Fáráð umræðunnar um Biden.

 

Sagt er að frammistaða hans í kappræðunum við Trump hafi verið áfall fyrir demókrata, eða hann hafi fallið á eigin prófi, svo ég vitni í tvær fréttir hér á Mbl.is.

Og maður spyr sig; Hver er dómgreind fólks sem tjáir sig svona um frammistöðu Bidens??

 

Öllum má ljóst vera að Biden stóð sig afburðavel miðað við efni og aðstæður eins og oft var sagt á meðan heilbrigð dómgreind stjórnaði opinberri umræðu.

Hvernig stóð til dæmis Brezhnev síðustu árin sín á árlegum fundi hans með rússnesku þjóðinni á degi byltingarinnar sem haldið var uppá á Rauðatorginu??

Það þurfti að hjálpa honum að veifa, og líklegast í síðasta skiptið sem hann mætti þá var hann ekki lifandi.

 

Svo spurt sé hreint út; Við hverju búast menn af lifandi líki???

Í alvöru ef mynd af Biden þegar hann farðaður fyrir kosningafundi sína væri sett inní Googel leit, þá yrðu flestar samsvaranirnar myndir af múmíum eða fólki á dánarbeði, þá oftast dánu.

Af lifandi líki stóð Biden sig nefnilega afburðavel og er góður vitnisburður um mátt nútímalæknisvísinda.

Væri Frankenstein ennþá meðal vor þá yrði hann mjög stoltur af sínum manni.

 

Hins vegar má spyrja; Af hverju komast demókratar upp með að reyna að bjóða fram til embættis forseta Bandaríkjanna lifandi lík??

Af hverju segja menn ekki satt um ástand Bidens og spyrja sig hvaða myrkraröfl búa að baki framboði hans?

 

Í því liggja fáráð umræðunnar.

Í raun gjaldþrot hennar.

Kveðja að austan.


mbl.is New York Times vill að Biden hætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lifandi lík eða siðlaus drullusokkur er það sem valið stendur á milli.  Í alvöru, getur þessi 350 milljóna þjóð ekki boðið betur, tvö elliær gamalmenni. Hvernig verður sá sem hlýtur kosningu þegar hann lætur af embætti í febrúar 2029?

Vísbdnding "weekend at Bernie's".

Bjarni (IP-tala skráð) 30.6.2024 kl. 09:49

2 identicon

Undanfarið hefur maður horft á knattspyrnuleiki í sjónvarpinu,ef leikmenn brjóta of mikið af sér fá þeir gula eða rauða spjaldið og allir hlíta því,skyldi koma þeir tímar gagnvart stjórnmálamönnum að þeir verði að víkja ef almenningur gefur þeim rauða spjaldið. Í Bandaríkjunum er um að ræða elli ært gamalmenni eða siðlausan lygalaup,báðir kostir slæmir,alþýðan hefur nánast ekkert um málið að segja.Lítum í austur þar ríkir einræðisherra með hlýðið hyski sitt við stjórnvölinn og lýgin heldur lögreglunni við barsmíðarnar þannig að enginn getur mótmælt,síðan fer leiðtoginn í heimsókn og vingast við þjóðarleiðtoga sem eru með svipaðan þankagang,því miður virðist víða um veröldina vera leiðtogar sem hugsa eingöngu um valdagræðgi með öflugan her og lögreglu til að geta sigað á almenning ef hann dirfist að hafa uppi mótmæli.Sameinuðu þjóðirnar voru á sínum tíma stofnaðar í réttlætisskyni en virðast alveg máttlausar.Heimspekingurinn Platon stofnaði akademíuna á sínum tíma og vildi þá að stjórnmálamenn yrðu skyldaðir til að læra um framkomu sína gagnvart almenningi og efla vitsmuni sína,Platon var næstum því drepinn fyrir afskipti sín,en slapp með því að hrökklast í útlegð úr heimalandi sínu.Skyldi takast á þessari öld að koma reglur sem gerðu það að verkum að í stjórnmál veljist betri þjóðarleiðtogar er virði vilja fólksins,við skulum vona það. 

Sigurgeir Árnason (IP-tala skráð) 30.6.2024 kl. 11:37

3 identicon

Að stilla upp líki sem fyrsta valkosti – og kalla það ríki lýðræðislegt þar sem slíkt viðgengst og segja það í fararbroddi vestrænna lýðræðisríkja – er vægast sagt ansi forhert af peninga- og stríðsöflunum sem þar virðast ráða undir niðri.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 30.6.2024 kl. 12:31

4 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það að bjóða uppá eintóma Frankensteina sen valkosti sýnir að enn er von um að meirihlutin mankyns séi með viti.

Myrkraöflin þora ekki að bjóða upp á valkost sem hefur sjálfstæða hugsun, því þá gæti farið eins og í lok Sovétsins þegar Gorbashef spratt upp úr kirkjugarðinum og slátraði skriffinnskunni.

Takk fyrir góðan og snarpan pistil,

með bestu kveðjum í litlu Moskvu.

Magnús Sigurðsson, 30.6.2024 kl. 13:02

5 Smámynd: Grímur Kjartansson

Fékk senda þessa mynd og finnst hún mjög lýsandi á því sem bandaríkjamönnum er boðið uppá

Við íslendingar höfðum þó um 12 unga, fríska einstaklinga sem ekki voru á sakaskrá að velja í okkar forsetakosningum

Gæti verið mynd af texti

Grímur Kjartansson, 30.6.2024 kl. 14:49

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Grímur.

Þetta er félegt eða hitt þó heldur.

En Trump karlinn var ákærður fyrir margt sem aðrir eru ekki, það kallast að handvelja, og segir meir um bandaríska réttarkerfið en að Trump skyldi gera hið alsiða, að borga fólki fyrir að þegja, og bóka það á önnur útgjöld.

Alvarleikinn felst í því að karlinn er líka farinn að herma eftir Biden, að vera út á þekju, og að eldast.

Hann er samt þó ennþá gamalmenni en það þarf ekki að rífast um að Biden er holdgervingur nútíma læknavísinda, er lifandi lík en ekki bara lík út í garði.

Kerfi sem elur af sér svona frambjóðendur hefur ekkert með lýðræði að gera.

Hvenær lýðræðið í Bandaríkjunum dó veit ég ekki, en það er dáið, engin nútímavísindi, ekki einu sinni Ólafur Harðar, fær því breytt, eða útskýrt á annan veg.

Þess vegna tala ég um myrkraröfl, þó ég viti ekki frekari skýringu þar á.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 1.7.2024 kl. 08:38

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Góður punktur Magnús.

Við eigum kannski eftir að sjá fleiri lík í framboði, og það nær okkur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 1.7.2024 kl. 08:39

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Símon Pétur.

Þú heldur að hin myrku öfl séu úr ranni peninga og stríðaframleiðanda en veistu, ég hallast æ meir að skýringum Guðmundar Arnar, enda verður maður ekki samur eftir að sjá Swarzenegger berjast berhentan við þann í neðra í End of Days.  Höfin stikna, engisprettur herja, börn í móðurkviði rifin út og drepin svo ég vitna í Trump, áður óþekkt illska tröllríður samfélögum, glæpaöfl á bak við tjöldin virðast ráða öllu, hvort sem þau eru skipulögð í ýmiskonar undirheimastarfsemi eða stjórna vaxtaákvörðunum seðlabankans, afleggja störf, gera okkur öll að þrælum í verksmiðjum glóbalsins.

Um þetta allt mátti lesa í góðum bókum, löngu áður en hornsteinn var lagður að Wall Street, svo maður ætti að gefa gaum af þeim skrifum, ekki borguðu hagsmunaöfl þau, svo eitt er víst.

Þegar gott fólk sveik þjóð sína í skuldaþrældóm eftir Hrunið 2008, fólk sem ég treysti til að gæta að fjöreggi mannúðar og mennsku, þá fór ég að efast um skýringa á hinu óskiljanlega væri að leita í rökheimi, og þær efasemdir hafa aðeins styrkst með tímanum Símon Pétur.

Hvað fær gott, heiðarlegt vinstrafólk, komið á efri ár, sem hefur ætíð verið trútt hugsjóninni um betri og jafnari heim, um bræðralag og réttlæti, til að trúa að frjálshyggjusambandið kennt við Evrópu hafi eitthvað með félagshyggju og jöfnuð að gera??

Þegar hugmyndafræðin er meitluð uppúr kenningum Friedmans og Hayeks, um frjálsan einsleitan markað þar sem stórfyrirtæki drottna yfir samfélögum og almenningi.  Allt niðurnjöfrað í regluverk andskotans.

Nei Símon Pétur, það er ekkert vitrænt sem skýrir þessa blindu, eða flest af því sem er að gerast í dag.

Það er eins og við séum á sjálfsstýringu fyrirfram ákveðinna örlaga, slæmra örlaga.  Fimbulvetri mennskunnar.

Gróðapungar og stríðsæsingamenn telja sig ráða, en þeir eru verkfæri, en verkfæri hverra eða verkfæri hvers??

Þar liggur efinn Símon, þar liggur efinn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 1.7.2024 kl. 08:59

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Sigurgeir.

Mig minnir að Konfúsíus hafi hugsað á svipuðum nótum og Platón, og hugmyndafræði hans varð undirstaða kínverska stjórnunarskólans, hann réði ekki leiðtoganum en embættismönnunum, sem í reynd sáu um að útfæra tilskipanir keisarans.  Hafði sína kosti og galla, tryggði festu og stöðugleika, keisaraættir komu og fóru, en eftir þá undiröldu og átök, virtist gamla Kína alltaf koma til baka.  Gallinn var að stöðnun, hið óbreytta stenst illa samkeppni við heim þar sem hraðinn er drifkraftur, það er það sem núverandi keisari hefur áttað sig á og er að reyna að breyta.

Hins vegar veit ég að á meðan það er aur og gróðavon í vondum stjórnanda, þá eru þeir kostaðir til valda. Og í því liggur meinsemd dagsins í dag.

Hvort það mein verði skorið upp og fjarlægt á komandi tímum, veit tíminn einn, en ég dreg það stórlega í efa.

Það er þetta með feigðarósinn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 1.7.2024 kl. 09:07

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Bjarni.

Líklegast dauður svo ég svari spurningu þinni.

Hins vegar held ég að almenningur hafi fátt um þessi mál að segja.

Hann fær aðeins sína málamyndakosningu.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 1.7.2024 kl. 09:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 20
  • Sl. viku: 2019
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1772
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband