Er Vegagerðin í stríði við fjárveitingarvaldið??

 

Og í því stríði sé matvælasóun, það er notkun repjuolíu í vegagerð, vopn svo stjórnvöld setji fjármuni í malbikun vega í stað hinnar ódýrari klæðningar.

Einhvers konar svona sorrý strákar og stelpur, klæðningin virkar bara ekki lengur, hún þolir ekki lengur aukin umferðarþunga og íslenskt veðurfar.

 

Annað getur ekki skýrt fáráðin sem forstjóri Vegargerðarinnar lætur út úr sér í þessari frétt.

Nema náttúrulega að hún sé fáráður, en það er of skelfileg tilhugsun til að láta sér detta það í hug um æðsta embættismann vegamála þjóðarinnar.

 

Vissulega er það rétt hjá forstjóranum að "Það er mjög langt síðan að menn fóru og gerðu breyt­ing­ar á inni­halds­efn­um klæðing­ar", þessi vandi er ekki nýtilkominn en áður en þessar breytingar voru gerðar, var þetta ekki svona.

Það blæddi í miklum sumarhitum en ekki á öllum árstímum eins og er í dag.

Og nýlögð klæðning var vegarbót en ekki glerhál lífshættuleg drulla.

 

Ef hinn aukni umferðarþungi slítur þá eiga eldri vegirnir að vera horfnir en reyndin er að það eru nýlegar viðgerðir sem eru að hverfa, en gamla undirlagið heldur þó slitið sé. 

Þegar suðurleiðin er keyrð þá blasir þetta við, æpir framan í ökumanninn, vegbótin var ekki vegbót, og hin gamla klæðning er að hruni komin öll sprungin, en hún heldur, ólíkt nýrri viðgerðum sem virðast bara spænast upp.

 

Minna má á frægasta dæmið um sóunina og vanhæfnina þegar fyrir um áratug síðan hvarf á nokkrum vikum nýlögð klæðning sem lögð var á allan Borgarfjörðinn upp að Holtavörðuheiði, sumarið eftir mátti aðeins sjá grjót á stangli á eldri klæðningunni. Sem þarfnaðist jafn mikið viðgerðar og áður. Þá var ekki hægt að kenna um auknum umferðarþunga, hann var sá sami og sumarið áður, og sumarið þar áður þó vissulega hafi verið einhver aukning milli ára.

Nýlegt dæmi er frá Fagradal þar sem vegurinn var að verða ófær vegna blæðinga, þar þurfti vegagerðin hreinlega að leggja nýtt yfirlag á stóran kafla, á undirlag sem var tiltölulega nýlegt.

 

Hitanum er kennt um, það er aukin hlýnun jarðar á að vera örsakavaldur, jafnvel El Nino, en þegar þessi aðferð var tekin upp að blanda biki við möl, þá var horft til langrar reynslu Norðmanna af henni, hún virkaði, samt er heitara í Noregi en hér á Íslandi, alveg satt.

Jafnt í hita sem kulda, því þeir nota bik, ekki matvæli við vegagerðina.

 

Haldreipið er þá umferðaþunginn, og vissulega er hann áhrifavaldur, en hann margfaldaðist ekkert á einni nóttu.

Hann skýrir ekki að nýlagt malbik blæðir eins og enginn sé morgundagurinn.

Hann útskýrir ekki að nýir vegir eru því sem næst ónothæfir.

 

Um þetta á ekki þurfa að deila, nema fólk sé virkilega eitthvað sérsinna í kollinum eða í grimmri hagsmunabaráttu um meiri fjármuni, og vísvitandi skemmi því þá vegi sem það þó fær fjármuni til að leggja.

Vegfarandi sem átti leið um Teigsskóg afhjúpaði þetta haldreipi, nýlagður vegur um skóginn þolir ekki umferð gangandi vegfaranda, skór slíta honum svo holur eru eftir.  Sbr. þessa frétt á Mb.is. Skórnir ónýtir vegna bikblæðinga.

Vegir sem þola ekki skóslit eru ónýtir vegir, og þekktur umferðarþungi þegar vegurinn var hannaður, er ekki skýring þess.

Þó umferð hafi aukist vestur á firði þá er vegurinn um Teigsskó ekki einn af umferðarmestu þjóðvegum landsins.

Þoli hann ekki, nýlagður sinn umferðarþunga, þá ættu þeir umferðamestu að vera löngu horfnir, aðeins hestagatan ein ætti að vera eftir.

 

Þetta sér og veit allt vitiborið fólk.

Líka fáráðar.

Skýringin er því önnur og skýring óskast.

 

Þetta er ekki einkamál embættismanna Vegagerðarinnar.

Þetta er almannamál, almannahagur er undir.

Þetta er árás á eina af grunnstoðum samfélagsins.

 

Í raun hryðjuverk gagnvart landi og þjóð.

Og hryðjuverk eiga ekki að líðast.

 

Slíkt er samsekt.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Segir ekkert til í því að bindingarefnið sé verra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Geir Ágústsson

Ég man ekki eftir blæðandi malbiki í Danmörku í þau 20 ár sem ég hef búið hérna og hef þó upplifað 30 stiga daga og séð nýtt malbik þar án þess að bílar skauti af því og bílstjórar í dauðann.

Geir Ágústsson, 3.7.2024 kl. 19:17

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þetta er örugglega eitthvert umhverfis bull, sem er notað sem afsökun fyrir allri peningasóun og óráðsíu nú til dags.

Ég þekki gaur sem hefur þann starfa að draga vörubíla upp á veg eftir að vegurinn hefur gefið sig undan þeim.  Það er eilífðar verk, vegna þess að vegeagerð er ekki fyrir *okkur.*

Spyrðu þig hvers vegna ráðherrar eru fleiri en fingur þínir.  Þessar nefndir allar eru ekki fyrir þig eða nokkurn samborgara þinn.  Stuðningur okkar við Úkraníu berst alls ekkert þangað, og ætti heldur ekki að vera hlutur sem er til.

Hærri skatta skila sér í meira arðráni.

Ásgrímur Hartmannsson, 3.7.2024 kl. 20:09

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Geir. 

Ég held að það sé vegna þess að Danir malbiki en klæði ekki með bikmöl eins og gert er hér á landi, aðferð sem Norðmenn þróuðu á strjálbýlli vegum í sína fjöllóttu stóra landi. 

Ég man ekki betur, þó ég nenni ekki að gúgla til að finna fréttina í Tímarit.is um þessa nýjung í íslenskri vegagerð uppúr á áttunda áratug síðustu aldar, að ástæða þess að vegagerðin tók upp þessa norsku aðferð, var að fyrir utan að vera miklu ódýrari per kílómeter þá hafði hún reynst vel þar í landi.  Og í Noregi getur líka verið heitt, þar rignir, alveg satt, og þar er líka kalt á veturna, sem er líka alveg satt.  Rigning, kuldi, hiti, allt þetta þolir umhverfisvæna bikið ekki hér á Íslandi, ef það hefði verið sama sagan í Noregi á sínum tíma, þá hefði ekki nokkrum hvítum manni, örugglega ekki svörtum, dottið í hug að leggja vegi með efnum sem þola ekki veðurfarið.

Enda gekk þetta alveg ágætlega fyrstu árin, og áratugina, eða alveg þar til eitthvað breyttist, og það er ekki veðrið, það er það sama, umferðin vissulega meiri, en það þarf enginn að segja mér að það hafi ekki verið umferð á norsku vegunum, það eina sem stendur eftir er íblöndun matvæla í bikið.

Afneitun embættismanna á þessari staðreynd, allar lygarnar sem fórnarlömbunum, það er okkur sem nota vegina, er boðið uppá, og að fréttafólk og hrekklaust fólk fyrir sunnan skuli falla fyrir, sem og að hitt fórnarlambið, fjárveitingarvaldið sem fjármagnar þessa óvegi, segir allt um hvernig Ísland er í dag.

Enda er það frétt í dag ef opinber bygging sé ekki mygluð.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 4.7.2024 kl. 07:46

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Ásgrímur.

Það er nú það, kýrhausinn geymir margt skrýtið þessa dagana.

En það  er ekkert sem toppar þá forheimsku að hafa ætlað sér að halda Ólympíuleikana í hitabylgju Parísarborgar án loftkælingar í vistarverum íþróttafólksins.

Það er sko kolefnasporið.

Já, ekki vissi ég að það yrði svona gaman að eldast og maður fengi alltaf nýja og nýja vitleysu til að hlæja yfir.

Og hlátur vinnur gegn gigtinni.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 4.7.2024 kl. 07:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 15
  • Sl. sólarhring: 27
  • Sl. viku: 2034
  • Frá upphafi: 1412733

Annað

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 1787
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband