Þegar lygin er kölluð til vitnis.

 

Til að réttlæta það sem er ekki hægt að réttlæta.

Sóun á almannafé, hættur af mannavöldum, slitlag sem endist ekki, þá er fokið í mörg skjól nauðvarnarinnar.

 

Það er rétt hjá einni af ábyrgðarkonum þessa glæps, því orðið glæpur er eina orðið sem er hægt að nota yfir hættu af mannavöldum sem hefur kostað mannslíf auk alvarlegra umferðarslysa, að vegir blæddu hér á árum áður, löngu áður en einhverjum datt í hug að blanda matvælum saman við bikið sem lagt var á vegi landsins.

Það tengdist miklum hitabreytingum, en var ekkert algengt því mikill hiti er ekki árlegur plagsiður á Íslandi. Þá var áberandi að á sama vegarkaflanum, og þá með sömu umferðinni, voru blæðingar mismiklar, sem hefði þá átt að vera rannsóknarefni, var síðasta bótin hjá verktakanum ekki rétt lögð??, var sparað efni eða vitlaust hitastig, eða eitthvað.

Allavega var ekkert samansem merki á milli nýlagðar bótar og blæðingar.

 

Í dag blæðir, jafnt í hita sem kulda, og það þarf aðeins fréttast af sól í veðurspám til að nýjustu vegabæturnar blæði, og í dag er það orðin bölvun að fá vegarbót (viðhald er yfirleitt bara bót hér og þar, mjög sjaldan heillagt á viðkomandi vegarkafla), hún blæðir, og síblæðingin veldur því að vegurinn er mjög háll í bleytu.

Gamli og nýi tíminn sjást mjög vel á suðurleiðinn þegar farið er suðurfirði Austfjarða til Hornafjarðar. Þar er grunnvegurinn mjög gamall, yngstur þó um Berufjörðinn sem og ein og ein bót í Álftafirðinum og Lóninu.  Það er áberandi að elstu vegarkaflarnir eru miklu öruggari í keyrslu, þó slitnari séu, munurinn felst í að vera laus við hina glerhálu blæðandi klæðningu matvælavinnslunnar.

Umferðin er samt sú sama, bílarnir svífa ekkert yfir gömlu vegarkaflana og lenda svo og slíta hinum nýlegri.  Og þegar talað er um nýlegri að þá er verið að vísa í eitthvað sem er margra ára gamalt, bara ekki áratuga.

Ástandið ætti hins vegar að vera þveröfugt, elstu kaflarnir hættulegri en ekki þeir sem nýrri eru.

 

Fyrir nokkrum árum var lagður nýr vegur yfir Hólmahálsinn hér fyrir austan.  Hann var ónýtur strax, of mikilli matvælasóun var kennt um, hún hafði víst ruglað bikblönduna svo hún vissi ekki að hún væri vegur en til dæmis ekki drulla í drullupolli barna að leik.

Mikið var kvartað og þá var lygin ekki kölluð til vitnis, heldur beðist afsökunar á matarsóuninni, og lofað nýrri klæðningu sem átti ekki að vera eins drullukennd. Sem var rétt, en hún var bara ekki eins og gamli vegurinn, hún var hál, hún blæddi, hún gerði alla bíla svarta sem fóru um að vetrarlagi.  Blæðir jafnt í kulda sem hita.

Eftir stendur ein lykilspurning, af hverju læra menn ekkert af mistökum sínum? Og enn stærri spurning; hver ber ábyrgðina á þessum fjáraustri og viðvarandi óþægindum fyrri neytendur veganna, almenning sem borgar þessu fólki kaup??

 

Það er nefnilega málið.

Lærdómurinn er enginn, höggvið sífellt í sama knérinn, þegar gatslitinn er gripið til lyga og rangfærsla í stað þess að kannast við sök, axla ábyrgð, læra.

Og þegar í þá nauðvörn er komið, þá getur ráðafólk okkar, þingmenn og ráðherrar ekki lengur horft í hina áttina, þeirra er raunábyrgðin, þeirra er afglöpin.

Þessi sóun fjármuna, þetta ónýta vegakerfi þrátt fyrir milljarðana sem settir eru í það, þetta drullumall sem ógnar lífi og öryggi vegfaranda, fyrir utan allan sóðaskapinn og óþægindin.

 

Þegar nýir vegir eru ónýtir, svo ónýtir að skór slíta þeim, þá sjá allir heilvita að viðhald vega er stanslaus fjárhít, svikamylla þeirra sem þiggja fé fyrir ónýta vinnu.

Vegakerfið getur ekki annað en hrunið í kjölfarið, því það slitnar hraðar en tekst að endurnýja.

Almannaheill er því undir, það er tilræði við þjóðarhag að grípa ekki inní.

 

Morgunblaðið á þökk fyrir sína umfjöllun, já ennþá er glóð sem lifir hjá Mogganum.

En þá er flest upp talið.

 

Af hverju eru sveitarstjórnir ekki brjálaðar??

Af hverju eru landsbyggðarþingmenn ekki brjálaðir??

Af hverju er fjármálaráðherra ekki brjálaður yfir fjáraustrinu??

Og af hverju fer innviðarráðherra ekki grátandi að sofa á kvöldin yfir eyðileggingunni sem blasir við á innviðum þjóðarinnar??

 

Það er spurningin.

Og segir ofboðslega margt um Ísland í dag.

Um gæði þess sem stjórnar landinu.

 

Hver var aftur að tala um ónýta klæðningu??

Kveðja að austan.


mbl.is „Gamla whitespirit-blandan var alveg eins“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fyrir rafbílavæðinguna óku flestir á bílum sem voru 600-800 kg.
Þá var lagt uppúr léttum bílum til að spara bensín og vegakerfi.

En núna þegar meginþorri smábíla er orðin plús mínus 2 tonn er augljóst að göturnar slitni hraðar.
En það er hvergi talað um það...

4X4 Díesel jeppi er 1,6 tonn, sem er léttara en flestir raf/smábílar.
En það talar enginn um það...

Allavega hefur það þá farið framhjá mér. 
Kveðja að vestan

Anna (IP-tala skráð) 2.7.2024 kl. 18:51

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Anna.

Þetta er örugglega ein af skýringum þess að vegir slitni hraðar, en ekki til dæmis skýring þess að skór slíta nýlögðum veg um Teigsskó, skýringanna er að leita í íblöndunarefnunum.  Það bindur ekki, það blæðir jafnt í hita sem kulda.

Þar liggur meinið og ráðafólk þarf að fara að horfast í augun á að stofnun ríkisins, vegagerðin framleiðir ónýta vegi á færibandi.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 3.7.2024 kl. 06:56

Bæta við athugasemd

Hver er summan af átta og þrettán?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Júlí 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.7.): 27
  • Sl. sólarhring: 85
  • Sl. viku: 2840
  • Frá upphafi: 1355197

Annað

  • Innlit í dag: 23
  • Innlit sl. viku: 2391
  • Gestir í dag: 23
  • IP-tölur í dag: 23

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband