Styður Halla forseti voðamenni Hamas??

 

Innlendi viðbjóðurinn sem getur ekki fyrir sitt litla líf fordæmt voðaverk Hams, bæði gagnvart gyðingum sem sinni eigin þjóð, fullyrðir að Halla Tómasdóttir, nýsettur forseti þjóðarinnar, hafi sagt í kosningabaráttu sinni að "að hún teldi Ísra­els­her fremja þjóðarmorð á Gasa.".

Þetta er mjög alvarlegur rógur um Höllu og í raun fullyrðing að Halla sé viðrini, og ástæða spurningar minnar í fyrirsögn þessa pistils.

Að sjálfsögðu hvarflar ekki að mér annað en að þarna sé logið uppá Höllu, af fólki sem finnst það allt í góðu að voðamenni Íslamista, nauðgi, limlesti, drepi, svívirði lík, óháð aldri eða kyni þeirra sem þeirra telja réttdræpa í nafni trúar, og blóðslóðin liggur eftir þá í Bosníu, í Írak, í Sýrlandi og núna síðast í Ísrael þann 7. október síðastliðinn.

 

Það skal enginn draga það í efa að þjáningar íbúa Gasa eru gríðarlegar, en tilgangur voðaverka  Hamas var einmitt að valda þessum heiftarviðbrögðum Ísraela að sækja inná Gasa í tilraun til að uppræta voðamennin sem þar hafa hreiðrað um sig og víla sér ekki að nota samborgara sína sem mannlega skildi.

Fá þannig Góða fólkið til að fordæma varnarbaráttu 9 milljóna manna þjóðar sem Íslamistar vilja útrýma, en ekki voðaverk Íslamistanna sem skýra þá varnarbaráttu.  Hvað sem hefur gerst á síðustu 7 áratugum þá þarf fólk að vera mjög sjúkt á sál og sinni til að styðja voðafólk sem vill útrýma 9 milljóna manna þjóð.

Að telja það í góðu að friðsöm ungmenni á tónleikum, sem voru einmitt ákall um frið, séu svívirt, þau séu limlest, drepin, eða ungabörn séu skotin í bílstólum foreldra sinna, eða bútuð niður lifandi í rúmum sínum.

 

Skinheilög hræsnin sem veður ekki í vitinu, segir; Nei, nei, auðvitað fordæmum við þessi voðaverk, en hvað svo??

Áttu Ísraelsmenn bara láta þetta yfir sig ganga og bíða svo eftir næstu árás??  Og svo næstu??

Áttu sem sagt Sovétmenn að láta staðar numið eftir grimmilegt varnarstríð þeirra við nasista þegar þeir komu að landamærum Þýskalands því nasistarnir vörðust innan um óbreytta borgara??  Var sem sagt innrás þeirra í Þýskaland þjóðarmorð??  Sem og loftárásir Breta og Bandaríkjamanna á Þýskaland??, loftárásir sem voru hugsaðar til að lama baráttumátt þýsku hernaðarvélarinnar en kostuðu hundruð þúsunda mannslífa, að megninu til óbreyttra borgara.

Var mannfall þýskra borgara sem sagt Bandamönnum að kenna en ekki nasistunum sem hófu seinna stríð, og þegar það var tapað, þá gáfust þeir ekki upp heldur vörðust í borgum og bæjum Þýskalands með tilheyrandi mannfalli íbúa þar??

Alveg eins og Íslamistar Hamas sem hafa skotið þúsundum eldflauga frá íbúðablokkum  og flóttamannabúðum Gasa, víggirt skóla og sjúkrahús, allt gert til að valda óbreyttum borgurum Gasa sem mestum þjáningum.

 

Ef einhver er að fremja þjóðarmorð á Gasa þá er það Hamas á sínu eigin fólki.

Staðreynd sem blasir við öllu vitibornu fólki.

Og stríð drepa, þess vegna hefja menn ekki stríð.

 

Eins og ég segi hér að ofan, þá reikna ég með að innlendur viðbjóður sé að ljúga viðrinishætti uppá Höllu.

En það er hlutverk blaðamanna að komast að því.

Kannski sama blaðamanns og í viðtali við Svein Rúnar Hauksson, fyrrum formann félagsins Ísland-Palestína, afhjúpaði Svein Rúnar sem Ekki viðrini, það er að þegar á reyndi þá kaus hann fyrir hönd Ismail Haniyed að afneita þátt hans í voðverkunum 7. október.

Því ella gæti hann, það er Haniyed ekki verið góður maður.

 

Einfaldast væri að spyrja Höllu; Halla ertu viðrini eins og félagar í Ísland-Palestínu halda fram, en líklegast er það of gróft.

Fyrst mætti spyrja hana hvort hún fordæmdi voðaverk systursamtaka Hamas í Sýrlandi, Írak eða löndunum sunnan Sahara. Ef hún svarar því játandi, þá hvort hún fordæmi voðaverk Hamas, eða hvort hún telji þau á einhvern hátt réttlætanleg miðað við forsögu átakanna í Ísrael og Palestínu.

Ef hún fordæmir þau skilyrðislaust þá væri næsta spurning hvað hún teldi þá að stjórnvöld í Ísrael eigi að gera, að láta voðaverkin og gíslatökuna yfir sig ganga??, eða hvað??

 

Eða hvað??

 

Mér persónulega finnst engin skynsemi í hörku ísraelska hersins, eða menn telji það réttlætanlegt að sprengja tugi í loft upp til að fella einn eða tvo leiðtoga Hamas.

Og persónulega finnst mér það heimskt að halda þessu stríði áfram út í hið óendanlega, það er aðeins í þágu öfgamanna, beggja vegna landamæranna.

Persónulega finnst mér líka eldárásirnar á Hamborg og Dresden í seinna stríði vera stríðsglæpur, og það er staðreynd að glæpir Rauða hersins gagnvart óbreyttum borgurum í Þýskalandi voru margfaldar að umfangi miðað við glæpi þýska hersins í Sovétríkjunum.

En stríð snúast aldrei um persónulegar skoðanir utanaðkomandi, þær lúta þeim almennum reglum að sá sem hefur stríð, ber ábyrgð á því, og dráp í stríði eru dráp í stríði þar til annar aðilinn gefst upp.

Svo einfalt er það.

 

Hamas hóf þetta stríð, og það er Hamas að enda það.

Þeirra er ábyrgðin á mannfalli óbreyttra borgara og engra annarra.

Að halda öðru fram er eins og að kyrja faðirvor andskotans.

 

Það er ljótt fyrir Höllu forseta að sitja undir því að vera talin viðrini.

Það er hennar að svara fyrir það.

Og það er skylda fjölmiðla að gera henni það kleyft.

 

Morgunblaðið sló tóninn í gær.

Það má slá annan tón á morgun.

 

Höllu vegna.

Þjóðarinnar vegna.

 

Næg er upplýsingaróreiðan samt í heiminum í dag.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is „Takk, Halla forseti, fyrir að segja þjóðarmorð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Sæll, Ómar.

Ég var einmitt að pæla í því sama og þú. Ég vitna hér í grein sem ég fann sem birtist í Heimildinni:

Halla og Baldur telja þjóðarmorð eiga sér stað

Halla Tómasdóttir sagðist vera hryggbrotin yfir því sem væri að gerast á Gaza. „Þetta er að kremja í mér hjartað og ég held að okkur líði öllum alveg ótrúlega illa út af þessu. Auðvitað eru þetta stríðsglæpir. Auðvitað eru þetta brot á alþjóðalögum.“ Í hennar huga er enginn vafi að það sem eigi sér stað sé þjóðarmorð.

Hún vill að forsetinn vinni með ríkisstjórn landsins að því að gera Ísland að talsmanni friðar, friðsamlegra lausna og vopnahlés. „Ég held að fleiri konur í forystu muni breyta heiminum til hins betra í þessu og held að forseti Íslands geti verið fremstur í flokki.“

Wilhelm Emilsson, 2.8.2024 kl. 02:37

2 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Ómar,

Það þarf ekki nokkur maður að segja mér það að Ísraelsstjórn, Ísraelsher og Mossad hafi ekki vitað nákvæmlega upp á hár að þessi árás var í undirbúningi, enda hefur það komið fram að Ísraelsher og Mossad höfðu báðar varð stjórnvöld ítrekað við yfirvofandi árás í september og október.  Þessari árás var LEYFT að fara fram að gerspilltri stjórn Ísraels undir forystu fasista og dæmds glæpamanns.  Þetta eru einfaldar staðreyndir sem hafa ekkert að gera með samúð eða andúð á Gyðingum.  Það eru fleiri en Gyðingar, sem búa í Ísrael.   Netanýahú hefur um árabil viljað  að ganga frá Palestínumönnum á Gaza og Vesturbakkanum og að leyfa þessari árás að hafa sinn gang passaði algjörlega við þá fyrirætlan.  Honum var nákvæmlega sama um að fórna á annað þúsund Ísraelsmönnum til að koma stríðinu á Gaza í gang og taka Gazaströndina yfir.  Ef hann hefði haft áhuga á mannslífum, þá hefði hann komið af stað viðræðum við Hamas til að fá gíslana lausa, en Ísraelskum stjórnvöldum er slétt sama enda voru gíslarnir álitnir nauðsynlegur fórnarkostnaður.  Gaza hefur verið breytti í sláturhús og fólk, sem sér það ekki, er ekki að horfa með opin augun.  Langflestir þeirra sem Ísraelsher hefur slátrað eru óbreyttir borgarar, mest konur og börn, og þeir hafa gert árásir á bílalestir bæði með hjálpargögn og fréttamenn þó svo að Ísraelsher hafi verið upplýstur og veitt leyfi fyrir viðkomandi flutningum.  Þetta er löngu hætt að vera hernaður og er ekkert annað en slátrun á almennum borgurum.  Ísrael er orðið að bananalýðveldi undir stjórn gerspilltra fasista.  Sú staðreynd hefur ekki baun í bala að gera með Gyðinga, heldur Ísraelsk stjórnvöld, sem eru komin svo langt út fyrir allan siðferðis og velsæmisramma að það hálfa væri nóg.  

Kveðja.

Arnór Baldvinsson, 2.8.2024 kl. 03:02

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Wilhelm.

Ég held að í byrjun tilvitnunar þinnar sé Halla að lýsa vel þeim tilfinningum sem fóru í huga mér, fyrst eftir að ég frétti af árás Hamas á óbreytta borgara hinum megin við landamærin. Mér leið alveg skelfilega yfir þessu, bæði vegna þess að ég vissi hvað myndi gerast á Gasa, þær þjáningar sem íbúar þar myndu þurfa þola í kjölfarið, sem og ég taldi að áður óþekkt kraftaverk þyrfti að eiga sér stað ef ekki kæmi til stigmögnunar sem enginn sæi endann á.

Svo þegar maður fór að lesa fréttasíður BBC og Jerúsalem Post, þá áttaði ég mig umfangi hryllingsins, þetta var eitthvað sem við höfum ekki séð áður í eilífðarátökum gyðinga og araba.  Eitthvað sem orðin stríðsglæpur og þjóðarmorð ná að lýsa, og þá þessum voðaverkum Hamas og þeim hörmungum sem þeir ætluðu sinni eigin þjóð.

Þar sem það kemur ekki beint fram í þessari tilvitnun þinni Wilhelm, hverjir eru glæpamennirnir, þá getur Halla kannski hengt sig á þessa túlkun til að þvo af sér viðrinisstimpilinn því þó hún kæmist upp með hann í hinni innantómu froðu rétttrúnaðarumræðunnar, þá er það bara svo, svo ég vitni í Svein Rúnar, "Ég held að það sé Guðs að dæma ekki mín", og ærlegt fólk sem þekkir muninn á réttu og röngu, veit hver sá dómur verður.

En burt séð frá þessum varnagla þá eru orð í kosningarbaráttu, sögð til að ná fylgi hjá ákveðnum hópum, ekki orð viðkomandi eftir að hann hefur náð kosningu, ekki nema viðkomandi endurtaki þau og standi við þau eftir að hann er settur í embætti sitt.

Og á meðan það er ekki gert þá situr Halla náttúrulega uppi með viðrinisstimpilinn, sem mér þykir mjög leitt hennar vegna, og ákaflega sorglegt fyrir íslenska þjóð svo ekki sé sterkar að orði komist, og þess vegna legg ég til að góðviljaður blaðamaður leiði hann frá villunni, líkt og gert var við Svein Rúnar, sem þegar á reyndi, gat ekki réttlætt hvað sem er.

Hvort Halla geti það, á eftir að koma í ljós.

Geymt en ekki gleymt.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.8.2024 kl. 07:35

4 Smámynd: Jónatan Karlsson

Góðan daginn Ómar.

Ég las nú enn þessa færslu þína, sem snýst enn og aftur um að útskýra líklega mest fyrir þér sjálfum, að Palestínumenn hafi sjálfir átt upptökin að yfirstandandi útrýmingu þeirra og geti því bara sjálfum sér kennt um ástandið.

Það þýðir því miður sennilega ekkert fyrir mig að reyna að opna augu þín, en þú ættir að lesa athugasemd Arnórs Baldvinssonar vel og íhuga áður en þú ferð með bænirnar þínar í kvöld.

Jónatan Karlsson, 2.8.2024 kl. 07:35

5 identicon

Hér gleymst eða visyvitandi ekki nefnd einu sinni að leiðtogar Hamas, þar m. a. Ismail Haniyeh og Khaled Meshal , sendu Erdogan einræðisherra hamingjuóskir og aðdáun í aðdraganda hernáms sýrlensku/kúrdnesku borgarinnar Afrin og blessuðu dráp óbreyttra borgara í borgum og bæjum sem tyrkneska hernámið hernumdi. Valdirnar...þetta er sagt um tvískinnung og hræsni.

Salah karim (IP-tala skráð) 2.8.2024 kl. 08:17

6 Smámynd: Grímur Kjartansson

"Halla Tómasdóttir sagðist vera hryggbrotin yfir því sem væri að gerast á Gaza"

Varla getur þetta talist rétt málnotkun en orðatiltækið að hryggbrjóta mannsefni er úr dönsku eins og svo margt hjá okkur
og byggist á gamalli sögu um að sá sem var á biðilsbuxunum væri hífður upp til meyjarinnar í körfu og ef henni líkað síðan ekki við vonarbiðilin þá opnaði hú botninn á körfunni
svo hann datt niður og hryggbrotnaði

At "give nogen en kurv" er et dansk idiom, der betyder at afvise nogen, ofte i forbindelse med et romantisk forslag eller en invitation. Udtrykket stammer fra en gammel skik, hvor en frier blev hejst op i en kurv til den pige, han ville fri til. Hvis pigen ikke var interesseret, kunne hun løsne bunden af kurven, så frieren faldt igennem

Grímur Kjartansson, 2.8.2024 kl. 08:23

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Arnór.

Það eru sterk líkindi milli þess hvernig æðstu yfirmenn í stjórnkerfi Ísraels ákváðu að horfa í hina áttina eins og þegar það lá við að æðstu yfirmenn vestra hefðu beðið þarlendar leyniþjónustur að hjálpa Sádunum að skipuleggja og framkvæma árásina á Tvíburaturnana því Rumsfeld langaði svo að ráðast inní Írak. En það breytir því ekkert að það voru Sádar sem réðust á Tvíburaturnana og það var Hamas sem framdi voðverkin þann 7. október í þeim beina tilgangi sem þú lýsir svo réttilega, að Gasa yrði breytt í sláturhús.

Og þú fríar Hamas ekki ábyrgð á átökunum á Gasa Arnór með því að vísa í þessa meinta vitneskju á fyrirhugaðri árás (Jerúsalem Post færi rök fyrir að sú vitneskja hafi verið til staðar og allt andvaraleysið mjög dularfullt) eða að ríkisstjórn Ísraels sé undir stjórn fasista.  Þú ert að sækja beint í rökbanka Göbbels Arnór, þú getur til dæmis lesið um hann í nýlegri grein í tímaritinu Lifandi Saga þar sem fjallað var um dráp þýskra borgara á flugmönnum bandamanna sem voru skotnir niður og féllu í hendur þeirra. Loftárásirnar á þýskar borgir voru stríðsglæpur í augun Göbbels og Sovétmenn voru villimenn undir stjórn glæpalýðs bolsévíka, það skýrði árásir þeirra á þýsk landsvæði, og svo framvegis.

Rök þín Arnór eru rök voðamanna sem fría sig ábyrgð á þjáningum samborgara sinna með því að vísa í eitthvað sem andstæðingurinn er.  Það er alveg rétt að Stalín hafði miklu fleiri mannslíf á samviskunni en nasistar þegar innrás Þjóðverja í Sovétríkin hófst í júlí 1941, en það breytir ekki þeirri staðreynd að Þjóðverjar hófu stríðið með innrás sinni og með voðaverkum sínum kveiktum þeir heiftarbál í hjörtu Sovétmanna sem hefndu sín svo grimmilega þegar kom að þeim þegar þeir réðust inní Þýskaland.  Sovétmenn frömdu samt ekki þjóðarmorð með innrás sinni í Þýskaland og Berlín breyttist úr sláturhúsi í sigraða borg um leið og nasistar lögðu niður vopn, fram að því voru flestir sem féllu í vörn Berlínar óbreyttir borgarar og þannig eru stríð.  Fólk er drepið.

Að segja þau dráp þjóðarmorð á meðan árásaraðilinn sem hóf stríðið, verst innan um samlanda sína, er rökfræði sem aðeins nýnaistar og þeirra líkar hafa notað hingað til Arnór.

Ég deili mjög svipuðum skoðunum og þú á ríkisstjórn Netanyhau, morðið á Rabin sem var leið hans til valda, segir allt um þann mann, og öfgagyðingar í ríkisstjórn hans eru á pari við Íslamista Hamas, en ég hef vitsmuni Arnór til að vita að A kemur á undan í stafrófinu en B og það gildir líka í rökleiðslu.  Sá sem hóf stríðið ber ábyrgð á hörmungunum og það er hans að enda það, það er nefnilega stríð á Gasa, og það eru tveir aðilar að berjast.  Svona ef það skyldi hafa farið framhjá þér.  Hermenn sem hafa það verkefni að leggja undir sig byggð svæði, og eru í lífshættu uppá hverja einustu mínútu, þeir skjóta á allt sem hreyfist.  Þannig hefur það verið í öllum stríðum, á öllum tímum, sama hver á í hlut.  Ef þú kannt önnur dæmi Arnór, segðu mér það, og þá skal ég taka upp umræðuna um þig um sprengda sjúkrabíla og skotna fréttamenn.

Og að lokum Arnór, þar sem þú ert skynsamur maður, af hverju ættu Ísraelsmenn að semja frið við Hamas eftir voðaverkin 7. október. Hver semur frið við óðan hund sem ætlar að útrýma þér??  Sama spurning og Rudolf Hess fékk á sínum tíma og svo seinna aðrir þeir toppnasistar sem höfðu samband við vesturveldin og reyndu að fá frið án uppgjafar nasista.

Og á meðan þú ert að hugsa það svar Arnór, þá ætla ég að ráðleggja þér að leita í gagnabanka Rúv að einu heiðarlegu fréttamennsku þeirra um átökin á Gasa þegar fréttamaður Rúv tók myndsímtal við ungan gyðing í Jerúsalem, vel menntaðan frjálslyndan mann með örugglega sömu skömm og þú á núverandi ríkisstjórn Ísraels, þar sem hann útskýrði hvað hefði breyst eftir voðaverkin 7. október, og af hverju í hans huga það gæti aldrei orðið friður eftir voðaverkin 7. október.

Spáðu í þetta Arnór, þó hugur sé farinn að leita á Neistaflug, þá skal ég alveg gefa mér tíma í að svara málefnalegu svari þínu, ef ekki í dag, þá í fyrramálið nema ég verði mjög timbraður eftir tónleikana með Stebba Jak.

Á meðan er það kveðjan að austan.

Ómar Geirsson, 2.8.2024 kl. 08:26

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jónatan.

Ég nenni ekki að taka þessa umræðu við þig enn einu sinni.  Ég vil bara vísa þér á pistilinn sem er á undan þessum, um hyldýpi myrkursins.  Þar færðu ágæta lýsingu á sjálfum þér, sem og syndabót Sveins Rúnars Haukssonar sem gat ekki þegar á reyndi að réttlæt voðaverkin 7. október, prik fyrir Svein.

En það er rétt hjá þér Jónatan að ég skrifa þessa Hamas pistla fyrir sjálfan mig en það gleður mig alltaf að sjá að þeir eru lesnir.

En varðandi þetta tiltekna mál er það aukaatriði í mínum huga.

Og hvað skyldu svo mörg En vera í því.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.8.2024 kl. 08:33

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Salah, ég skil vel sorg þína vegna þjáninga þjóðar þinnar, og það er rétt að Hamas er aðeins angi af miðaldahyski sem herjar á hinn forna menningarheim Mið Austurlanda.

En mér þætti vænna um að þú skrifir eitthvað út frá mínum skrifum en sért ekki með sömu staðlaða athugasemd hjá fleirum en einum, þras þitt við Valdimar er ekki þras þitt við mig.

Svona skemmir alltaf í annars réttlátri viðleitni til að vekja athygli á voðaverkum Erdogans og Nató ríkisins Tyrklands.

Og varla er það tilgangurinn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.8.2024 kl. 08:41

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Grímur.

Ég hafði aldrei hugsað út í þetta enda ekki hryggbrotinn með mitt eina bónorð. En eigum við ekki að segja að þarna sé Halla að útvíkka málið, gefa því blæbrigði sem það hafði ekki áður.

En það er gaman að sjá að athugasemdirnar eru lesnar, enda gefa þær pistlunum aukið vægi þegar menn velta fyrir sér efni þeirra og innihaldi.

Pössum okkur á körfunum.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.8.2024 kl. 08:45

11 identicon

Þakka þér Ómar 

Ég reyndar búinn að taka þetta umræðu við allskonar fólki a Íslandi , foringja vinstri og kommar og jafnvel kratar , en þau vilja ekki andsnua þetta hugmyndafræði að kurdar eru ekki nóg grimmir ( kunna ekki að hræða ) og fremja boðsberki til að láta í sér heyra ! 

Ég nenni ekki að nefna ,en það eru flokks foringjar og háttsettir pólitíkusar sem eru að forðast sem heitan sttein að ræða msl Kurdar , Hamast og leiðtogar fyrr og síðar hafa alltaf verið a bandi þeirra sem hafa misþyrmdi kúrdum .

A undan Ismael , var Yaseen sem blessaði yfir Saddam Hussain fyrir dugnaði og drap a kúrdum rétt eins og Ismael og Khalid eru að gera við Erdogan.

Að lokum , skammir og smán yfir RÚV  oh hinir sem nenna ekki að tala um glæpir gagnvart kúrdum en eru klukkutíma fresti að hampa voðaverk í sem ofgar eru að fremja 

Eigið góðan dag 

Salah Karim (IP-tala skráð) 2.8.2024 kl. 08:54

12 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk sömuleiðis Salah.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.8.2024 kl. 09:31

13 identicon

Það hófst ekkert stríð í október 2023.  Þetta stríð hófst 1948 með brottrekstri gyðinga á aröbum frá landssvæðum sem höfðu verið hemkynni þeirra í ekki aldir heldur árþúsundir.  Þeim brottrekstri lauk ekki þá en hefur haldið áfram fram á okkar daga og sér ekki fyrir endinn á.  Ef þig skortir söguþekkingu þá er þetta ekki í fyrsta skipti sem gyðingar flæma araba frá heimkynnum sínum.  Varla þarf ég að fræða þig um sögu gamla testamentisins af því þegar Móses leiddi þjóð gyðinga frá Egyptalandi til fyrirheitnalandsin og átök þeirra við Filistea, ergo palestínumenn.

Þú getur þvaðrað um það þangað til þú verður rauður í framan að Hamas skýli sér bakvið óbreytta borgara. En með stöðugu landnámi gyðinga hefur verið þrengt að aröbum þannig að ekkert landsvæði er eftir lengur nema innan um almenna borgara. Eiga þeir bara að kasta frá sér vopnunum og gefa frá sér síðasta skikan?

Ekki ætla ég að verja fólskuverk Hamas í Ísrael, enda óverjandi.  En þú kinnroðalaust réttlætir fólskuverk gyðinga.  Þau fólskuverk eru miklu umfangsmeiri og ekki heldur verjandi.  Láttu því af vandlætingu þinni gagnvart þeim sem gagnrýna þau.  Þetta kemur frá fólki sem greinilega hefur ríkari réttlætiskennd en þú.

Kveðja úr neðra.

Bjarni (IP-tala skráð) 2.8.2024 kl. 16:06

14 Smámynd: Ómar Geirsson

Bjarni, það besta sem ég get sagt um þig, og vitleysuna sem þú setur fram hér að ofan, er ekki að ég nenni ekki enn einu sinni að leiðrétta vanþekkingu þína og bull, heldur hjó ég eftir einu, og í alvöru Bjarni, það er eins og þú hafir verið í viðtali hjá ofurblaðamanni Morgunblaðsins, líkt og Sveinn Rúnar, þá getur þú ekki kyngt voðaverkunum 7. október.

Þetta er mikil framför Bjarni minn, eiginlega rosalega mikil framför.

Og aftur í alvöru, til hamingju með hana.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.8.2024 kl. 16:17

15 identicon

Og þínar framfarir eru hverjar?  Ennþá að mæla með morðum á börnum á Gaza?

Það væri kannski skref í átt að upplýstarri afstöðu hjá þér að svara einhverjum af þessum vitleysum mínum.

Býst ekki við vitrænu svari frá þér en af af verður verður viljin tekin fyrir verkið.

Kveðja úr neðra.

Bjarni (IP-tala skráð) 2.8.2024 kl. 16:56

16 Smámynd: Ómar Geirsson

Bjarni.

Eins ágætur og þú ert þá er það samt þreytandi þegar þú spilar þig fífl.  " Þetta stríð hófst 1948 með brottrekstri gyðinga á aröbum frá landssvæðum sem höfðu verið hemkynni þeirra í ekki aldir heldur árþúsundir ", og hvað segir þú, að upprunalegir íbúar þessa landsvæði séu Filestar, sæþjóð sem átti heima á ströndinni, og er algjörleg óskyld semískum íbúum Stór Sýrlands, hvort þeir seinna meir hafi flokkað sig sem araba eða gyðinga og svo margt annað.

Ég hef ítrekað rakið fyrir þig þróun íbúa þessa svæðis, lagði meir að segja á mig nokkra vinnu til þess, og þó ég eigi ekki gæs Bjarni, þá reikna ég samt með að það sé árangursríkara að skvetta vatni á hana en að ræða þessi mál við þig enn einu sinni.

Varðandi ósmekkleg ummæli þín um börnin á Gasa þá afgreiddi ég hörmungar þeirra í pistli mínum hér að ofan, eins og oft áður, ég get alveg endurtekið þau ummæli fyrir þig; "Það skal enginn draga það í efa að þjáningar íbúa Gasa eru gríðarlegar, en tilgangur voðaverka  Hamas var einmitt að valda þessum heiftarviðbrögðum Ísraela", og svo seinna; "Alveg eins og Íslamistar Hamas sem hafa skotið þúsundum eldflauga frá íbúðablokkum  og flóttamannabúðum Gasa, víggirt skóla og sjúkrahús, allt gert til að valda óbreyttum borgurum Gasa sem mestum þjáningum. Ef einhver er að fremja þjóðarmorð á Gasa þá er það Hamas á sínu eigin fólki.".

Ég er þekktur fyrir að nenna að ræða málin Bjarni, en á öllu eru takmörk, ef þú kýst að spila þig endalaust bjána hvað þetta varðar þá er nenna mín á þrotum.  Það neista í dag, þó rigning sé.

Þú ættir líka láta neista Bjarni.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.8.2024 kl. 17:29

17 identicon

Nú er austfjarðagoðinn krumpaður, biðst afsökunar elsku kallinn ef ég hef farið yfir strikið.  Á það til að kunna mér ekki hóf í þrasi á netinu.  Þarf að temja mér hófsemi í orðavali.

Varðandi deiluefnið, best úr því sem komið að vera sammála um að vera ósammála.

Bjarni (IP-tala skráð) 2.8.2024 kl. 18:11

18 Smámynd: Jónatan Karlsson

Já, Bjarni.

Hér á víst ágætlega við máltækið:

Sá vægir sem vitið á meira

Jónatan Karlsson, 2.8.2024 kl. 23:24

19 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk kærlega fyrir svarið, Ómar.

Wilhelm Emilsson, 3.8.2024 kl. 01:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 32
  • Sl. viku: 2650
  • Frá upphafi: 1412708

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 2314
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband