tími Helga liðinn eða Sigríðar?

Jafnvel þótt Helgi yrði rekinn yrðu skoðanir hans ekki brottrækar, því þær skoðanir eru á mikilli uppsveiflu og líka á Íslandi.

Ingólfur Sigurðsson, 4.8.2024 kl. 14:49

2 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Frábær pistill pg góð athugasemd frá Ingólfi.

Sigurður Kristján Hjaltested, 4.8.2024 kl. 16:13

3 Smámynd: Grímur Kjartansson

Góða fólkið telur sig hafa réttu fordómana og telja aðra vera með "örgustu fordóma"

Það eru til dæmis taldir góðir fordómar að hata alla sem tengjast Sjálfstæðisflokknum svo ekki sé minnst á Trump

En það er rétt hjá þér Ómar að Sjálfstæðisflokkurinn verður að sýna í verki skýra afstöðu í þessu máli -  þó það geti kostað stjórnarslit og snemmbúnar kosningar
því annars er mjög líklegt að fylgið dali enn frekar

Grímur Kjartansson, 4.8.2024 kl. 17:09

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Afar þægilegt og bráð nauðsynlegt fyrir mig að fylgjast með og taka undir þessar færslur og fylgjast með þegar mælskir tjá sig. því verður ekki öllu kyngt.

Helga Kristjánsdóttir, 4.8.2024 kl. 23:12

5 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Góður pistsill að vanda. Það þarf að koma skýrt fram hvað Ríkissaksóknari gerði til þess að koma Vararíkissaksóksara til varnar, þegar á hann svar ráðist. Ef lítið sem ekkert þá þarf að koma dúkkunni í starf sem hún ræður við. 

Sigurður Þorsteinsson, 5.8.2024 kl. 08:42

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlit og umræðu góða fólk.

Fáu við að bæta nema mig langar að benda á eina augljósu skýringu á af hverju Sigríður brást öllum sínum starfsskyldum og heiðri með því að hundsa ofsóknirnar sem undirmaður hennar þurfti að þola, og munum að þær ofsóknir beindust ekki hvað síst að fjölskyldu Helga, og hún er sú að það mátti ekki rugga bátnum.

Ekki ef þú átt frama þinn undir rétttrúnaðinum sem afneitar því að misjafn sauður er í mörgu fé.  Og þeim fjölgar þar sem menningin hefur mótast af síátökum og ofbeldi.

Þetta fólk er algjörlega ófært um að gegna embættum sínum eða stýra landinu.

Rétttrúnaður þess er æðri en lög og reglur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.8.2024 kl. 14:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 7
  • Sl. sólarhring: 65
  • Sl. viku: 2647
  • Frá upphafi: 1412705

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 2311
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband