28.6.2024 | 16:13
Þegar skömmin er ein eftir.
Sem vörn fyrir vanhæfni, því leitun er meðal þjóðarinnar einstaklingur sem upplifði séra Agnesi sem biskup þjóðkirkjunnar, þá er fokið í mörg skjól.
Að augljós hyglun innan skrifstofu biskups, þar sem embættismenn þar réðu hvorn annan á skjön við lög og reglur, sé kennd við kynjamisrétti, að karlar í sömu stöðu hefðu komist upp með lögleysuna, er augljóst gjaldþrot dólgafemínismans, sem tröllríður hefur íslenska umræðu í mörg mörg ár.
Séra Agnes er berstrípuð, skömm hennar aðeins eykst með yfirlýsingunni um að hún skili skömm sinni til kirkjuþings.
Eins og kirkjuþing sé Bjarnarbófaþing Disney á Íslandi.
Gjaldþrot dólgafemínismans stendur eftir.
Hvernig yfirtók hann umræðuna?
Af hverju létum við hann stjórna okkur svona lengi??
Gleymum ekki stúlkunni sem varð fræg fyrir að fella mann og annan, varð svo upplýs um að ljúga öllu sem hún gat logið um eigin hörmungar, og hvernig hún hefði rifið sig frá þeim hörmungum með gráðum hér og þar, gráðum eða starfsferli sem aðeins var til í lygaprófíl hennar.
Gleymum ekki fjárkúgaranum sem fékk sambýliskonu sína til að leggja net og gildrur fyrir graða karla í stjórnunarstöðum stórfyrirtækja, þegar blaðran sprakk og gagnkvæmar ásakanir fóru á milli, í millitíðinni fórnarlömbin svipti æru og störfum, þá var ljóst að hið hampaða fórnarlamb, að sjálfsögðu kvenkyns, var aðeins verkfæri viðkomandi fjárkúgara, sem í þessu tilfelli var karlkyns.
Lengra aftur má ekki gleyma kvenkyns fjárkúgaranum sem laug kynferðisofbeldi uppá dauðadrukkinn landsliðsmann í fótbolta, staðin að verki, en hin meðvirka umræða dólgafemínismans hélt fjárkúgaranum samt í stöðu fórnarlambs. Fölsk umræða sem var skýring þess að lélegasti formaður landssambands í íþróttum var kjörinn, hennar eina afrek, fyrir utan að gráta reglulega gagnvart erfiðleikum, að setja reglur um að íslenskir knattspyrnumenn væru sekir þar til sakleysi þeirra væri sannað. Ósagt skal látið hvort fyrirmyndin var sótt til Sovéts Stalíns eða Þriðja ríkis Hitlers, dólgafemínisminn hafði hvorki vit eða þekkingu til að spyrja þeirrar spurningar.
Svo má vitna í eldra dæmi þegar falskar minningar voru notaðar til að ærumeiða látinn mann, biskup, falskar minningar af sama meiði og brenglað fólk notaði til að koma þúsundum saklausra í fangelsi Bandaríkjanna, ákæran, hin falska minning var kynsvall meintra djöfladýrkenda.
Smán ofsóknanna, smán umræðu dólgafemínismans, smán hinna meðvirku, æpir úr sögunni, æpir í nútímanum, æpir í þessu viðtali konunnar sem klúðraði öllu, sat í skjóli lögleysu, en reynir að réttlæta það sem ekki er hægt að réttlæta, með vísan í kynferði sitt.
Að það væru karlar sem hefðu dæmt hana, það væru karlar sem sætu kirkjuþing.
Eins og fólk sé það heimskt, eða fáfrótt að vita ekki að í fjöldamörg ár hefur guðfræðideild Háskóla Íslands útskrifað mun fleiri konur en karla.
Og að konur séu ekki minniháttar, að þær kunni meir en að prjóna og hekla, til dæmis að læra til prests, og hafi tileinkað sér þekkingu um lög og reglur sem gilda um prestskap, skipan biskups og svo framvegis.
Rétttrúnaðurinn er vissulega svona heimskur.
En í þessu máli er hann gjaldþrota.
Jafnvel femínistinn á Morgunblaðinu, þessi sem veður ekki beint í vitinu, sér það.
Kannski samt ekki, kannski tók hann þetta viðtal því hann upplifir séra Agnesi sem fórnarlamb.
Eftir stendur samt skömmin.
Skömm dólgafemínismans.
En fyrst og síðast þeirra sem gátu stöðvað hann, en gerðu ekki.
Í kjarkleysi sínu meðvirkir.
Í kjarkleysi sínu sekir.
Hvort þeir fatti það er annað mál.
Kveðja að austan.
Skilar skömminni til kirkjuþings | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:25 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 16
- Sl. sólarhring: 21
- Sl. viku: 2656
- Frá upphafi: 1412714
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 2318
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
AMEN fyrir þessu.
Sigurður Kristján Hjaltested, 28.6.2024 kl. 16:20
metoo amen
Magnús Sigurðsson, 28.6.2024 kl. 17:15
Heill hinum réttlátu, því að þeim mun vel vegna, því að þeir munu njóta ávaxtar verka sinna.
Vei hinum óguðlega, honum mun illa vegna, því að honum mun goldið verða eftir tilgjörðum hans.
Harðstjóri þjóðar minnar er drengur, og konur drottna yfir henni.
Þjóð mín, leiðtogar þínir leiða þig afleiðis og villa fyrir þér veginn.
Drottinn gengur fram til að sækja sökina, hann stendur frammi til að dæma þjóðirnar. (Jes. 3:10-13).
Guðmundur Örn Ragnarsson, 28.6.2024 kl. 19:26
Hér er engu við að bæta, nema því sem aðrir gera hér um þennan snilldarpistil þinn, meistari Ómar:
Amen!
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 28.6.2024 kl. 19:39
Sammál þér um að Agnes hafi skotið sig illilega í fótinn með þessari yfirlýsingu
Líklegra er að karkyns biskup hefði fengið mun harðari meðferð og verið flæmdur úr embætti með skömm fyrir svona mörg klúður
Grímur Kjartansson, 29.6.2024 kl. 10:19
Ég tek undir með öðrum, þetta er meiriháttar góður pistill.
Nú er vandamálið sem þarf að leysa, hvernig er hægt að fá stjórnvöld til að viðurkenna fyrirbærið dólgafemínisma? Talað var um karlrembur þegar rauðsokkurnar voru að fá yfirhöndina. Er hægt að fá það viðurkennt af opinberum stofnunum og valdaaðilum að til séu kvenrembur?
Til að breyta ástandinu og laga svona spillingu þarf viðurkenningu hjá þeim sem völdin hafa.
Fagna þessari umræðu, hún er þörf. Ómar hefur hæfileika til að ná til margra. Jafnvel til að fá það viðurkennt að til eru kvenréttindaöfgar, dólgafemínismi. Dropinn holar steininn, og það verður viðurkennt að lokum.
Ingólfur Sigurðsson, 29.6.2024 kl. 12:04
Hörkupistill. Á sínum tíma var hringt í mig og ég spurður um framkvæmd funda. Þá hafði verið aðalfundur sóknarnefndar Digranessóknar í Kópavogi. Biskupsritari Pétur Georg Markan kom á fundinn og sagði fundarmönnum að hægt væri að kjósa á fundinum með umboði frá þeim sem ekki mættu. Sjáum við ekki fyrir okkur að fólk komi á elliheimilin og hjúkrunarheimilin til þess að fá umboð til þess að kjósa á slíkum fundum. Að sjálfsögðu kolólöglegt eins og svo margt sem tíðkaðist í valdatíð Agnesar sem biskup. Llög um svona framkvæmd heimila allt að tveggja ára fangelsi, fyrir þá sem brjóta af sér. Fyrir fundinn komu mjög litaðar fréttir í Fréttablaðinu og frásögn af fundinum var með litaðri skrifum sem sést hafa. Blaðamaðurinn Hólmfríður Gísladóttir. Hólmfríður og sá prestur sem sótti hvað harðast að Gunnari Sigurjónssyni eru nánar vinkonur. Þau þrjú flokkast síðan sem hluti af ,,góða fólkinu" sem ég kalla ,,skítapakkið"", mjög virk í Viðreisn og Samfylkingu.
Sigurður Þorsteinsson, 29.6.2024 kl. 16:39
Takk fyrir innlit og athugasemdir félagar.
Kveðja að austan,
Ómar Geirsson, 29.6.2024 kl. 18:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.