21.7.2024 | 18:08
Rýtingar í bakið felldu Biden.
Eftir stendur hið óskiljanlega, hvernig datt flokkseigendum Demókrataflokksins það í hug að bjóða hann fram í annað tímabil, þegar ljóst var að strax í upphaf þess fyrra að Biden var ekki heill sökum elli??
Hvernig datt mönnum þetta í hug, og að það skuli vera fyrst núna þegar allar skoðanakannanir sýndu að Biden átti ekki séns í Trump, að þá voru rýtingarnir teknir fram??
Sem er það ómerkilegast að öllu, að þegar áframhaldandi völd voru í húfi, þá var Biden fórnað.
En það þótti í góðu lagi að bjóða fram lifandi lík í æðsta valdaembætti hins vestræna heim, þegar menn töldu sig sigra kosningarnar.
Þetta er ekki lýðræði.
Þetta er eitthvað allt annað.
Kveðja að austan.
Biden dregur framboð sitt til baka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 15
- Sl. sólarhring: 27
- Sl. viku: 2034
- Frá upphafi: 1412733
Annað
- Innlit í dag: 15
- Innlit sl. viku: 1787
- Gestir í dag: 15
- IP-tölur í dag: 13
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Rýting, hvaða rýting? Maðurinn er elliært gamalmenni í framboði gegn öðru elliæru gamalmenni, hvað gæti mögulga farið úr skorðum?
Kveðja úr neðra
Bjarni (IP-tala skráð) 21.7.2024 kl. 18:51
Ólíkt að bera saman Trump og Biden. Trump hefur mætt gífurlegum mótspyr og hatri. Hann getur ekki verið elliært gamalmenni þegar hann heldur góðar ræður og hefur staðizt allskonar mótlæti og lögsóknir. Hann er í alvöru svo fær að Demókratar hræðast hann, stór hluti heimsbyggðarinnar. Þessvegna fær hann á sig skammir og hatursáróður. Enginn væri hræddur við elliært gamalmenni eins og Joe Biden, sem er indæliskall og maður vorkennir honum.
En ef Trump verður aftur forseti gæti hann misst heilsuna á þeim fjórum árum. Hvað sem öðru líður, menn myndu ekki hræðast hann og hata ef hann væri búinn að vera.
Tek undir með Ómari, þetta er ekki lýðræði. Ég held helzt að þetta hafi verið innanbúðarbrandari í Demókrataflokknum, að senda elliæran mann á móti Trump og styðja hann alla leið í embættið. Kannski var þetta aðferð til að gera lítið úr Trump, fyrst Biden gat sigrað hann væru þeir báðir brandarar, sem er rangt.
Ljóst að síðastliðin tæp 4 ár hefur strengjabrúða verið forseti Bandaríkjanna. Sorgleg þróun. Hvaða leikrit verður nú sett á svið fyrir fólk?
Ingólfur Sigurðsson, 21.7.2024 kl. 20:21
Nákvæmlega,Ingólfur stuðningslið Biden er uggandi um hann eftir mistök ,sem elliærri stelpu eins og mér finnst léttvæg. Verst að heyra frá fréttamönnum að ef Demokratar vinna, verðum við í vondum málum; So keep on Donald Trump!
Helga Kristjánsdóttir, 21.7.2024 kl. 23:22
Blessaður Bjarni minn.
Þú spyrð um rýtingana líkt og þú sért blindur þegar fréttir birtast af frammámönnum í Demókrataflokknum sem keppast núna við að mæra Biden en tilkynna núna stuðning sinn við Harris sem hefur aldrei unnið neinar kosningar nema þá sem hún vann í Kaliforníu þegar hún lofaði hörku og óbilgirni gagnvart fátæku ógæfufólki á jaðri samfélagsins.
Sérð ekki blóðugu hendurnar og bunguna á brjóstvasanum sem er of oddmjó til að fela skammbyssu.
Þetta er fólkið sem bauð Biden fram, hleypti honum athugasemdarlaust í gegnum prófkjörin, ætlaði að krýna hann á flokksþinginu, jafnvel tilbúið með lykkjuna sem var notuð til að láta Leonid veifa hendinni og er núna geymd á byggðasafninu í Kreml. Og öllum efasemdum um hvort líkið væri lifandi var svarað með mjög traustum traustyfirlýsingum. Jafnvel þegar sprauta læknisins klikkaði á ögurstundu kappræðnanna þá hópuðust þeir í stuðningspartý með Biden, létu taka af sér myndir með honum og fundu varla orð í orðaforða sínum til að lýsa styrk hans, hæfni, sem og góðum störfum í nútíð og væntanlegri framtíð.
Nema Bjarni minn, um leið fór að stað svæsin rógsherferð gegn kallinum, öll fingraför bentu á höfuðstöðvar flokksins.
Þarna voru repúblikanar stikkfrí aldrei þessu vant.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 22.7.2024 kl. 07:15
Takk fyrir innlit og athugasemd Ingólfur.
Fáu við að bæta nema vinklinum á Harris, var þarna hannaður frambjóðandi sem þeir treystu ekki í forval??
En það fyndna Ingólfur er að þeir sem svívirtu lýðræðið með leikritinu um Biden, þeir ástunda hræðsluáróður um að Trump sé sérstök ógn við það. Og einfeldningarnir í fjölmiðlastéttinni sem lepja upp áróðurinn átta sig ekki á grunnstaðreyndinni að forsenda þess áróðurs er algjört vantraust á lýðræðisstofnanir þjóðarinnar.
Svo tala menn um Pútín og að hann sé eitthvað að naga niður lýðræðið þarna vestra.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 22.7.2024 kl. 07:21
Góðan daginn Helga.
Heimurinn væri litlausari ef ekki væri elliær gamalmenni á stangli hér og þar. En það er dæmi um sýnd umræðunnar að hún er látin snúast um afleita frammistöðu í kappræðum, en ekki kjarnann, að það megi stórlega efast um lífsmörk Bidens.
Þar sem ég á móðir á tíræðisaldri í íbúðum aldraða og tengdamóður á níræðisaldri á hjúkrunarheimili þá hitt ég reglulega eldri góðborgara, og auðvita hefur tíminn tekið sinn toll, og sá tollur augljóslega stækkar með hverju ári, þó mismikið sé. En ég hef aldrei hitt manneskju sem er eins strekkt í framan með jafn líflaust andlit, eins og núverandi forseti Bandaríkjanna er og hefur verið lengi. Eins og hann sé lifandi múmía.
Ég hef hins vegar séð myndir af leiðtogum Sovétríkjanna þar sem þeir voru á hápunkti valda sinna og aldurs, jafnvel í þeim hópi hefði Biden skorið sig úr fyrir stjarft útlit.
Að hið augljósa skuli loksins vera frétt, og að þessi vinnubrögð í sambandi við meint kjör Bidens skuli vera álitin eðlileg líkt og hann væri klæðalausi keisarinn í sögunni, segir allt sem segja þarf um firringu og forheimsku opinberrar fjölmiðlaumræðu þessi misserin.
Og fólkið sem hana stundar hefur elliærið ekki sér til afsökunar.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 22.7.2024 kl. 07:31
Jæja, þá er einu gamalmenninu færra. Harris telst nú ekki til frambærilegustu kandidata sem demókratar gátu valið. Sennilega óvinsælasti varaforsetinn frá upphafi. Samt er hún og Trump á pari í skoðanakönnunum sem gerð hafa verið. Hvað segir það okkur um Trump. Held að gatan sé ekki greið fyrir kallinn núna. Fylgið við hann hefur að langmestu leiti byggt á hversu andstæðingurinn var arfalélegur. Spá því að Harris verði næsti forseti og sá versti eftir Biden og Trump.
Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 22.7.2024 kl. 14:32
Blessaður Jósef.
Smá leiðrétting, ég hef ekkert á móti gamalmennum, eða framboði þeirra, þekki söguna nógu vel til að vita að með aldri eykst vit og reynsla, Adenauer er dæmi um það.
Lifandi lík eiga hins vegar ekki að vera í framboði, ekki heldur í alræðisríkjum eins og Sovétríkjunum sálugu, lík leiða ekki, og skuggastjórnandinn að baki er án umboðs, og þverrir því afl þegar einhverju þarf að breyta, hann viðheldur kannski óbreyttu ástandi, en í dýnamík ríkja er ekki neitt til sem heitir óbreytt ástand.
Hvað Trump varðar, þá hef ég ekki glóru um hvernig honum muni vegna, veit samt að það er erfitt að rífast við bæði Trump og sérstakan verndara hans hér á jörðu, guð.
Veit hins vegar að bandaríska þjóðin er klofin í tvennt og þó önnur fylkingin myndi bjóða fram Glám en hin Skrám, þá breytti það engu að valið stæði á milli brúða þar sem hægt væri að deila um hvor röddin væri rámari.
Veit líka að fléttan um Kamillu Harris er bein ógn við lýðræðið, svona gera menn ekki.
En lýðræðið er líklegast löngu dautt.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 22.7.2024 kl. 16:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.