Halla og húmorinn.

 

Halla Tómasdóttir er fín kona, hún getur verið alþýðleg enda unnið í fiski sumarpart í æsku í Fjarðabyggð, hún er greind, og hún er skörp.

Hún er líka gráðug og fégjörn, annars hefði hún aldrei tekið þátt í uppklappi útrásinnar, en staðfesting á greind hennar er að hún hafði vit á að kúpla sig út frá meinstrím græðgisvæðingunni korteri fyrir Hrun með því að þykjast vilja græða pening í nafni kvenna, kvenfrelsis, eða hvaða orð græðgifélagið Auður notaði til að réttlæta sérstöðu sína á hinu almenna fjármarkaði kauphallanna.

 

Hún kom inní forsetakosningarnar eins og stormsveipur með fullar hendur fjár, búin að vinna fyrir glóbalfjármagnið, klæddi sig niður í alþýðustelpu, og vann forsetakosningarnar vegna þess að Kristrúnarliðið í Samfylkingunni ákvað að fórna frambjóðanda sínum, þeim mæta manni, Baldri Þórhallssyni.

Halla gat samt ekki flúið fortíð sína, þó auðblekktur íslenskur almenningur, í skjóli ekki vel gefins fjölmiðlafólks, munum að Femínistinn á Morgunblaðinu er ekki vel gefinn, nema í samanburði við börnin og feitu strákana á Rúv, þá reka alþjóðlegir fjölmiðlar ennþá fréttastofur, en ekki Ekki-fréttastofur.

Fyrirsagnir þeirra voru allar á einn veginn, fjárúlfur með tengsl við alþjóðlega græðgisvæðinguna, auðkona, vann íslensku forsetakosningarnar.

Sleppt var að minnast á þátt Kristrúnar í því ferli, enda þótt Kristrún Frostadóttir sé meintur frelsari vinstri og félagshyggjufólks, þá veit enginn af tilvist hennar erlendis.

 

Halla er samt örugglega alveg ágætis stelpa, hún vann jú í fiski sumarpart.

Og hún kann á Tikk Tokk, svo er hún vel máli farin.

Reyndar flott ef hún hefði ekki boðið sig fram undir fölsku flaggi, og hefði ekki unnið forsetakosningarnar vegna Kristrúnar og hennar valdafíknar í Samfylkingunni.

 

Svo kemur þessi frétt, að meint alþýðuklæði hafi aðeins verið leikbúningur hjá gráðugri fjáraflakonu, enda þarf þá hæfileika til að verða kosin formaður Viðskiptaráðs.

Ráðið sem sko alltaf að ráðast að innviðum og þjóðarhag, sem telur allt til sölu, líka þjóð og land.

Frétt um að Halla gæti ekki hamið sig þó örfáar vikur færi til innsetningar hennar í forsetaembætti Íslands, fyrst þjóna hins alþjóða auðmagns.

 

Hún, sem er ofsarík á mælikvarða þeirra alþýðukvenna sem hún þóttist vera í kosningabaráttu sinni, þurfti samt að græða örfáa aura í viðbót.

Eða var gróðinn talin í milljónum??, hvað veit ég sem hef aldrei grætt nokkurn aur nema þá krónu sem ég hirti upp á bílastæði Olíssjoppunnar í bænum mínum fyrir svona 15 árum síðan.

 

Húmorinn er samt fyrirsögn Mbl.is að halla sé komin á einhvern meintan hálan ís.

Eins og nokkur maður hafi ekki vitað hvað hún er og fyrir hvað hún stendur.

 

Með þessum húmor bakkar Mbl.is upp atlögu auðmagnsins að restinni að íslensku sjálfstæði, það er ekki nóg að eiga Einflokkinn á Alþingi, það getur ekki heldur látið forsetaembætti okkar í friði.

Reyndar kann ég vel að meta góðan húmor, til dæmis þegar forstjóri Síldarvinnslunnar tilkynnir árlegasamfélagsstyrki félagsins í minni heimabyggð, og er stolltur af örlætinu, en mætti samt ekki frekar hrósa Höllu fyrir útsjónarsemi, þó gróðinn sé aðeins brotabrot af tekjum hennar og auð, þá er hún eins og Jóakim Aðalönd sem lætur ekkert gróðatækifæri, hversu lítið sem gróðinn er, framhjá sér fara.

 

Við hin sem grátum forsetaembættið, getum varla alveg haldið áfram að gráta, eða keypt okkur snýtuklúta.

Þjóðin kaus Höllu.

Eins og hún er, ekki eins og fólk héldi að hún væri.

 

Á milli er diff, en sá diff er ekki Höllu sök.

Græðgi og gróði er hennar ferski andblær á Bessastaði.

Og ekki grætur Viðskiptaráðið það.

 

Við sem kusum hana Ekki eigum heldur ekki að gráta.

Ég kaus hana ekki.

En ég er samt hluti af þjóðinni.

Sit uppi með niðurstöðuna.

 

Og ég hef húmor fyrir Höllu.

Kveðja að austan.


mbl.is Halla komin „á hálan ís“ í auglýsingu Brimborgar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Geir Ágústsson

Hvað ætli líði á löngu þar til að Klsus Schwab er kominn í kaffi á Bessastöðum?

Geir Ágústsson, 26.7.2024 kl. 17:56

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Geir.

Pistill minn hér að ofan endurspeglar á vissan hátt pirring um hvernig Samfylkingin, einna flokka ákvað að virkja maskínu sína til að tryggja að Katrín yrði ekki forseti.  Ekki þannig að ég hafi kostið Katrínu, en ég hefði virt kosningu hennar, sem og ég hefði virt kosningu Höllu Hrundar eða Höllu Tómasar, ég hefði líka virt þrítugustu og fimmtu tilraun Ástþórs til að verða kosinn forseti.

En undirmál úr ranni Kristrúnar var eins og rauð dula sem var síveifað fyrir framan latasta og rólegasta naut spænskrar sögu, mun rólegra og spakara en nautið sem Svíar sýna á aðfangadag, og tókst að pirra með síáreitni áreitara, það er að sögn Disney.

Og að Halla skyldi ekki hafa beðist afsökunar á þessum undirmálum, sem hún kannski þurfti ekki, en hún kaus að upphefja með einhverju karma sem hefði fallið með henni síðust 12 tímana fyrir kjördag, þá hætti ég að virða kjör hennar.

Ég veit ekki um þennan Klásus, vona að hann sé ekki sá sami sem sonur minn bíttaði við í inntökuprófi í sjúkraþjálfuninni, ef svo væri þá hefði ég beðið hann um að herða nálaraugað því þetta val sonar míns greip mig ekki alveg.

Ef þetta er einhver annar Klásus, kannski sá sem ég held að þú sért að vísa í, þó ég þekki hann ekki neitt, þá breytir það hvorki pirring mínum um undirmál Kristrúnar, eða að við séum með auðdúkku á Bessastöðum.  Hann má drekka kaffi þar mín vegna.

Halla gat samt haldið aftur af eðli sínu næstu 4 árin eða svo, þjóðin launar henni vel, og ég efa ekki að glóbalið geri það margfalt miðað við laun þjóðarinnar.

Halla er ekki fátæk og þarf ekki svona díla.

Jafnvel þó mikið vilji örlítið meira, aurinn lét jú kjósa hana sem forseta í millitíðinni.

Til tekna vil ég samt taka fram að hún vann jú í fiski part úr sumri.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 26.7.2024 kl. 18:53

3 identicon

Kætir mig að lesa þennan fína pistil, ekki síst þar sem ég kaus heldur alls EKKI Auði Capital klútaHöllu.

En eina neðanmáls athugasemd finnst mér vanta, og sú er hver er Femínistinn á Morgunblaðinu?

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 26.7.2024 kl. 19:02

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Þess svo má geta að Halla vil meina að Mogginn sé að bulla, en á því meinta bulli byggði ég pistil minn.

Ég græt ekki þó Femínistinn á Morgunblaðinu, og ókei, það skrifa fleiri vitlausar fréttir en hann, taki slagi við það sem Guardian minnir mig hafi kallað framboð glóbalsins eða kannski talaði blaðið aðeins um að bissnes kona hefði unnið kosningarnar en annar fjölmiðill hafi bent á tengingu Höllu við hina Örfáu, man það hreinlega ekki, rífist við Höllu Tómasdóttur, sem sannarlega er að saka Egil Jóhannsson forstjóra Brimborgar um tækifærimennsku og óheiðarleika, og mér er alveg sama hvor hefur betur í þeim deilum.

Femínistinn sem upphefur morðárásir Hamas er ekki merkilegur pappír í mínum augum.

Vorkenni samt Agli að hafa lent á milli.

Hann átti að vita betur en að díla við glóbalið.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 26.7.2024 kl. 19:09

5 identicon

Þar sem þú ert nú venjulega eins og hænurass í roki þegar ég lýsi mig sammála pistlum þínum þá ætla ég að láta það vera.

En til hamingju íslenska þjóð að hafa valið einn stærsta þátttakanda í hruninu 2008 sem forseta og faðma að ykkur aðra auðkellingu sem næsta forsætisráðherra. Þú færð það sem þú átt skilið.

Bjarni (IP-tala skráð) 26.7.2024 kl. 19:16

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Símon Pétur.

Femínistinn er þessi ekki alltof vel gefni einstaklingur á ritstjórn Moggans, með margföld háskólapróf frá HÍ, aðallega fjölmiðlasvið skólans, eða hvað sem það heitir, og er Skálkaskjól mitt þegar ég gagnrýni Moggann fyrir meðvirkni gagnvart rétttrúnaði, upphafningu morðárása Hamas, auk annars smáræðis.

Ég er eins og gamla konan sem trúði ekki mörgu misjöfnu uppá mætan mann í þjóðfélaginu, hann var alltaf svo snyrtilegur og kom svo vel fyrir.

Reyndar hefur þetta skálkaskjól ekki dugað mér, þegar mér ofbýður meðvirkni með vondu fólki, þá skammast ég út í Dabba, Geir vini mínum hér á Moggablogginu til lítillar gleði.  Í þeirri merkingu að hann heldur að hann megi ekki hrósa Davíð án þess að ég bregðist illa við.  Og þá óttast hann langlokur mínar í athugasemdarkerfinu.

Svona er lífið Símon minn, við þurfum allir okkar skálkaskjól.

Hins vegar mæli ég mjög með laginu Skálkaskjól með stuðbandinu Twist og Bast.  Það lag fær mig alltaf til að dilla mér, í merkingunni að hreyfa útslitnar mjaðmir.

Því miður hefur Femínistinn á Morgunblaðinu ekki sömu áhrif á mig.

En ólíkt lagi Twist og Bast, þá hef ég skrifað marga pistla um Femínistann, auðvelt að gúgla þá, allir sannir um tilurð og mikilvægi Skálkaskjóla.

Við kusum svo eins og við kusum Símon Pétur, undirmál Kristrúnar átti samt ekki að ráða niðurstöðunni.  Segi ég sem samt er ekki beint aðdáandi Katrínar, maður á samt að virða leikreglur sem hafa lengi gilt um kosningu þjóðarinnar á forseta, þær leikreglur að stjórnmálaflokkar skipti sér ekki að þeim, eða hafi áhrif á niðurstöðu þeirra.

Hvort sem menn vinna fyrir World Forum eða fótboltafélög í Reykjavík, til dæmis KR eða Val.

Þær reglur braut Kristrún.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 26.7.2024 kl. 19:25

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Bjarni minn.

Núna ert þú að lýsa veruleika sem ég þekki engan veginn til, það er hvernig hænurassar í roki haga sér eða dilla, er þó samt með marghorf á þá mætu stórmynd, Litla kjúklinginn.

Held því að þú hafir miskilið eitthvað, ég er ekki síður kátur þegar menn eru sammála mér, í stað þess að vera ósammála. Eiginlega er ég bara alltaf kátur þegar ég fæ athugasemdir, þær eru jú viss drifkraftur pistla minna, gefa mér tækifæri til að spinna áfram efni þeirra, spinningu sem er ekki alltaf í boði í ljósi ákveðinna þekktra takmarkana um þá lengd sem fólk nennir að lesa.

Ég held samt að núverandi verðandi forseti sé skilgerið afkvæmi undirmála, en ekki vilja íslensku þjóðarinnar.

Svo hefði ég ekki keypt mér nýja bíl á þessum tímapunkti ef ég væri Halla, það er alltaf höggstaður fyrir okkur gárungana.

En hvað veit ég, ég hef aldrei verið kosinn forseti með beinu umboði frá Davos, reyndar yfir höfuð aldrei verið kosin forseti.  Og ef út í það er farið, aldrei verið kosinn í eitt eða neitt.

Skortir því reynsluheiminn fyrir þessa ályktun mína.

Samt ekki, þarna reynir á trúverðugleika sem er ekki til staðar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 26.7.2024 kl. 19:37

8 identicon

Þakka gott svar.

Femínistinn á Morgunblaðinu er sem sagt safnheiti yfir gungur og druslur, þær sem hafa ekkert fram að færa annað en að þjóna eigin hégóma og að græða. 

Margt er því greinilega skylt með rafdruslunni, verðandi Bessastaða-Auði-Capital og moggalufsunni.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 26.7.2024 kl. 19:40

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Símon Pétur.

Þetta var nú ekki alveg svona djúpt hjá mér, ég var reyndar aðeins að hæðast af rétttrúnaði þeirra karla sem eru svo ákafir að spila með, að þeir fatta ekki að þeir eru orðnir að steingeldum eintökum þeirrar karlmennsku og einstaklingshyggju sem lífið gaf þeim í vöggugjöf.

Hins vegar hæðist ég ekki að stelpunum, þær einfaldlega eru ekki góðir blaðamenn, þar er af sem áður var á Morgunblaðinu. Vil reyndar taka það fram að ég hæðist ekki að garði sem ég í stirðleika mínu hoppa auðveldlega yfir, skil þannig séð ekki vegferð Morgunblaðsins.

Mogginn er samt alveg ágætur, eða þannig, þolir vissulega ekki samanburð við reisn fortíðar, og það vinnur engin Agnes lengur á blaðinu, en í heimi sem mjög versnandi fer, þar sem unga fólkið okkar virðist mennta sig í fáu öðru en hjárænu og forheimsku, þá á maður samt að þakka fyrir það sem maður hefur.

Svo máttu ekki gleyma því Símon Pétur, að maður segir ekki til vamms ef maður er ekki vinur.  Myndi því aldrei nota orðið "lufsa" yfir Davíð, en það mætti alveg kaupa handa honum falskar tennur, svo hann hætti að gjamma eins og tannlaus hundur.

En það er bara svo sem mín fílíng, þarf alls ekki að vera annarra.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 26.7.2024 kl. 20:02

10 identicon

Talandi um nýja bíl þá hefur það einu sinni á minni ævi gerst að ég hafi eignast nýjan bíl, og ég er enginn spring chicken, þetta höfðu þar áður undanteknigalaust verið gamlir skrjóðar. Ég á hann enn 8 árum síðar.

Það hefur tekið mig meiri en 20 ár að eignast skuldlaust heimili sem er ekki raðhús, parhús eða einbýli.  Þetta var ekki auðvelt en það hafðist. Unnið við fiskvinnslu um jól og páska.  Vann í álverinu með námi.  Fékk aldrei neitt gefið. Kominn tími á að krakkafíflin temji sér hóf?

Bjarni (IP-tala skráð) 26.7.2024 kl. 20:13

11 Smámynd: Ómar Geirsson

Eru nýir bílar ekki bara ofmetnir Bjarni??

Það er samt afrek að eiga eitthvað skuldlaust.  Hins vegar læt ég mér duga að vonast til að fá að gefa meintum krakkafíflum að éta endrum og eins, jafnvel ein og ein jól þegar frammí sækir.

Þau finna út úr hinu sjálf.

Kveðja úr væntanlegri blíðu að austan.

Ómar Geirsson, 26.7.2024 kl. 23:20

12 identicon

Sjáfsagt er ég grumpy old men en þykir það kindugt að þrítugir samstarsmenn, búanandi í raðhúsi og keyrandi um á nýrri Teslu séu í tíma og ótima vælandi yfir lánabirgði húsnæðislána. En whatever!

Bjarni (IP-tala skráð) 27.7.2024 kl. 01:13

13 identicon

Þvílíka bullið en það nærir kannski að níða skóinn af öðrum

Axel Guðnason (IP-tala skráð) 27.7.2024 kl. 14:01

14 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Axel fyrir innlit og athugasemd.

Þar sem pistillinn er kenndur við húmor þá gleður mig að fá inn athugasemd frá fólki sem leggur á sig erfiði til að tilkynna náunganum að hann sé að bulla.

Finnst það alltaf jafn fyndið.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 27.7.2024 kl. 18:09

15 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Bjarni.

Þetta er akkúrat skilgreiningin á því að maður sé orðinn gamall að maður fer að hrista höfði yfir ungdómnum.

Það er af sem áður var þegar maður í ungdómnum hristi höfði yfir gömlu körlunum sem voru alltaf af hrista höfðinum yfir okkur unga fólkinu.

Svona er hringrás lífsins.

Þannig líður tíminn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 27.7.2024 kl. 18:13

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og þrettán?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.9.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 1372978

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband