Á tímapunkti hættir svona að vera fyndið.

 

Það er ekkert sem réttlætir voðaverk Hamas í Ísrael í október 2023, aðeins viðrini í mannsmynd reyna að mæla þeim voðaverkum bót.

Viðrini um víðan völl eins og núverandi framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna eða við lítum okkur nær, forsvarsfólk Samtakanna Ísland-Palestína.

 

Samt geta öfgamenn í ríkisstjórn Ísraels, miðaldafólk á pari við miðaldamenn Íslamista, ekki endalaust gert út þá samúð.

Eða skilning á mikilvægi þess að fólk eða þjóð sem Íslamistar vilja útrýma, snúist til varnar.

Þó vísað sé í ævarandi skömm og smán Góða fólksins í Vestur Evrópu, eða meðvirkni atvinnugóðmenna alþjóðlegra stofnannanna, sem benda á afleiðingar voðaverka Hamas, og hundsa þá staðreynd að mannfallið á Gasa er vegna varnar Hamas innan óbreyttra borgara.

Þá heldur sú forsenda átakanna ekki endalausu vatni, núna í hlýindunum þar sem vatnskortur er víða að verða vandamál.

 

Á ákveðnum tímapunkti er ekki hægt að réttlæta endalausar mannfórnir með vísan að í þeim séu drepnir hinn og þessi, sagðir koma að skipulagningu voðaverkanna 7. október.

Þá smátt og smátt hverfa skilin milli voðaverka Hama, og hefndarárása öfgaliðsins hinum megin landamæranna.

Jafnvel heimskur maður veit, að tilgangslaus dráp á óbreyttum borgurum þjóna aldrei réttlátum málstað.

Og dráp á fólki, þó réttlæt séu með vísan í fall hinna og þessa, sem örugglega hafa verið voðamenni, hafa ekkert með að gera að sigra hernaðarvél Hamas samtakanna.

 

Eftir standa áleitnar spurningar um forystu Bandaríkjanna, sem ennþá fóðrar öfgalið ríkisstjórnar Ísraels á vopnum.

Og þegar dýpra er kafað, áleitin spurning úr ranni samsærasmiða, voru voðaverkin 7. október í raun með þegjandi samþykki miðaldagyðinganna í ríkisstjórn Ísraels, sem sáu í þeim tækifæri til að sprengja og drepa, drepa og sprengja, í forheimsku sinni að þeir gætu drepið og útrýmt síðasta Palestínumanninum.

Svona í ljósi þess að leyniþjónusta Ísraels vissi að fyrirhugaðri árás Hamas, en æðra stjórnvald undir stjórn miðaldagyðinga kaus að hundsa, og beit svo höfuð af skömminni með því að draga herafla frá fyrirhuguðu árásarsvæði Hamas.

Þekkt staðreynd sem ég las um í Jeresúalemi Pósti, virtasta dagblaði Ísraela.

 

Í dag er ekkert sem afsakar svona árásir.

Árásir sem eru í raun morðárásir.

Og við sem erum ekki helsjúk af öfgahyggju ofstækis miðaldamanna, hvort sem þeir eru gyðingar eða Íslamistar, megum ekki békenna eða réttlæta á nokkurn hátt.

 

Ég hygg að sá tímapunktur sé kominn.

Kveðja að austan.


mbl.is Umfangsmikil árás gerð á flóttamannabúðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

RUV kemur með einhliða hörmungarfréttir frá Gasa á hverju kvöldi

og tekur aldrei fram að þetta er fréttatilkynningar frá heilbrigðisráðuneyti sem  Hamas rekur í áróðursskyni

The Hamas-run health ministry in Gaza says 

Grímur Kjartansson, 14.7.2024 kl. 07:27

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Grímur.

Vissulega gengur Rúv erinda Hamas, það var treyst á slíka meðvirkni Góða fólksins þegar voðaverkin voru skipulögð.

En það breytir því ekki að tilgangsleysi áframhaldandi átaka æpir orðið framan í fólk, og þeim þarf að linna.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 14.7.2024 kl. 13:06

3 Smámynd: Jónatan Karlsson

Það þjónar sennilega litlum eða engum tilgangi að reyna að útskýra fyrir heilaþvegnum stuðningsmönnum zionista að andspyrna palestínsku þjóðarinnar er lögmæt og eðlileg, líkt og sannfærðum nazistum þóttu eðlilegar og réttlátar pyntingar og fjöldaaftökur andspyrnumanna og almennra borgara í hernumdum löndum Þriðja ríkisins í síðari heimstyrjöldinni og kölluðu andspyrnuna þá líka hryðjuverk - Hringir það virkilega ekki neinum bjöllum?

Jónatan Karlsson, 14.7.2024 kl. 15:28

4 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ég nenni ekki að taka inná mig vandræði manna í öðrum heimsálfum.

Það er gott hinsvegar að læra af þeim.

Lærdómurinn er: ekki búa til alþjóðlega stofnun sem nærist á endalausum átökum.

Ásgrímur Hartmannsson, 14.7.2024 kl. 17:38

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jónatan.

Viðbjóðsleg morð á óbreyttum borgurum er ekki andspyrna.

Að reyna að réttlæta slíkt er ákveðin tegund af geðveilu kennd við siðblindu. Hún hefur hrjáð marga, annars örugglega ágætis fólk, í gegnum tíðina.

Sem bendir til að þarna sé veila í sköpuninni.

Veila sem skýrir marga harma heimsins.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 14.7.2024 kl. 23:07

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Ásgrímur.

Góður punktur.

Ég bíð ennþá eftir að atvinnugóðmennin bendi á Hamas, segi; Skammist ykkar fyrir allar þær hörmungar sem þið hafið kallað yfir þjóð ykkar, og hundskist svo til að leggja niður vopn til að hindra frekari dauðsföll og eyðileggingu.

En sú fróma bón gæti hins vegar kostað þau vinnuna svo kannski verður bið á biðinni.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 14.7.2024 kl. 23:10

7 Smámynd: Egill Vondi

Samúðin þvarr þegar Ísraelar notuðu 2000 punda sprengjur á þéttbýli til þess að granda Hamas liðum sem þeir álitu að voru að fela sig þar. Það er ekki beint hægt að kalla þetta nákvæmnisárásir, þó að Ísraelar hafi reynt það. Ríkisstjórnir Hamas og Netanyahu hafa hvoru tveggja sýnt gereyðingar tilburði, og eru óbreyttir borgarar innlyksa á milli þeirra. Þó hljóta margir þeirra að vera meðvirkir, enda eru hvoru tveggja þessara ríkisstjórna sigurvegarar kosninga.

Egill Vondi, 16.7.2024 kl. 12:28

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Egill Vondi.

Þetta er eiginlega kjarninn sem þú bendir á.

Það eru vart skil á milli öfganna.

Þannig er það kannski alltaf í stríðum, þess vegna eiga menn ekki að hefja þau, búmmerangið getur snúið til baka líkt og Þjóðverjar fundu á eigin skinni 1943-1945 og íbúar Gasa hafa illilega rekið sig á.

Þess vegna er ég svo hugsi hvernig almenningur þar fagnaði drápunum hinum megin við landamærin, hvernig fólk klappaði og blístraði þegar limlest lík kvenna voru höfð til sýnis í Gasaborg, hélt fólk virkilega að hefndin yrði ekki margföld, og það yrði ekki fórnarlamb hennar???

Eða allt þetta aumkunarverða fólk hér á Íslandi sem keyrði niður Laugarveginn, flautaði og fagnaði drápunum??  Líkt og gerðist í öðrum vestrænum borgum.

Þú uppskerð eins og þú sáir Egill minn vondi, það afsakar samt ekki öfganna í Ísrael sem vilja ekki frið, aðeins drepa.

Sami þursinn, nema hann er tvíhöfða.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 16.7.2024 kl. 16:48

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og átta?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Ágúst 2024
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 68
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 59
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband