Morgunblaðið bregst ekki.

 

Það skrifar frétt um bullið og vitleysuna sem vellur uppúr Donald Trump, eins og 4 ár hans í forsetastól hafi ekki kennt blaðinu að greina á milli þess sem kjósendur hans vilja heyra og þess sem Donald Trump stendur fyrir, eða framkvæmir.

Síðan ætti að vera einhver greind á ritstjórn blaðsins til að greina á milli hvernig Trump stjórnar umræðunni, og þess sem hann eða andstæðingar hans í Demókrataflokknum kjósa að halda á lofti í kosningabaráttu sinni.

Svo ég vitna í einn frasann sem demókratar láta hafa eftir sér og hinn ekki svo vel gefni blaðamaður Morgunblaðsins étur upp; "Í ár er lýðræðið okk­ar í hættu, og ef við ætl­um að bjarga því verðum við að kjósa gegn valda­boðsstefnu".

Ókei, lýðræðið er kannski í hættu en hvaða flokkur, og hvaða frambjóðandi ógnar lýðræðinu vestra í dag????

 

Hinn ekki svo vel gefni blaðamaður Morgunblaðsins er með þetta á hreinu, að kosningabull Donald Trumps sé ógnin, sambærileg orð kosningateymis demókrata virðast hins vegar ekki ógna einu eða neinu, þó viðkomandi teymi hafi í síðustu kosningum logið upp afskiptum Rússa af forsetakosningunum 2020 þar sem Biden var kosinn, eða staðfastlega notað þær fölsku ásakanir til að beita réttarstofnunum landsins til að rannsaka þær ásakanir, með þeirri einni niðurstöðu, að því sem er logið og búið til, er ekki hægt að rannsaka til sakfellingar.

Og látið er ógert að minnast á hvernig sambærilegt bull, sambærilegar samsæriskenningar um einhverja ógn af kosningu Trump ógni lýðræðinu þar vestra, sé meginstoð kosningamaskínu demókrata.

 

Svona fyrir utan að Tump sé dæmdur fellon af gjörspilltu saksóknarakerfinu vestra, þar sem saksóknarar skipaðir af demókrötum, af dómstólum þar sem demókratar skipa dómara, að þar með henti hann vel í baráttunni við Kamillu Harris, sálarlausrar manneskju sem hóf sinn feril með því að ofsækja fátækt fólk á jaðri samfélagsins.

Eins og vit blaðamannsins sé minna en ekkert, að heimskan sé meiri en algjör.

 

Það hefur blasað við öllum sem hugsa og hafa dómgreind sína í lagi, að atlaga demókrata að bandarísku lýðræði með leikfléttunni um útnefningu Kamillu Harris, er áður óþekkt leikflétta, að varla finnst dæmi hjá Pútín eða öðrum einræðisherrum þessa heims til að sjá og upplifa hvernig leikreglur lýðræðisins hafa verið vanvirtar.

Samt hefur blaðamaðurinn á Morgunblaðinu ekki skrifað eina frétt um þessa augljósu aðför demókrata að lýðræðinu vestra eða sett spurningar við af hverju Kamila með lof á vörum og tungu um Biden, var tilbúin með stuðning meirihluta kjörmanna demókrataflokksins, innan við sólarhring eftir að rýtingar voru stungnir í bak hans.

Leikflétta og atburðarrás sem jafnvel Shakespeare hefði verið stoltur af í dramaleikritum sínum. 

En blasir við öllum með dómgreindina í lagi.

 

Það er nefnilega þannig í dag að Mogginn bregst ekki í ófréttamennsku hins pólitíska rétttrúnaðar.

Í mörgu er hann á pari við einkafréttastofu Góða fólksins á Rúv.

 

Þetta síðasta vígi borgarlegra blaðamennsku uppfyllir varla kröfu þjóðskáldsins um fornar búðir, þegar það sagði að núna væri Snorrabúð stekkur.

Og borgarlegir íhaldsmenn kyngja þessu, sækja í forn minni vinstri vitleysinga sem réðust á Kína og Maó með því að skamma Hoxha og kommúnistastjórn hans í Albaníu. Með því að ráðast á augljósa ófréttamennsku Rúv, til dæmis þegar frétt um forsetakosningar í Venúsaela var látin snúast um kröfu alþjóðlegra glæpasamtaka um Ísland án landamæra, en þegja um samskonar ófréttir, eða það sem verra er, þögn um ófréttir, hjá Morgunblaðinu.

 

Morgunblaðið bregst vissulega ekki.

En hægri menn bregðast, með því að kyngja ófréttamennskunni, með því að skamma Rúv fyrir það sem þeir vildu sagt hafa um Morgunblaðið.

Á meðan trónir Davíð á toppnum, tannlaus, áhrifalaus, þiggur laun fyrir blekkinguna að Morgunblaðið sé ennþá borgarlegt íhaldsblað.

Sem það reyndar er en aðeins á sárafáum köflum.

Köflum sem eru svona svipaðir og þjóðvegir landsins áður en rétttrúnaður loftslagstrúboðsins fór að blanda matarolíu sem bindiefni við klæðninguna.

 

Á meðan rennur allt að feigðarósi.

Alþjóðleg glæpasamtök flótta og mannsalsiðnaðarins stjórna opinberri umræðu, það besta sem má segja um núverandi ráðherra er að þeir eru vanhæfir, stjórnarandstaðan þjónar öllu öðru en almenningi og þjóð, glæpaiðnaðurinn er langt kominn með að skipta um þjóð í landinu, íslensk tunga og íslensk menning er komin á válista.

Þjóðin, almenningur og fyrirtæki hans eru mergsogin af vaxtabrjálæðingum Seðlabankans, brjálæðingum sem hafa þjónað auðmagninu síðan löngu fyrir Hrun.

Og síðasti borgaralegi fjölmiðill þjóðarinnar er í andaslitrum.

 

Að ekki sé minnst á að Samflokkurinn ætlar að skipta út Bjarna og börnum hans, fyrir Samfylkinguna og þó fullorðinni manneskju, Kristrúnu Frostadóttir, úr ranni auðmagnsins vissulega, en samt ekki heimsk.

Á því herrans ári 2024 þá má þjóðin allavega þakka fyrir þau grið að meint vonarstjarna þjóðarinnar er þó ekki heimsk, þó hún komi úr röðum Samfylkingarinnar.

Það er þó eitthvað gott í hinu versta.

 

Á meðan gráta samt þjóðvegirnir, Fjallkonan og Landvættirnir.

Íslensk tunga og íslensk menning.

Heilbrigð skynsemi og dómgreind hins venjulega fólks.

 

Fall Morgunblaðsins er birtingarmynd fall þjóðar, sem átti, en er að missa allt.

Sjálfstæðisþrá aldamótakynslóðarinnar skóp Morgunblaðið, og á þeirri þrá lifði blaðið lengi.

Lifði allt þar til borgarleg hugsjón og borgarleg gildi lutu í gras fyrir alþjóðavæðingu auðmagnsins og fávitavæðingunni sem auðmagnið kostar svo grimmt í samfélaginu.

 

Í dag er þjóðin án borgarlegs flokks og án borgaralegs fjölmiðils.

Og engar breytingar þar á í sjónmáli.

 

Það er bara svo.

Staðreynd sem ekki er hægt að rífast um.

Á Íslandi í dag þar sem alþjóðleg glæpasamtök mannsals og flóttamannaiðnaðarins eru í hásæti umræðunnar.

Innviðir grotna og þjóðinni er boðið fávitahátt umræðunnar til að afneita þeirri staðreynd

 

Þar bregst Morgunblaðið ekki.

Ekki þessum napra raunveruleik sem blasir við íslensku þjóðinni í dag.

 

Samt, fyrir ekki svo mörgum árum, þá hefði Morgunblaðið brugðist.

Ægivaldi Samflokksins, froðu umræðunnar, samkrulli auðmagnsins við glæpalýð um að skipta um þjóð í landinu.

Það hefði ekki þagað, það hefði sagt fréttir.

Það hefði sagt satt.

 

Allavega í minningunni.

Minningu sem tíminn er óðum að þurrka út.

 

En er samt minning um það sem var og á að vera.

Um Ísland sem var og á að vera.

 

Sú minning má ekki deyja.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Augljóst grín eða árás á lýðræðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Amen.

Með blessun úr efra.

Magnús Sigurðsson, 29.7.2024 kl. 18:20

2 Smámynd: Guðmundur Örn Ragnarsson

Og engillinn sagði við mig: Hví ertu forviða?

Ég mun segja þér leyndardóm konunnar og Dýrsins með höfuðin sjö og hornin tíu sem ber hana: Dýrið, sem þú sást VAR, en ER ekki, og það mun stíga upp frá undirdjúpinu og fara til glötunar.

Og þeir sem á jörðu búa, og eiga ekki frá grundvöllun veraldar nöfn sín skráð í LÍFSINS BÓK, munu fyllast aðdáun er þeir sjá Dýrið sem VAR, og ER ekki, og kemur aftur.

Hér reynir á skilning og speki.

Höfuðin sjö eru sjö fjöll sem konan situr á. Það eru líka sjö konungar. Fimm eru fallnir, einn er nú uppi, annar er ókominn og er hann kemur á hann að vera stutt.

Og Dýrið, sem VAR, en ER ekki, er einmitt hinn áttundi og er af þeim sjö og fer til glötunar. Og hornin tíu, sem þú sást, eru tíu konungar, sem enn hafa eigi tekið við ríki, heldur fá vald sem konungar eina stund ásamt Dýrinu.

Þessir hafa allir eitt ráð (WEF) og ljá Dýrinu mátt sinn og vald. Þessir munu heyja stríð við Lambið. Og Lambið og þeir sem með því eru, hinir kölluðu og útvöldu og trúu, munu sigra þá – því að Lambið ER Drottinn drottna og konungur konunga. (Op. 17:7-14).

Guðmundur Örn Ragnarsson, 29.7.2024 kl. 19:25

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þar höfum við það Ómar, -og kristallast m.a. í orðum þínum; Fall Morgunblaðsins er birtingarmynd fall þjóðar, sem átti, en er að missa allt. Sjálfstæðisþrá aldamótakynslóðarinnar skóp Morgunblaðið, og á þeirri þrá lifði blaðið lengi.

Frábær pistill frá upphafi til enda.

Með kveðju að ofan.

Magnús Sigurðsson, 29.7.2024 kl. 21:08

4 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Hverju orði sannara: Við fáum ekki fréttir á íslensku.

Rúnar Már Bragason, 29.7.2024 kl. 21:20

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið félagar.

Þegar ég setti þessi orð á blað var ég óaðvitandi um síðasta útspil glæpaiðnaðarins að þagga niður í innlendri umræðu, svo ég einhenti mér í að hripa niður annan pistil milli þess sem klárt var gert fyrir grill, grillað og vaskað upp.

Gærdagurinn var sem sagt dagur stórra tíðinda, tengsl voru opinberuð milli Skuggabaldurs og þess kerfis sem á vernda þjóð og land fyrir glæpalýð, hryðjuverkum, þó ekki hryðjuverkunum á þjóðvegum landsins, og öðru því sem ógnar friðsamlegri tilveru borgaranna.

Þarna mun reyna á Ekkifréttir versus fréttir.

Kannski eigum við eftir að upplifa góða daginn hjá Mogganum.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.7.2024 kl. 07:35

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og nítján?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 1372980

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband