Einu voðamenninu færra.

 

En það er bara svo með þetta skrímsli sem þrífst á morðum og drápum, að fyrir hvert höfuð sem er höggvið, spretta 10 upp.

Þó er ljóst að eitt viðbjóðslegasta ómennið í morðingja og hryðjuverkageiranum er fallinn frá, líkt og saklausu samborgara hans sem hann fórnaði miskunnarlaust fyrir draum sinn um útrýmingu ríkis gyðinga.

Eftir stendur arfleið átaka og ofbeldis sem engan enda ætlar að taka.

Og tekur engan endi á meðan Góða fólkið gengur í takt með voðamönnum og upphefur voðaverk þeirra.

 

Því Ismail Haniyeh var nútímamaður, hann áttaði sig á mikilvægi samfélagsmiðla og nútíma samskipta þar sem allt gerist í beinni, því hóf hann átökin 7. október með viðbjóðslegum drápum sem hann vissi að myndi knýja Ísraelsmenn til harkalegra aðgerða, aðgerða sem myndu kosta tugi þúsunda landa hans lífið.

Í öryggi sínu, sem reyndist víst ekki að vera mjög öruggt, taldi hann fórn samlanda sinna léttvæga ef drápin á þeim myndu færa Hamas sigur í áróðrinum, og þá skipti öllu máli að láta liðsmenn samtakanna vígvæða skóla og sjúkrahús, verjast innan um íbúa, skjóta eldflaugum frá íbúðablokkum, allt til að láta hernað Ísraela líta sem verst út á öldum ljósvaka og samfélagsmiðla.

 

Haniyeh er í raun höfundur að stríðinu; Dráp í beinni.

Og komst upp með það, tókst ætlunarverk sitt.

 

Hringavitleysa átakanna heldur áfram.

Menn óttast stigmögnun vegna drápsins á Haniyeh, en sú stigmögnun átti sér stað á upphafsdegi átakanna, eftir þann dag var eina spurningin hvort Góða fólkið gengi i takt með voðamennunum.

Því ef svo yrði þá myndi Hamas halda átökunum út í hið óendanlega, aldrei fallast á vopnahlé.

Og öfgamennirnir í ríkisstjórn Ísraels myndu ekki bregðast þeim.

 

Allt mat Haniyeh gekk eftir.

Dauðinn og drápin.

Meðvirkni Góða fólksins.

Skammsýni öfgagyðinga.

Allt ákaflega sorglegt, segir svo margt um vit mannskepnunnar.

 

Við Íslendingar eigum samt ekki að lúffa fyrir þessu skítapakki.

Það er komið inn fyrir landamæri okkar og herjar á stjórnkerfið.

Dularfulla saksóknaramálið er einn angi þess.

 

Mætum því.

Mætum Hamas.

 

Hamas á ekki heima hér.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Segja leiðtoga Hamas hafa verið drepinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Magnússon

Takk fyrir góða og öfluga færslu Ómar.  

Jón Magnússon, 31.7.2024 kl. 11:40

2 Smámynd: Guðmundur Örn Ragnarsson

Hverjir hafa opnað dyr helvítis?

Fyrir því vex græðgi Heljar og hún glennir ginið sem mest hún má, og dýrð lýðsins, hávaðamennirnir og fagnaðarlætin steypast niður þangað.

Og mannkind skal beygjast og maðurinn lægjast og augu dramblátra verða niðurlút.

En Drottinn allsherjar mun háleitur verða í dóminum og hinn heilagi Guð sýna heilagleik í réttvísi. (Jes. 5:14-16).

Guðmundur Örn Ragnarsson, 31.7.2024 kl. 14:20

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir það Jón.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 31.7.2024 kl. 22:58

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Guðmundur Örn.

Vil aðeins ítreka að ég er ekki alveg að ná þér.

Í henni helgu bók er margt sagt, en skil ekki alveg tenginguna við pistla mína.

En ég skil svo sem ekki allt.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 31.7.2024 kl. 23:00

5 identicon

Ekki er ég viss um að Haniyeh hafi átt mikinn þátt í hryðjuverkum Hamas 7.okt. 2023., enda bjó hann í góðu yfirlæti hjá emírnum í Katar. Held frekar að það hafi verið klerkastjórnin í Teheran. Það eru írönsku klerkarnir sem standa að baki Hamas og Hisbolla, bæði hernaðarlega og fjárhagslega. Þessar aðgerðir hafa verið lengi í undirbúningin og kostað mikið fé, m.a. með greftri jarðganga, hundruða km. að lengd, að sögn. Tímasetningin hefur væntznlega verið valin af klerkunum, enda hentaði hún þeim vel til þess að dreifa athyglinni frá innanlandsástandinu í Íran. Það hentaði einnig vel að í Ísrael situr við völd harðlínustjórn, sem er háð stuðningi öfgamanna. Það var því augljóst að slík stjórn brigðist við með sérstskri hörku. Aðgerðir Ísraelshers á Gasa hafa verið harðar og miskunnarlausar og jafnframt hafa Hamasliðar  miskunnarlaust notfært sér börn og saklaust fólk sem sprengjufóður og mannlega skildi. Dauði og hörmungar íbúa Gasa hafa valdið hryllingi út um allan heim en eru vatn á millu Hamas sem kæra sig kollótta. Ísraelsmönnum er einum kennt um, þeir eru hataðir og saklausir gyðingar eru ofsóttir. Þetta er allt í þágu klerkanna í Íran. Nú er "góða fólkið", feministar, jafnvel hommar og "hinsegin fólk", gengið til stuðnings við þá. Þetta eru klókir klerkar.

Hördur Thormar (IP-tala skráð) 1.8.2024 kl. 00:37

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Hörður.

Þú vilt sem sagt meina að Haniyeh hafi verið svona strengjabrúða sem hafi verið geymd uppá lofti og aðeins er náð þegar það þarf að láta hann sprikla með því kippa í strengi. Og einhverju svipað sé háttað með yfirstjórn Hamas, að þetta séu allt leppar.

Veistu Hörður, ég held að þetta standist enga skoðun, hvorki dýpri eða grynnri.

Vafalaust og efalaust þá eru klerkarnir upplýstir og að einhverju marki er ekki farið gegn vilja þeirra. Að öðru leiti er Hamas sjálfstæð samtök, með hugmyndafræðilegan grundvöll úr ranni íslamista sunna en ekki shía líkt og klerkarnir í Íran.  Í raun ætti Hamas að drepa alltaf nokkra shía milli þess sem þeir eltast við gyðinga, líkt og systursamtök þeirra Ríki Íslams og Alkaida en svona er lífið, óvinur óvinar míns er vinur minn ef ég þarf á honum að halda, og þar skerast hagsmunir klerkanna og Hamas.

Voðaverkin 7. október eru þess eðlis Hörður að við megum aldrei tína neitt til sem dregur úr ábyrgð voðafólksins sem skipulagði þau og létu liðsmenn sína framkvæma, allflestir í öruggu skjóli vinveittra ríkja.

Því það er eitt form samsektar Hörður.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 1.8.2024 kl. 07:25

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og níu?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.9.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 1372986

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband