Alþýðan er fyrst og síðast launamenn, ekki neytendur.

 

Þessa fyrirsögn stal ég úr góðum pistli Páls Vilhjálmssonar sem hann skrifar um sömu frétt og þessi pistill er tengdur við.

Hún kjarnar inn gjaldþrot félagshyggjunnar sem spratt uppúr hefðbundnum jafnaðarmannaflokkum þegar menntastéttin taldi verkalýðinn og sósíalismann ekki vera nógu fínan fyrir framtíðarsýn sína.

 

Félagshyggjan hefur misst öll tengsl við vinnandi fólk, rætur hennar úr verkalýðshreyfingunni eru löngu slitnar, tungutak hennar er óskiljanlegt öllum þeim sem hafa ekki tekið sérstakt námskeið í kynjafræði í vestrænum háskólum.

Og hún gekk svo langt að í samvinnu við Nýfrjálshyggjuna, seldi hún vinnandi fólk í þrælabúðir glóbalsins í Kína og síðan til ennþá fátækari landa.

Heima fyrir kristallast þessi sala að í opinberum stofnunum ríkisvæðingarinnar sér bláfátækt fólk af erlendum uppruna um öll þrif, helst þarf það að vera litað til að fá að sinna þeim.

 

Fólk vinstra megin við félagshyggjuna, flestir úr ranni gömlu sósíalistanna og kommanna, hefur ekki náð að nýta sér þessi svik og þetta gjaldþrot jafnaðarmennskunnar, það er of jaðarsett í ýmiskonar sérvisku þó vissulega séu undantekningar þar á eins og Sólveig Anna hér uppi á klakanum.

Hægri menn hins vegar hafa gert út á hin gömlu sóknarmið róttækninnar og eru orðnir talsmenn launafólks, velferðar og þjóðernis.

Um það vil ég vísa í hinn góða pistil Páls, hann ætti að vera skyldulesning öllum þeim sem telja sig kjósa til vinstri þegar þeir kjósa Samfylkinguna eða VinstriGræna.

 

Nýhægri menn eru þeir kallaðir og eiga það eina sameiginlegt með Nýfrjálshyggjunni að þeir skeyta orðinu Ný- fyrir framan heit sitt.

Hvort þeir nái að bjarga hinum vestræna heimi frá fátækragildru alþjóðavæðingarinnar, alþjóðavæðingu sem líkt og regluverk Evrópusambandsins um hið frjálsa flæði fátæktar, arðráns og förufólks, sækir hugmyndaheim sinn í kenningar Nýfrjálshyggjunnar, helstu páfar Hayek og Friedman, skal ósagt látið.

Gjöreyðingin hefur náð það langt, vestræn ríki eru algjörlega háð Kína um alla framleiðslu, eru með öðru orðum ekki sjálfstæð lengur, og þjóðerni og tunga eru að hverfa í sístreymi farand- og flóttafólks.

 

Tilraunin er samt þess virði, alveg eins og það skilað sér hjá Guðlaugi sundkappa að reyna að ná landi í ísköldum sjónum, það er ekkert búið fyrr en það er búið.

Eftir stendur samt auðnin í stjórnmálum fyrir okkur sem eru vinstra megin við miðjuna, hvort sem við erum miðjumenn við vinstri halla líkt og við Hriflungar, jafnaðar eða félagshyggjufólk.

Flokkar okkar sviku, þeir eru orðnir gagnslaus viðrini.

 

Um svikin, um rætur þeirra, hugmyndaheim, hvenær samstarfið við alþjóðavæðinguna hófst, má lesa í skyldulesningu allra skyldulesninga, bókinni "Bréf til Maríu. 1.990 kr. Höfundur: Einar Már Jónsson.", Bókaútgáfan Ormstunga.  ""Bréf til Maríu er hressilegur gustur um hjalla mannvísindanna og slær hroll að ýmsum við þann lestur." Páll Baldvin Baldvinsson – Fréttablaðið", svo ég vitni í einn ritdóminn.

Og um innihaldið má þetta lesa; "Höfundurinn tekur á helstu álitamálum samtíðarinnar og fer á kostum í skarplegri greiningu sinni og er ómyrkur í máli. Evrópusambandið, menntamanna-marxisminn, frjálshyggjan, alþjóðavæðingin, tæknidýrkunin, póstmódernisminn og formgerðarhyggjan eru meðal þess sem tekið er til skoðunar.".

 

Unga fólkið skilur þetta ekki, það er of samdauna tungutaki feigðarinnar, innihaldsleysinu og frösunum.

En við eldri eigum að skilja þetta og lesa okkur til gagns.

Það er ef okkur hugnast ekki Nýhægrið.

 

En við fordæmum það ekki án þess að bjóða uppá valkost.

Svo einfalt er það.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Sveitalubbinn með Hvíta húsið í sigtinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Merkilegur og góður pistill.

Þarna er einmitt kjarninn í því hvers vegna Trump er dugmeiri en yngri Repúblikanar. Hann er af annarri kynslóð og hefur verið baráttumaður allt sitt líf, furðufugl að vísu líka og fígúra.

Maður les og heyrir (í DV meira en hér) allskyns ógeð og viðbjóð frá þeim sem hata Trump og vilja láta drepa hann. Slíkt tal er í bezta falli eins og væl í óþægum krakka sem fær rassskell, en í versta falli hatursorðræða á einn fárra manna sem skipta máli í mannkynssögunni.

Til að restin af mannkyninu þroskist upp úr blekkingum nýfrjálshyggju og nýalþjóðavæðingar þarf mann eins og Trump. Hann er þó jarðtengdur. Hann útskýrir af hverju margt er í klessu í Bandaríkjunum og heiminum.

Það er kalla þetta nýalþjóðavæðingu. Sú gamla var í lagi, hófleg. Sú nýja er keyrð áfram af satanískri græðgi sem skeytir ekkert um umhverfismál eða mannréttindi nema á yfirborðinu.

Maður verður að halda í vonina. Annars er til einskis að lifa. Maður verður að halda í þá von að ungu kynslóðirnar taki við sér. Vinna með höndum, hugsa skynsamlega, allt þetta sem fólk lærði áður.

Kristrún í Samfylkingunni er að byrja að fatta hvað fólk vill. Hún er að færa sig nær málflutningi Trumps og þessara sem kallaðir eru öfgahægrimenn. Í því hugtaki felst þó líka endurreisn gamalla verkalýðsgilda kommúnismans, eins merkilegt og það er.

Já, hér finnst mér ágætur samfélagsskilningur.

Þeir sem kvarta hæst og bölsótast útí Trump mest núna eru ESB sinnarnir og Nató sinnarnir, sem sjá útópíuna hrynja og veruleikann taka við, eyðilegginguna af þeirra eigin stefnu.

Ingólfur Sigurðsson, 17.7.2024 kl. 12:50

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Ómar, -félagshyggja sósíalismi, kommúnisti, nýfrjálshyggja, kapítalismi til vinstri og hægri, nýalþjóðavæðing, menntamannamarxismi, formgerðarhyggja.

Allur er þessi orðavaðall göt í púkablístru auðróna. það er ekkert vinstri eða hægri til lengur. Tökum Guðlaug á þetta.

Það eru  6 einkaþotur núna á flugvellinum í efra.

Bestu kveðjur í neðra.

Magnús Sigurðsson, 17.7.2024 kl. 14:02

3 identicon

Þegar vinstrið missti sjónar af grasrótinni sinni og ákvað að gera feminisma og fjölmenningu að sinni sannfæringu hafði það enga jörð lengur til að standa á. Hafna allri tengingu við verkalýðinn. Þá hætti ég að kjósa mussukellingar enda átti ég enga samleið með þeim.

Kannski Kristrún sé boðberi nýrra tíma til vinstri, á eftir að koma í ljós.

Bjarni (IP-tala skráð) 17.7.2024 kl. 15:54

4 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir hressilega pistil, Ómar. Er alþýðan, og allir sem vinna, ekki bæði launamenn og neytendur? Ef maður er með laun vill maður jú kaupa eitthvað, ekki satt? 

Wilhelm Emilsson, 17.7.2024 kl. 18:06

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlit og athugasemdir félagar, sem tala fyrir sínu.

Vil aðeins ítreka eitt, Kristrún er hluti af gjaldþroti félagshyggjunnar, talar fögrum tungum með frösum úr ranni nýfrjálshyggju og alþjóðavæðingarinnar.

Svona öfugmæli í anda Arbeit macht frei.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 17.7.2024 kl. 18:07

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Wilhelm, athugasemd þín datt inn eftir að ég henti inn athugasemd minni hér að ofan.

Vissulega er það rétt að launamaður er neytandi, en þetta er hin klassíska spurning hvort kom á undan eplið eða hænan, konseptið neytandi hefur þýtt að öllum ráðum er beitt til að ná niður framleiðslukostnaði, og skrýtið, hagkerfin daga uppi, bæði vegna útvistun starfa, sem og að vinnandi fólk nær ekki endum saman.

Það var ekki að ástæðulausu að vestræn hagkerfi sprungu út þegar verkamaðurinn varð aftur verðugur launa sinna, og fór að neyta.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 17.7.2024 kl. 18:29

7 identicon

Eplið kom á undann hænunni, um það verður ekki rifist.

Hinsvegar er hænan bara aðferð eggsins til að búa til nýtt egg.  Um það þarf ekki að þrátta.

Kveðja úr neðra.

Bjarni (IP-tala skráð) 17.7.2024 kl. 19:33

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Þú segir það Bjarni.

Greinilegt að þú hefur ekki kynnst Vöðlvíkingum, þeir þrátta nú um ýmislegt.

Jafnvel við sjálfa sig þegar ekkert annað er í boði.

En mér lýst vel á þetta hvernig eggið fer að því að búa til nýtt egg.

Alltaf talið eggið skynsamt, en hvort allir séu sammála, veit ég hins vegar ekki.

En maður veit nú ekki allt.

Og þar erum við loksins sammála, reynda líka þetta með aðferð eggsins til að útvega mér nýtt egg á diskinn.

Og kannski um eitthvað annað líka, en man það ekki.

Það er nú bara svo.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 17.7.2024 kl. 21:45

9 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir svarið, Ómar. Það má kannski segja að launafólk og markaðurinn séu eins og einstaklingur og samfélag, bæði pörin mynda samverkandi heild sem ekki er hægt að skilja algerlega í sundur. Ef við reynum það lendum við í röklegum og pólitískum ógöngum. 

Wilhelm Emilsson, 18.7.2024 kl. 00:45

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Að sjálfsögðu Wilhelm, að sjálfsögðu.

Ég held að bæði forsendan og niðurstaðan, ógöngurnar séu kjarni málsins.

Áætlunarbúskapurinn gat aldrei gengið upp því markaðurinn var tekinn úr sambandi, og drifkrafturinn, neytandinn var ekki til staðar. Hann var eins og hjól sem vantaði helminginn, slíkt hjól rúllar aldrei vel, sama hvað menn í meðvirkni halda öðru fram.

Frjálshyggjan, alþjóðavæðingin, hvað sem við köllum þessa hagtrú sem hefur tröllriðið vestrænum samfélögum síðustu þrjá áratugi eða svo, kippir hins vegar launþeganum út úr jöfnunni.  Hann er kostnaður, kostnaður sem á að skera niður, helst niður í ekki neitt.  Þá vantar kaupandann af framleiðslunni, ójafnvægi sem hefur verið falið með innflutningi á varningi frá þrælaverksmiðjum glóbalsins, varningi þar sem launakostnaður frumframleiðslunnar er aðeins óverulegt brot af heildar söluverði vörunnar.

En ójafnvægi er eins og misgengi jarðskorpunnar, það brestur alltaf eitthvað að lokum.  Sem og siðferðislega þá getur þrælkun fátæks fólks aldrei verið forsenda velmegunar.  Það eru hinar röklegu og pólitísku ógöngur vestrænna samfélaga í dag.

Samræmið, gróska einstaklingsins og samfélaga er sitthvor hliðin á sama peningnum.

Það samræmi má aldrei rjúfa.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 18.7.2024 kl. 07:16

11 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir að umfjöllunina. Þú skrifar: "Samræmið, gróska einstaklingsins og samfélaga er sitthvor hliðin á sama peningnum.

Það samræmi má aldrei rjúfa."

Heyr! Heyr!

 

 

Wilhelm Emilsson, 18.7.2024 kl. 18:14

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og tuttugu?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband